Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Sýningin er lokapunktur í sjón- varpsröðinni sem við Markús höfum verið að vinna með RÚV með það að markmiði að gefa áhorfendum innsýn í heim samtímalistar,“ segir Dorothée Kirch sem ásamt Markúsi Þór Andréssyni er sýningarstjóri sýningarinnar Opnun sem opnuð verður á morgun (laugardag) kl. 17, en um er að ræða aðra sýningu Kling & Bang í Marshall-húsinu. Þar sýna verk sín þau Egill Sæ- björnsson, Elín Hansdóttir, Eygló Harðardóttir, Haraldur Jónsson, Hildur Bjarnadóttir, Helgi Þórsson, Hrafnhildur Arnardóttir (Shop- lifter), Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shanzhuan, Ingólfur Arnarsson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ragnar Kjartansson og Rebekka Moran. Endurspegla ólík hugðarefni „Myndlistarmennirnir tólf eru fæddir á árunum 1956-80 og eiga það sameiginlegt að hafa náð að verja nokkrum árum til að móta feril sinn og listsköpun. Verk þeirra hafa ýmist orðið til í frjálsum til- raunum eða hnitmiðaðri rannsókn- arvinnu, þau endurspegla ólík hugð- arefni og aðferðir og þeim er komið á framfæri í fjölbreyttum miðlum. Um leið og verkin draga okkur til sín og inn í hugarheim höfunda sinna, beina þau sjónum til baka því myndlistin speglar okkur sjálf sem áhorfendur og opnar veröldina alla,“ segir Dorothée og tekur fram að við val á sýnendum hafi verið markmiðið að ná yfir breitt svið. Margræður titill „Okkur fannst spennandi að vinna sýningu sem fengi samhliða svona góða kynningu eins og raunin er í sjónvarpi allra landsmanna. Það er ekki á hverjum degi sem almenn- ingur fær svona góða innsýn í vinnuaðferðir og hugsunarhátt listamanna,“ segir Dorothée, en við undirbúning sýningarinnar Opnun ræddu sýningarstjórar við lista- mennina tólf í samnefndri sjón- varpsþáttaröð sem verið hefur á dagskrá RÚV síðustu vikur, en þættina má nálgast á Sarpinum fram yfir sýningarlok í júní. Að sögn Dorothée er titill sýning- arinnar margræður og vísar m.a. til þess að listamenn opni vinnustofur sínar, opið sýningarrými og opnar samræður. „Opnun er tilvalið leið- arstef og tengist beint því sem myndlistin snýst um. Þar eru lista- menn að opna sig ásamt því að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og opna hulinn heim auk þess sem sí- fellt er verið að opna sýningar.“ Talað á mannamáli án isma Fræg eru orð Birgis Andr- éssonar myndlistarmanns þess efn- is að á Íslandi væri fjallað um myndlist í útvarpi og bókmenntir í sjónvarpi. Þegar blaðamaður rifjar ummælin upp segir Dorothée ljóst að sýning sjónvarpsþáttaraðarinnar Opnun marki ákveðin tímamót. „Markmið okkar var að sýna fram á að sjónvarpsþættir um myndlist þurfa ekki að vera leiðinlegir og ég held að okkur hafi tekist ætl- unarverk okkar. Við einsettum okk- ur strax að tala um hlutina á mannamáli og festast ekki í fræðum eða einhverjum ismum. Við erum sannfærð um að allir geti tekið þátt í þessu samtali ef þeir fá tækifæri til þess,“ segir Dorothée og tekur fram að góðar viðtökur almennings við þáttunum hafi komið þeim Markúsi ánægjulega á óvart. „Það er greinilegt að fólki finnst þetta spennandi og er forvitið um sýn- endur. Ég held að okkur hafi tekist að sýna fram á að það er hægt að gera þetta viðfangsefni skemmti- legt fyrir marga í sjónvarpsformi,“ segir Dorothée og tekur fram að hún vonist til þess að framhald verði á vandaðri og góðri umfjöllun um myndlist í sjónvarpi. Aðspurð fagnar Dorothée opnun Marshall-hússins. „Þetta er geggjað hús og ótrúlega skemmtileg viðbót í myndlistarflóru bæjarins. Síðustu misseri höfum við uggandi horft á hvert listamannarekna galleríið í miðbæ Reykjavíkur lokast á fætur á öðru. Marshall-húsið er komið til að vera og það skiptir mjög miklu máli fyrir alla listasenuna og sam- félagið allt. Með opnun hússins líð- ur mér eins og við höfum endur- heimt Reykjavík aftur úr klóm túrismans.“ Þess má að lokum geta að sýn- ingin stendur til 11. júní og er opin miðvikudaga og föstudaga til sunnudaga milli kl. 12 og 18 og fimmtudaga milli kl. 12 og 21, en lokað er á mánu- og þriðjudögum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samtal Sýningarstjórarnir Dorothée Kirch og Markús Þór Andrésson í Marshall-húsinu. Opnun er lokapunktur  Önnur sýning Kling & Bang í Marshall-húsinu verður opnuð á morgun  Sjónvarpsþáttaröð endar með sýningu Í tilefni þess að í júlí verða 200 ár liðin frá því Jane Austen lést stendur Félag um átjándu aldar fræði fyrir málþingi um skáldkon- una í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni á morgun, laugardag, milli kl. 13.30 og 16.15. Þar verða flutt fjögur erindi. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar um enskt þjóðfélag á ævi- skeiði Jane Austen; Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í ensk- um bókmenntum við HÍ, fjallar um stöðu Jane Austen í sögu enskra bókmennta; Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri fjallar um viðhorf til stöðu kvenna í skáldsögum Jane Austen og Alda Björk Valdimars- dóttir, dósent í almennri bók- menntafræði við HÍ, fjallar um áhrif Jane Austen á skvísusögur. Fundarstjóri er Ragnhildur Braga- dóttir sagnfræðingur. Útdrættir úr erindum verða aðgengilegir á vefnum fraedi.is/18.oldin/. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Jane Austen Silja Aðalsteinsdóttir Anna Agnarsdóttir Alda Björk Valdimarsdóttir Tvö hundruð ára ártíð Jane Austen Miðasala og nánari upplýsingar 5% TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 4 TILBOÐ KL 4 SÝND KL. 4SÝND KL. 8 SÝND KL. 10.25SÝND KL. 4 SÝND KL. 4, 7, 10 SÝND KL. 7, 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.