Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017 Hollenski stórmeistarinn Anish Giri varð einn efstur á 35. Reykja- víkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gær. Giri vann landa sinn Erwin l‘Ami fremur auðveldlega í aðeins 30 leikjum en þegar flestum skák- um á efstu borðum var ólokið var ljóst að enginn gat náð Giri sem þá hafði þá hlotið 8½ vinning af 10 mögulegum. Í 2.-5. sæti komu Ind- verjinn Gupta, Hollendingurinn Van Foreest, Armeníumaðurinn Serge Movsesian og Bandaríkja- maðurinn Gata Kamsky, allir með 8 vinninga Sigur Giri kom ekki á óvart þar sem hann var stigahæsti keppand- inn en í byrjun apríl sat hann í 11. sæti heimslistans. Giri sem er 22 ára gamall hefur um nokkurra ára skeið verið fremsti skákmaður Hol- lendinga og hefur svipaða yfir- burðastöðu þar í landi og Max Euwe, heimsmeistari 1935-37, hafði áður og Jan Timman síðar. Hann er fæddur í Rússalandi en árið 2008 fluttist hann til Hollands með foreldrum sínum, rússneskri móður og nepölskum föður. Áður höfðu þau búið í Japan. Hann talar reip- rennandi sex tungumál: rússnesku, japönsku, hollensku, ensku, þýsku og nepölsku. Skákstíll hans er létt- ur og leikandi. Hann getur státað af betra skori í innbyrðis við- ureignum sínum við norska heims- meistarann Magnús Carlsen. Í lokaumferðinni í gær kom Giri mönnum sínum þannig fyrir á drottningarvæng að ĹAmi gat sig hvergi hrært og tapaði án þess að fá rönd við reist: Reykjavíkurskákmótið 2017 – 10. umferð: Anish Giri – Erwin ĹAmi Pólsk vörn 1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 d5 Eðlilegra er 5. … c5. Þó að svartur nái í augnablikinu að loka á hvíta hornalínuna á hún eftir að galopnast. 6. e3 a6 7. a4 b4 8. Rb3 Rbd7 Hann gat leikið 8. … a5 en eftir 9. Re5 er aðstaðan allt annað en þægileg. 9. Ra5! Dc8 10. Bxf6 Rxf6 11. c4 dxc4 12. Rxb7 Dxb7 13. Bg2 c3 14. bxc3 bxc3 15. O-O Bb4 16. Re5 Rd5 17. a5! 17. … Hb8 18. Da4+ Db5 19. Bxd5! exd5 20. Rc6 O-O 21. Hfb1 Dc4? Eftir þetta er staðan vonlaus. Hann gat barist áfram með 21. …. Dxa4 22. Hxa4 Hb5 23. Hbxb4 c2 þó að hróksendataflið sem kemur upp eftir 24. Ha1 Hfb8 25. Hc1 Hxb4 26. Rxb4 Hxb4 27. Hxc2 sé trúlega tapað. 23. Rxb4 Hb8 24. Rc2 De2 25. Re1 h6 26. Dc2 Dc4 27. Rd3 Hb3 28. Kg2 g6 29. Rc5 Hb2 30. Dd3 – og svartur gafst upp. Jóhann, Bragi og Hannes Hlífar efstir íslensku þátttakendanna Jóhann Hjartarson, Bragi Þor- finnsson og Hannes Hlífar Stef- ansson náðu bestum árangri is- lensku skákmannanna, hlutu 7 vinninga og enduðu í 11. – 29. sæti. Hannes tók tvær ½-vinnings yf- irsetur en eftir fremur slysalegt tap um miðbik mótsins átti hann ekki möguleika á að blanda sér í baráttu efstu manna. Jóhann og Bragi teldu allar tíu skákirnar og bættu báðir ætlaðan árangur sinn. Árangur íslensku keppendanna sem voru 88 talsins var undir með- allagi miðað við sum fyrri mót en fjölmargra sterkra íslenskra skák- manna var saknað og fram- varðasveitin því full-þunnskipuð. Margir hækkuðu myndarlega á stigum, enginn þó meira en Birkir Ísak Jóhannsson sem bætti sig um 122 elo-stig. Aðrir sem hækkuðu sig um 50 elo stig eða meira voru Jón Þór Lemery, 79 elo-stig, Arnar Heiðarsson, 77 elo-stig, Nansý Davíðsdóttir, 72 elo-stig, Jóhann Arnar Finnsson 62 elo-stig. Aðal styrktaraðili 35. Reykjavík- urskákmótins var GAMMA. Anish Giri sigraði á Reykjavíkurskákmótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Hollendingarnir Anish Giri og Erwin l‘Ami að tafli í síðustu umferðinni. Giri var stigahæstur keppenda og fyrirfram talinn sigurstranglegastur en þurfti þó á öllum sínum hæfileikum að halda til að landa sigri í mótinu. Skipað hefur verið í stjórn Lands- virkjunar og eru konur í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins í meiri- hluta í stjórninni. Aðalmenn í stjórninni eru: Jónas Þór Guðmundsson, Ragnheiður El- ín Árnadóttir, Haraldur Flosi Tryggvason, Álfheiður Ingadóttir, Kristín Vala Ragnarsdóttir. Úr stjórn fóru Jón Björn Hákonarson, Helgi Jóhannesson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endur- kjörinn formaður. Varamenn í stjórn Landsvirkj- unar