Morgunblaðið - 28.03.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
✝ Elísabet ÁrnýÁrnadóttir
fæddist að Miðgili
í Langadal 31. des-
ember 1925. Hún
andaðist á sjúkra-
húsinu á Blönduósi
16. mars 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Vilborg
Guðmundsdóttir
og Árni Ásgrímur
Guðmundsson. El-
ísabet giftist Má Hall Sveinsyni
sem lést 1. mars 2008. Börn
þeirra eru Árni Ásgrímur Hall
Másson, f. 1952, Sveinn Hall
Másson, f. 1953,
Aðalheiður Más-
dóttir, f. 1955,
Ómar Gísli Más-
son, f. 1956, d.
2002, Guðmundur
Másson, f. 1960, d.
1960, Erla Björg
Másdóttir, f. 1962,
og Vilborg Más-
dóttir, f. 1964. El-
ísabet bjó á
Blönduósi síðustu
ár ævi sinnar.
Útför Elísabetar verður
gerð frá Blönduóskirkju í dag,
28. mars 2017, klukkan 14.
Elsku mamma, við kveðjum
þig með söknuði en vitum að
þér líður betur núna. Við þökk-
um þér fyrir allt og geymum
minningarnar um þig í hjörtum
okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku mamma.
Þínar dætur,
Aðalheiður, Erla
og Vilborg.
Jæja Bebbý mín, þú fékkst
að fara á undan mér. Og það
var nú ekki það sem ég bjóst
við fyrir fáum árum. En þetta
veit nú enginn hvenær gerist,
við vitum bara að það gerist.
Nú er ég orðin ein eftir af
systrahópnum frá Miðgili.
Elsku Gunna og Imma eru
farnar fyrir nokkrum árum.
En þessi hópur átti margar
góðar og glaðar stundir saman
á æskuárunum. Man ég þar
best eftir öllum vísunum og
versunum sem mamma var ólöt
að kenna okkur og svo sátum
við öll og sungum í eldhúsinu
heima og pabbi raulaði undir
með sinni fallegu bassarödd.
Mig langar, Bebbý mín, að
þakka þér fyrir allt á langri ævi
okkar. Sérstaklega fyrir öll
glöðu bernsku- og æskuárin
okkar saman þar sem við vor-
um alltaf saman í öllu. Þú varst
alltaf „stóra“ systir mín sem ég
stólaði á.
Best man ég eftir okkur að
stússast við hestana og allir
reiðtúrarnir okkar, þá var nú
oft gaman. Og alltaf varst það
þú sem fyrst komst til aðstoðar
þegar fór að fjúka í skjólin
mín.
Ég sendi öllum stóra hópn-
um þínum samúðarkveðjur.
Vertu sæl, elsku systir mín, og
ég vona að þú sofir vel í
draumalandinu.
Þín systir
Anna.
Bebbý frænka okkar hefur
kvatt í síðasta sinn og er farin
inn í eilífðina. Hún er systir
Önnu, mömmu okkar sem nú
er ein eftir af systrahópnum
frá Miðgili í Langadal. Þær
systur Bebbý og Anna voru
alltaf nánar og reyndu að hitt-
ast eftir því sem færi gafst í
dagsins önn en báðar voru þær
önnum kafnar með stór heimili
og stóra barnahópa. Við systk-
inin eigum minningar um heim-
sóknir til Bebbýjar og fjöl-
skyldu á Skagaströnd þar sem
hún bjó lengi með fjölskyldu
sinni. Við minnumst Bebbýjar
sem atorkusamrar kjarnakonu
sem alltaf var á ferðinni, önn-
um kafin og alltaf hlæjandi.
Hún var völundur í höndunum,
listræn og orðhög. Þær systur
allar voru lagnar við að setja
saman vísur og ljóð en það var
arfur úr foreldrahúsum á Mið-
gili.
Á efri árum var Bebbý
ekkert á því að slaka á eða
setjast í helga stein heldur
hjálpaði hún m.a. vinum sín-
um í sveitinni, prjónaði af
kappi og bauð handverk sitt
til sölu í söluskála á Blöndu-
ósi. Hún naut þess að taka
virkan þátt í félagsstarfi
ásamt mörgu öðru. Bebbý var
mömmu okkar stoð og stytta
alla tíð og ekki síst síðustu
árin og hún var alltaf tilbúin
til aðstoðar ef eftir því var
leitað. Fyrir það verður aldr-
ei fullþakkað.
