Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  74. tölublað  105. árgangur  EIN MEÐ ÖLLU Fullt verð 390 kr. N1 kortatilboð 199 punktar ERLA Í LANDI SVEFNS OG LANDI VÖKU VALTÝR Í SVIÐSLJÓSINU NÝIR BÍLAR FYRIR TVÆR MILLJÓNIR GÁFU Á ANNAÐ ÞÚSUND VERK 30 BÍLAR OG VINNUVÉLARBÓK UM SVEFN 12 Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar í dag og hyggst af- greiða fjölda mála af þingmála- skrá sinni. Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum á föstudag um fimmtán mál og sennilega verður annar eins fjöldi mála afgreiddur á ríkis- stjórnarfundinum í dag. Fram hefur komið að þingmála- listi ríkisstjórnarinnar er samtals 101 mál og um 30 þeirra eru kom- in til Alþingis í formi frumvarpa, þingsályktunartillagna eða innleið- inga á tilskipunum. „Það er rétt, að þótt þingmála- listi ríkisstjórnarinnar sé 101 mál eru aðeins um 30 þeirra komin til þingsins. En ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því, vegna þess að á næstu dögum og vikum mun mikill fjöldi mála ríkisstjórn- arinnar koma til Alþingis,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Frestur til þess að leggja fram þingmál á vorþingi rennur út 1. apríl. Það þýðir þó ekki að eftir þá dagsetningu sé ekki hægt að leggja fram ný þingmál, heldur þarf þingið þá að samþykkja af- brigði fyrir hvert mál sem lagt er fram. »6 Morgunblaðið/Ómar Málaskrá Ríkisstjórnin vinnur að því að koma málum til þingsins. Mörg mál til þingsins frá ríkisstjórn  Aukafundur í dag  Minjastofnun Íslands sem eftirlit hefur með friðlýstum fornleifum á Helgafelli á Snæfellsnesi frétti fyrst um ákvörðun landeigenda um gjaldtöku á staðnum í Morgun- blaðinu í gær. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að ekki komi til greina að starfsmenn greiði gjaldið við eftirlitsferðir. Hún hef- ur skilning á fjárþörf landeigenda vegna umhverfisbóta, en telur gjaldtöku af hverjum og einum gesti ekki réttu leiðina. Gjald- takan er umdeild og hafa spunnist um hana heitar umræður á netinu. »14 Girða ekki fyrir að- gang að Helgafelli Ráðagóð amma varð til þess að vegabréf sonardóttur hennar, sem hafði ekki skilað sér tíu dögum eftir tilsettan afhendingartíma, fannst heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti til fjölskyldunnar. Stúlkan, sem býr á Völlunum í Hafnarfirði, var að fara í ferð með fjölskyldunni til Frakklands í byrj- un mars þegar kom í ljós að nýtt vegabréf hennar hafði ekki skilað sér þrátt fyrir svör frá Þjóðskrá um að það hefði farið í póst á tilsettum tíma. Amman starfaði sem bréfberi á árum áður og ákvað að kanna málið, samkvæmt Fjarðarfréttum. Hún kemst að því hver er bréfberi í hverfi fjölskyldunnar og fer heim til hans. Þar kemur faðir bréfber- ans til dyra og þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á við- komandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini annars fjölskyldu- meðlims. Móðir stúlkunnar segir að ekkert hafi átt að tefja fyrir því að vegabréfið bærist í tæka tíð. Atvik- ið er enn til rannsóknar hjá Íslands- pósti. ingveldur@mbl.is »4 Bréfberi var með vegabréfið Morgunblaðið/Eyþór Pósturinn Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði.  Hafði upp á pósti fjölskyldunnar heima hjá bréfberanum Landspítalinn ráðgerir að taka jáeindahluta á nýjum jáeindaskanna í notkun í september. Íslensk erfðagreining færði þjóðinni skannann, allan tilheyrandi tækjakost og sérhæft húsnæði undir hann að gjöf, en fyrsta skóflustungan að húsnæðinu var tekin fyrir rúmu ári. »6 Morgunblaðið/Eggert Styttist í jáeindaskönnun á Landspítalanum Guðni Einarsson Jón Birgir Eiríksson Útlit er fyrir að þriðjungur starfa í samsteypu HB Granda á Akranesi verði lagður niður, en áform eru um að sameina botnfiskvinnsluna í bæn- um þeirri sem er í Reykjavík. Um er að ræða 93 störf og er samráðsferli við stéttarfélög og trúnaðarmenn haf- ið. Að sögn trúnaðarmanns er starfs- fólkið slegið. „Við gætum verið að reka okkar botnfiskvinnslu í Reykjavík í dag og vinna þar 24 þúsund tonn eða svo. Við höfum ekki aðstöðu til þess hér,“ seg- ir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Vilja koma til móts við Granda Bæjaryfirvöld á Akranesi munu á næstu dögum funda með forsvars- mönnum HB Granda um úrbætur á Akranesshöfn. Lengi hefur verið rætt um að laga höfnina betur að starfsemi fyrirtækisins, en Sævar Freyr Þrá- insson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að bæjaryfirvöld muni gera allt sem þau geti til að koma til móts við fyr- irtækið. Hann segir að vinnslunni sé betur borgið á Akranesi en á núver- andi stað, í Reykjavík. Endanleg ákvörðun hefur ekki ver- ið tekin um uppsagnirnar, en á morg- un er að vænta frekari upplýsinga um hvort af áformunum verður. Verði niðurstaðan sú að starfsfólkið missi störf sín, verður samband haft við Vinnumálastofnun, að sögn Vil- hjálms. Fjöldi starfa í uppnámi  HB Grandi hyggst segja upp 93 starfsmönnum á Akranesi  Samráðsferli hafið  Ástæður áformanna rekstrartengdar  Bæjaryfirvöld funda með fyrirtækinu HB Grandi » HB Grandi hyggst flytja botnfiskvinnslu sína frá Akra- nesi. » 93 störf samsteypunnar yrðu lögð niður. » Bæjaryfirvöld funda með HB Granda á næstu dögum um úr- bætur í Akraneshöfn. MHættir botnfiskvinnslu »10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.