Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
HARÐPARKET
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ hefur
óskað eftir því við samgöngu-
ráðherra að skoðaðir verði mögu-
leikar á uppbyggingu nýs vegar
frá höfuðborgarsvæðinu til Þing-
valla. Haraldur Sverrisson bæj-
arstjóri segir að umferðin um Mos-
fellsdal sé orðin svo mikil að full
þörf sé á öðrum vegi til Þingvalla.
Fulltrúar hverfisfélagsins Víg-
hóls í Mosfellsdal hafa verið að
leita leiða til að bæta úr því
ástandi sem skapast hefur vegna
mikillar umferðaraukningar um
Mosfellsheiði. Telja þeir að veg-
urinn um Mosfellsdal anni umferð-
inni ekki lengur, sé sprunginn. Þar
kemur til aukin umferð erlendra
og innlendra ferðamanna.
Endurbætur undirbúnar
Fulltrúarnir fengu verk-
fræðistofuna Verkís til að gera
kostnaðaráætlun fyrir annan veg
sem liggja myndi frá Geithálsi að
Kjósarskarðsvegi, á svipuðum slóð-
um og gamla þjóðleiðin. Liggur
leiðin að hluta til um Nesjavalla-
veg.
Skýrslan og erindi fulltrúa
hverfafélagsins var kynnt nýlega í
bæjarráði. Þar var samþykkt að
fela bæjarstjóra að rita samgöngu-
ráðherra bréf um uppbyggingu
fleiri akstursleiða frá höfuðborg-
arsvæðinu til Þingvalla. Það bréf
er farið í póst.
Verkís áætlar að kostnaður við
nýjan veg verði rúmir tveir millj-
arðar króna.
Vegagerðin undirbýr fram-
kvæmdir til að bæta umferðarör-
yggi á núverandi vegi um Mosfells-
dal. Þar er gert ráð fyrir breiðari
vegöxlum, tveimur hringtorgum til
að draga úr hraða, undirgöngum
og fleiru. Verkefnið er í skipulags-
ferli hjá Mosfellsbæ og stefnt hef-
ur verið að framkvæmdum á tíma-
bilinu 2019-2022.
Haraldur bæjarstjóri segir að
full þörf sé á endurbótum á veg-
inum enda verði hann áfram not-
aður þótt í framtíðinni komi annar
vegur til að dreifa álaginu á leið-
inni til Þingvalla.
Hugað verði að öðrum
vegi til Þingvalla
Bæjaryfirvöld taka undir áhyggjur íbúa í Mosfellsdal
Ný leið til Þingvalla
Heimild: VERKÍS
Núverandi Þingvallavegur
Tillaga að nýjum vegi
Nesjavallaleið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Borgarsjóður var rekinn með 2,6
milljarða króna afgangi á síðasta ári.
Er þetta umtalsvert meiri afgangur
en gert var ráð fyrir. Rekstrar-
kostnaður reyndist 946 milljónum
króna lægri en miðað var við í fjár-
hagsáætlun og tekjur 257 milljónir
umfram áætlun. Þá voru fjármagns-
gjöld 1.132 milljónum lægri en áætl-
anir sýndu.
Öll fagsvið borgarinnar voru inn-
an fjárheimilda. Þá voru öll fyrir-
tæki sem borgin á hlutdeild í og telj-
ast til B-hluta ársreiknings
borgarinnar rekin með hagnaði.
Heildarniðurstaða A- og B-hluta var
jákvæð um 26 milljarða sem er
meira en tvöfalt meira en gert var
ráð fyrir.
Hagræðing í rekstri
„Meginskýringin er að sú hag-
ræðing og sparnaður í rekstri sem
við höfum verið í er að skila sér. Það
er vegna þess að starfsfólk og
stjórnendur hafa lagst á eitt um að
finna bestu leiðir í rekstri borgar-
innar,“ segir Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri.
„Jú, vissulega er það jákvætt að
reksturinn sé loksins réttum megin
við núllið. Það er ekki fjármálasnilli
núverandi meirihluta að þakka,
heldur hafa verið að dælast inn
auknar tekjur. Reksturinn getur
ekki annað en snúist við hjá Reykja-
víkurborg, við sjáum það gerast hjá
sveitarfélögum um allt land,“ segir
Halldór Halldórsson, oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn.
Halldór segir að þegar vel árar
eigi að lækka álögur á íbúana. Nefn-
ir hann að útsvar sé í hæstu hæðum
hjá Reykjavíkurborg en fjögur
stærstu nágrannasveitarfélögin nýti
ekki heimildir sínar til fulls. Íbúana
muni um það. Meirihlutanum finnist
hins vegar það tapaðir peningar ef
almenningur fær að nota þá sjálfur.
Nefnir hann að nú eigi að fara að
greiða arð út úr Orkuveitu Reykja-
víkur og Faxaflóahöfnum í stað þess
að láta fjármunina renna aftur til
fólksins sem tekið hafi á sig miklar
hækkanir hjá Orkuveitunni.
Dagur segir að litlu muni á út-
svari Reykjavíkur og nágranna-
sveitarfélaga og lækkun útsvars
þeirra sé frekar táknræn aðgerð.
Hann segir að þegar á heildina er
litið, fasteignagjöld og aðra skatta
og gjöld, sé hagstæðast að búa í
Reykjavík.
