Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Í tilefni af 20 ára af-
mæli Beinverndar á
þessu ári er ekki úr
vegi að undirstrika
mikilvægi hreyfingar á
beinheilsu. Í ljósi vit-
undarvakningar um
mikilvægi hreyfingar
fyrir líkama og sál vill
stundum gleymast að
áhrif líkamsþjálfunar
er ekki síst mikilvæg
fyrir beinin. Beinin eru lifandi vefur
þar sem eðlileg efnaskipti og end-
urmyndun þarf að eiga sér stað út
ævina, til að halda í beinþéttni og
draga úr líkum á beinþynningu.
Beinþynning er sjúkdómur í beinum
sem er einkennalaus þar til bein
brotnar við tiltölulega lítinn áverka.
Talið er að um 1.200-1.400 beinbrot á
ári á Íslandi séu rakin til beinþynn-
ingar. Langalgengustu beinþynn-
ingarbrotin eru úlnliðsbrot, mjaðm-
abrot og samfallsbrot í
hrygg, oft með tilheyr-
andi verkjum, minnk-
andi færni, skerðingu á
lífsgæðum og jafnvel
örorku og dauða. Því er
til mikils að halda bein-
unum sterkum og heil-
brigðum.
Beinþéttni nær há-
marki upp úr tvítugu
og um áratug síðar
byrja beinin að gisna,
sem er hluti af eðlilegu
öldrunarferli. Hækk-
andi aldur er því stór áhættuþáttur
fyrir beinþynningu sem við fáum
ekki breytt. Hins vegar er kyrrseta
og hreyfingarleysi annar áhættu-
þáttur, sem við getum haft veruleg
áhrif á. Aðrir áhættuþættir eru m.a.
ættarsaga, ótímabær tíðahvörf,
reykingar, óhófleg áfengisnotkun,
ýmsir sjúkdómar og lyf og síðast en
ekki síst vannæring, þar á meðal
kalk- og/eða D-vítamínskortur.
Rannsóknir sýna að til að byggja
upp og viðhalda beinmassa og draga
úr líkum á beingisnun með hækk-
andi aldri skiptir næring og líkamleg
áreynsla miklu máli. Þungaberandi
(t.d. rösk ganga, hopp og skokk) og
endurtekin áreynsla er talin skila
mestum árangri fyrir beinin, þó öll
hreyfing hafi jákvæð áhrif. Reglu-
bundin styrktarþjálfun og áreynsla
er talin góð fyrir alla aldurshópa, en
fyrir eldra fólk bætist við mikilvægi
jafnvægisþjálfunar og samhæfingar.
Ekki einungis fyrir vöðva, bein og
almennt heilsufar, heldur einnig sem
forvörn gegn byltum, en byltur
aukast gríðarlega með hækkandi
aldri og eru vaxandi lýðheilsuvanda-
mál.
Æfingaálag þarf að aðlaga eftir
aldri, getu og líkamlegu ástandi
hvers og eins. Aukin ákefð í æfing-
um er líklegri til að hafa meiri áhrif
á beinin, en léttari æfingar koma
engu að síður að gagni. Æskileg
tíðni þjálfunar er ekki fyllilega ljós
en oft er talað um að dagleg hreyfing
að lágmarki 30 mín. samanlagt á dag
sé nauðsynleg til að viðhalda bein-
massa. Ef þjálfað er af mikilli ákefð
nægja þrír dagar vikunnar, en létt
þjálfun er æskileg a.m.k. fimm daga
vikunnar. Til að byggja upp og við-
halda sterkum og heilbrigðum bein-
um þarf þjálfunin að reyna vel á,
vera fjölbreytt og þungaberandi. Ef
beinþynning er til staðar þarf að
huga sérstaklega að líkamsstöðunni,
stunda léttar þungaberandi æfingar
og gæta þess að beinin verði ekki
fyrir of miklu álagi og höggum. Um-
fram allt þarf að huga vel að jafn-
vægisþjálfun, því byltur eru stærsti
áhættuþáttur brota. Það er vel
þekkt að fólk sem hefur dottið og
brotnað óttast að detta aftur og
dregur því úr virkni og hreyfingu.
Þar með getur myndast vítahringur,
hreyfingarleysi veldur beintapi og
vöðvarýrnun, sem eykur enn á hætt-
una á byltum og brotum.
