Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
Sími 788 2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Við tökum vel á móti þér
Við bjóðum heildarlausnir
fyrir hótel, gistiheimili,
dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur.
ALLT Á EINUM STAÐ
HOTELREKSTUR
grein Ásmundar Magnússonar í
Morgunblaðinu á dögunum þar sem
sláandi tölur eru tíundaðar, skyldu-
lesning allra hugsandi alþingis-
manna eða eru þeir það annars ekki
allir?
Þeir mættu líka lesa hina skörpu
grein Stefáns Mána rithöfundar,
sem dregur ekkert undan og hvatn-
ingin um synjun þessa frumvarps
ótvíræð, þar talar sá sem veit og
kann skil á þessu.
Vilja menn á Alþingi í „frelsis“-
hópnum kannski alls ekki hlusta á
eða lesa annað en það sem hæfir
þeirra þrönga hugsanaranni ? Þá er
illa komið.
Svo les ég líka vitnisburð þess
mæta Þórarins Tyrfingssonar þar
sem hann segir staðfest, að af þeim
Íslendingum á aldrinum 15-64 ára
sem dáið hafa fyrir aldur fram á
síðustu 15 árum hafi tæplega 30
prósent leitað sér lækninga á Vogi.
Og enn segir Þórarinn: Algengasta
dánarorsök þeirra sem eru yngri en
25 ára er áfengisneyzla, beint eða
óbeint. Finnst virkilega einhverjum
að þessar tölur þurfi hækkunar við?
Ágætu alþingismenn, segið nei og
aftur nei við uppvakningnum.
»Meðal þeirra
yngstu hefur líka
verið unnið markvisst
forvarnarstarf sem hef-
ur virkilega skilað sér
Höfundur er form.
fjölmiðlanefndar IOGT .
Það eru gömul sann-
indi að mikil gæfa get-
ur fylgt því fyrir ein-
staklinga að sveigja af
rangri braut og taka
þess í stað upp hollari
breytni. Þetta á ekki
síst við um kjörna full-
trúa. Breytingar á Að-
alskipulagi Reykjavík-
ur og Svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins
geta í samráði við ríkisvaldið leitt til
mikils og margþætts ábata fyrir
borgarsamfélagið og þjóðarhag.
T.d. er ávinningur af byggð í
Vatnsmýri og flugvelli í Hvassa-
hrauni margþættur. Stjórnlaus út-
þensla borgarinnar stöðvast; íbúða-
skortur hverfur; byggingarkostn-
aður og leiguverð lækka; akstur,
útblástur CO2 og mengun minnka;
lýðheilsa batnar; ferðakostnaður
flugfarþega minnkar; fjárfestingar í
flugstarfsemi verða hagkvæmari;
sjálfbært innanlandsflug verður
mögulegt; „ferðafrelsi“ landsbyggð-
arbúa eykst; dreifing erlendra
ferðamanna verður markvissari
o.s.frv.
Árið 1946 ákvað ríkisstjórn Ólafs
Thors að láta ekki rífa óhrjálegan
bráðabirgðaherflugvöll Breta í
Vatnsmýri heldur gera hann að
borgaralegum flugvelli á besta
byggingar- og mannvistarlandi
Reykjavíkur, þar sem ella hefði
óhjákvæmilega risið þétt og blönduð
miðborgarbyggð á síðari helmingi
20. aldar í beinu framhaldi af þeirri
byggð sem fyrir var norðan Hring-
braut.
Reykjavík fékk yfirráð yfir Vatns-
mýri 1. janúar 1932
fyrir ört vaxandi
byggð í höfuðborginni.
Yfirtaka ríkisins á
Vatnsmýri 1946 átti
sér enga réttarfars-
lega stoð. Ekki var
haft samráð við Reyk-
víkinga, engir samn-
ingar voru gerðir, ekk-
ert eignarnám fór
fram. Engin þarfa-
greining var unnin.
Hvorki lóðarleiga né
skaðabætur hafa verið
greiddar í 70 ár.
Ríkið braut gegn ákvæðum
stjórnarskrár, sveitarstjórnarlaga,
skipulagslaga og öðrum ákvæðum
um eignarrétt, mannréttindi og al-
mannahag. Engin dæmi eru um
slíkt landrán án átaka og ófriðar. Og
áhrif og afleiðingar flugstarfsem-
innar sl. 70 ár á borgarmyndina,
borgarsamfélagið og þjóðarhag eiga
sér enga hliðstæðu í þróunarsögu
borga heimsins á 20. og 21. öld.
