Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 8

Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017 Í gær spurði Smári McCarthy,þingmaður Pírata, Benedikt Jó- hannesson, efnahags- og fjár- málaráðherra, út í tryggingagjald. Smári vildi vita hvort ráðherra hygðist leggja til lækkun gjaldsins, hvort eitthvað stæði í vegi fyrir lækkun þess og hvort það væri rétt að það hefði hlutfallslega meiri áhrif á rekst- ur lítilla og með- alstórra fyrirtækja en á rekstur stærri fyrirtækja.    Benedikt stað-festi að mæl- ingar ráðuneytisins sýndu að trygginga- gjaldið vægi mun þyngra hjá minni fyrirtækjum en þeim stærri, jafnvel tvöfalt þyngra.    Hann sagði líka að ríkisstjórninstefndi að lækkun trygginga- gjalds „á kjörtímabilinu“ en að ná- kvæm tímasetning mundi ráðast af aðstæðum.    Ráðherra lagði einnig áherslu áað gjaldið hefði mikilvæg sveiflujafnandi áhrif. Hann svaraði því ekki beint hvort eitthvað stæði í vegi lækkunar gjaldsins, en ekki fór á milli mála að yfirmenn hans í ráðuneytinu hafa miklar efasemdir um að leyfa honum að lækka þrátt fyrir kjöraðstæður.    Og það sérkennilega var að þeg-ar Smári fékk þessi óljósu svör varð hann himinlifandi með þau og fór að fabúlera um mögulega þrepaskiptingu gjaldsins í stað þess að þrýsta á um lækkun þess.    Skattgreiðendur skulu með öðr-um orðum ekki reikna með að þessir tveir standi saman um lækk- un tryggingagjaldsins á næstunni. Leyfi til lækkunar ekki fengist enn STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson Smári McCarthy Veður víða um heim 27.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 5 heiðskírt Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 9 þoka Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 10 léttskýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 13 heiðskírt London 14 þoka París 18 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 17 heiðskírt Vín 13 heiðskírt Moskva 1 snjóél Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 1 skýjað Montreal 1 rigning New York 5 súld Chicago 9 þoka Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:59 20:08 ÍSAFJÖRÐUR 7:01 20:16 SIGLUFJÖRÐUR 6:44 19:59 DJÚPIVOGUR 6:28 19:38 Afar fáir kennarar stóðu við uppsagn- ir sem tilkynntar voru meðan kjara- deila kennara og sveitarfélaga lands- ins stóð yfir síðastliðið haust. Allir þeir tólf kennarar sem skiluðu inn uppsagnarbréfi í Norðlingaskóla í Reykjavík drógu uppsögn sína til- baka samkvæmt upplýsingum frá skólanum. Rúmlega fjörutíu upp- sagnarbréf bárust Reykjanesbæ í flestum af þeim sex grunnskólum í sveitarfélaginu og drógu flestir upp- sögn sína til baka. „Það voru samtals fjörutíu sem sögðu upp hjá okkur, það voru þrír sem stóðu við uppsögnina sína og það voru starfsmenn sem höfðu unnið stutt og voru með mán- aðaruppsagnarfrest,“ segir Helgi Arnarsson, sviðstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar. „Þetta fór bara eins vel og maður gat vonað, þó að einn sé of mikið þá er alltaf einhver hreyfing á fólki.“ Flestir dregið til baka í borginni Fjöldi uppsagna var tilkynntur hjá Reykjavíkurborg en í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins var sagt að flestir hefðu dregið til baka. Það vantar ekki nema 4,5 stöðugildi kennara hjá Reykjavík og ætti því að vera ljóst að flestir hefðu dregið uppsögn sína til- baka. Fáir kennarar stóðu við uppsagnir  Allir tólf kennararnir sem tilkynntu uppsögn í Norðlingaskóla hættu við Morgunblaðið/Kristinn Norðlingaskóli Ekki kom til 12 uppsagna hjá Norðlingaskóla. Fyrstu lóur vorsins sáust í gær. Í fyrra var greint frá fyrstu lóunum 26. mars en 18. mars árið 2015. Í þessari upptalningu eru ekki taldar með þær lóur sem eru á landinu á veturna líka en þær voru áberandi margar í ár, líklega vegna hlýnandi loftslags. Í samtali við mbl.is í gær sagði Stefán Áki Ragnarsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnun, sem er mikill áhugamaður um fuglinn, að þær lóur sem héldu til á landinu í vetur væru aðallega á suðvesturhorninu, til að mynda á Seltjarnarnesi og Reykjanesi. Það er því hægt að gera ráð fyrir því að lóurnar sem sáust á Einars- lundi á Höfn í gær hafi verið að koma að utan og því fyrstu vorboð- arnir. Morgunblaðið/Ómar Komin Vorboðinn ljúfi lét sjá sig við Einarslund á Höfn í Hornafirði í gær. Lóan komin til landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.