Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar Marshall-húsið á Grandagarði verður opnað almenningi á sunnu- dag mun sýningarrými með verkum eftir Ólaf Elíasson myndlistarmann vekja verðskuldaða eftirtekt. Stærri hluti þessarar reisulegu byggingar á athafnasvæði HB Granda er fjórar hæðir, veitingastaðurinn Marshall Restaurant + Bar á jarðhæð, nýr sýningarsalur Nýlistasafnsins á ann- arri hæð og Kling & Bang á þeirri þriðju. Á efstu hæðinni í þeim hluta hússins verður síðan vinnustofa Ólafs en í vesturenda byggingar- innar geta gestir skoðað úrval nýrra og eldri verka eftir hann í sýningar- rými sem er sá hluti vinustofunnar sem verður opinn almenningi og starfræktur af i8, galleríi hans. Ný vinnustofa Ólafs verður því rekin samhliða aðalstúdíói hans í Berlín. Í tilkynningu frá i8 segir að Studio Olafur Eliasson í Berlín hafi un langt skeið verið vettvangur list- rænnar sköpunar. „Teymið í stúdíó- inu vinnur með Ólafi við framleiðslu og uppsetningu verka, sértæk verk- efni og sýningar. Þau eru jafnframt samstarfsmenn hans í tilraunum, rannsóknum, útgáfu, fræðslu og miðlun upplýsinga. Auk þess að vinna að gerð verka í vinnustofunni starfar stúdíóið líka með byggingar- verkfræðingum og öðrum sérfræð- ingum í samstarfi við menningar- stofnanir og vísindamenn um allan heim. Í því samhengi verður vinnu- stofan í Reykjavík lítil og óformlegri eining, þar sem ætlunin er að skapa rými fyrir hugsun og tilraunir sem unnar verða í íslensku samhengi.“ Hefur dreymt um aðstöðu hér Þegar rætt er við Ólaf þar sem hann er við vinnu ásamt starfs- mönnum sínum í Berlín, segir hann að sig hafi lengi dreymt um að geta unnið enn meira hér á landi. „Ég hef látið mig dreyma um að hafa góða vinnuaðstöðu á Íslandi, stað þar sem ég get unnið að og þró- „Þetta er ekki hefðbundin sýning“ Morgunblaðið/Kristinn Listamaðurinn Ólafur Elíasson í Hörpu, með glerhjúp sinn í baksýn. Nú beinist kastljósið á fleiri, ný og eldri, verk hans við Reykjavíkurhöfn. að verk,“ segir hann. Nú sé það að verða að veruleika og jafnframt verði hægt að sýna á hverjum tíma nokkuð misstór verk. Þakkar hann Berki Arnarsyni gallerista sínum í i8 fyrir þá góðu vinnu sem hann hefur sett í að skipuleggja framkvæmdina alla saman. „Mér finnst sýningarýmið frábært og gaman að geta haft verkin þar strax nú þegar byggingin verður opnuð um helgina. Ég byrja aug- ljóslega ekki strax að vinna þar en í sumar mun ég hægt og rólega koma mér fyrir og byrja að vinna, vonandi inn í haustið og líka eitthvað næsta vetur. Til að byrja með verður því aðeins sýningin frá mér í húsinu.“ Einskonar forsýning Ólafur segir að hann hafi tamið sér að setja ný verk alltaf upp í vinnustofu sinni og hafa þau fyrir augunum um tíma, meðan hann met- ur þau og þar til hann ákveður að þau séu tilbúin til að vera send á sýningar út í heim. „Ég lít eins á þennan hluta stúdíó- sins í Marshall-húsinu, að ég sé þar að meta nýju verkin og það má segja að þetta sé einskonar forsýning á þeim. Þá sýni ég einnig eldri verk mín sem ég á sjálfur.“ Þegar Ólafur er spurður að því hvort hann muni eitthvað koma með fólk með sér frá Berlín að vinna í nýju vinnustofunni, þá segir hann að margt komi til greina, til að mynda að vera með tímabundin „workshop“ frá vinnustofunni í Berlín. „Það fer þó allt eftir því hversu heppinn ég verð með verk og verkefni á Íslandi – ég hef engin slík plön fastsett enn sem komið er. En ef svo verður þá myndi ég líklega ráða fólk til starfa á Íslandi og vera með vinnustofuna í fullri starfsemi.