Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 118. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Norskri stúlku rænt á Kýpur
2. Úrskurðuð látin en lifnaði við
3. Fannst á lífi eftir 47 daga
4. Kjör Stefáns Vagns „mannleg mistök“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á ráðstefnu sem hefst á Höfn í
Hornafirði í dag og stendur fram á
sunnudag verður fjallað um jökla í
bókmenntum, listum og lífinu. Fyrir
ráðstefnunni stendur Rannsóknar-
setur Háskóla Íslands á Höfn og hef-
ur boðið til hennar rithöfundum og
fræðimönnum á sviði bókmennta,
myndlistar, heimspeki og jöklafræða.
Meðal gesta verða höfundarnir Stein-
unn Sigurðardóttir, Linda Vilhjálms-
dóttir og Ófeigur Sigurðsson sem öll
hafa fjallað um jökla í skrifum sínum.
Í tengslum við ráðstefnuna verða
settar upp sýningar af ýmsu tagi; í
Listasafni Svavars Guðnasonar verð-
ur málverkasýning auk sýningar á
kortum og gömlum og nýjum ljós-
myndum. Í Nýheimum verða einnig
nokkrar sýningar um jökla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjallað um jökla í
listum og í lífinu
Samtök ungra skálda (SUS) standa
fyrir ljóðakarókípartíi á Gauknum,
Tryggvagötu 22, í kvöld kl. 20. Verður
þar lesið úr verkum fjölda skálda,
bæði viðstaddra og fjarstaddra, eins
og karókíkvöldi hæfir, að því er fram
kemur í tilkynningu. Að ljóðadagskrá
lokinni tekur við hefðbundið söng-
karókí á Gauknum. Ljóðskáldin sem
koma fram eru Bragi Ólafsson, El-
ísabet Guðrúnar og Jónsdóttir, Fríða
Ísberg, Hildur Knútsdóttir, Kristín
Svava, Kristófer
Páll Viðarsson,
Lommi (Jón Örn
Loðmfjörð),
Skarphéðinn
Bergþóruson
og Solveig
Thoroddsen.
Ungskáld standa fyr-
ir ljóðakarókípartíi
Á laugardag Suðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Skúrir
eða slydduél, en þurrt að kalla norðvestantil. Hiti 3 til 11 stig, hlýj-
ast á Norðurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustanátt, víða 13-18 m/s og rigning, en
slydda til fjalla og þurrt fyrir norðan. Hægara og úrkomuminna
suðvestantil seint í kvöld. Hiti 2 til 11 stig, hlýjast norðan heiða.
VEÐUR
Eftir að hafa lent 1:2 undir í
einvíginu um Íslandsmeist-
aratitilinn í blaki kvenna á
móti Aftureldingu kom
kvennalið HK gríðarlega
sterkt til leiks og vann tvo
leiki í röð 3:1 og tryggði sér
þar með sinn fimmta Ís-
landsmeistaratitil í odda-
leik liðanna í Fagralundi í
gærkvöld. HK er því tvöfald-
ur meistari í blaki í ár því
karlaliðið vann líka titilinn á
dögunum. »1
HK tvöfaldur
meistari í blaki
Þór/KA vann sigur-
stranglegasta liðið
KR og Grindavík leika hreinan
úrslitaleik um Íslandsmeist-
aratitil karla í körfuknattleik á
sunnudagskvöldið því Grindvík-
ingar unnu sannfærandi sigur í
fjórða leik liðanna í gærkvöld,
79:66. Grindvíkingar hafa því
jafnað einvígið af mikilli seiglu
eftir að KR vann tvo fyrstu leiki
liðanna. »2-3
Hreinn úrslitaleikur í
Vesturbænum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Rögnvaldur Hreiðarsson er reynd-
asti körfuboltadómari landsins.
Hann hefur dæmt 1.797 leiki á um 22
árum fyrir Körfuknattleikssamband
Íslands, auk verkefna erlendis, æf-
ingaleikja og annarra leikja, en Jón
Otti Ólafsson, sem hætti að dæma
1994, dæmdi 1.673 leiki.
Leikmenn eru gjarnan fengnir til
þess að dæma leiki í yngri flokkum.
