Morgunblaðið - 28.03.2017, Qupperneq 26
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Lísa Björk Gunnarsdóttir, læknaritari á Sjúkrahúsi Akureyrar, á50 ára afmæli í dag. Hún er frá Grímsstöðum í Mývatnssveit enhefur búið á Akureyri síðan hún flutti að heiman 18 ára gömul.
Hún hefur starfað sem læknaritari frá 2002.
„Ég varð samt ekki löggildur læknaritari fyrr en 2008 en þá lauk ég
námi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og tók það allt í fjarnámi. Ég
starfa á bæklunardeild, sé um að bóka fólk í tíma og röntgen, sé um
skráningar og í sjúkragagnagrunn og gagnavörslu. Það er svona ýmis-
legt sem ég geri.“
Lísa situr í stjórn Sundfélagins Óðins og hefur einnig tekið þátt í
íþróttastarfi fatlaðra. „Elsti sonur minn er einhverfur og ég hef því ver-
ið að taka þátt í þessu starfi. Svo æfðu öll börnin mín sund og sá yngsti
er enn að æfa. Ég hef verið i stjórn Óðins í sjö ár og hef mjög gaman af
þessu félagsstarfi. Ég er með dómararéttindi í sundi líka, get bæði
dæmt á mótum fyrir fatlaða og ófatlaða, en það eru ekki alveg sömu
reglurnar á þeim mótum.
Ég hef mikla unun af myndlist og er á myndlistnámskeiði hjá Símey,
fór fyrst á stutt námskeið í haust en byrjaði núna í janúar í tveggja anna
námi sem lýkur um næstu jól. Ég er bæði í akrýlmálun og vatnslitum. Í
tilefni afmælisins ákvað ég að dekra við mig og tók mér frí í vinnunni
bæði í gær og dag til að æfa mig í vatnslitamálun. Svo koma krakkarnir
heim seinnipartinn og þá ætla ég að elda góðan mat og njóta þess að
vera með þeim.“
Börn Lísu eru Jón Gunnar, 25 ára, Lilja Rún, 21 árs, og Snævar Atli,
17 ára.
Í Edinborg Lísa rakst á þessa uglu í Edinborgarkastala í nóvember sl.
Tók sér frí og æfir
sig í vatnslitamálun
Lísa Björk Gunnarsdóttir er fimmtug í dag
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2017
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
G
uðmundur Ingi Guð-
brandsson fæddist á
sjúkrahúsinu á Akra-
nesi 28. mars 1977.
Mummi, eins og hann
er alltaf kallaður, ólst upp í sveit á
Brúarlandi í Hraunhreppi á Mýr-
um til sextán ára aldurs.
Á Brúarlandi bjuggu á þeim
tíma auk nánustu fjölskyldu, föð-
urbróðir Mumma, Eiríkur Ágúst
Brynjúlfsson, bóndi og Halldóra
Guðbrandsdóttir amma hans.
„Gestagangur var nær daglegt
brauð og fjöldi frændsystkina var í
sveit á Brúarlandi. Þar var því
mikið líf og fjör á sumrin og ég
naut þess að kynnast stórum
frændgarði. Á Mýrunum lærði ég
ungur að lesa landið: flóann, mýr-
arnar, fjallendið, túnið, úthagann,
árnar og vötnin. Það mótaði lífs-
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frkvstj. Landverndar – 40 ára
Í Þjórsárverum Verkefninu Hjarta landsins hleypt af stokkunum hjá Landvernd haustið 2013.
Lærði ungur að lesa
landið á Mýrunum
Náttúruverndarsinnar Guðmundur Hörður Guðmundsson, fv. form. Land-
verndar, Vigdís Finnbogadóttur og Mummi á fundi um vernd hálendisins.
Reykjavík Ísar Dalmar
fæddist 11. nóvember
2016 kl. 11.04. Hann vó
3.520 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans
eru Bryndis Árný og
Ómar Valur.
Nýir borgarar
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is