“ Grandasvæðið blómstrar Talið berst aftur að sýningarrým- inu þar sem sjá má ný og hrífandi verk, þar sem Ólafur nýtir sér meðal annars mikla lofthæð í hluta rým- isins á athyglisverðan hátt. Þetta er ekki hefðbundinn sýningarsalur en er þetta einhverskonar yfirlitssýn- ing? „Mér finnst ágætt að skilgreina þetta sem einhverskonar „millilend- ingarrými“; þetta er ekki hefð- bundin sýning og þarna er ekki gall- erí, heldur hluti af vinnustofunni minni. Þetta er í raun svipað og stúdíóið mitt hér í Berlín en hér set ég upp verk með samskonar hætti. Ég horfi á þau um tíma áður en þau eru send á sýningar. Mér finnst frá- bært að geta sett þau upp nú með þessum hætti á Íslandi og líka að fólk geti komið og litið á þau ef það hefur áhuga á, þegar það kemur að skoða áhugaverðar sýningar í Nýló og Kling & Bang. Af og til mun ég taka verk niður og setja önnur inn. En þetta er engin yfirlitssýning. Eitt verkið er stein- gólf gert úr íslenskum steinteg- undum sem ég hef lengi stefnt að því að gera og nú er það til sýnis og mér finnst það koma afskaplega vel út. Svo er ég að gera tilraunir með að taka steinsteypumót af bráðnandi jöklum en á Íslandi eru mjög góð fyrirtæki sem vinna með steinsteypu og geta tekist á við slíkar tilraunir sem tengjast vitaskuld hlýnun jarð- ar. Þessar tilraunir gætu orðið að skúlptúrum en það er alls ekki víst, ég mun horfa á verkin næsta árið og ef ég er ekki sáttur held ég ekki áfram að gera þau.“ Hvað varðar breytt hlutverk Mar- shall-hússins, sem kjarna fyrir myndlistarsköpun, finnst Ólafi frá- bært að borgaryfirvöld skilji að bjóða þarf upp á fjölbreytilega menningarupplifun, bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. „Granda- svæðið er að blómstra, það fer ekki á milli mála, og mér finnst Marshall- húsið vera frábær viðbót í flóruna. Nýlistasafnið og Kling & Bang hafa sterka og góða hefð hvað varðar samstarf við unga listamenn og það er mikilvægt. Mér finnst þetta allt mjög spennandi – og svo er bygg- ingin frábær og loksins hefur al- menningur aðgang að henni.“  Ólafur Elíasson verður með vinnustofu í Marshall-húsinu sem verður opnað um helgina  Hluti vinnustofunnar verður opinn almenningi og ný og eldri verk hans sýnd í mislangan tíma Morgunblaðið/Einar Falur Frágangur Verkamenn koma fyrir ljósaskilti með heiti Marshall-hússins. Vinnustofa Ólafs er efst til hægri en verkin sýnd í endanum til vinstri. Til að skrifa gagnrýni þarf visst hugrekki er yfirskrift málþings um myndlistargagnrýni sem haldið verður í dag kl. 12-14 í Listasafni Íslands. Safnið og Listfræðafélag Íslands standa fyrir málþinginu sem verður stýrt af Dagnýju Heið- dal í tilefni af yfirlitssýningu í Listasafni Íslands á verkum Valtýs Péturssonar (1919-1988), listmál- ara og myndlistargagnrýnanda en Dagný er sýningarstjóri hennar. Valtýr var gagnrýnandi Morgun- blaðsins frá árinu 1952 til dauða- dags árið 1988 og skrifaði á þeim tíma gagnrýni um 840 sýningar auk 60 greina um ýmis efni sem tengjast myndlist. Fjölmörg viðtöl voru tekin við Valtý og er yfir- skrift málþingsins sótt í eitt þeirra. Ýmsum spurningum verður varpað fram á málþinginu, m.a. hver hafi hugrekki til að skrifa listgagnrýni í dag og um hvað myndlistargagnrýni snúist hér á landi og hver sé markhópur henn- ar. Þátttakendur í málþinginu eru Jón B.K. Ransu, Aðalsteinn Ing- ólfsson, Magnús Gestsson, Helga Óskarsdóttir, Einar Falur Ingólfs- son, Magnús Guðmundsson og Þröstur Helgason. Málþing haldið um myndlistargagnrýni Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Mikilvirkur Valtýr Pétursson var virtur myndlistarmaður og gagnrýnandi. Myndlist í Marshall-húsinu * E in ka le y fi íu m só kn ar fe rl ií F ra kk la n d i. ** N ey te n d ap ró f á 3 1* * / 5 2 ** * ko n u m se m n o tu ð u D iv in e H ar m o n y C re am . DIVINE HARMONY CREAM E I N S TÖK SAMV I RKN I S EM V IÐHELDUR UNGLEGR I HÚÐ Þar sem land og haf mætast, skapar náttúran eilífa fegurð. Immortelle Millésimée er blómið sem aldrei fölnar, Jania Rubens er rauðþörungur sem getur endurnýjað sig óendanlega oft. Þessi tvö einstöku innihaldsefni frá Korsíku sameinast í nýja Divine Harmony Cream frá L’OCCITANE, sem hannað er til að vinna á áberandi hrukkum, stinnleika, húðtón, andlitsfyllingu og útlínum. Eftir 3 mánaða notkun virðast gæði húðarinnar hafa umbreyst (87%**) og húð virðist hafa fyllingu á við unga húð (83%***). Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland 6 EINKALEYFIÍ UMSÓKN*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.