Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Ráðherra sveitarstjórnarmála, JónGunnarsson, hefur lagt fram
frumvarp þar sem skyldu Reykjavík-
urborgar til að fjölga borgar-
fulltrúum er aflétt.
Frumvarpið er efn-islega samhljóða
frumvarpi sem Sigríð-
ur Á. Andersen, nú
innanríkisráðherra,
og nokkrir aðrir þing-
menn, þar með talinn
Jón Gunnarsson, lögðu
fram á síðasta þingi en
ekki tókst að klára.
Í tíð vinstri stjórn-arinnar, árið 2011,
var sveitarstjórnar-
lögum breytt þannig að Reykjavík-
urborg væri skylt að fjölga borg-
arfulltrúum úr 15 í 23 hið minnsta og
allt upp í 31.
Þessi gríðarlega fjölgun, og sáaukni kostnaður sem henni
fylgir, hefur notið stuðnings vinstri
meirihlutans í borginni. Sá stuðn-
ingur kemur ekki á óvart þegar horft
er til sögunnar, en vinstri meirihlut-
inn í borginni, 1978-1982, fjölgaði ein-
mitt borgarfulltrúum í 21.
Sú fjölgun stóð í eitt kjörtímabil enþá studdu borgarbúar Sjálfstæð-
isflokkinn aftur til valda, meðal ann-
ars til að losa útsvarsgreiðendur við
þær óþörfu byrðar sem fjölguninni
fylgdi.
Fróðlegt verður að sjá hvað DagurB. Eggertsson og vinstri meiri-
hlutinn í borginni munu gera þegar
þeir standa frammi fyrir því að þurfa
sjálfur að taka ákvörðun um gríð-
arlega fjölgun borgarfulltrúa.
Ætla þeir að bjóða borgarbúum upp á
fjölgun í eigin röðum á meðan grunn-
þjónustan er í molum?
Jón Gunnarsson
Verður óþarfur
kostnaður aukinn?
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Veður víða um heim 27.4., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk -2 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 4 alskýjað
Kaupmannahöfn 7 súld
Stokkhólmur 7 skúrir
Helsinki 6 skúrir
Lúxemborg 9 heiðskírt
Brussel 8 léttskýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 13 alskýjað
London 9 skúrir
París 10 heiðskírt
Amsterdam 9 léttskýjað
Hamborg 9 léttskýjað
Berlín 11 heiðskírt
Vín 8 rigning
Moskva 6 súld
Algarve 15 rigning
Madríd 14 léttskýjað
Barcelona 7 súld
Mallorca 10 skýjað
Róm 17 rigning
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 16 léttskýjað
New York 16 þoka
Chicago 7 rigning
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:09 21:43
ÍSAFJÖRÐUR 4:59 22:02
SIGLUFJÖRÐUR 4:42 21:45
DJÚPIVOGUR 4:35 21:16
– fyrir dýrin þín
Bragðgott, ho
llt og næringa
rríkt
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vísitala neysluverðs miðuð við
verðlag í apríl 2017 hækkaði um
0,50% frá fyrri mánuði. Vísitalan í
apríl er 442,1 stig en vísitala
neysluverðs án húsnæðis er 389,2
stig og er óbreytt frá í mars.
Kostnaður vegna búsetu í eigin
húsnæði hækkar um 2,6% sem hef-
ur 0,49% áhrif á vísitöluna. Vísitala
neysluverðs hefur hækkað um
1,9% síðustu tólf mánuði en vísitala
án húsnæðis hefur lækkað um
1,8%. Tólf mánaða hækkunin í
mars síðastliðnum var 1,6%.
Húsnæðiskostnaður hefur hækk-
að mikið og knýr verðbólguna
áfram. Samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofunni er miðað við
gerða kaupsamninga varðandi út-
reikning húsnæðiskostnaðar. Að
sögn hagfræðideildar Landsbank-
ans er þetta níundi mánuðurinn í
röð sem reiknuð húsaleiga hækkar
um meira en 1% á milli mánaða.
Tólf mánaða hækkun þessa liðar
er 20%.
Reiknað á nýjum grunni
Vísitala neysluverðs í apríl er
reiknuð á nýjum grunni, mars
2017. Skipt er um grunn einu sinni
á ári. Hann byggist á niðurstöðum
úr rannsókn Hagstofu Íslands á út-
gjöldum heimilanna 2012-2015 auk
annarra heimilda.
Hagstofan hefur notast við ýms-
ar nýrri heimildir, svo sem ný-
skráningar bifreiða, við vinnslu
grunnsins til viðbótar útgjalda-
rannsókninni. Innbyrðis vægi dag-
vöruverslana var einnig endur-
skoðað við grunnskiptin en áhrif af
því voru hverfandi að þessu sinni,
að sögn Hagstofunnar.
Innbyrðis hlutföllum hinna ýmsu
þátta í neyslukörfunni var breytt
til að grunnurinn endurspeglaði
stöðuna nú. Þannig er t.d. vægi
húsnæðis, hita og rafmagns nú
32,5 en var 30,7. Reiknuð húsa-
leiga er nú með vægi upp á 18,7 en
var með 17,3. Vægi matar og
drykkjarvara er aðeins minna í
nýja grunninum (13,5) en það var í
eldri grunni (14,1).
0,5% hækkun vísitölu neysluverðs
Morgunblaðið/Ómar
Húsnæðisverð Hækkun á verði húsnæðis er helsta ástæða hækkunar
neysluverðsvísitölunnar undanfarna mánuði.
Húsnæðiskostnaður knúði hækkun frá mars til apríl Vísitala neysluverðs
hækkað um 1,9% á 12 mánuðum en lækkaði um 1,8% að frádregnu húsnæði