Við systkinin frá Varðbergi
sendum samúðarkveðjur til
fjölskyldu Bebbýjar.
Hvíldu í friði, kæra frænka.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Vilborg, Hrönn,
Arndís, Anna,
Hrafn og Ásgeir.
Elísabet Árný
Árnadóttir
✝ HólmarHenrysson
fæddist 5. janúar
1953 í Reykjavík.
Hann lést 8. mars
2017.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Guðmundsdóttir,
fædd 30. ágúst
1911 og látin 6.
júlí 1992, og Ósk-
ar Henry Herulf
Franzson, fæddur 1. apríl
1912 og látinn 13. nóvember
1990. Hálfsystir Hólmars, sam-
feðra, Brynja Sears, bjó lengst
af í Bandaríkj-
unum og lést fyrir
nokkrum árum.
Hólmar var
ókvæntur og barn-
laus. Síðari hluta
ævinnar var Hólm-
ar öryrki og
dvaldi á sambýlum
og hjúkrunarheim-
ilum, síðast á
hjúkrunarheim-
ilinu Mörk í
Reykjavík, þar sem hann lést.
Útför Hólmars fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 28. mars
2017, klukkan 15.
Á fyrstu árum ævinnar virtist
Hólmar frændi minn í engu ólík-
ur öðrum kornabörnum. En
þegar á barnæskuna leið kom í
ljós að hann gekk ekki andlega
heill til skógar. Skólagangan var
honum erfið en sjálfstraust og
færni jókst mikið á fullorðins-
árum.
Þegar Hólmar var barn var
honum gefin munnharpa. Hólm-
ar var tónelskur með afbrigðum
og hafði tónlistarhæfileika.
Hann var því settur til náms í
harmónikuleik. Hann stundaði
námið af alúð árum saman og
varð glettilega góður harmón-
ikuleikari. Hann lék við marg-
vísleg tækifæri og kom meðal
annars fram í sjónvarpi. Á full-
orðinsárum var hann ætíð fús til
að grípa í nikkuna og leika fyrir
fólk á mannamótum. Á síðari ár-
um lék hann, meðan líkamleg
geta leyfði, með harmóniku-
hljómsveit sem heitir Markar-
bandið. Hann æfði og lék á
harmónikuna alla ævi og hélt
þeim sið að kaupa nýjar nótur
fram á dánardægur.
Hólmar bjó á ýmsum sam-
býlum og meðferðarstofnunum á
vegum ríkis og borgar. Síðustu
árin dvaldi hann á hjúkrunar-
heimilinu Mörk þar sem hann
dvaldi við gott atlæti.
Hólmar ferðaðist mikið með
foreldrum sínum til útlanda.
Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á ferðalögum. Á fullorð-
insárum fór hann oftast til út-
landa einu sinni eða tvisvar
sinnum á ári, oftast til Spánar.
Þegar lungnasjúkdómur hans
ágerðist og lungun dugðu ekki
lengur til ferða í 30.000 feta
hæð, varð hann að leggja utan-
landsferðir af, sér til mikillar
mæðu.
Hólmar var mannblendinn og
félagslyndur og átti marga vini
og kunningja. Hann hélt síma-
sambandi við fjölda fólks. Hólm-
ar var höfðingi og á hverjum jól-
um gaf hann og fékk fjölda
jólagjafa. Flestum gaf hann
bækur. Snemma í desember var
hann kominn með lista, sem
hann geymdi í kollinum, yfir vini
og ættingja sem hann ætlaði að
gefa jólagjöf. Löngu fyrir jól
hafði hann ákveðið hvaða gjöf
hver skyldi hljóta.
Hólmar dvaldi á mörgum
stofnunum um ævina. Við þetta
tækifæri vil ég þakka öllu því
góða starfsfólki sem annaðist
hann af alúð. Einkum er mér
ljúft og skylt að þakka tveimur
konum sem hafa reynst honum
vinir og stoðir og styttur um
langa hríð. Það eru Lilja Hauks-
dóttir og Sesselja systir hennar.
