Morgunblaðið - 28.04.2017, Blaðsíða 35
Danadrottningar, útg. 1990, og bók-
ina Hvað er heyrnarleysi, í félagi
við Ólaf Halldórsson, 1988.
Þuríður hefur fengist nokkuð við
ljóðagerð en ljóð hennar hafa m.a.
birst í Borgfirðingaljóðum og í bók-
inni Þá rigndi blómum, sem gefin
var út í tilefni af 60 ára afmæli
Sambands borgfirskra kvenna
1991.
Þuríður hlaut riddarakross
hinnar íslensku fálkaorðu 1990 fyrir
störf í þágu kennaramenntunar á
Íslandi. Árið 2007 var hún heiðruð
af félaginu Delta Kappa Gamma,
félagi kvenna í fræðslustörfum, fyr-
ir framlag sitt til félagsins og
menntamála í landinu en hún var
fyrsti formaður þess.
Í tilefni af 70 ára afmæli Þuríðar,
1997, heiðruðu vinir hennar og
samstarfsfólk hana með greinasafni
um helstu viðfangsefni hennar á
sviði menntunar og skólamála. Bók-
in ber heitið Steinar í vörðu. Í upp-
hafi bókar er viðtal við Þuríði þar
sem hún greinir frá ævi sinni í
stuttu máli, en þar eru einnig birt-
ar frásagnir nemenda hennar í
gegnum tíðina sem bera því vitni
að þar hafi farið framúrskarandi
góður kennari sem hafði góða
stjórn á nemendum sínum og lét
sér annt um þá.
Fjölskylda
Systkini Þuríðar: Málfríður
Kristjánsdóttir, f. 20.11. 1912, d.
15.9. 1993, húsfreyja í Reykjavík;
Oddur Kristjánsson, f. 11.8. 1914,
d. 17.2. 2005, bóndi og hreppstjóri á
Steinum í Stafholtstungum; Kristín
Kristjánsdóttir, f. 18.6. 1917, d. 3.4.
2002, húsfreyja í Bakkakoti og síð-
ar í Borgarnesi; Björn Krist-
jánsson, f. 5.7. 1920, d. 12.7. 2007, ;
húsgagnasmiður, húsasmiður og
kennari í Reykjavík.
Foreldrar Þuríðar voru Kristján
Franklín Björnsson, f. 29.2. 1884, d.
19.4. 1962, bóndi, hreppstjóri og
smiður á Steinum í Stafholts-
tungum, og k.h., Jónína Rannveig
Oddsdóttir, f. 11.11. 1890, d. 23.12.
1986, húsfreyja.
Úr frændgarði Þuríðar Kristjánsdóttur
Þuríður
Kristjánsdóttir
Þorbjörg Gunnarsdóttir
húsfreyja á Hlíðarfæti
Árni Jónsson
b. á Hlíðarfæti í Svínadal,
dbrm. og stúdents á Leirá
í Melasveit Árnasonar
Kristín Árnadóttir
húsfreyja á Steinum
Oddur Þorsteinsson
b. á Steinum
Jónína Rannveig
Oddsdóttir
húsfreyja á Steinum
Þóra Oddsdóttir
húsfreyja á Vatnsenda
Þorsteinn Þorsteinsson
b. á Vatnsenda í Skorradal
Oddur Kristjánsson
b., hreppstj.,
sýslunefndarm.,
húsasm.og járnsm.
á Steinum
Björn Kristjánsson
húsasm. og kennari í Rvík
Málfríður
Kristjánsdóttir
húsfr. í Rvík
Málfríður Björnsdóttir
ljósmóðir í Rvík
Jóhann Björnsson
bátsform. og hreppstj. á Akran.
Helga Björnsd.
húsfr. í Borgarnesi
Garðar Halldórsson
arkitekt og fyrrv. húsa-
meistari ríkisins
Jón Halldórsson
hrl. á Seltjarnarnesi
Halldór Þór Halldórsson
rafmagnsverkfr. á Seltjn.
Málfríður og Sigríður Einarsdætur
skáldkonur
Kristján
Finnsson
húsamíðam.
í Rvík
Björn Ásmundur Jóhannsson
forstj.Vélaverkstæðis HB&Co
Dr. Selma Jónsdóttir
listfr. og fyrsti forstöðum. Listasafns Ísl.
Halldór H.
Jónsson
arkitekt og
stjórnar-
form. í Rvík
Guðmundur Björnsson
sýslumaður í Borgarnesi
Jósef Björnsson
bóndi og oddviti á Svarfhóli
Jón Björnsson
kaupmaður í Borgarnesi
Pétur Emil Júlíus Guðmundsson
verkfr. og deildarstj. hjá RR.
Ása S.
Björnsdóttir
húsfr. á
Hvítárvöllum
Ingólfur
Hannesson
fyrrv.
deildarstj.
