Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Rafrænt stjórnarkjör 11. til 21. apríl Rafrænt stjórnarkjör fer fram á vef sjóðfélaga á www.lifsverk.is dagana 11. – 21. apríl. Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa um tvö laus stjórnarsæti, karls og konu, til þriggja ára. Brynja Baldursdóttir er ein í framboði kvenna og er því sjálf- kjörin. Í framboði um sæti karla eru Agnar Kofoed-Hansen og Andrés Svanbjörnsson. Kynning frambjóðenda er á vefsvæði sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn. Um Lífsverk lífeyrissjóð: Lífsverk er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða en allir geta greitt til séreignardeildar sjóðsins. Sérstaða sjóðsins er m.a. sjóðfélagalýðræði, rafrænt stjórnarkjör, góð réttindaávinnsla og hagstæð sjóðfélagalán. Hrein eign til greiðslu lífeyris í árslok 2016 var samtals 73,0 milljarðar kr. og hækkaði um 6,4 milljarða kr. á árinu. Í árslok 2016 var heildartryggingarfræðileg staða samtryggingar- deildar jákvæð um 0,1%. Hrein raunávöxtun sl. 5 ár er 5,4%. Nánari upplýsingar á www.lifsverk.is. Hrein raunávöxtun samtryggingardeildar Aðalfundur Lífsverks lífeyrissjóðs Engjateigi 9 – Reykjavík - Þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00 5 ára meðaltal Hrein raunávöxtun – Samtryggingardeild Dagskrá fundar: Hefðbundin aðalfundarstörf Niðurstaða rafræns stjórnarkjörs Önnurmál, löglega upp borin Engjateigur 9 105 Reykjavík www.lífsverk.is 9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0% 2012 2013 2014 2015 2016 Hrein nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Samtryggingardeild 4,7% 2,6% Lífsverk 1 0,5% -1,6% Lífsverk 2 3,6% 1,5% Lífsverk 3 5,1% 3,0% Ávöxtun 2016: Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is „Maður skilur þetta eiginlega ekki, áhuginn er ótrúlegur. Við byrjuðum að gefa út í Frakklandi fyrir tæpu ári og seldum um 30 þúsund eintök af fyrstu bókinni sem var innbundin og sú bók verður gefin út í kilju í 60 þús- und eintökum til viðbótar,“ segir Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur. Glæpasagan Snjóblinda sem ber íslenska titilinn Snjór á franska markaðnum hefur hlotið mjög góðar viðtökur og komst í tólfta sæti met- sölulista yfir mest seldu kiljur Frakklands. Að auki verður bókin Náttblinda gefin út undir titlinum Mörk í 20 þúsund eintökum þannig að prentun á bókum Ragnars í Frakklandi mun nema um 110 þús- und eintökum þegar allt er tekið saman. „Það hefur hvergi gengið eins vel og í Frakklandi. Þar er búið að kaupa réttinn á þremur bókum og ég held að þau vilji kaupa allar bæk- urnar.“ Seldar til fimmtán landa Glæpasögur Ragnars hafa víðar átt góðu gengi að fagna. Í Bretlandi er búið að selja 80 þúsund eintök en samtals hafa bækurnar verið seldar til fimmtán landa, síðast til Króatíu og í næsta mánuði hefst útgáfa í Portúgal. Þá er einnig áætlað að gefa út nokkra titla í Japan og Þýskalandi á árinu. Í janúar var fyrsta bókin gefin út í Bandaríkjunum og fékk dóma í New York Times, Wash- ington Post og fleiri blöðum og í kjöl- farið var keyptur réttur á fjórum bókum til viðbótar. Ragnar segir að áhugi á Íslandi hafi smitast yfir í bókmenntir. „Ég var í Lyon um helgina á hátíð sem er kölluð stærsta glæpasagna- hátíð Evrópu og ég fann fyrir mikl- um áhuga á Íslandi. Þar var mikið spurt og ég áritaði bækur í sex klukkutíma samtals. Nánast annar hver maður sem kom og fékk áritun í bók var að fara til Íslands eða lang- aði að fara til Íslands,“ segir Ragnar. Spurður hvort útgáfa erlendis feli í sér breytingar á innihaldi bókanna segir Ragnar að séríslensk hugtök séu skýrð nánar til að gera textann aðengilegri