Morgunblaðið - 28.03.2017, Side 13
Morgunblaðið/Árni Sæberg
vegar svolítið sér á parti. Í könnun
Lýðheilsustofnunar fyrir nokkrum
árum kvaðst tæplega fjórðungur Ís-
lendinga sofa aðeins sex tíma eða
skemur á sólarhring.
Innri klukkan og veggklukkan
„Rannsóknir hafa sýnt að Íslend-
ingar fara um klukkustund seinna að
sofa en fólk í löndunum í kringum
okkur, þótt vinnudagurinn byrji á
svipuðum tíma. Mig grunar að við
séum á röngum tíma. Eftir að hætt
var að breyta klukkunni tvisvar á
ári, vor og haust, erum við föst í
sumartíma, sem að mínu mati er
skekkja miðað við stöðu landsins.
Birtan stillir okkar innri klukku,
ekki klukkan á veggnum. Öfgarnar –
þetta mikla myrkur á veturna og
birtan allan sólarhringinn á sumrin,
geta valdið svefntruflunum. Margir
finna fyrir drunga og þreytu og eiga
erfitt með að vakna í svartasta
skammdeginu eða geta ekki sofnað í
birtunni á sumrin,“ segir Erla og lík-
ir ástandinu við króníska flugþreytu.
Hún hefði ekkert á móti því að
klukkunni væri seinkað um klukku-
tíma.
Könnun frá í fyrra leiddi í ljós að
nemendur í 10. bekk sofa yfirleitt
ekki meira en sex tíma á virkum
dögum. Erla segir krakka á þessum
aldri þurfa níu til tíu tíma nætur-
svefn. Hún skellir skuldinni að hluta
á nýjustu tæki og tól.
„Unglingar eru stöðugt í snjall-
símunum sínum, allt er svo spenn-
andi og þeir vilja ekki missa af neinu.
Eftir að þeir bjóða pabba og mömmu
góða nótt fara þeir með símana inn í
herbergið sitt undir því yfirskyni að
þeir séu vekjaraklukka. Síðan hanga
þeir á samfélagsmiðlum, netinu eða í
tölvuleikjum fram undir morgun.
Auk svefnleysis hefur viðvarandi
ljósáreiti af þessu tagi hamlandi
áhrif á melatónínframleiðslu lík-
amans. Bæði börn og fullorðnir
þurfa frí frá þessum áreitum. Við
þurfum ekki að vera tengd umheim-
inum allan sólarhringinn.“
Ofneysla svefnlyfja
Erlu finnst sérstakt áhyggjuefni
að Íslendingar taka margfalt meira
af svefnlyfjum en þekkist annars
staðar í heiminum. „Svefnlyf virka í
skamman tíma, um það bil fjórar
vikur. Fólk er fljótt að mynda þol
fyrir þessum lyfjum og þótt
áhrifin séu því bara sálræn
getur það lent í vítahring.
Langtímanotkun er ekki að-
eins tilgangslaus heldur líka
skaðleg heilsunni,“ segir Erla
og nefnir slæm áhrif lyfjanna á
minni, hugsun og jafnvægi.
„Þar af leiðandi eru þau sér-
staklega slæm fyrir eldra fólk
með tilliti til þess að detta og
meiða sig, jafnvel beinbrotna,“
bætir hún við.
Helstu áhættuþættir langvar-
andi svefnleysis eru mikið álag
og áhyggjur, streita, óreglulegar
svefnvenjur, ýmsar breytingar í
lífinu, svo sem flutningar, nýtt
starf og barneignir. Og ekki síst
lífsstíllinn. „Það getur verið svo
ótal margt sem hrindir af stað svefn-
vanda. Við drekkum of mikið kaffi,
erum of mikið í tölvunni og þar fram
eftir götunum.“
Spurð hvað hafi komið henni mest
á óvart í doktorsrannsókninni segist
hún hafa uppgötvað að svefnleysi og
kæfisvefn séu nátengdir sjúkdómar.
Enn fremur að birtingarmynd svefn-
leysis hjá kæfisvefnssjúklingum sé
mismunandi og hafi ólík áhrif á lífs-
gæði þeirra. „Þetta hljómar kannski
bara spennandi fyrir „svefnnörda“
eins og mig en getur haft mikla þýð-
ingu í áframhaldandi rannsóknum.
Ef okkur tekst að lækna svefnleysi
hjá kæfisvefnssjúklingum verður
vonandi auðveldara að meðhöndla
kæfisvefninn, sem er bæði algengur
og vangreindur sjúkdómur,“ út-
skýrir hún. Það er hennar draumur.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Erla Björnsdóttir fæddist í Reykjavík árið
1982. Hún er gift Hálfdani Steinþórssyni og
eiga þau fjóra syni.
Erla lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla
Íslands 2007, kandídatsprófi frá Háskól-
anum í Árósum 2009 og doktorsprófi í líf-
og læknavísindum frá HÍ 2015. Í doktors-
námi sínu rannsakaði hún svefnleysi og
andlega líðan og lífsgæði sjúklinga með
kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni at-
ferlismeðferð við svefnleysi og vinnur að
rannsóknum á því sviði ásamt samstarfs-
mönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hún hefur birt fjölda greina í erlendum
ritrýndum tímaritum og einnig skrifað
um svefn á innlendum vettvangi.
Erla rekur eigin stofu, Sálfræðiráð-
gjöfina, vinnur sem nýdoktor í HÍ og að
svefnrannsóknum á Landspítalanum. Hún hefur umsjón með vefsíðunni
www.betrisvefn.is, þar sem hún er í beinu sambandi við notendur síð-
unnar.
NÁM OG STÖRF
Rannsóknir og hugræn
atferlismeðferð
Ráðgáta Erla segir
svefninn trúlega
alltaf verða ráðgátu
að einhverju leyti.
HUGLEIÐINGAR OG
HEILLARÁÐ UM SVEFN
Í BÓKINNI SVEFN:
„Á Alþingi Íslendinga er hins veg-
ar ekki gert ráð fyrir átta tíma
svefni. Kannski er það ástæðan
fyrir því að þar eru stundum
teknar slæmar ákvarðanir.“
Katrín Jakobsdóttir, alþm.
„Verði maður andvaka um nótt
er heillaráð að sækja sér heitt
vatn í hitapoka og leggja til
fóta.“
Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands.
„Góður svefn er miði á fyrsta far-
rými lífsins,“
Bubbi Morthens, tónlistarmaður.
„Sú tilfinning að sofna þreyttur
og sáttur, setja einhvers konar
punkt aftan við daginn, hefur
mér lærst að vera farsælasta
byrjun næsta dags. [...] Í löngum
lotum í vinnunni eru kommurnar,
upphrópunarmerkin eða jafnvel
spurningarmerkin algengari í lok
dags en punkturinn. Það er ekki
gott til lengdar.“
Helgi Seljan, sjónvarpsmaður.
Helgi
Seljan
Bubbi
Morthens
Katrín
Jakobsdóttir
Vigdís
Finnbogadóttir
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Alp hf.
og viðtali við forstjóra auk lykil stjórnenda. Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Ein stærsta bílaleiga landsins
með flota uppá 3.500 bifreiðar
• Ýmsar tegundir bílaleigu þ.m.t.
langtímaleiga, vetrarleiga o.fl.
• Ný þjónustumiðstöð
við Vatnagarða
• Hótelrekstur við Mývatn
og ör vöxtur í starfseminni
Heimsókn til Alp hf.
– AVIS og Budget
í þættinum Atvinnulífið sem er á
dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld