Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 14

Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 14
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn Unga fólkið á Hornafirði hefur átt sviðið undanfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á framgöngu unga fólksins þegar það stendur sig vel og er að gera góða hluti. Það er fátt meira þroskandi fyrir krakkana en þátttaka í öguðum og krefjandi félagsstörfum.    Þórdís Imsland komst í úrslita- keppni Voice Island. Frammistaða og framkoma hennar var til fyr- irmyndar og á hún framtíðina fyrir sér á þessu sviði ef hún velur þá braut.    Hljómsveitin Misty, sem þrír ungir tónlistarmenn, Birkir Þór Hauksson, Þorkell Ragnar Grét- arsson og Ísar Svan Gautason skipa, komst í úrslit í Músíktilraunum um daginn. Þeir sýndu góða færni og ekki síður mikinn kjark að leika eig- ið tónverk sem tók 15 mínútur. Enn og aftur sannast mikilvægi Tónskól- ans okkar og árangur af starfinu þar.    Piltur og stúlka vöktu mikla lukku í frumlegri og skemmtilegri uppfærslu nemenda framhaldsskól- ans og í samvinnu við leikfélagið og uppselt var á allar sýningarnar.    Kardemommubærinn var svo viðfangsefni nemenda í grunnskól- anum. Nemendur 1., 3., 5. og 7.-10. bekkjar sáu um söng og leik en allir nemendur skólans unnu að leikmynd og búningagerð auk þess að útbúa veitingar. Nemendur höfðu einnig búið til leirblóm sem voru seld á há- tíðinni en ágóði af þeirri sölu fer til kaupa á leirrennibekk fyrir smiðj- urnar. Hátíðin var vel sótt og seldust yfir 400 miðar á sýninguna.    Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Hornafirði helgina 28.-30. apríl. Til ráðstefnunnar er boðið rithöfundum og fræðimönnum á sviði bókmennta, myndlistar og jöklafræða. Settar verða upp ýmsar sýningar, s.s. málverkasýning, ljós- myndasýning, kortasýning, hand- verkssýning, sýning á teikningum barna og heimildarmyndin Jökla- land.    Kóravertíðin stendur nú yfir og það eru ekki aðeins heimakórarnir sem halda uppskeruhátíðir með tón- leikum og uppákomum heldur koma ýmsir kórar í heimsókn og auðga menningarlífið í héraðinu.    Atvinnulífið blómstrar. Hefð- bundinni vetrarvertíð lauk um miðj- an marsmánuð og eftir langt sjó- mannaverkfall má segja að þokkalega hafi ræst úr vertíðinni. Afli var góður í flest veiðafæri og humarveiðar eru hafnar. Þær fóru af stað um leið og búið var að skipta um veiðarfæri. Sömuleiðis gengu loðnu- veiðar mjög vel enda Ósinn fær flesta daga. Ekkert lát er á uppgangi í ferðaþjónustunni, miklar fram- kvæmdir og þessu öllu fylgir eft- irspurn eftir auknu vinnuafli og íbúðarhúsnæði. Morgunblaðið/Halldóra Leikið Grunnskólinn á Höfn í Hornafirði setti nýlega upp Kardimommubæinn við góðar undirtektir. Unga fólkið átti sviðið Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Við fjölgum hagkvæmum íbúðum Upphaf fasteignafélag er eitt umsvifa- mesta fyrirtæki í uppbyggingu íbúðar- húsnæðis á Íslandi. Á næstu fimm árum verða þróaðar og byggðar yfir 1.300 nýjar íbúðir sem ætlaðar eru litlum og meðalstórum fjölskyldum. Markmið Upphafs er að byggja yfir 250 hagkvæmar íbúðir á ári. Við viljum auka framboð á íbúðamarkaði. Upphaf er í eigu Novus, fagfjárfestasjóðs í rekstri hjá GAMMA Capital Management. ÍBÚÐIR Á ÁRI 250 ÍBÚÐIR Í ÞRÓUN 1.300 ÍBÚÐIR SELDAR 300 519 3300 | www.upphaf.is Garðastræti 37, 101 Reykjavík Það myndi kosta ríkið rúma 19 millj- arða króna að fara að tillögum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins um að færa menningararf- inn yfir á stafrænt form samkvæmt skýrslu sem ráðuneytinu var falið að útbúa. Þá er ótalinn kostnaður við nauðsynlegan tækjabúnað, lang- tímavarðveislu og endurgjald til rétthafa höfundarréttar. Þegar er búið að færa um 6% safneignar safna og stofnana landsins á staf- rænt form og eru gerðar tillögur um stafræna endurgerð 23% skjala og handrita, sömuleiðis allra bóka frá því fyrir 1850, allra dagblaða og tímarita, og helming bóka sem eru gefnar út síðar til að nefna nokkur dæmi. Mestur kostnaður færi í end- urgerð ljósmynda, filma og skyggna eða um 12 milljarðar. Í skýrslunni kemur fram að í stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum sé búið að færa um 20% handritanna á stafrænt form og er stefnt að stafrænni endurgerð á öllum safnkostinum en metið er að eftir eigi að færa inn 480 þúsund blaðsíður. tfh@mbl.is Stafræn varðveisla dýrkeypt  19 milljarðar fyrir nægilega ráðstöfun Minningarskjöldur um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson var afhjúpaður í Kaupmannahöfn í fyrradag. Skjöldurinn var festur á húsið Friðarhólma í Birkerød í útjaðri borgarinnar. Gunnar bjó í húsinu á árunum 1929 til 1939 ásamt konu sinni Franziscu. Gunnar keypti húsið fer- tugur að aldri og skrifaði þar meðal annars sögurnar Svartfugl, Vikivaka og Aðventu. Árið 1939 seldi hann húsið og flutti til Íslands, þar sem hann byggði herragarðinn á Skriðu- klaustri. Á Friðarhólmi er nú rekinn leikskóli og tóku börnin þátt í at- höfninni. Það voru Gunnarsstofnun og íslenska sendiráðið í Kaupmanna- höfn sem stóðu að uppsetningu minningarskjaldarins í samráði við Rudersdal kommune og Børnehaven Fredsholm. Gunnar Björn Gunnarsson, barnabarnabarn skáldsins, afhjúp- aði skjöldinn með aðstoð nokkurra leikskólabarna. mhj@mbl.is Ljósmynd/Skúli Björn Gunnarsson Skjöldurinn Gunnar Björn Gunnnarsson afhjúpaði minningarskjöldinn ásamt börnum leikskólans og Hanne Engquist, forstöðukonu skólans. Skjöldur um Gunnar afhjúpaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.