Morgunblaðið - 28.03.2017, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Draumur Húsbyggjendur vita að ekki er gott að byggja á sandi en í draumheimum leyfist allt og þegar sápukúlur í Reykjavík eiga í hlut má leika sér með form og innviði að vild.
Eggert
Að undanförnu hef-
ur skapast mikill
íbúða- og lóðaskortur
á höfuðborgarsvæðinu
sem hefur valdið
miklum hækkunum á
fasteignamarkaði.
Einnig hefur orðið
ófremdarástand á
leigumarkaði þar sem
eftirspurn er mun
meiri en framboð sem
hefur leitt til mikillar
hækkunar á húsaleigu. Margar
ástæður liggja að baki þessum
miklu hræringum á íbúðamarkaði,
bæði hefur aukinn ferðamanna-
straumur til landsins og sú stað-
reynd að lítið var byggt á árunum
eftir 2008 leitt til þess að mikið
ójafnvægi er nú á milli framboðs
og eftirspurnar. Sum sveitarfélög
hafa ekki staðið sig sem skyldi í
lóðaframboði sem hefur leitt til
þess að byggingaframkvæmdir eru
töluvert á eftir áætlun. Einstakir
aldurshópar, s.s. fólk á aldrinum
20-35 ára, aldraðir, fólk sem þarf
á félagslegri aðstoð sveitarfélaga
að halda og þeir sem eru að kaupa
sína fyrstu íbúð hafa þurft að leita
inn á rándýran og ótryggan leigu-
markað. Séreignastefna á íbúða-
markaði er í flestum tilfellum
besta stefnan eins og undanfarin
ár hafa undirstrikað, sérstalega
hjá þeim sem hafa minni kaup-
mátt og eru að taka sín fyrstu
skref á íbúðamarkaði.
Lager sveitarfélaga á
félagslegum íbúðum
hefur nánast tæmst á
undanförnum miss-
erum og lager hús-
næðis á almennum
markaði hefur farið
úr tæplega 8.000 nið-
ur í um 800 íbúðir.
Miklvægt er að
hefja þjóðarátak í
íbúðarmálum Íslend-
inga með því að koma
með einfaldar og hag-
kvæmar lausnir. Lífs-
hættir fólks eru að breytast hratt
þar sem fólk vill einfaldar og
snjallar lausnir í íbúðarmálum sín-
um. Þar skiptir miklu máli að hús-
næðið sé ódýrt og taki mið af
kaupmætti fólks. Auk þess skiptir
öryggi í húnæðismálum flesta ein-
staklinga miklu máli . Mikilvægt
er að fyrstu kaup séu hagkvæm
og skynsamleg fyrir sem flesta á
íbúðamarkaði.
Ódýrar og hagkvæmar
íbúðir til að mæta skorti
Einfaldar og hagkvæmar lausnir
í íbúðamálum geta falist í því að
byggja ódýrar og hagkvæmar
íbúðir sem eru 50-60 m2 að stærð
með haganlegu fyrirkomulagi. Á
sjötta áratugnum voru t.a.m.
byggð háhýsi við Austurbrún í
Reykjavík sem eru 12 hæðir, en
stærð íbúðanna er á bilinu 45-60
m2. Sams konar íbúðir gætu mætt
þeirri brýnu eftirspurn sem er nú
á íbúðamarkaði. Ég tel að sveit-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu eigi
að hafa nægilegt lóðframboð til
bygginga á slíkum háhýsum, með
íbúðum sem væru á bilinu 50-60
m2. Hægt er að hugsa sér að á
hverri hæð væru sex íbúðir þannig
að 48 íbúðir væru í einu slíku há-
hýsi. Gera má ráð fyrir sex háhýs-
um saman í klasa, eða samtals 288
íbúðum, og þar af leiðandi 1.152 í
fjórum klösum. Gera má ráð fyrir
að í hverju sveitarfélagi á höf-
uðborgarsvæðinu væru byggðar
1.152 íbúðir og þar af leiðandi
4.608 íbúðir í fjórum sveit-
arfélögum. Reykjavíkurborg gæti
verið með átta klasa sem eru þá
2.304 íbúðir í Reykjavík. Úlfars-
árdalur er kjörið svæði undir slík-
ar lausnir í íbúðamálum. Ef gert
er ráð fyrir að verð á m2 sé
350.000 kr. myndi verð á slíkum
íbúðum vera á bilinu 17,5-21 millj.