Á 70 árum hefur flugstarfsemi í
Vatnsmýri því leitt til mikilla hörm-
unga. Byggð á höfuðborgarsvæðinu
þekur ferfalt stærra svæði en ann-
ars hefði orðið og því eru allar göt-
ur, stígar, lagnir, veitur, og leiðir
borgarbúa að meðaltali tvöfalt
lengri en ella. Höfuðborgarsvæðið
er eitt það strjálbýlasta og óskilvirk-
asta í heimi og óvíða ef nokkurs
staðar er bílaeign meiri.
Neikvæð áhrif flugsins bitna á
flestum þáttum mannlífs og hag-
kerfi þessarar einu borgar Íslands
er svo óskilvirkt að áhrifa gætir á
þjóðarhag. Óskilvirknin dregur nið-
ur lífs- og launakjör landsmanna.
Uppsafnað tjón á 70 árum er ólýs-
anlegt en jafngildir mörgum þús-
undum milljarða í krónum talið.
En ábatinn af því að snúa nú við
taflinu getur orðið gríðarlegur því
með skynsamlegu ráðslagi má enn
endurheimta hluta þeirra gæða og
tækifæra, sem glötuðust sl. 70 ár.
T.d. má leysa mörg af stærri sam-
félagsverkefnum næstu missera og
ára á einfaldan hátt.
Með þéttri og blandaðri byggð í
Vatnsmýri stöðvast áratuga stjórn-
laus útþensla byggðar, borgin verð-
ur mannvænni og hagkerfið skil-
virkara til hagsbóta fyrir borgarbúa
og aðra landsmenn.
Hvergi annars staðar er mögulegt
að byggja með jafn hagkvæmum
hætti og leysa íbúðaskort, háan
byggingarkostnað og hátt leiguverð.
Borg og ríki geta mildað hér áhrif
lóðaverðs á byggingarkostnað þegar
það á við.
Með því að takmarka strax lend-
ingar í Vatnsmýri við sjónflug má
byggja mun nær flugbrautum þó
þær kunni enn að vera í rekstri og
öll skerðingaráhrif flugsins á hæð
bygginga í Reykjavík og Kópavogi
hverfa (sbr. t.d. London City Air-
port).
Þétting byggðar í Vatnsmýri
dregur úr þörf fyrir akstur og að-
stæður skapast fyrir göngu, hjól-
reiðar og almannasamgöngur.
Þannig tekur lýðheilsa að batna og
mengun og útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda að minnka (Ísland og
Parísarsáttmálinn!).
Fjarlægð frá miðju höfuðborg-
arsvæðisins að nýjum flugvelli í
Hvassahrauni er um þriðjungur
fjarlægðar í Leifsstöð. Þar má
byggja upp í hagkvæmum áföngum
allt frá innanlandsflugvelli upp í
stóran millilandaflugvöll skv. þörf-
um samfélagsins hverju sinni.
Hönnunar- og byggingartími 1.
áfanga þarf ekki að vera lengri en
3-4 ár.
Nýr innanlandsflugvöllur í
Hvassahrauni, sem kostar innan við
25 milljarða króna, verður mun full-
komnari en Reykjavíkurflugvöllur
gæti nokkru sinni orðið. Til saman-
burðar er nývirði flugtengdra mann-
virkja í Vatnsmýri innan við 10
milljarðar.
Á næstu áratugum gæti Hvassa-
hraunsflugvöllur tekið við æ stærri
hluta millilandaflugs. Þannig næðist
mikill sparnaður m.a. vegna mun
minni ferðakostnaðar og hagstæðari
fjárfestinga en á Keflavíkurflugvelli
því á sínum tíma var Leifsstöð ekki
skipulögð af nægilegri framsýni.
Með samþættingu á einum flug-
velli gætu loks skapast skilyrði fyrir
sjálfbært innanlandsflug því íbúar
af landsbyggðinni komast þá milli-
liðalaust í flug um víða veröld og er-
lendir ferðamenn komast í beint
innanlandsflug hvert á land sem er.
Auk framantalinna atriða skapast
t.d. gríðarlegur ávinningur af bætt-
um borgarbrag, menningu og fjöl-
breytilegum tækifærum og sam-
legðaráhrifum m.a. með tengingu
háskóla og hátæknifyrirtækja.
Harmsaga höfuðborgar … Og hvað svo?
Eftir Örn
Sigurðsson » Ábati af því að
snúa við taflinu
getur orðið gríðarlegur
því enn má endurheimta
hluta þeirra gæða
og tækifæra, sem
glötuðust sl. 70 ár.
Örn Sigurðsson
Höfundur er arkitekt og stjórn-
armaður í Samtökum um betri byggð.