Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt hugsanlega flytja eða skipta um vinnu á næstu tveimur árum. Nú veistu að heimurinn getur verið sanngjarn og átt því gott með að sinna verkefnum þínum af bjartsýni. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu til þín taka í dag. Aðrir gætu ver- ið afbrýðisamir vegna velgengni þinnar, en þú hefur ekki tíma til að fást um það. Haltu þínu striki áfram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það vekur aðdáun samstarfsmanna þinna, hversu vel þú heldur á málum í erfiðri aðstöðu. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Sýndu þínum nánustu hversu vænt þér þykir um þá því í raun og veru eru þau sannindi aldrei of oft sögð. Sannleikurinn er sagna bestur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lítill pirringur getur orðið að meirihátt- ar vandamáli. Stattu því keik/ur þótt á móti blási og farðu yfir stöðuna og þá muntu fyrr en síðar standa uppi sem sigurvegari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Þú ferð nýstárlega leið að hlutunum og færð rós í hnappagatið fyrir það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú nýtur óvenjumikillar athygli og ættir því að huga að því hvernig þú kemur fyrir. Þú ert fyrirmynd, ekki gleyma því. Félagslífið hefur aldrei verið fjörugra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver verður á vegi þínum sem mun hafa mikil áhrif á líf þitt. Þú nennir ekki að hlusta á kjaftasögur, hefur annað við tímann að gera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður dagur til að njóta samvista við vini. Nýttu þér tilboð á vöru sem þig hefur vantað lengi. Ekki er allt gull sem glóir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú elskar spennu. Sýndu sam- kennd sem þú getur svo byggt á frekari skref til réttrar áttar. Festu alla lausa enda. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er allt í þessu fína milli þín og makans. Framkvæmdu af glæsibrag í stað þess að fylgja áætlunum eins og vélmenni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt umfram allt að stefna að því að láta drauminn rætast, hversu fjarlægt sem takmarkið virðist í upphafi. Búðu þig undir hið óvænta, það er eina ráðið í stöð- unni. Kvæðið „Refur“ eftir Örn Arn-arson ýtti mjög við mér strákhnokka, - einkum niðurlagið: Því hann er meðbiðill manna til matarins. Það er nóg. Og svo er hann ekki ætur sem út yfir tekur þó. Við elskum allt, sem lifir, ef okkur skilist gat, að ef til vill gæti það orðið á einhvern hátt að mat. En það, sem ei verður etið, aldrei lagavernd fær. Svo langt kemst mannúð manna sem matarvonin nær. Jón Bergmann orti: Andann lægt og manndóm myrt mauranægtir geta: Allt er rægt og einskis virt sem ekki er hægt að éta. Þessum vísum skaut upp í hug- ann þegar ég las limruna „Ref- urinn“ eftir Helga R. Einarsson, þótt efni hennar komi úr allt ann- arri átt! Hæfur, en virtist van, nú virðist í stuði ban, því umbun hlaut er öllum skaut ref fyrir rass, Erdogan. Stefán Ólafsson á Vallanesi orti: Nú fékk Narfi tóu nýtur í bogann hvíta, fuglhröð föst á nöglum féll og náði ei elli, kengbeygð lá af kyngjum, kjálkabrotinn skálkur, dratthali daglangt hittist dauður, er vann á sauðum. Látra-Björg orti, - þannig í „Skáldkonum fyrri alda“: Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring, kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljóðstilling. Jón Þorsteinsson á Arnarvatni lék sér að ríminu og breytti vísunni þannig: Slyng er tófa að grafa göng, glingrar spói um mýrarhring. Kringum mó við hrauna hröng hringlar snjóugt beitilyng. Vel fer á því að ljúka þessum hugleiðingum með stöku eftir Guð- mund á Sandi: ýtur í sjóum harla hátt. Hvítur er góu bróðir. Hnýtir í tóu austan-átt, ýtin snjóa-móðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ýmist nefndur tóa, refur eða dratthali Í klípu „HVAÐ HELD ÉG? ÉG HELD AÐ ÞETTA LÁTI OKKUR LÍTA HALLÆRISLEGA ÚT, ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG HELD.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HATA AÐ GEFA ÞESSAR SPRAUTUR. SJÁÐU BARA HVAÐ ÉG ER SKJÁLFHENTUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar fjölskyldan er leiðarljós þitt. ULLARLAGÐIR ÞÚ HUNDINN? ÞÚ SEGIR ÞETTA EINS OG ÞAÐ SÉ SLÆMT MÉR LÍÐUR SVO BLAH! HVAÐ GET ÉG GERT? FARÐU Í VÍKING MEÐ ÁHÖFN ÞÍNA! ÞAÐ VIRÐIST ALLTAF GLEÐJA ÞIG! HA! MÉR LÍÐUR BETUR NÚ ÞEGAR! ÉG GET ALDREI HALDIÐ MÉR SAMAN! Víkverji keypti sér farsíma á liðnusumri og tók eftir því að ekki fylgdi snúra til þess að hlaða grip- inn. Þegar hann spurði hvernig á því stæði var svarið að þetta væri gert til þess að halda kostnaðinum í lág- marki. Allir ættu hleðslusnúrur og óþarfi að bæta enn einni við. x x x Eftir nokkra daga var hleðslan bú-in og tími kominn til þess að hlaða símann. Víkverji fór í skúff- una, þar sem gamla snúran var, en hún passaði ekki. Nóg var til af snúr- unum en engin þeirra passaði. Hann þurfti því að fá lánaða snúru og þannig hefur það gengið síðan. x x x Það er auðvitað með ólíkindum aðþað skuli þurfa sérstaka snúru fyrir þennan síma og aðra fyrir hinn. Enn eina fyrir lesbrettið, sérstaka fyrir tölvuna, myndavélina, rakvél- ina og svo framvegis. Af hverju eru þessar snúrur ekki staðlaðar? Hér eru teknar upp allskonar reglugerð- ir um stærðir banana, beygjur og horn en ekki um hleðslutæki! x x x Annað sem Víkverji skilur ekki erumismunandi reglur um há- marksstærð handfarangurs í flug- vélum. Nú færist í vöxt að fólk inn- riti ekki farangur heldur ferðist aðeins með handfarangur, en þá vandast málið, því það sem má hjá einu félagi er bannað hjá öðru. x x x Hjá Icelandair má hafa 10 kg íhandfarangri og taskan má vera 55x40x20 cm. Hjá Wow má taskan vera 12 kg og 56 x 45 x 25 cm með handföngum og hjólum. Hjá Nor- wegian má vera með litla handtösku (25x33x20 cm) og aðra 55x40x23 cm. Samanlögð þyngd má vera 10 kg. Ryanair er með sama kerfi, en þar má minni taskan vera 35x20x20 cm og sú stærri 55x40x20 cm. Qatar leyfir líka tvær töskur og þar má sú stærri vera 50x37x25 cm og vega 7 kg. Delta (56x35x23 cm) og Easy Jet 56x45x25 cm með handföngum og hjólum) eru ekki með þungataka- markanir. Það eru samræmdar regl- ur um smokkastærðir en ekki tösku- stærðir! vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sálm. 23:1) Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.