„Þegar ég æfði körfubolta með Val
voru allir skikkaðir til þess að dæma
í fjölliðamótum og það var ást við
fyrstu sýn,“ segir Rögnvaldur um
dómgæsluna. „Ég gat ekkert í
körfubolta, byrjaði seint að æfa og á
aðeins skráðan einn leik í úrvals-
deild, en kom ekkert inná. Þess
vegna gerðist ég dómari, þegar ég
var þrítugur, og þá varð ekki aftur
snúið.“
Fyrst og fremst gaman
Rögnvaldur segir erfitt að útskýra
hvað haldi honum við efnið. Hann
bendir á að dómarar séu íþrótta-
menn og þeir hagi sér eins og
íþróttamenn. „Þetta er fyrst og
fremst gaman en maður vill alltaf
bæta sig, fá fleiri og betri leiki,“ seg-
ir hann. „Þetta er stöðug keppni með
gleði og sorgum. Stundum er dóm-
gæslan erfið og það þarf þrautseigju
til þess að halda áfram, sama hvað á
gengur.“ Hann bætir við að dómarar
viti það best sjálfir þegar þeir gera
mistök og það sé erfitt að fara með
þau heim á bakinu. „Það er jafn erf-
itt fyrir okkur og aðra þátttakendur
í leiknum.“
Körfuboltafjölskyldan er stór og
Rögnvaldur segir ánægjulegt að til-
heyra henni, en auk þess að dæma
hefur hann sinnt ýmsum öðrum
störfum fyrir hreyfinguna, til dæmis
verið í stjórn körfuknattleiksdeildar
Vals um árabil og dómaranefnd KKÍ
í 10 ár. „Dómarastarfið er ekki bara
það að dæma og fara síðan heim að
sofa heldur er þetta lífsstíll.“
Rögnvaldur er rakari á Rakara-
stofunni á Hótel Sögu en var lengi
með eigin stofu. Hann segir að vel
hafi gengið að samhæfa áhugamálið,
vinnu og heimilislíf. „Körfuboltinn
er hluti af lífinu og ég hef aldrei litið
á dómgæsluna sem fórn, þó þetta sé
tímafrekt. Ég elska iþróttina og èg
finn alltaf fiðringinn, jákvæðu
spennuna, sem þarf að vera til stað-
ar. Auk þess hefur verið frábær
fèlagsskapur og vinátta innan dóm-
arahópsins frá fyrsta degi.“
Leikirnir eru margir, þar af 539 í
efstu deild karla, 140 í úrslitakeppn-
inni og 230 í efstu deild kvenna, og
Rögnvaldur segir erfitt að benda á
eftirminnilegasta leikinn. „Fyrstu
stóru leikirnir eru auðvitað eft-
irminnilegir og ég gleymi aldrei fjór-
framlengdum leik hjá Keflavík og
Grindavík í úrslitakeppninni föstu-
daginn langa 2009. Annars er það yf-
irleitt síðasti leikur sem stendur upp
úr.“
Oft er talað um að dómgæslan sé
vanþakklátt starf. Rögnvaldur segir
að dómarar hafi reynt að breyta
hugsunarhættinum og bent á að það
sé ekki síður vanþakklátt starf að
vera leikmaður eða stjórnarmaður.
„Það er krefjandi að vera í íþróttum
og dómarastarfið er fyrst og fremst
krefjandi,“ segir hann. „Við kveink-
um okkur ekki undan gagnrýni.
Krafan um að dómarar geri ekki
mistök er alltaf til staðar og það
breytist aldrei. Dómarar eiga ekki
að gera mistök en hinn fullkomni
leikur hefur aldrei verið dæmdur og
það mun aldrei gerast.“
Að dæma í efstu deild í 22 ár er
langur tími. Rögnvaldur segir að
enginn endist svona lengi nema að
hafa metnað fyrir starfinu, hvort
sem er í úrslitakeppni hjá yngstu
iðkendunum eða þeim bestu. „Við
störfum í góðu umhverfi og virðing
er borin fyrir dómurum í körfubolta.
Við finnum fyrir því og sú virðing er
gagnkvæm.“
Rögnvaldur segir að ástríðan fyrir
dómgæslunni sé jafnmikil nú og þeg-
ar hann byrjaði 1995. „Ég er í góðu
formi og mér hefur verið treyst fyrir
mikilvægum verkefnum. Ég verð 53
ára í sumar og held áfram að dæma
eins lengi og mér er treyst fyrir því.“
Leikurinn er lífsstíll
Rögnvaldur
hefur dæmt 1.797
körfuboltaleiki
Morgunblaðið/Golli
Dómarar Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Jón Guðmundsson í leik fyrir tveimur árum.
Valskonum var spáð Íslandsmeist-
aratitlinum í knattspyrnu kvenna á
dögunum en þær máttu sætta sig við
tap gegn Þór/KA í fyrstu umferð
deildarinnar á Akureyri í gærkvöld.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu
Hauka 5:1, Breiðablik vann nauman
sigur á FH og Fylkir lagði Grindavík
að velli. »2-3