Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 32

Morgunblaðið - 08.04.2017, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017 Ætihvönn (Angelica archangelica) er planta, sem vex eink- um í norðlægum lönd- um, svo sem Rúss- landi, Grænlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Hún hefur lengi verið notuð sem fæða (græn- meti) hér á landi enda þótt heimildir um þetta séu af frek- ar skornum skammti. Það er þó næsta víst, að í hallærum fyrri alda hafa rætur hennar og yfirborðs- hlutar verið notaðir til að seðja hungur landsmanna (1)-(4). Um og eftir 1950 má þó fullyrða, að notkun ætihvannar til manneldis hafi verið hverfandi hérlendis. Höfundur þessarar greinar minnist þess frá æsku sinni (um 1940) að hvönn óx hjá ánni nærri bænum og að brytj- aðir stönglar af henni voru steiktir í smjöri á pönnu. Þeir voru með sér- kennilegu bragði. Hvannarót- arbrennivín var eitt sinn fáanlegt hér og í Frakklandi var og er hvannarótarlíkjör (Chartreuse) vel þekktur. Ætihvönn er stórvaxin jurt og því héldu menn í gamla daga að hún væri öflug vörn gegn alls kyns sjúk- dómum. Frægt er, að hún átti að vera gagnleg við lífshættulegum pestum á borð við svartadauða/ kýlapest. Þessir sjúkdómar orsak- ast af sýklum (bakteríum – Yersinia pestis), en engin sýkladrepandi efni verðug því nafni eru þekkt í henni. Raunar átti þessi ábending um téða gagnsemi plöntunnar að vera komin að hand- an, þ.e. samkvæmt draumi munks eins. Þetta er enn eitt dæm- ið um hjátrú manna um handanlækna, sem greinilega vita ekkert umfram þá, sem hér lifa – ef svo væri, væru allir sjúkdómar upp- rættir fyrir löngu (5). Öll þessi della hefur líklega orðið til þess að hér hefur orðið til fyr- irtæki, sem hefur markaðssett a.m.k. fjórar vörutegundir grund- vallaðar á ætihvönn, þ.e. Voxis, SagaMemo, SagaVita og SagaPro. Engin af þessum vörum hefur neina vísindalega sannaða virkni. Engar rannsóknir liggja að baki meintri gagnsemi Voxis (særindi í hálsi?) né SagaVita (ónæmisörvandi?). Að baki SagaMemo (minnisaukandi?) liggja ómarktækar athuganir á fá- einum músum og SagaPro inniheld- ur bara sykur (6). Þetta eru öm- urleg dæmi um íslenzka fávizku, sem eru því miður falboðin víða í apótekum landsins. Lyfjafræðingar eru eina heil- brigðisstéttin, sem almenningur hefur óheftan aðgang að. Allir geta farið inn í næsta apótek og leitað eftir upplýsingum og aðstoð. Vörur, seldar í apótekum, hafa á sér ákveð- inn gæðastimpil, eða svo ætla ég a.m.k að vona. Hlutverk apóteka hefur gerbreytzt á undanförnum áratugum; t.a.m. fer engin lyfjagerð fram í þeim lengur. Apótekin eru orðin, eða a.m.k. ættu að vera, upp- lýsingamiðstöðvar um lyf og skyldar vörur. Til þess að svo geti orðið þyrfti að auka menntun lyfjafræð- inga í klínískri lyfjafræði og grunn- fögum hennar svo sem líffærafræði, lífeðlisfræði og sjúkdómafræði verulega frá því sem nú er. Engu að síður er núverandi þekking lyfja- fræðinga einstök á þessum vett- vangi. Með hliðsjón af ofangreindu skora ég á kollega mína í apótek- unum að hætta að selja allar kukl- vörur, þ. á m. vörurnar frá Saga- Medica. Tilvísanir: (1) Fosså, O.: From Norvegian mountains to English trifla. http://www.skogoglands- kap.no/filearchive/angelica_fossaa.pdf. (2) Eeva, M.J.M.: Plant secondary meta- bolism in in Pseucedanum palustre and Angelica archangelica and their plant cell cultures. https://helda.helsinki.fi/ handle/10138/19080. (3) Kylin, M.: Angelica archangelica L. http://stud.epsilon.slu.se/818/4/ Kylin_M_100128.pdf. (4) Bjarnadóttir, G.: Hefðbundnar gras- nytjar á Íslandi með samanburð við Noreg og nágrannalönd. http://skemman.is/en/ item/view/1946/18632. (5) Nielsen, H.: Lægeplanter og trold- domsurter. Politikens forlag. København. 1965. Bls. 231. (6) Kowal, N.M. et al.: Investigations on the constituents of SagaPro tablets, a food supplement manufactured from Angelica archangelica leaf. Pharmazie, 72, 3 (2017). Ætihvönn – merkilegri plöntu breytt í kukl Eftir Reyni Eyjólfsson » Staðhæfingar um lækningamátt æti- hvannar eiga ekki við nein vísindaleg rök að styðjast. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í náttúru- efnafræði með diplómu í jurtalækningum. TECHNOLOGY TAKE ON ANY MOUNTAIN. HIGH-ALTITUDE HIGH-POWER HIGH-TECH 2018 M 8000 HARD CORE EVO FORSÖLUTILBOÐ 150.000,- kr. afsláttur fyrir þá sem staðfesta kaup fyrir 1. maí.* *Greiða þarf 200.000,- kr. staðfestingargjald inn á vöruna. Miðað við gengi 1. apríl 2017 VERÐ 2.540.000,- Verðlistaverð 2.690.000,- FORSÖLU Ég vil biðja ökumenn að sýna okkur gangangi vegfarendum tillitssemi í vætutíðinni sem nú ríkir. Ég bið þá að aka gætilega þar sem pollar eru á götum. Ég varð fyrir því að ökumaður ók ógætilega yfir poll og eftir stóð- um við barnabarn mitt, á leikskólaaldri, holdvot á gangstéttinni, helst til ósátt. Sýnum tillitssemi og aðgát í umferðinni. Hulda Guðmundsdóttir. Netverslun og vöruhólf Netviðskipti verða sífellt algengari. Einn þáttur í kaupferlinu gæti verið heimsendingarþjónusta og afhending vöru þó að kaupandi sé ekki við- staddur. Einföld lausn er að hafa til staðar vöruhólf fyrir heimsendar vörur, þar sem vöruflutningsaðili gæti skilið vöruna eftir á öruggum stað ekki ósvipað og pósthólf eru notuð. Einn kostur við netverslun er tíma- sparnaður og vöruhólf í heimahúsum gæti stuðlað að því. Kristján. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Tillitssemi eftir tíðarfari Morgunblaðið/Ófeigur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.