Hólmar frændi minn var
sterkur og eftirminnilegur per-
sónuleiki. Hann tók nokkuð til
sín hvar sem hann var. Hann
var gæðablóð sem vildi öllum
vel. Hólmar hefur verið stór
hluti af lífi okkar hjóna um langt
skeið og hans er sárt saknað.
Blessuð sé minning hans.
Björk Finnbogadóttir.
Frændi minn og vinur, Hólm-
ar Henrysson, er látinn 63 ára
að aldri. Hólmar lést á Hjúkr-
unarheimilinu Mörk þar sem
hann hafði búið síðustu 7-8 árin.
Hólmar lauk barnaskólaprófi
frá Breiðagerðisskóla í Reykja-
vík og framundan var gagn-
fræðanám við Réttarholtsskól-
ann. Fljótlega á
unglingsárunum fór að bera á
andlegum veikindum hjá Hólm-
ari, veikindum sem hann átti við
að stríða öllum stundum síðan
og stóðu í vegi fyrir frekara
námi. Það aftraði þó ekki Hólm-
ari frá því að halda áfram að
læra á harmonikku, það nám hóf
hann strax á barnsaldri, og náði
fínni færni á nikkuna. Harm-
onikkan átti hug hans allan öll-
um stundum það sem eftir var
ævi Hólmars.
Þrátt fyrir að þurfa að hætta
námi á unglingsaldri þurfti hann
að stunda vinnu eins og flestir
unglingar á þeim árum og vann
hann ýmis störf í bæjarvinnunni
sem svo var kölluð. Við Hólmar
unnum saman í Búrfellsvirkjun
árið 1969 þegar bygging hennar
stóð sem hæst en þar unnum við
við járnabindingar í vinnuflokki
föður hans, Henrýs, og seinna
við fóðrun hinna miklu vatns-
ganga sem sáu um að flytja
vatnið ofan úr uppistöðulóninu
og niður í túrbínurnar. Á kvöld-
in eftir vinnu kom það fyrir að
Hólmar skemmti mannskapnum
með harmonikkuleik. Upp úr
tvítugu ágerðust veikindi Hólm-
ars sem urðu til þess að hann
var vistaður á stofnunum fyrir
andlega fatlaða og var hann
meðal annars vistmaður í
Njörvasundi, Byggðarenda,
Arnarholti og að endingu í
Mörkinni og alltaf fylgdi nikkan
með. Hólmar undi sér mjög vel í
Mörkinni þar sem hann eign-
aðist marga vini en þar komst
hann meðal annars í kynni við
Markarbandið sem einungis er
skipað harmonikkuleikurum.
Með Markarbandinu lék Hólmar
við hin ýmsu tilefni allt undir
það síðasta og veitti það honum
ómælda ánægju. Það sat alltaf í
Hólmari að hafa ekki getað lokið
gagnfræðanámi svo hann ákvað
að fara í Námsflokka Reykjavík-
ur og ná sér í gagnfræðaprófið
sem hann og gerði að lokum og
þreyttist hann ekki á því að tala
um það nú væri hann orðinn
gagnfræðingur. Allra síðustu ár
fór heilsu Hólmars hrakandi
sem varð til þess að bíltúrarnir
sem við áttum saman eins oft og
ég hafði tíma til urðu styttri, en
áður fórum við í lengri bíltúra
t.d. austur fyrir fjall og á Þing-
völl og Suðurstrandarveginn.
Undir það síðasta fórum við nær
eingöngu út á Granda og upp í
Fossvogkirkjugarð að heim-
sækja leiði foreldra hans. Síð-
asta bíltúrinn fórum við saman
um það bil 2 vikum fyrir andlát
Hólmars.
Að síðustu vil ég þakka
Hólmari fyrir allar þær sam-
verustundir sem við áttum sam-
an. Takk fyrir allt, kæri frændi.
Hvíl í friði.
Finnbogi Karlsson.
Hólmar Henrysson
✝ Guðrún Krist-jánsdóttir
fæddist á Raufar-
höfn 25. maí 1933.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 6.
mars 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Kristján
Önundarson, f.
1901, d. 1945, og
Jóna Jónsdóttir, f.
1909, d. 1991. Systkini hennar
eru Helga, f. 1929, Una, f.
