Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 36

Morgunblaðið - 28.03.2017, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Konan mín er alltaf full 2. Í leggings og fengu ekki að fljúga 3. Stjórnendur Dominos baka … 4. „Sagan endurtekur sig“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tvö málþing verða haldin í vikunni um list kanadíska listmálarans Ste- ven Nederveen, að honum við- stöddum, það fyrra í dag kl. 16 í Deiglunni á Akureyri og það seinna 30. mars kl. 16 í Norræna húsinu. Nederveen er þekktur listamaður og hafa verk hans verið sýnd víða um heim en á málþingunum mun hann m.a. fjalla um verk sín í tengslum við kanadíska listasögu. Málþinginu 30. mars lýkur með móttöku þar sem af- hjúpað verður nýtt verk sem hann málaði í tilefni af 150 ára afmæli kan- adíska samveldisins og verður það til sýnis í sendiráði Kanada á Íslandi út árið. Málþing um list Steven Nederveen  Píanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir leiðir tríó sitt á næstu tónleikum tón- leikaraðarinnar Freyjujazz í Lista- safni Íslands í dag kl. 12.15. Tríóið hefur verið iðið við tónleika- hald víða um heim og fengið jákvæð- ar umfjallanir fyrir diska sína Long Pair Bond, Distilled og Cielito Lindo. Með Sunnu leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Markmið Freyjujazz er að gera konur í djassi sýnilegri og er skilyrði að ein kona sé meðal flytjenda hverju sinni, hið minnsta. Sunna er listrænn stjórnandi tónleikarað- arinnar sem hófst 28. febrúar síðastliðinn. Tríó Sunnu leikur í Freyjujazzi Á miðvikudag og fimmtudag Austan 8-13 syðst á landinu og smáskúrir, en annars hægari breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 6 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 5-15 m/s, hvassast syðst. Dálitlar skúrir með austur- og suðausturströndinni en él inn til landsins. Annars skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 7 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar Snæfells eru líklegastir til að landa Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna í ár, en undanúrslit Dominos- deildarinnar hefjast í kvöld. Þetta segir landsliðskonan Helena Sverrisdóttir sem spáir í spilin í Morg- unblaðinu í dag fyrir undan- úrslitarimmur Snæfells og Stjörnunnar, og Keflavíkur og Skalla- gríms. »2 Snæfell er lang- sigurstranglegast „Pabbi þjálfaði mig í yngri flokkum Selfoss og var einnig þjálfari U18 ára landsliðsins á síðasta sumri þegar við tókum þátt í lokakeppni EM í Kró- atíu. Hann er síðan óspar á að segja mér til. Maður þarf að standa sig, annars ...“ segir Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi frá Selfossi, sem er leikmaður 25. um- ferðar í handboltanum. »4 Pabbi þjálfaði mig og er óspar á að segja mér til „Ég fann mig ekki nógu vel hjá Stjörnunni. Mér leist vel á Hauka. Fé- lagið flott og samherjarnir einnig. Það hefur tekið mig svolítinn tíma að takast á við nýtt hlutverk en mér finnst sem ég sé öll að koma til í síð- ustu leikjum. Mér líður vel í Haukum og stefni ekki að öðru en að uppfylla minn samning,“ segir Guðrún Erla Bjarnadóttir handknattleikskona úr Haukum. »2 Mér líður vel í Haukum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sjálfsagt væri oft tími til heim- spekilegra hugleiðinga á þessu rölti en ég kýs frekar að njóta útiverunnar og teyga að mér súrefni. Bíð svo eftir því að finna næstu dollu – rétt eins og veiðimaðurinn er spenntur eftir því að fiskur bíti á öngulinn,“ segir Guðni Guðmundsson, sem býr á bænum Þverlæk í Holtum í Rangárvalla- sýslu. Allt til íþróttastarfsins Á Suðurlandi má oft sjá