Þótt mikilvægi hreyfingar sé óum-
deilt reynist mörgum erfitt að gera
hana að venju. Einföld leið til að
auka hreyfingu í daglegu lífi gæti
verið að nýta tækifærin, s.s. að taka
stigann frekar en lyftuna, velja erf-
iðari og lengri gönguleiðir í stað
þeirra styttri og einfaldari og standa
endrum og eins á öðrum fæti við
hversdagslegar athafnir. Óháð teg-
und hreyfingar eða þjálfunar þá er
líklega einna mikilvægast að hún sé
ánægjuleg, sem eykur líkur á að fólk
haldi áfram að stunda sína hreyfingu
alla ævi. Þar geta góðir æfinga-
félagar verið gulls ígildi.
Eftir Guðrúnu
Gestsdóttur » Í ljósi vitundarvakn-
ingar um mikilvægi
hreyfingar fyrir líkama
og sál vill oft gleymast
að áhrif líkamsþjálfunar
er ekki síst mikilvæg
fyrir beinin.
Guðrún Gestsdóttir
Höfundur er sjúkraþjálfari og situr í
stjórn Beinverndar.
Bein áhrif þjálfunar
Föstudaginn 24.
mars sl. birtist á síð-
um Morgunblaðsins
aðsend grein eftir
þingmanninn Teit
Björn Einarsson þar
sem fjallað er um
mikilvægi almanna-
heillasamtaka og
nauðsyn þess að
breyta íslensku laga-
umhverfi til þess að
auðvelda og hvetja
einstaklinga að styrkja slík sam-
tök fjárhagslega.
Mér þótti einstaklega ánægju-
legt að sjá grein þingmannsins.
Þá fagna ég frumvarpinu, sem
þingmaðurinn og nokkrir kollegar
hans í Sjálfstæðisflokknum hafa
lagt fram á Alþingi, þar sem gert
er ráð fyrir að einstaklingum
verði á ný heimilt að draga gjafir
og framlög til almannaheilla-
samtaka frá skattskyldum tekjum
sínum. Sjálfur hef ég áður talað
fyrir slíkri nálgun á síðum þessa
blaðs. Þegar litið er til ríkja sem
við berum okkur alla jafna saman
við kemur í ljós að flest þeirra
hvetja einstaklinga og fyrirtæki
til að styrkja samtök sem leggja
samfélaginu lið, með því að bjóða
skattaívilnanir eða einhvers konar
önnur skattafríðindi. Það er löngu
tímabært að á Íslandi verði
skattaumhverfi samtaka sem
sinna mikilvægu samfélagslegu
hlutverki tekið til endurskoðunar
með það fyrir augum að hvetja
skattgreiðendur til góðra gjafa-
verka og án þess að ríkið taki
óþarflega mikinn hluta gjafanna
eins og við búum í dag við.
Um leið og ég fagna fram-
komnu frumvarpi kalla ég eftir
frekari aðgerðum þannig að ís-
lenskum skattgreiðendum og
samfélagslega eflandi frjálsum fé-
lagasamtökum og sjálfseigna-
stofnunum bjóðist sambærilegt
skattaumhverfi og nágrannar
okkar búa við.
Í þeim efnum er nauðsynlegt að
leiðrétta ákveðinn misskilning
sem lesa má út úr grein þing-
mannsins hvað varðar fullyrðingu
um stöðu almannaheillasamtaka á
Íslandi í dag og árétta þörfina á
víðtækari lagabreytingum en
frumvarp þing-
mannsins gerir ráð
fyrir. Félagasamtök
sem vinna að al-
mannaheill njóta
nefnilega afar tak-
markaðra undanþága
frá skattgreiðslu hér
á landi og myndi ég
seint fullyrða að slík
félagasamtök hafi
lengi notið und-
anþága frá skatt-
greiðslum í víð-
tækum skilningi.
Í fyrsta lagi var
það árið 2016 sem núgildandi lög-
um um erfðafjárskatt var breytt á
þann veg sem nú er að ekki skuli
greiða fjárskatt af gjöfum sem
falla til félagasamtaka og sjálfs-
eignarstofnana sem starfa að al-
mannaheill. Þessi undanþága er
því ný af nálinni en vissulega
skref í rétta átt.
Í öðru lagi eru heimildir fyrir-
tækja til skattafrádráttar vegna
framlaga til almannaheilla-
samtaka afar takmarkaðar, eða
eingöngu 0,75% af tekjum. Þetta
lága hlutfall hvetur ekki sér-
staklega mikið til samfélagslegrar
þátttöku og ábyrgðar fyrirtækja.
Framlagt frumvarp leggur til
hækkun á þessari heimild upp í
1,00% en betur má ef duga skal
og vona ég að tillögumenn leggi
til breytingartillögu með enn
hærri heimild.
