Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 4

Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Amman náði að fá uppgefið hver bæri út í hverfinu sem stúlkan býr í, fór heim til bréfberans og þar kom faðir hans til dyra, segir í frétt Fjarðarfrétta. Þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á við- komandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini til yngri systur stúlk- unnar, boðskort og jólakveðjur. Fleiri bíða eftir póstinum Móðir stúlkunnar segir í samtali við Morgunblaðið nöfn allra fjöl- skyldumeðlima vera á útidyrahurð- inni og að hún hafi verið merkt eftir leiðsögn fyrrum bréfbera. Þau hafi alltaf fengið sinn póst þar til nýlega þegar það fór að bera á brestum í póstútburðinum á Völlunum. „Við settum þessa sögu inn á Facebook- síðu hverfisins og þá kom í ljós að það voru margir að bíða eftir pósti, nefndu að þeir væru búnir að bíða eftir ökuskírteinum, vegabréfum og greiðslukortum í lengri tíma, þannig að það er eitthvað að í póstdreifing- unni. Sem sýnir sig m.a í því að við höfum ekki fengið neinn póst heim til okkar núna í rúma viku,“ segir móð- irin en nokkrir íbúar hverfisins hafa Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Vegabréf sem hafði ekki borist með póstinum á tilsettum tíma fannst eft- ir dálitla eftirgrennslan heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti. Fjarðarfréttir greindu frá atvikinu. Málavextir eru þeir að stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Völl- unum í Hafnarfirði átti von á nýju vegabréfi með póstinum en fjöl- skyldan var að fara saman í ferðalag til Frakklands. Hún fær tilkynningu frá Þjóðskrá um að vegabréfið eigi að berast í síðasta lagi 25. febrúar. Daginn fyrir brottför, 3. mars, er vegabréfið ekki komið og hjá Þjóð- skrá fást þær upplýsingar að það hafi farið í póst á tilsettum tíma. Vegabréfið finnst ekki en stúlkan kemst úr landi með ökuskírteini. Amma stúlkunnar, sem vann við póstburð á árum áður, ákvað að at- huga málið og fór og ræddi við starfsmann hjá Póstinum en mætti dónaskap. Sá sakaði fjölskylduna um að vera með illa merkta lúgu en þeg- ar amman sýndi mynd til sönnunar um að svo væri ekki spurði starfs- maðurinn hvort hún hefði ekki bara verið að merkja lúguna í þessu. líka nefnt að bréfberatöskur hafi leg- ið úti í lengri tíma. Auk vegabréfsins var ökuskírteini yngri dóttur líka heima hjá bréfber- anum. Hana var farið að lengja eftir því og ræða um að það væri miklu lengur á leiðinni en talað hefði verið um. „Íslandspóstur þarf að skoða hvað er að þessu ferli hjá þeim. Það er slæmt að pósturinn manns skuli liggja heima hjá einhverjum en það er tilfinning tengdamóður minnar að þessi póstur hafi legið þarna í marga daga,“ segir móðirin. Fjölskyldan skrifaði litla grein- argerð um málið og sendi Íslands- pósti án þess að vera að fara fram á neitt. Fyrsta svarið frá fyrirtækinu var; „Við erum ekki skaðabóta- skyldir“ og litlar útskýringar feng- ust á atvikinu. Í geymslu yfir helgina „Það er engin skaðabótaskylda fyrir almenn bréf því þau eru hvorki rekjanleg né tryggð. En við berum að sjálfsögðu ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila og tökum það mjög alvarlega. Það er alls ekki rétta leiðin að viðskiptavinir fari heim til starfsmanns og fái póstinn afhentan þannig,“ segir Brynjar Smári Rún- arsson, forstöðumaður markaðs- deildar Íslandspósts. Atvikið er enn til rannsóknar en að sögn Brynjars Smára bar bréfberinn því við að það hafi ekki verið merk- ing á viðkomandi hurð og hann því haldið bréfinu, búið var að loka dreif- ingarstöðinni eftir útburð þennan föstudag og því hafi hann sett óskil- apóstinn í geymslu heima hjá sér yfir helgina. „Á