Morgunblaðið - 08.04.2017, Síða 43
Meðal rita Gunnars Þórs eru
kennslubók í Íslands- og mann-
kynssögu og fræðirit um brotthvarf
Bandaríkjahers frá Íslandi. Árið
2012 sendi hann frá sér bókina Upp
með fánann! Baráttan um upp-
kastið 1908 og sjálfstæðisbarátta
Íslendinga en hún hlaut menning-
arverðlaun DV. Árið 2015 kom út
rit hans, Þegar siðmenningin fór
fjandans til. Íslendingar og stríðið
mikla 1914-1918, en hún fékk
Íslensku bókmenntaverðlaunin í
flokki fræðibóka og rita almenns
eðlis. Fyrir jólin 2016 kom verð-
launabók Gunnars Þórs um Ísland
og heimsstyrjöldina fyrri út í nýrri,
aukinni og ríkulega myndskreyttri
útgáfu undir heitinu Stríðið mikla
1914-1918.
Um þessar mundir er Gunnar
Þór að vinna að ritun bókar um
fullveldi Íslands 1918 en hann hef-
ur einnig verið að rannsaka
spænsku veikina. Hann segir að
markmið sitt með bókarskrifunum
sé að skrifa læsileg rit sem hvíli
jafnframt á traustum sagnfræði-
legum grunni: „Í öllum blundar
söguáhugi og mikilvægt er að fjalla
um söguna á aðgengilegan hátt,
rækta áhuga fólks og gæða
fortíðina lífi.“
Gunnar Þór var annar stofnenda
Sagna, ritstýrði Nýrri sögu um hríð
og sat í stjórn Félags sögukennara.
Hann var formaður Félags um
átjándu aldar fræði í fjögur ár og
situr nú í stjórn Sögufélags.
Helstu áhugamál Gunnars eru
saga og menning, í víðum skilningi,
ekki síst bókmenntir og bóklestur.
Hann hefur einnig mikið yndi af
hjólreiðum og hefur farið í hjól-
reiðaferðir í Austurríki, Frakklandi
og Þýskalandi. Nú í sumar er
stefnan sett á að hjóla frá Prag til
Vínarborgar, vikuferð: „Það er
mikið tilhlökkunarefni!
En afmælinu ætla ég að fagna
ásamt eiginkonunni í Kænugarði í
Úkraínu og Varsjá í Póllandi, láta
loksins verða af því að heimsækja
þessar tvær borgir sem mig hefur
svo lengi langað til að kynnast.“
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars Þórs er Jó-
hanna Thelma Einarsdóttir, f. 8.6.
1958, dósent í talmeinafræði við
heilbrigðis- og menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Foreldrar hennar
eru Einar Grétar Þórðarson, f.
17.12. 1933, raffræðingur á Sel-
tjarnarnesi, og k.h., Thelma Gríms-
dóttir, f. 25.5. 1936, fyrrv. starfs-
kona Landsbanka Íslands.
Synir Gunnars Þórs og Jóhönnu
eru: 1) Bjarni Þór, f. 18.4. 1980,
tölvunarfræðingur og raftónlistar-
maður í Hollandi en sambýliskona
hans er Marie Guilleray, lögfræð-
ingur og tónlistarkona frá Frakk-
landi og eiga þau soninn Evan, f.
2013; 2) Einar, f. 9.12. 1986, stjórn-
málafræðingur og starfsmaður
Símans; 3) Jóhann Helgi, f. 3.11.
1994, nemi í tölvunarfræði við HR.
Systkini Gunnars Þórs: Björn
Ragnar, f. 15.5. 1943, viðskipta-
fræðingur og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, og Þórdís, f. 25.4.
1948, d. 5.10. 1995.
Foreldrar Gunnars Þórs: Bjarni
Guðbjörnsson, f. 29.11. 1912, d.
29.1. 1999, útibússtjóri Útvegs-
bankans á Ísafirði, og alþingis-
maður og aðalbankastjóri Útvegs-
bankans í Reykjavík, og k.h.,
Gunnþórunn Björnsdóttir, f. 14.11.
1919, sem nú býr við Sléttuveg í
Reykjavík.
Úr frændgarði Gunnars Þórs Bjarnasonar
Gunnar Þór
Bjarnason
Kristveig Björnsdóttir
húsfr. að Skógum
Gunnar Árnason
b. og smiður að
Skógum í Öxarfirði
Rannveig Björnsdóttir
húsfr. að Víkingavatni
Björn Kristjánsson
b. á Víkingavatni, kaupfélags-
stj. á Kópaskeri og alþm.