Í þriðja lagi er nauðsynlegt að
breyta virðisaukaskattslögum.
Það er vissulega rétt sem fram
kemur í grein þingmannsins að í
núgildandi lögum sé að finna
ákvæði þess efnis að „góðgerð-
arstarfsemi“ sé undanþegin skatt-
skyldu. Þó að ákvæðið hljómi
nokkuð rúmt er heimildin þröng
og hefur takmarkaða þýðingu fyr-
ir flest almannaheillasamtök.
Ákvæðið felur í sér að tiltekin fé-
lög geti staðið í þröngt skýrðri
sölu, s.s. merkjasölu eða bas-
arsölu, án þess að leggja á vör-
urnar virðisaukaskatt. Lengra
nær undanþágan ekki. Endur-
greiðsla greidds virðisaukaskatts
er afar mikilvægt mál og al-
mannaheillasamtök geta ekki
fengið slíkan skatt endurgreiddan
í dag. Þetta er hvimleitt, enda fel-
ur þetta í sér að ríkið taki til sín
tiltekið hlutfall gjafa og styrkja
sem renna til góðgerðarsamtaka
þegar fjármunirnir eru nýttir. Fé-
lagasamtök sem leggja af stað í
uppbyggingu á húsnæði eða þurfa
að standa í viðhaldi á húsnæð-
iskosti finna sérstaklega mikið
fyrir þessu. Meira að segja á tím-
um þegar heimili gátu fengið virð-
isaukaskattinn endurgreiddan af
tilteknu viðhaldi þar sem „allir
unnu“ voru almannaheillasamtök
skilin eftir og u.þ.b. 20% af pen-
ingagjöfum fórnfúsra einstaklinga
og fyrirtækja runnu beint í ríkis-
kassann í stað þess að renna til
frekari uppbyggingar á starfsem-
inni. Þetta ástand varir enn.
Á 145. löggjafarþingi var lagt
fram frumvarp um breytingu á
virðisaukaskattslögum þar sem
lögð var til tímabundin endur-
greiðsla á virðisaukaskatti sem
íþrótta- og æskulýðsfélög greiða
vegna byggingaframkvæmda. Þó
að frumvarpið hafi verið afar
íþróttafélagsmiðað er grunn-
hugmyndin mikilvæg. Nauðsyn-
legt er að fram komi sambærileg
lagabreytingartillaga nú, þar sem
virðisaukaskattsumhverfi al-
mannaheillasamtaka er tekið til
endurskoðunar og endurgreiðsla
greidds virðisaukaskatts tryggð.
Ekki eingöngu til hagsbóta fyrir
félögin, heldur til hagsbóta fyrir
þá sem velja að styrkja þau. Það
skiptir máli að gjafir til sam-
félagslega eflandi verkefna, sem
iðulega eru borin uppi af sjálf-
boðaliðum, nýtist 100% í þau
verkefni. Það er óþolandi að ríkið
taki ávallt til sín hlut af slíkum
gjöfum
Tökum því nauðsynlegu skrefin
í þessum málaflokki til heilla fyrir
samfélagið.
Endurskoðun á skattalöggjöf
almannaheillasamtaka brýn
Eftir Davíð Örn
Sveinbjörnsson »Nauðsynlegt er að
endurskoða skatta-
umhverfi almannaheilla-
samtaka til þess að auka
getu þeirra til þess að
sinna samfélagslega
mikilvægum verk-
efnum.
Davíð Örn
Sveinbjörnsson
Höfundur er lögmaður og situr jafn-
framt í stjórnum nokkurra frjálsra fé-
lagasamtaka. david@advel.is
Fiskiskipaflotinn lá
bundinn við bryggju á
meðan ný ríkisstjórn
var upptekin við að
semja frumvarp um
sölu brennivíns í mat-
vörubúðum. Tímanum
hefði betur verið varið
í að semja lög um dag-
peninga byggða á jafn-
rétti. Sömu dagpen-
inga fyrir alla, sem
starfa í skemmri eða lengri tíma
fjarri heimili sínu. Þá ættu kjara-
samningar almennt ekki að dragast
á langinn vegna dagpeninga.
Einstaklingar og allar stofnanir,
sem koma að heilbrigðismálum, hafa
fært gild rök fyrir skaðsemi áfengis
og að neysla aukist með léttara að-
gengi og auglýsingum. Þrátt fyrir
það skilja margir jólasveinanna, sem
við kusum á þing, ekki í hvers kyns
villu þeir vaða.