kr. eftir stærð íbúða. Ef gert er
ráð fyrir sjóðfélagaláni frá lífeyr-
issjóði sem næmi 80% af heild-
arverðmæti og lánstími væri 25
ár, væri greiðslubyrði af slíku láni
70-85 þús. kr. á mánuði. Slík
greiðslubyrði er vel ásættanleg
fyrir flesta íbúðakaupendur. Eigið
fé þyrfti að vera á bilinu 3,5-4
millj. kr. Þessi greiðslubyrði er
miklu lægri en það sem gerist á
leigumarkaði með sams konar
íbúðir en heimilsöryggi er flestum
fjölskyldum mjög mikilvægt. Það
er ljóst að þörf er á þjóðarátaki
flestra hagsmunaðila með góðum
vilja og forystu. Sveitarfélög þurfa
að bretta upp ermar og á það sér-
staklega við Reykjavíkurborg sem
hefur ekki haft nægilegt lóðafram-
boð til einfaldra og hagkvæmra
lausna á íbúðamarkaði. Úlfars-
árdalur er gott dæmi um hvernig
uppbygging hefur tekið langan
tíma, en þar er í boði frábært
byggingasvæði en framkvæmdir í
miklum hægagangi meðan lóða-
framboð og byggingahraði hefur
verið mun meiri í öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Þjóðarátak sveitarfélaga,
stéttarfélaga og lífeyrissjóða
Í ljósi þessa mikla ójafnvægis
sem er nú á íbúðamarkaði er mik-
ilvægt að sveitarfélög, stéttarfélög
og lífeyrissjóðir taki höndum sam-
an í að lyfta grettistaki í húsnæð-
ismálum Íslendinga. Sveitarfélög
þurfa að tryggja nægt lóðafram-
boð, stéttarfélög að standa vaktina
og tryggja hagsmuni sinna fé-
lagsmanna og lífeyrissjóðir geta
veitt sjóðfélagalán sem eru mjög
hagkvæmur kostur fyrir flesta
sjóðfélaga. Þar er lánstími langur
og vaxtakjör með því besta sem
gerist á markaði. Mikilvægt er
síðan að fá vandaða og góða verk-
taka til að taka þetta verkefni að
sér og koma þessu af stað og reisa
5.000-6.000 litlar íbúðir á næstu
tveimur árum sem eru með við-
ráðanlegri greiðslubyrði fyrir
flesta og útrýma þannig íbúða-
skorti hjá fyrstu íbúðarkaup-
endum og öðrum sem vilja búa í
einföldu og hagkvæmu húsnæði á
viðráðanlegu verði.
Sjóðfélagalán lífeyrissjóða eru
mjög góður kostur fyrir flesta
íbúðakaupendur og flestir eru í líf-
eyrissjóði og eiga rétt á sjóð-
félagaláni til fasteignakaupa. Líf-
eyrissjóðir veittu lán til sjóðfélaga
fyrir um 80-90 milljarða á árinu
2016 og eftirspurn hefur verið
mikil á undanförnum misserum.
Öll verkfæri eru fyrir hendi til
að byggja einfalt og hagkvæmt
íbúðarhúsnæði fyrir fólk sem er að
koma nýtt inn á íbúðamarkað og
vill eiga eigið húsnæði og búa við
öryggi í íbúðarmálum sínum.
Finna þarf þá þegar öflugan bygg-
ingaverktaka sem getur tekið for-
ystu í þessu máli og byrjað á
þessu þjóðarátaki í húsnæðis-
málum. Nú þurfa sveitarfélög og
stéttarfélög að bretta upp ermar
og láta verkin tala. Keflið er í
höndum sveitarfélaga og stétt-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu að
taka forystu og fyrsta skrefið í
lausn á þessu þjóðþrifamáli.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Öll verkfæri eru fyr-
ir hendi til að byggja
einfalt og hagkvæmt
íbúðarhúsnæði fyrir fólk
sem er að koma nýtt inn
á íbúðamarkað.
Albert Þór
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur með
MCF í fjármálum fyrirtækja og 30
ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.
Einfaldar og hagkvæmar lausnir í húsnæðismálum