Gunnþórunn Björnsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristján Kristjánsson
b. að Víkingavatni í
Kelduhverfi, af Kjarnaætt
Jens Guðbjörnsson
bókbandsm., forstj. Íslenskra get-
rauna og íþróttafrömuður í Rvík
Friðjón Guðbjörnsson
vélstj. og sundhallarvörður í Rvík
Þórhallur
Björnsson
kaup-
félagsstj. og
aðalféhirðir
SÍS
Torfi Guðbjörnsson
verslunarm. og fulltr. hjá tollstjóra í Rvík
Friðjón
Friðjónsson
álitsgjafi og
almannatengill
Björn
Þórhallsson
viðskiptafr.
og vara-
forseti ASÍ
Þórarinn Björnsson
skólam.MA
Karl
Björnsson
fyrrv.
sveitarstj.
Árborgar
og frkvstj.
Sambands
íslenskra
sveitarfélaga
Guðrún Hlín Þórarinsdóttir
innanhúshönnuður hjá IKEA
Sigríður Daníelsdóttir
húsfr. á Hóli
Jens Jónsson
b. og hreppstj. á
Hóli í Hvammssveit
Jensína Jensdóttir
húsfr. í Rvík
Guðbjörn Guðbrandsson
prentari í Rvík
Bjarni Guðbjörnsson
bankastj. og alþm.
Guðrún Tómasdóttir
húsfreyja
Guðbrandur Torfason
b. og hreppstj. að Miklagarði
í Saurbæ í Dalasýslu
Jónína Aðalbjörg Þórarinsdóttir
húsfr. á Víkingavatni, bróðurdóttir Ólafar,
ömmu Benedikts Sveinssonar alþm., föður
Bjarna forsætisráðherra eldri, og langafa Bjarna
Benediktssonar forsætisráðherra yngri
Björn Þórarinsson
b. á Víkingavatni
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2017
Einar Sigurðsson fæddist áDjúpavogi 8.4. 1897. For-eldrar hans voru Guðrún Ög-
mundsdóttir og Sigurður Einarsson,
smiður í Odda á Fáskrúðsfirði.
Fyrri kona Einars var Þórhildur
Þorsteinsdóttir frá Löndum, sem lést
1940 en þau eignuðust sex börn og
komust þrjú þeirra upp, Guðrún, Sig-
urður og Guðlaugur, en seinni kona
Einars var Unnur Pétursdóttir frá
Rannveigarstöðum í Álftafirði.
Einar hélt til Reykjavíkur um tví-
tugt, lærði húsasmíði í Trésmiðjunni
Völundi, lauk iðnskólanámi og varð
meistari í húsasmíði. Síðar lærði hann
skipateikningar í Reykjavík og hlaut
meistararéttindi í skipasmíði.
Árið 1921 stofnaði Einar Trésmíða-
verksmiðju Austurlands á Fáskrúðs-
firði, í daglegu tali nefnd Oddaverk-
stæðið, sem stóð fyrir umfangs-
miklum byggingaframkvæmdum og
trésmíðavinnu. Þar var smíðaður
fjöldi báta, árabáta, vélbáta af mörg-
um stærðum og gerðum sem og stórir
þilfarsbátar. Þar starfaði fjöldi
manns þegar unnið var að stórum
verkefnum en meðfram bátasmíðinni
vann Einar við húsasmíði og gerð
hafnarmannvirkja á Fáskrúðsfirði og
í nálægum fjörðum. Hann reisti
fjölda íbúðarhúsa og annarra bygg-
inga fyrir sveitarfélagið, félags-
heimili, sundlaugar, verksmiðjuhús
og fleira.
Einar hafði umsjón með niðurrifi
Franska spítalans á Fáskrúðsfirði og
endurbyggingu hans sem fjölbýlis-
húss og barnaskóla í Hafnarnesi og
sá um endurbætur á grafreit frönsku
sjómannanna á Fáskrúðsfirði.
Einar var velgjörðarmaður og
máttarstólpi síns byggðarlags, varð
heiðursborgari Búðakauptúns 1977
og var sæmdur riddarakrossi fálka-
orðunnar 1972.
Árið 1997 reisti Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Fáskrúðsfjarðar honum
minnisvarða.
Einar Sigurðsson lést 3.2. 1984.
Einars verður minnst á frönskum
dögum 2017 í Félagsheimilinu Skrúð
laugardaginn 29.7. nk. kl. 14-17.