eru: Ásta Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Lárus Elías- son, Ragnar Óskarsson og Albert Svan Sigurðsson. Konur í meirihluta í stjórn Landsvirkjunar VINNINGASKRÁ 52. útdráttur 27. apríl 2017 760 11290 20228 29894 38372 48695 61966 71841 866 11643 20578 29977 38447 48892 62361 71850 1262 11837 21148 30005 39755 49180 63315 71920 1434 11882 21219 30083 40297 49698 63569 72024 1669 11941 21995 30315 40462 50027 64302 72937 1992 11974 22772 30770 40793 50220 64646 73035 2304 12154 22804 30786 41184 50426 64668 73147 2404 12303 23049 30802 41253 50587 64723 73311 2436 13361 23124 30808 41343 51309 65490 73411 2865 13479 23700 30813 41577 51475 66050 73791 3040 13976 23877 31085 41824 51664 66282 73900 3154 14481 24326 31319 42496 52458 66340 74228 3298 14576 25240 31569 42663 53356 66412 74281 3385 15021 25289 31607 42929 53728 66959 74946 4326 15035 25424 31726 43086 53846 67008 75033 4530 15140 25925 31737 43600 54169 67165 75091 4666 15350 26072 31930 44475 54178 67553 75383 5196 15456 26086 32269 44517 54612 67687 75573 5523 15536 26097 32297 44664 54663 67873 76247 5623 15827 26210 32451 45158 55285 67882 76664 5739 15856 26836 32460 45340 56227 68385 77612 5983 16197 27039 33233 45572 56340 68518 77619 6770 16459 27254 33274 45975 56559 68593 78067 6913 16927 27256 33645 45986 56587 69130 78223 7264 16984 27410 34178 46039 56800 69419 78240 7341 17115 27740 34531 46155 57160 69664 78299 7467 17262 27905 34613 46217 57590 70106 78519 7940 17690 28049 34679 46381 57598 70160 78611 8331 18057 28075 35303 46435 57928 70181 78956 8359 18149 28094 35676 46561 58024 70183 79028 9798 18168 28609 35875 46659 58665 70201 79148 9921 18745 28633 35984 47035 58868 70849 10286 18862 28822 36593 47165 59097 70911 10358 19137 29576 36803 47404 59535 71087 10554 19384 29789 37155 47744 59659 71167 10976 19832 29797 37299 47801 60238 71234 11095 19922 29842 37658 48377 61199 71252 364 7178 19560 26491 36066 44091 62003 72184 788 7894 20246 26633 36277 48643 62355 73651 897 8662 20336 27230 36983 51489 64951 73732 1274 10277 21039 28111 37977 52100 65494 74114 1393 11780 23119 28296 39217 52697 67372 74808 1889 12335 23316 31101 40378 57978 67391 75737 2009 12350 23659 31461 40529 60251 67802 77789 2707 13571 24334 31468 41565 60731 67927 77862 3224 13878 24639 32434 41751 60761 69103 79744 3813 16439 24875 32849 42764 60952 69359 4115 17601 25053 33017 42852 61318 70242 4869 19070 26114 34591 42920 61688 71262 5687 19491 26309 35893 43559 61720 71969 Næstu útdrættir fara fram 9., 11., 18., 26. maí & 1. júní 2017 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 19259 23320 46093 54862 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 622 9882 21424 37129 52312 64399 2758 10002 21549 41367 56371 64965 4965 12448 34903 49171 61024 70269 8844 20755 35818 49753 63577 78058 Íbúðar v inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 4 8 4 1 5 Endrum og sinnum fær fólk bögglasendingar í sjópósti, einkum frá Þýskalandi, en hann er liðin tíð í póstsend- ingum frá Íslandi. Frá og með 1. janúar síðastliðnum var ákveðið að bjóða ekki lengur upp á sendingar með sjópósti, að sögn Brynjars Smára Rúnarssonar, forstöðumanns markaðs- deildar Póstsins. Hann segir að þjónustan hafi verið lítið notuð undir það síðasta og eins og gefur að skilja væri flutningstíminn mun lengri en þegar um flug væri að ræða. Samfara breytingunni var boðið upp á nýja þjónustu sem nefnist Economy. Brynjar Smári segir að með því fyrirkomulagi megi senda pakka flugleiðis á sambæri- legu verði og áður var í boði sjóleiðis til þeirra landa sem mest er sent til. Það eru Norðurlöndin, Þýskaland, Holland, Bretland, Frakkland og Bandaríkin. Ekki er mikið um það lengur að póstur berist til landsins sjóleiðis. Brynjar Smári segir að það sé helst frá Þýskalandi, sennilega vegna þess að það sé ódýrast og hagkvæmast. steinthor@mbl.is Bögglapóstur enn sendur sjóleiðis til landsins Morgunblaðið/Rósa Braga Pósturinn Allur póstur er sendur flugleiðis frá Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.