Hann segir að bætt hafi verið inn í
skólastarfið í haust og frístunda-
kortið hækkað um áramót. Nú verði
stigin skref í lækkun leikskóla-
gjalda. Þá er borgin með í undirbún-
ingi að bjóða íbúum sem náð hafa 67
ára aldri endurgjaldslausan aðgang
að sundlaugum og menningarstofn-
unum borgarinnar. „En við þurfum
áfram að hafa aðgát í rekstri,“ segir
Dagur.
Ekki dregið til baka
Þegar ársreikningurinn var lagð-
ur fram í borgarráði í gær lögðu
borgarráðsfulltrúar Framsóknar og
flugvallarvina til að hækkanir á fæð-
isgjaldi leik- og grunnskóla frá síð-
asta hausti yrðu dregnar til baka.
Nú væri svigrúm til þess. Spurður
um þetta segir Dagur að fæðisgjöld-
in hafi verið hækkuð til að bæta hrá-
efnið í mötuneytum skólanna og
hann geri ekki ráð fyrir að það gangi
til baka.
Svigrúm til að lækka álögur
Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar Tekjur aukast og útgjöld lækka
Leikskólagjöld verða lækkuð og gefið út heilsukort fyrir eldri borgara
Morgunblaðið/Eggert
Undraveröld á Rofaborg Borgarstjóri hefur lagt til að stigið verði skref til lækkunar leikskólagjalda í borginni.
Tap af rekstri Icelandair Group á
fyrsta fjórðungi ársins nam nærri
35 milljónum Bandaríkjadala og er
tvöfalt meira en á sama tímabili á
síðasta ári. Versnandi afkoma er
aðallega rakin til lækkunar meðal-
fargjalda, sérstaklega á mark-
aðnum milli Norður-Ameríku og
Evrópu. Þetta gerist þrátt fyrir
14% fjölgun farþega í millilanda-
flugi og 5% aukningu heildartekna.
Í byrjun febrúar sendi Icelandair
Group frá sér afkomuviðvörun þar
sem fram kom að gert var ráð fyrir
lakari afkomu á árinu 2017 en síð-
asta ári. Fram kemur í tilkynningu
félagsins að gripið hafi verið til
margvíslegra aðgerða í rekstri til
að ná fram hagræðingu og auknum
tekjum. Stjórnendur félagsins telja
sig geta náð þeim markmiðum sem
þá voru sett, að bæta afkomu fé-
lagsins um 30 milljónir Bandaríkja-
dala á ársgrundvelli, þegar aðgerð-
irnar verða komnar að fullu til
framkvæmda í byrjun árs 2018.
Tvöfalt meira tap á fyrsta ársfjórðungi
Óhagstæð þróun í umhverfi Fé-
lagsbústaða ásamt stækkun
eignasafnsins kallar á hækkun á
leiguverði félagsins til að
sporna við frekari veikingu
veltufjár frá rekstri, að mati
fjármálaskrifstofu borgarinnar.
Hún telur að reksturinn verði
ekki sjálfbær á árinu 2017 og
telur nauðsynlegt að hækka
leiguna um 7% umfram verðlag
í stað 5% sem gert er ráð fyrir.
Hækka þarf
leigu meira
FJÁRMÁLASKRIFSTOFA
Skipulagsstofnun
hefur fallist á til-
lögu Biokraft ehf.
að matsáætlun
fyrir vindorkuver
norðan Þykkva-
bæjar. Samanlagt
afl vindmyllnanna,
sem verða alls 13,
er áætlað að verði
45 MW. Ýmsar at-
hugasemdir eru
þó gerðar við tillöguna og úr ýmsu
þarf að bæta í endanlegri áætlun.
Góð reynsla er af virkjun vindorku í
Þykkvabæ, en á vegum Biokraft voru
tvær vindmyllur settar þar upp í til-
raunaskyni árið 2014. Á þeirri
reynslu, með öðru, verður byggt í
þeim framkvæmdum sem nú eru á
teikniborðinu. Mastur þeirra þrettán
vindmyllna sem á að reisa verður 92,5
metrar á hæð og þvermál snúnings-
flatar spaða um 113 metrar. Hæsti
punktur spaða í toppstöðu verður 149
metrar.
Þjóðbraut farfugla
Um matsáætlunina segir að allt
þurfi að vera á hreinu hvað varðar
umhverfisáhrif myllnanna á til dæmis
fuglalíf, gróður og hljóð en talsverður
hvinur berst frá snúandi mylluspöð-
um. Þá eru á virkjunarsvæðinu ofan
við Þykkvabæ, sem Biokraft kallar nú
Vindaborg, möstur til norðurljósa-
rannsókna á vegum HÍ og svara þarf
því hvernig þetta spilar saman.
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar
Íslands um Vindaborg segir að svæð-
ið sé í þjóðbraut farfugla, sem þar fari
um vor og haust svo tugum þúsunda
skipti. Því þurfi að rannsaka fuglalífið
vandlega áður en myllurnar fái grænt
ljós. sbs@mbl.is
Spaðar Samanlagt
afl verður 45 MW.
Áætlun um
13 myllur í
Vindaborg
Fallist á tillögu
að matsáætlun