Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mæðgur Margrét Lóa ljóðskáld og Viktoría dóttir hennar í stofunni heima þar sem bókin varð til. isbækur, svo þetta var mikill sprett- ur. „Vinnan var nokkuð seinleg af því ég handsaumaði hverja einustu bók, sem er mikil nákvæmnisvinna, og ég bar býflugnavax á hverja einustu for- síðu, til að ná fram sérstakri áferð. Við vorum satt að segja hálf svefn- lausar alla þessa viku fram að af- mæli. Þegar ég var búin að gera tutt- ugu stykki, þá var ég alveg búin að fá nóg, en það varð ekki aftur snúið, ég varð að klára,“ segir Viktoría og bæt- ir við að bækurnar hafi ekki verið til- búnar fyrr en kvöldið fyrir afmælið. „Við þessi verklok varð þvílíkur fögnuður hjá okkur mæðgum, mamma kom hingað heim á vespunni sinni og sá að ég hafði raðað bók- unum fallega saman í skókassa á stofuborðið. Okkur leið eins og við hefðum skapað kraftaverk úr lítilli hugmynd og nokkrum myndum,“ segir Viktoría. Útgangspunkturinn í ljóðabálk- inum er eðli málsins samkvæmt tíma- mótin, hálfrar aldar afmæli ljóð- skáldsins. „Ég er þakklát að fá að verða fimmtug, þakklát fyrir allt það góða, fólkið mitt, vini mína og fína heilsu. Það er nauðsynlegt að minna sig á, þegar smávægilegar flækjur koma upp, hve maður er lánsamur að mega draga andann og vera ofan jarðar,“ segir Margrét Lóa og bætir við að ljóðabálkurinn um fimmtíu árin hafi komið nánast fullskapaður á einu bretti. „Ég hef áður samið ljóð og bæk- ur á skömmum tíma og þær hafa ekki verið neitt síðri en þær sem tók mig kannski tíu ár að semja. Mér þykir jafn vænt um þær allar. Ljóðið er dálítið sérstakt, stundum hittir maður á galdrastund eins og maður sé tengdur við ákveðið loftnet. Ástæðan fyrir því að ég held áfram að semja ljóð er sú að það er næstum alltaf jafn erfitt, alltaf eins og maður sé á ákveðnum byrjunarreit.“ Allt vil ég með orðum veiða, þótt ekkert geti skýrt mitt lán Margrét Lóa frumflutti ljóða- bálkinn í fimmtugsafmælinu sem hún hélt í Listasafni Einars Jóns- sonar, umvafin vinum og vanda- mönnum. Og hún leysti alla afmæl- isgestina út með eintaki af nýju ljóðabókinni, samstarfsverkefni þeirra mæðgna. „Þennan dag langaði mig af öllu hjarta til að gefa afmælisbókina, því þeir sem gefa eru hamingjusam- astir,“ segir Margrét Lóa og bætir við að heildarhugmyndin hafi orðið að listrænum gjörningi, því Einar Melax og Gímaldin léku tónlist undir á meðan hún las upphátt ljóðabálk- inn frá upphafi til enda fyrir afmælis- gestina. „María Lísa Alexía yngri dóttir mín las upp úr annarri bók frá mér, Ljóðaást, en hún er líka samin á skömmum tíma, aðeins tveimur dög- um. Hún las bálk um ljóðagerðina eins og hún er stundum í veru- leikanum, þar sem ég sit uppi við dogg, skrifandi, og litlar tær gægjast undan sæng. Það var auðvitað mjög sérstakt að vera uppi í rúmi að yrkja ljóð með þetta kraftaverk við hliðina á mér, litlu dóttur mína. Að reyna að fanga svo magnað augnablik. Ljóðið fjallar um það, að allt vilji ég með orðum veiða, þótt ekkert geti skýrt mitt lán.“ Frumflutningur Margrét, Gímaldin og Einar Melax. Líka púði Viktoría bjó til einn púða með Íslandsmynd. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Hið stórskemmtilega og árlega söngpartý Brokkkórsins, svokallað „singalong“, verður haldið á morgun, laugardagskvöld 29. apríl, í Samskipahöllinni á félagsvæði Spretts, Hestheimum 14-16 í Kópa- vogi. Brokkkórinn er kór hestafólks á höfuðborgarsvæðinu sem syngur undir stjórn hins þjóðþekkta Magnúsar Kjartanssonar. Léttleikinn er leiðarljós í kórstarfinu og lagavalið ber keim af því. Kórinn mun syngja nokkur vel valin lög undir stjórn Magnúsar og mun hann svo í framhaldi leiða samsönginn með gestum fram á nótt. Enginn sem hefur gaman af söng og góðum félagsskap ætti að láta þetta framhjá sér fara. Happdrættið verður á sínum stað með stórglæsilegum vinningum að vanda, en einn happdrættismiði fylgir hverjum seldum miða. Með- al vinninga eru folatollar og engir aukvisar á bak við þá skammta: Klængur frá Skálakoti, Alsæll frá Eystra-Fróðholti, Sólon frá Skáney og Atlas frá Hjallanesi. Allir velkomnir og húsið opnað kl. 19.30. Söngpartý Brokkkórsins á morgun, laugardag Samreið Hér er Brokkkórinn í útreiðartúr á góðum degi og þá er alltaf sungið. Folatollar í verðlaun og allir gleðjast og syngja saman Kátur Maggi Kjartans er geðgóður. Morgunblaðið/Ófeigur Stóðhestur Alsæll er á bakvið einn folatollinn. I Ég hef lifað í 50 ár ferðast 50 sinnum kringum sólina sekúndur verða að dögum vikum, mánuðum, árum og áratugum draumar og minningar tíminn sem ég hef eytt með foreldrum og ástvinum II Í dag syng ég um allt sem mér er gefið syng, meðan hjartað þessi seigi vöðvi ferðast á sínum eigin hraða þar til yfir lýkur hvar sem ég kem dvelur landið mitt innra með mér meðan jörðin ferðast með mig ár eftir ár kringum sólina III Regn dansar á þaki mosabreiður blóðberg, fjólur og fíflar gróður sem bíður undir snjónum ferðumst um heiminn einn daginn verðum við ekki fær um það 50 sinnum kringum sólina BROT ÚR LJÓÐABÁLKINUM Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.290.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.599.600 með vsk. GRIPAKERRUR Vandaðar breskar gripakerrur frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.