Spaugilegast er að þeir segja
breytinguna gerða til að bæta þjón-
ustuna við viðskiptavini. Hvernig
getur hún batnað við að færa sér-
verslanir ÁTVR inn í kjörbúðir með
lágmarksþjónustu? Betra væri fyrir
skattborgarann að halda óbreyttum
rekstri hjá ÁTVR í stað þess að
flytja hann til gróðapunga, sem hafa
það eitt að leiðarljósi að stækka
markaðinn og græða sem mest.
Margar góðar greinar hafa birst
um afleiðingar aukinnar neyslu
áfengis. Eftirminnilegar eru greinar
í Mbl. eftir Andrés Magnússon:
„Aukið aðgengi að áfengi“, sem birt-
ist 2. mars og „Aftur í aldir með
áfengismálin“ eftir Ólaf Hauk Árna-
son, sem birtist 3. mars.
Ólafur lýsir hvernig þetta var áð-
ur og hvernig það breyttist til batn-
aðar með tilkomu ÁTVR.
Andrés segir frá eigin reynslu í
starfi við göngudeild geðdeildar. Í
viðbót við það, sem flestir vita, nema
þeir sem vilja brennivínið í mat-
vörubúðir, segir Andrés frá fóst-
urskaða, sem áfengisdrykkja á með-
göngutíma veldur. Hann segir meðal
annars að skv. reynslutölum erlend-
is megi áætla að af 300.000 Íslend-
ingum hafi 300 fæðst með fullt hús
fyrir heilkennið fósturskemmdir af
völdum áfengis og önnur 1000 með
vægari skaða, sem lýsir sér í ein-
beitingar örðugleikum, ADHD,
hegðunarvandamálum, afbrotum,
áfengissýki o.s.frv.
Lögmennirnir Jón Steinar og
Hjörleifur Hallgríms eiga það sam-
eiginlegt að hafa báðir glímt við
Bakkus og ekki smakkað drykki
með vínanda í áratugi.
Þeir eru sammála um
að hver og einn beri
ábyrgð á eigin gjörðum,
en ósammála um áfengi
í matvörubúðir.
Jón Steinar segist
versla þar sem maltöl
og pilsner er selt án
þess að freistast. Það
telur hann nægilega
röksemd fyrir sölu
áfengis í mat-
vörubúðum. Í því sam-
bandi er rétt að benda
Jóni á að ekki eru allir jafn vilja-
sterkir og hann. Maður sem ekki
hefur smakkað það í áratugi stendur
líka betur að vígi en sá, sem er á sínu
fyrsta ári í edrúmennsku. Er það
ekki, Jón?
Er ástæða til að leggja freistingar
fyrir þá sem eru veikastir fyrir? Af-
leiðingarnar eru hærri skattar á al-
menning. Ég trúi ekki að Jón Stein-
ar sé svo mikill frjálshyggjupostuli
að hann vilji að áfengissjúklingar
greiði sjálfir fyrir eigin lækn-
iskostnað. Hvað um þá sem verða
fyrir heilaskaða í móðurkviði?
Einhvers staðar stendur að í upp-
hafi skyldi endinn skoða. Ég hvet
Jón Steinar til að lesa grein Andrés-
ar og hugsa málið upp á nýtt frá
grunni.
Kafteinn Birgitta vill þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Gallinn við þjóð-
aratkvæðagreiðslur er mikill kostn-
aður og ekkert víst að niðurstaðan
verði virt, sbr. Reykjavíkurflugvöll.
Til er önnur leið, sem kostar ekkert
og virkar strax. Hún er sú að gefa út
lista með nöfnum allra þingmanna
og sveitarstjórnarmanna, sem styðja
áfengissölu í matvörubúðum. Kjós-
endur, sem ekki vilja áfengi í mat-
vörubúðir, geta þá í næstu kosn-
ingum strikað yfir nöfn þeirra í þeim
flokki sem þeir kjósa. Þannig kæmi
fram það beina lýðræði, sem Píratar
hafa hampað mest. Ekki verður vafi
á því, hvað þjóðin vill og í leiðinni
losnum við strax við jólasveinana af
þingi og úr sveitarstjórnum.
Er svona mikið mál
að fara í Ríkið?
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Ég trúi ekki að Jón
Steinar sé svo mikill
frjálshyggjupostuli að
hann vilji að áfeng-
issjúklingar greiði sjálf-
ir fyrir eigin lækn-
iskostnað.
Höfundur er verkfr. og eldri borgari.
siggi@pmt.is