útlendingum. „Það sem við höfum gert með er- lendu útgáfurnar er að við ritstýrum þeim upp á nýtt. Ekkert efnislega, en við skýrum betur atriði sem að- eins Íslendingar kannast við, t.d. staðhætti, veðráttu og fleira til að gera þær aðgengilegri. Það er búið að lauma inn skýringum hér og þar,“ segir Ragnar. Glæpasögur Ragnars seldar til 15 landa  Bækur Ragnars prentaðar í 110.000 eintökum í Frakklandi Morgunblaðið/Ásdís Skrif Sögusvið glæpasagnanna hefur jafnan verið á landsbyggðinni. Um höfundinn » Sautján ára byrjaði Ragnar að þýða skáldsögur Agöthu Christie og þýddi fjórtán bækur. » Samhliða bókaskrifum starf- ar hann sem yfirlögfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. » Ragnar kom að stofnun Reykjavik international crime writing festival Iceland Noir. Pólska skipasmíðastöðin CRIST S.A. sem samið var við um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju er komin á fullt í verkefninu. Stöðin hefur ný- lega unnið teikningar að útliti nýs Herjólfs, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Pólverjarnir eru að hanna skipið og gengur sú vinna vel. Skipið fer svo í líkanprófanir eftir páska. Pönt- un á aðalvélbúnaði, skrúfum og fleiru slíku er lokið. Gert er ráð fyrir að stálskurður hefjist í maí og kjölurinn verði lagður í júlí/ágúst, en þá hefst eiginleg smíði skipsins hjá pólsku skipasmíðastöðinni. Stefnt er svo á að ljúka smíðinni næsta sumar samkvæmt áætlun. „Enda reiknað með því að ný ferja verði komin í gagnið fyrir þjóðhátíð- ina í Eyjum 2018,“ segir í frétt Vega- gerðarinnar. Ljósmynd/CRIST S.A Nýr Herjólfur Svona mun skipið líta út samkvæmt nýjum teikningum. Kjölurinn verður lagður í sumar  Smíði nýs Herjólfs er á áætlun Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í fyllingu undir stálþil í Mjó- eyrarhöfn á Reyðarfirði. Um er að ræða fyllingu frá sjó við Mjóeyri. Heildarmagn er áætlað um 156.000 rúmmetrar og skal fyllt í þremur áföngum. Hafnasjóður Fjarða- byggðar óskaði eftir tilboðum í verkið. Áætlaður verktakakostnaður var 146 milljónir og 850 þúsund krónur. Tvö tilboð bárust í verkið. Björgun ehf., Reykjavík bauðst til að vinna verkið fyrir 111,4 millj- ónir króna, eða 76% af kostnaðar- áætlun. Jan De Nul n.v. í Belgíu bauð 105 milljónir, eða 71,5% af kostnaðar- áætlun. Var tilboð Belganna 41,8 milljónum undir áætlun. Tilboð Jan De Nul var í evrum. Hér er það reiknað í íslenskum krónum á genginu 120,3. Belgíska fyrirtækið hefur unnið að dýpkun í Landeyjahöfn undan- farin ár. sisi@mbl.is Belgískt fyrirtæki með lægsta tilboðið Matarmarkaður í Fógetagarði verður með breyttu sniði í sumar því veitingavagnar fá að vera með í þeirri lifandi stemningu sem mynd- ast hefur undanfarin ár, segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Í sumar verður boðið upp á að- stöðu fyrir veitingavagna á torginu frá 15. maí til 31. ágúst og mun Torg í biðstöðu, verkefni Reykja- víkurborgar, hafa umsjón með svæðinu og búa til umgjörð um matarmarkaðinn. Reykjavíkurborg óskar eftir um- sóknum um aðstöðu fyrir matsölu- vagna í Fógetagarði. Í boði eru dagsöluleyfi fyrir fjóra matsölu- vagna. Leyfið gildir á milli 9.00 og 21.00 alla daga á umræddu tímabili en gerð verður krafa um að lág- marksviðvera verði á milli 11.00 og 20.00 virka daga og 13.00 og 20.00 um helgar. Matsölubílar verða ekki heimilaðir á torginu. Frestur til að sækja um fyrir veit- ingavagna er til mánudags. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Matarmarkaður Góð stemning hefur myndast í Fógetagarðinum á sumrin. Veitingavagnar geta fengið aðstöðu í Fógetagarðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.