mánudeginum fær hann annan póst heim til sín og þá átti að ná í þennan póst en það var ekki búið þegar þetta kom upp,“ segir Brynjar Smári, slík atvik séu alls ekki algeng. Spurður hvort það sé eðlilegt að bréfberar geymi póst heima hjá sér segir hann það ekki vera en það hafi verið búið að loka dreifingarstöðinni og því ekki annað í stöðunni, en ef slík staða komi upp eigi pósturinn ekki að vera fyrir sjónum annarra, mjög óeðlilegt sé að faðir hans hafi farið í póstinn. Spurður hvers vegna vegabréfið hafi verið svona lengi á leiðinni svar- ar Brynjar Smári að eitthvað hafi verið óljóst með rétt heimilisfang viðtakandans. „Í póstfangagrunn- inum okkar eru tvær skráningar. Þjóðskráin og okkar póstfanga- grunnur. Þjóðskráin var með rétt heimilisfang en það var vitlaust í okkar kerfi sem bjó til þennan mis- skilning á hvorn staðinn bréfið ætti að fara,“ segir Brynjar Smári. Samkvæmt móður stúlkunnar var fullt nafn hennar á umslaginu, með heimilisfangi lögheimilis þar sem hún býr og er nafn hennar merkt skýrum stöfum á lúguna þar. „Þetta bréf hefði átt að fara inn um lúguna hjá okkur, það er ekkert flókið við það.“ Amman bankaði upp á hjá bréfberanum  Fann vegabréf sem hafði ekki skilað sér tíu dögum eftir tilsettan afhendingartíma  Léleg póst- dreifing á Völlunum í Hafnarfirði  Bréfberinn ber því við að póstlúgan hafi ekki verið merkt Borið út Íslandspóstur ber ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila. Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 20 í húsakynnum Heimssýnar í Ármúla 6, Reykjavík Ræðumaður: Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra Fundarstjóri: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosningar 3. Önnur mál Allir félagsmenn og stuðningsfólk Heimssýnar velkomið Framkvæmdastjórn Heimssýnar Guðni Einarsson Hólmfríður Gísladóttir Stjórnendur United Silicon (USi) í Helguvík hvetja til þess að leitað verði skýringa á uppruna mengunar, sem mælst hefur á Suðurnesjum, áð- ur en hrapað verði að ályktunum. Sérfræðingar frá fyrirtækinu skoða mæligögn, sem verið hafa til umræðu síðustu daga, um niðurstöður á grein- ingu á PAH-efnum, sem eru lífræn efnasambönd, og fleiri efnum, þar á meðal þungmálmum. Efnin hafa greinst í svifryki frá mælistöð í eigu USi sem Orkurannsóknir ehf. reka við Hólmbergsbraut. Stöðin er um 800 metra sunnan við verksmiðjuna. Dularfull aukning mengunar Ríkisútvarpið greindi frá því að ar- senmengun frá verksmiðjunni hefði mælst yfir 20 sinnum meiri en starfs- leyfi hennar leyfði. Kristleifur Andrésson, öryggis- og mannauðs- stjóri USi, benti á í samtali við Morg- unblaðið að mæliniðurstöður fyrir styrk arsens frá mars 2016 og fram að mánaðamótum september og október sama ár væruu nánast flöt lína, um eitt nanógramm á rúmmetra (ng/m3). Í byrjun október 2016 hækk- aði gildið í um 6 ng/m3 og hélst nokk- uð stöðugt í október, nóvember og desember. Það sem mesta athygli vekur er að verksmiðja USi var ekki gangsett fyrr en 13. nóvember 2016. Gildið hækkaði því um sex vikum áð- ur en verksmiðjan fór í gang. Gildið hækkaði í lok desember í 6,9 ng/m3 sem kann að stafa frá skoteldum. Kristleifur sagði mjög sérstakt að sjá að mæligildin hefðu ekkert breyst við það að verksmiðjan fór í gang. Hann sagði að fulltrúar USi hefðu rætt við Orkurannsóknir ehf. sem segðu að mælistöðin hefði verið í góðu lagi. Einnig sagði Kristleifur að í október, nóvember og desember 2016 hefði sunnanátt verið ríkjandi á svæðinu. Vindur stóð því af mæli- stöðinni í átt til verksmiðjunnar en ekki öfugt. Íbúar í Reykjanesbæ hafa kvartað yfir lykt frá verksmiðjunni og óþæg- indum sem henni fylgir. Kristleifur sagði að svo virtist sem lyktin kæmi þegar slökkt væri á ofninum. USi hefur samið við fyrirtæki um að taka sýni í kring um næsta ofnstopp. Þannig á að athuga hvort efnið sem veldur lyktinni finnst. Í tilkynningu frá USi í gær sagði að undanfarið hefði verið lögð áhersla á „að lagfæra og endurbæta búnað verksmiðjunnar til að tryggja að hvorki starfsmönnum hennar né íbúum í nágrenninu stæði heilsufars- leg ógn af rekstri hennar.