Merkir Íslendingar
Einar
Sigurðsson
Laugardagur
95 ára
Elísabet Jónasdóttir
90 ára
Halldóra Guðmundsdóttir
85 ára
Svanborg Ólafsdóttir
80 ára
Ólína Anna Guðjónsdóttir
75 ára
Árni Kristján Sigurvinsson
Ásthildur Theódórsdóttir
Guðmundur Þórður
Jónasson
Kolbrún Sæmundsdóttir
Ólafía Pétursdóttir
Rósa Bergsdóttir
Sigurbergur Hansson
Sigurður Rúnar
Símonarson
70 ára
Arnfinnur Gísli Jónsson
Hanna S. Frederiksen
María Pétursdóttir
Sjöfn Jóhannsdóttir
60 ára
Ágúst Líndal Haraldsson
Bergþór Jónasson
Guðjón Þórhallsson
Gunnar Þór Bjarnason
Hrafnhildur Jónsdóttir
Jóhann Liljan Arason
Jónína Sigurbjörg
Einarsdóttir
Kristbjörg Marinósdóttir
Kristín Aðalsteinsdóttir
María Haraldsdóttir
Nadezhda Budaeva
Ramiz Kelmendi
Sigríður Óskarsdóttir
Sigurjón R. Ingvarsson
Þorsteinn Egilson
50 ára
Antanina Baranauskiené
Arne Sólmundsson
Einar Friðrik Þráinsson
Erna Sævaldsdóttir
Haukur Guðmundsson
Ólöf Adda Sveinsdóttir
Tumi Hafþór Helgason
Þorgils Sævarsson
Þórir Auðunn Gunnarsson
40 ára
Bogumila Albo
Einar Geir Ingvarsson
Elín María Björnsdóttir
Helga Árnadóttir
Inga Tirone
Jóhanna Jónsdóttir
Mariusz Rafal Lisowski
María Vesterg.
Guðmundsdóttir
Miroslaw Jozef Zielke
Ólöf Huld Vöggsdóttir
Sigurður Vífill Ingimarsson
Svava Júlía Jónsdóttir
30 ára
Aðalbjörg Eir Pétursdóttir
Aðalheiður Björk
Rúnarsdóttir
Andri Þór Arnarsson
April Antioquia Mendoza
Árni Þór Þorgeirsson
Barbara
Bednarczyk-Szostak
Guðni Alexandersson
Hilmar Ólafsson
Jens Guðmundur
Hjörleifsson
Karitas Ósk Ólafsdóttir
Laufey Friðriksdóttir
Mariusz Lukasz Kowal
Matthías Steinarsson
Ragnar Kristmundsson
Pálmasunnudagur
90 ára
Ingeburg Guðmundsson
85 ára
Margrét Guðjónsdóttir
Richard Hannesson
Unnur Óskarsdóttir
80 ára
Hallgrímur Þorsteinsson
Ragnar Ingi Hálfdánsson
75 ára
Ingvar J. Viktorsson
Magnús Þór Einarsson
Sævar Einarsson
Victoria Namono
Vilhjálmur Kristinn
Skaftason
Þráinn Traustason
70 ára
Árný Björk Kristinsdóttir
Borghildur Þorgeirsdóttir
Kristín Unnsteinsdóttir
Ólafur J. Bjarnason
Páll Jónsson
Ragnhildur Valgeirsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Tryggvi Eiríksson
Þórunn Árnadóttir
60 ára
Bjarni Helgason
Guðrún Þorkelsdóttir
Hafsteinn Guðjónsson
Ingvar Garðarsson
Jóna Vigfúsdóttir
Marek Dziubinski
Oddný Guðbjörg
Harðardóttir
Rannveig Svanhv.
Þorvarðardóttir
Sveinn Rúnar
Sigmundsson
50 ára
Björn Hallbjörnsson
Brynjar Daníelsson
Geir Örn Ingvarsson
Guðný Björg Hauksdóttir
Hörður Hinrik Arnarson
James Phillip Schroeder
Linda Björk Elíasdóttir
Michal Roman Klejnowski
Sigrún Pálsdóttir
Sigurjón Þorkelsson
Örn Arnarson
40 ára
Arnbjörn Kristjánsson
Bjarni Helgason
Dagbjört Stefánsdóttir
Gunnar Karl Ludwigsson
Lea Marie Galgana
Salómon Ingi
Gunnlaugsson
Vanda Cristina Agostinho
Louro
30 ára
Alexander Jensen
Hjálmarsson
Andri Sigurjónsson
Áslaug Sigurðardóttir
Björn Ingi Björnsson
Eðvarð Þór Helgason
Elín Edda Angantýsdóttir
Eyrún Anna Emilsdóttir
Gyða Rut Vildísardóttir
Halldór Jón Gíslason
Hulda Hrund
Höskuldsdóttir
Ívar Örn Axelsson
Leonarda Maria Janczak
Magnús Aðalsteinsson
Natalia Tylewicz-Kiwitt
Ómar Birgisson
Páll Ammendrup
Ólafsson
Piotr Giedziuszewicz
Sigríður Sif Gunnarsdóttir
Sigurður Víðisson
Sigurjón Örn Vilhjálmsson
Soffía Erla Bergsdóttir
Til hamingju með daginn
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900