Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Enn er bætt um betur með nýju ReSound
heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu
þessa hágæða tækni.
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Verndarsjóður Skálholtskirkju var
nýlega stofnaður en aðalmarkmið
sjóðsins er að safna fé til viðgerðar á
gluggum Skálholtskirkju. Gerður
Helgadóttir smíðaði glugga kirkj-
unnar fyrir rúmri hálfri öld. Hún
varð hlutskörpust í hugmyndasam-
keppni um útlit á gluggum kirkjunn-
ar og hafa þeir verið í kirkjunni allt
frá því að hún var vígð 21. júlí 1963.
Gerður vann verkið á verkstæði
Oidtmann í Þýskalandi og voru það
stórkaupmennirnir Edw. Storr og
Sv. L. Foght sem kostuðu verkið.
Gluggar Gerðar þjóðargersemi
„Þessir gluggar eru þjóðarger-
semi og hafa notið mikillar hylli.
Þeir hafa ekki farið í neina viðgerð
síðan þeir voru settir upp og nú er
komið að því að það þarf að efla til
viðamikillar viðgerðar,“ segir Jón
Sigurðsson, formaður stjórnar
Verndarsjóðs Skálholtskirkju. Hann
segir að um stóra viðgerð sé að ræða
og þarf að framkvæma alla í einu.
„Það er ekki hægt að taka einn og
einn glugga niður heldur þarf að
taka þá alla í einu. Það þarf að flytja
þá til Þýskalands á verkstæði Oidt-
mann þar sem þeir voru upphaflega
gerðir og Gerður Helgadóttir vann
við að setja þá saman. Þetta verður
að gerast í einu átaki.“ Jón segir að
viðgerðin muni kosta um 70 milljónir
og hafa fyrstu mánuðir söfnunarinn-
ar gengið ágætlega. „Við erum búin
að vera í gangi núna í fjóra mánuði
og metum það svo að þetta sé
tveggja til þriggja ára verk en við
dirfumst ekki að leggja af stað í við-
gerðir fyrr en við sjáum fyrir end-
ann á þeim.“
Verndarsjóðurinn varanlegur
Jón segir að verndarsjóðurinn
muni starfa áfram eftir að viðgerð á
gluggunum lýkur. „Eftir að það er
búið að gera við gluggana þá þarf að
gera við tröppurnar, kjallarann,
gluggana, hitaofnana og altaristöfl-
una.“ Jón segir að altaristaflan sé í
mjög slæmu ásigkomulagi og sjást
sprungur eftir jarðskjálfta víða í
töflunni. Hann vill jafnframt benda
fyrirtækjum á að verndarsjóðurinn
er sjálfseignarstofnun og eru styrkir
í sjóðinn frádráttarbær frá skatti.
„Fyrirtæki og aðilar sem styrkja
Verndarsjóðinn fá nafn sitt ritað á
þakkarskjöld sem verður hengdur í
veggrými við anddyri skólahússins.
Þar verða nöfn allra þeirra fyrir-
tækja sem láta af hendi rakna,“ seg-
ir Jón.
Morgunblaðið/RAX
Ljós Gluggar Gerðar Helgadóttur veita kirkjunni einstaka lýsingu.
Vernda Skálholts-
kirkju um ókomna tíð
Verndarsjóður Skálholtskirkju safnar fyrir viðgerðum
Bændurnir á býlinu Espihóli í Eyja-
fjarðarsveit fengu um helgina við-
urkenningu Landssambands kúa-
bænda – Fyrirmyndarbú ársins
2017. Þá fengu ræktendur nautsins
Bolta frá Birtingaholti í Hruna-
mannahreppi viðurkenningu Ráð-
gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins
fyrir besta naut úr árgangi 2009.
Félagsbú er á Espihóli, rekið af
bræðrunum Kristni V. og Jóhannesi
Æ. Jónssonum og konum þeirra,
Ástu G. Sveinsdóttur og Sigurlaugu
Björnsdóttur. Á búinu eru liðlega 60
árskýr og meðalnytin sú þriðja
hæsta á landinu á síðasta ári, 8.206
kg. „Þykir búið til fyrirmyndar í hví-
vetna og er þátttakandi í félags- og
ræktunarstarfi svo eftir er tekið,“
segir í umsögn LK.
Miklar afurðakýr
Bolti 09021 var fæddur í Birt-
ingaholti 4 í Hrunamannahreppi í
febrúar 2009. Ræktendur hans eru
Ingveldur Kjartansdóttir og Sig-
urður Ágústsson.
Bolti fékk nafnbótina Besta naut
fætt árið 2009. Í umsögn um dætur
hans kemur meðal annars fram að
þær eru afurðakýr, stórar og há-
fættar, júgurgerð úrvalsgóð, spena-
gerð góð og þær eru góðar í mjölt-
um.
Bolti hlaut sömu örlög og önnur
naut sem fara á sæðingastöð. Hann
var felldur þegar búið var að taka úr
honum 6.500 skammta til notkunar
við sæðingar. helgi@mbl.is
Espihólsbændur
taldir til fyrirmyndar
Ljósmynd/RML
Tuddi Bolti frá Birtingaholti hefur
lagt sinn skerf til kynbótastarfsins.
Dýrahjálp Íslands hafa borist fjöl-
margar fyrirspurnir um Tjúasveit-
ina svokölluðu sem sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær. „Mikki og
Max eru komnir mjög langt með
það að fá heimili,“ segir Sonja Stef-
ánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýra-
hjálp og umsjónarmaður hundanna,
í samtali við mbl.is.
Dýrahjálp hóf nýverið söfnun
fyrir dýralæknakostnaði vegna
Chihuahua-hundanna Ísólar, Hebu,
Mikka, Max og Heru sem kallast
Tjúasveitin en þá vantar alla heim-
ili. Flestar umsóknir hafa borist um
Mikka sem er yngstur en Sonja seg-
ir einhverja ætla að koma og heim-
sækja Ísold í dag og á næstu dögum.
„Við erum síðan enn að reyna að
ákveða hvort Heba og Hera eigi að
vera saman. Það var planið en sú
sem fóstrar þær var núna að segja
að þær myndu örugglega standa sig
vel hvor í sínu lagi.“
Margir áhugasamir um Tjúasveitina