“ Bærinn vill lokun tímabundið Bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar hafa óskað eftir því við Umhverfis- stofnun (UST) að verksmiðju USi verði lokað þar til gerðar hafa verið úrbætur sem koma í veg fyrir um- hverfismengun frá henni. Fulltrúar UST munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudag, að ósk Guðbrands Einarssonar, forseta bæjarstjórnar. Hann skrifaði UST sl. sunnudag. Í bréfinu sagði m.a.: „Ég mun ekki styðja það að gerðar verði tilraunir á íbúum í heilt ár til þess að fá úr því skorið hvort verið sé að úða hættulegum efnum yfir þá. Það er alveg ljóst að þær upplýsingar sem lagðar voru fram til grundvallar starfsleyfi standast alls ekki og held [ég] að það sé eðlileg krafa að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður á meðan farið er yfir þetta.“ Mat á umhverfisáhrifum gerði ráð fyrir að magn arsens, eða arseníks, í andrúmsloftinu frá verksmiðjunni færi mest í 0,32 ng/m3. Þá hafði Rík- isútvarpið eftir dósent í eiturefna- fræðum að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessari mengun þar sem arseník væri krabbameinsvald- andi. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sagði að svo virtist sem USi hefði ekki staðið við gefin loforð um að menga ekki umhverfið. Hann sagði að þolinmæði íbúa væri brostin og að bæjarfulltrú- ar í Reykjanesbæ hefðu fengið nóg. Bæjaryfirvöld funduðu síðast með forsvarsmönnum USi fyrir nokkrum vikum. Þá var farið yfir kvartanir íbúa vegna mengunar frá verksmiðj- unni. Að sögn Friðjóns viðurkenndu fulltrúar USi að þetta hefði ekki gengið eins vel og þeir ætluðu en það væri verið að skoða hönnun verk- smiðjunnar og lagfæringar og annað slíkt. Hann sagði það fara eftir vind- átt í hvaða hverfum fólk yrði vart við mengunina hverju sinni. Leita verður skýringa  Mæligildi arsens í lofti hækkuðu áður en verksmiðja Unit- ed Silicon var gangsett  Bærinn vill harðar aðgerðir strax Ljósmynd/United Silicon Helguvík Verksmiðja United Silicon er sú eina sinnar tegundar á landinu. Héraðssaksóknari hefur birt ákæru gegn lögreglumanni sem sakaður er um að hafa ráðist á fanga í fanga- geymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í maí á síðasta ári. Atvikið náðist á upptökur eftirlits- myndavéla og eru þær meðal sönn- unargagna í málinu. Í ákærunni segir að eftir að lög- reglumaðurinn hafi handjárnað manninn fyrir framan búk, hafi hann tekið um hálsmál á peysu hans, ýtt honum upp við vegg og tekið hann svo niður í gólfið þar sem maðurinn lenti á bakinu. Lögreglumaðurinn setti þá hægra hné á bringu manns- ins og skellti höfði mannsins tvisvar sinnum í gólfið auk þess sem hann ógnaði honum með krepptum hnefa sínum framan við andlit hans. Dreginn eftir fangaganginum Lögreglumaðurinn dró fangann síðan á fætur og skellti honum upp við vegg, eins og segir í ákærunni. Maðurinn hneig svo niður og dró lög- reglumaðurinn hann þá eftir fanga- ganginum og að lyftu í fangageymsl- unni. Hlaut maðurinn blæðingu í og undir húð á hnakka, eymsli og væga bólgu yfir liðbandi í hægri ökkla. Maðurinn krefst tveggja milljóna króna í skaðabætur. Skellti höfði fang- ans tvisvar í gólfið  Lögreglumaður ákærður fyrir árás Morgunblaðið/Golli Hverfisgata Atvikið átti sér stað í fangageymslu lögreglustöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.