eldri manni bregða fyrir þar sem hann gengur meðfram veginum og horfir fránum augum fram fyrir sig. Guðni á Þverlæk veit af fenginni reynslu að víða er verðmæti að finna og að kynstrin öll af flöskum og dósum liggja í vegabrúnum. Hann tínir þær allar upp og setur í poka. Jafnframt fer hann heim á bæi ef fólk þarf að losa sig við dósir sem aðrir setja í söfnunargáma sem eru víða í Holtum og Landsveit. Allt í allt náði Guðni um 75.000 stykkjum í fyrra og fyrir hvert og eitt greiða endurvinnslu- stöðvar 16 krónur og safnast þegar saman kemur. Þetta gerir 1,2 millj- ónir króna og hver einasti eyrir fer til Íþróttafélagsins Garps, sem starfar í sveitunum í vestanverðu Rang- árþingi. „Ég byrjaði á þessu fyrir ellefu árum. Núna þegar þú hittir mig hef ég verið á gangi í klukkustund, er kominn með 35 flöskur og dósir af um það bil fjórum kílómetrum. Það er svona heldur í lægri kantinum, á öðrum svæðum er oft mun meira að finna. Oft skilar jafn langur spotti og ég tók núna 80 til 90 stykkjum,“ segir Guðni þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hitti hann á röltinu skammt austan við Þjórsá um helgina. Þá var kaldi í loftinu og svolítill næðingur, sem Guðni lét þó ekkert bíta á sig. Söfnunarstarfið er hans líkamsrækt. Góð þátttaka er í íþróttastarfi Garps, sem á bakland sitt í Lauga- landsskóla í Holtum. Nærri lætur að helmingur tekna félagsins sé flösku- peningarnir frá Guðna á Þverlæk og fyrir vikið hefur verið hægt að halda uppi nokkuð öflugu íþróttastarfi í sveitinni, það er í frjálsum íþróttum og glímu. „Krökkunum hefur gengið vel á mótum Héraðssambandsins Skarphéðins og þeir hafa einnig spjarað sig vel á landsvísu, enda höf- um við ágæta þjálfara,“ segir Guðni. Frá Reykjavík að Markarfljóti En aftur að flöskusöfnuninni. Svæðið við þjóðveg 1, sem Guðni hefur undir, er frá Markarfljóti í austri og út á Selfoss. Og jafnvel meira, lengst til vesturs við hring- veginn hefur Guðni náð að Gunn- arshólma sem er nærri Lækjar- botnabrekkunni, skammt ofan við Reykjavík. Auk þess sem hann þræð- ir kanta margra annarra vega á Suð- urlandi, en séð af korti mætti líkja vegakerfinu þar við þéttriðinn kóngulóarvef. „Ég fer oft út í kringum hádegið og næ kannski 35 til 40 kílómetrum á fjórum til sex klukkustundum. Þarf svo að vera kominn aftur heim undir kvöldið þegar farið er í fjósið. Reglan hjá mér er annars sú að við hringveg- inn leita ég dósa á þriggja mánaða fresti en við aðra vegi dugar að fara einu sinni á ári,“ segir Guðni, sem á síðasta ári fékk Umhverfisverðlaun Ungmennafélags Íslands fyrir „ötult starf að umhverfismálum fyrir sam- félagið,“ eins og komist var að orði þegar viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn. „Daufur er dellulaus maður“ „Jú, það hafa margir spurt mig um ferðakostnaðinn,“ segir Guðni „Ég hef hins vegar lagt þetta þannig nið- ur fyrir mig að bensínreikningurinn vegna flöskuferðanna sé svipaður og utanlandsferð í eina viku myndi kosta. Til útlanda langar mig ekki. Flöskusöfnunin er hins vegar sport sem varir allt árið og fín hreyfing, þetta er í þágu umhverfisins og skilar svo íþróttastarfi og samfélagi hér í sveitinni heilmiklu. Það má ýmist kalla þetta áhugamál eða dellu – og sumir segja að daufur sé dellulaus maður,“ segir Guðni og er rokinn af stað áfram í söfnuninni. Dósasöfnun er della Guðna  75.000 stykki á ári og allur ágóði rennur til Garps Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegbrúnin Guðni Guðmundsson þræðir helstu leiðir á Suðurlandi og tínir upp verðmætin sem liggja í grasinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.