1931, Önundur, f. 1933, Alda,
f. 1939, d. 2014, Guðni, f. 1942,
d. 2005, og Gísli, f. 1950.
Þann 25. maí 1960 kvæntist
Guðrún Hauki Einarssyni, f.
1937, d. 2007. Foreldrar hans
voru Einar S. Sigurðsson, f.
1897, d. 1972, og Helga Guð-
björg Jónsdóttir, f. 1910, d.
1980. Guðrún og Haukur eiga
fimm börn: 1) Jóna Helga, f.
1954. 2) Inga Guðný, f. 1960,
maki Bernharð Antoniussen.
Synir hennar og Magnúsar
Karls Björgvinssonar eru: a)
1989, unnusta Helena Þóra
Kærnested, og b) Rúrik
Andri, f. 1992, unnusta
Sandra Dögg Björgvinsdóttir.
Börn Agnars eru Dóra Júlía,
Helga Margrét og Hans
Trausti.
Guðrún ólst upp á Raufar-
höfn til sex ára aldurs, þegar
foreldrar hennar slitu sam-
vistum. Hún bjó eftir það m.a.
á Helgastöðum í Biskups-
tungum með móður sinni og
yngri systur auk þess sem hún
dvaldi oft hjá móðurömmu
sinni, Guðrúnu Þórðardóttur,
í Hafnarfirði. Guðrún lauk
námi frá Húsmæðraskólanum
á Laugum í Suður-Þing. árið
1953 auk þess sótti hún ýmis
námskeið alla tíð í tengslum
við atvinnu sína og áhugamál.
Í Reykjavík kynntist Guðrún
eiginmanni sínum og bjuggu
þau alla tíð í Reykjavík en síð-
ast bjó hún í Sóleyjarima 21,
en þangað flutti hún eftir lát
Hauks. Guðrún sinnti ýmsum
störfum ásamt því að vera
húsfreyja á stóru heimili.
Lengst af vann hún í
sælgætisgerðinni Ópal en end-
aði starfsferilinn sem skólaliði
í Húsaskóla.
Útförin fór fram í kyrrþey
20. mars 2017 að ósk hinnar
látnu.
Haukur Valgeir, f.
1980, maki Særún
Jónsdóttir. Börn
þeirra Aron Ingi,
f. 2011, Hekla
Rakel, f. 2014, og
Hulda Karen, f.
2014, b) Heimir
Orri, f. 1984, unn-
usta Bergdís Ýr
Guðmundsdóttir,
c) Hlynur Atli, f.
1990, unnusta
Laufey Elísa Hlynsdóttir, og d)
Hörður Björgvin, f. 1993, unn-
usta Móeiður Lárusdóttir.
Dóttir Bernharðs er Bergdís
Björt. 3) Einar Birgir, f. 1963,
maki Kristín Óskarsdóttir.
Börn þeirra eru: a) Birgir Eg-
ill, f. 1991, b) Ilmur Björg, f.
1995, unnusti Gunnar Kol-
beinsson og c) Haukur Breki,
f. 2001. 4) Edda Kristín, f.
1964, sonur hennar og Arn-
stein Sunde er Steinþór Helgi,
f. 1984. 5) Anna Karen, f.
1966, maki Agnar Hansson.
Synir hennar og Þorfinns Óm-
arssonar eru: a) Hinrik Örn, f.
Okkur langar til að minnast
kjarnakonunnar, mömmu okkar
sem oftast var kölluð Rúrý og
nú síðustu ár alltaf amma Rúrý.
Það er sárt að skilja við og
tómlegt að hugsa til þess að
hafa ekki lengur mömmu sem
átti svo stóran þátt í lífi okkar
allra. Hún gaf svo mikið af sér
og miðlaði góðum gildum þann-
ig að hún skilar samheldnum
kjarna sem tekur við keflinu og
miðlar til næstu kynslóðar. Hún
mátti ekkert aumt sjá, var allt-
af drífandi, lífsglöð og jákvæður
dugnaðarforkur, faðmur hennar
alltaf opinn fyrir okkur afkom-
endur og vini okkar.
Mamma fæddist ekki með
silfurskeið í munni. Foreldrar
hennar slitu samvistum þegar
hún var sex ára og eftir það bjó
hún ásamt móður sinni, m.a. á
Helgastöðum í Biskupstungum
þar sem amma Jóna réði sig
sem ráðskonu, auk þess sem
mamma dvaldi oft og undi sér
afar vel hjá móðurömmu sinni,
Guðrúnu Þórðardóttur, í
Hafnarfirði. Hún var líka send í
sveit eða vist um tíma eins og
þá var oft gert og líkaði dvölin
misvel. Eftir erfið uppvaxtarár
kynnist hún pabba, stóru ást-
inni í lífinu og gáfu þau okkur
systkinunum fimm ástríkt og
uppbyggilegt heimili. Þau voru
samheldin í uppeldi barna sinna
og gáfu okkur góðan grunn í
lífið. Þau unnu sín störf sam-
hliða uppeldi barna sinna. Þrátt
fyrir andleg veikindi pabba
bugaðist mamma aldrei og hélt
fjölskyldunni alltaf saman sem
klettur. Sennilega urðu hennar
erfiðu æskuár til þess að gildi
fjölskyldunnar var henni afar
mikilvægt. Fyrir það erum við
henni óendanlega þakklát.
Þegar barnabörnin fæddust
kom enn betur í ljós hversu
mikið hún hafði fjölskyldugildin
í heiðri. Hún var endalaust
tilbúin að leika við þau og
passa. Í veikindum sínum
fannst henni erfiðast að geta
ekki keyrt sjálf og sér í lagi í
Kópavoginn til að heimsækja
langömmugullin þrjú. En taldi
það ekki eftir sér að mæta með
okkur og spila tölvuleik við
langömmubörnin sín. Ef okkur
þótti nóg um ísdekur við börnin
var viðkvæðið ávallt: „Ég er
amma þessa barns og mitt hlut-
verk er að dekra.“
Mamma var engin venjuleg
manneskja þótt hún hafi viljað
lítið á sér bera. Hún var alltaf
ung í anda, hrókur alls fagn-
aðar, með brennandi áhuga á
íþróttum og veiði. Hún var ekki
mikið að segja sögur af sjálfri
sér eða að kvarta og kveina í
samtölum við afkomendur sína.
Hennar áhugi snerist fyrst og
fremst um afkomendurna, að fá
fréttir af námi, störfum, fram-
kvæmdum, samböndum og af-
rekum. Áhugann sýndi hún í
verki með því að vera alltaf við-
stödd, hvort sem var að mæta á
fótboltaleiki, tónleika eða
mannamót, mamma var alltaf
með okkur. Hún hafði alltaf
áhuga á því sem við tókum
okkur fyrir hendur og gat ekki
séð neitt drabbast niður, þá var
hún ávallt fyrst á staðinn þegar
fyrirhugaðar voru framkvæmd-
ir og dreif alla áfram. Dugnað-
urinn og drifkrafturinn var
dyggð sem hún reyndi að
kenna okkur allt til síðustu
stundar.
Mamma greindist með
krabbamein sl. haust og fljót-
lega var ljóst að engum vörnum
var við komið. Hún tókst á við
það verkefni með sama dugnaði
og elju og henni var tamt.
Hennar ósk var að vera sem
lengst heima og með aðstoð
heimahlynningar líknardeildar,
ást og umhyggju ættingja og
ástvina rættist sú síðasta ósk
hennar og fyrir það erum við
þakklát.
Guðrún
Kristjánsdóttir
Ástkær mágkona og föðursystir,
BJÖRG VALGEIRSDÓTTIR,
fv. bankastarfsmaður
og leiðsögumaður,
Dalbraut 16, Reykjavík,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund 23. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Stefanía Stefánsdóttir
Valgeir Hallvarðsson Aðalbjörg Kristinsdóttir
Eva Hallvarðsdóttir Ásgeir Valdimarsson
Herdís Hallvarðsdóttir Gísli Helgason
Rannveig Hallvarðsdóttir Jóhannes Karl Jia
Tryggvi Hallvarðsson Þuríður Vilhjálmsdóttir
Hildur Björnsdóttir Ásgeir Bragason
Dagný Björnsdóttir Skúli Gunnarsson
Valgerður Helga Björnsdóttir Jón Hafberg Björnsson