íþróttad. RÚV
Sæunn
Oddsdóttir
b. á Steinum
Helga Jónsdóttir
húsfr. á Hofsstöðum
Jón
Halldórsson
b. á Hofsstöðum
í Stafholts-
tungum
Þuríður Jónsdóttir
húsfr. og ljósmóðir á Svarfhóli
Björn Ásmundsson
b. á Svarfhóli í Stafholtstungum
Kristján Franklín Björnsson
b., hreppst. og smiður á
Steinum í Stafholtstungum
Margrét
Björnsdóttir
húsfr. á
Laxfossi
Ásmundur Þórðarson
b. á Laxfossi í Stafholtstungum
Afmælisbarnið Þuríður Kristjáns-
dóttir, prófessor emeritus við KHÍ.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2017
Skúli fæddist á Flateyri við Ön-undarfjörð 24.4. 1914. For-eldrar hans voru Halldór G.
Skúlason, læknir í Reykjavík, og
Unnur Skúladóttir Thoroddsen hús-
móðir.
Móðir Halldórs var Margrét Egg-
ertsdóttir, bónda á Fossi í Vestur-
hópi, bróður Helgu, langömmu-
Björgvins Schram, forseta KSÍ,
föður Ellerts B. Schram, fyrrv. for-
seta ÍSÍ og fyrrv. ritstjóra og
alþingismanns.
Unnur var systir Guðmundar
læknaprófessors, Katrínar, alþm. og
yfirlæknis, Kristínar, yfirhjúkr-
unarkonu og skólastjóra, Bolla borg-
arverkfræðings og Sigurðar verk-
fræðings, föður Dags skálds og afa
Katrínar Jakobsdóttur mennta-
málaráðherra.
Unnur var dóttir Skúla Thorodd-
sen alþm. og Theodóru Thoroddsen
skáldkonu. Bróðir Skúla var Þórður,
faðir Emils Thoroddsen tónskálds.
Eiginkona Skúla var Steinunn
Guðný Magnúsdóttir sem lést 1997,
en börn þeirra eru Magnús arkitekt
og Unnur fiskifræðingur.
Skúli lauk prófi frá VÍ, prófi í
kontrapunkti, tónsmíðum og útsetn-
ingu frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1947 og prófi í píanóleik
frá sama skóla 1948.
Skúli var skrifstofumaður hjá
SVR 1934-44 og skrifstofustjóri þar
til 1985. Hann kenndi píanóleik
1948-52, var undirleikari hjá fjölda
óperusöngvara og leikara.
Skúli er í hópi þekktustu íslenskra
tónskálda síðustu aldar. Hann samdi
á annað hundrað sönglög, um tutt-
ugu hljómsveitarverk og kamm-
erverk og um tíu píanóverk. Þá
komu út eftir hann tólf sönglög við
ljóð Jóns Thoroddsen og tíu sönglög
við ljóð Theodóru Thoroddsen.
Hann fékk verðlaun frá Ríkisútvarp-
inu fyrir lagaflokk sinn við ástarljóð
Jónasar Hallgrímssonar.
Skúli var í stjórn Tónlistarfélags-
ins og STEF í tæp 40 ár, var formað-
ur STEF í 20 ár og sat í stjórn BÍL í
áratug.
Skúli lést 23.7. 2004.
Merkir Íslendingar
Skúli
Halldórsson
100 ára
Anna Þóra Steinþórsdóttir
95 ára
Sigrún L. Sigurðardóttir
90 ára
Engilbert Ingvarsson
Þuríður J. Kristjánsdóttir
85 ára
Gunnar B. Guðlaugsson
Marianne Glad
Máni Sigurjónsson
Páll Stefánsson
80 ára
Emil Hólm Frímannsson
Ingibjörg Þorgilsdóttir
Kolbrún Þorláksdóttir
Sigrún U. Sigurðardóttir
Sigurður H. Sigurðsson
Sigurjón Guðröðarson
Trausti Pétursson
75 ára
Auður Skarphéðinsdóttir
Ásdís Berg Einarsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Hulda Ólafsdóttir
Ólafur G. Sveinsson
Ólöf Ásta Kristjánsdóttir
70 ára
Aðalheiður Ingvadóttir
Guðbrandur Guðbrandsson
Guðjón Ágúst Luther
Guðrún M. Helgadóttir
Gunnar Þ. Grettisson
Jóhann Reynir Arason
Jón Jakobsson
Kristján Helgason
Olga Hafberg
Svava Heiðdal Hjartardóttir
60 ára
Guðlaug Ragnarsdóttir
Herdís Guðjónsdóttir
Kristín Guðrún Gísladóttir
Waldemar Kubylis
Þorbjörg Valgarðsdóttir
50 ára
Árni Jensen
Davíð Egill Guðmundsson
Hafþór Hallgrímsson
Hallfríður Guðleifsdóttir
Magnús Ragnarsson
Sigrún Linda Þráinsdóttir
Stefanía B. Sæmundsdóttir
Svanhvít Guðmundsdóttir
Zbigniew Salej
Þorvaldur S. Arnarson
40 ára
Antanas Milkevicius
Daði Benediktsson
Hildur Guðbrandsdóttir
Hrafnhildur Fanngeirsdóttir
Ingrida Úselyté
Jón Smári Jónsson
Karen Guðmundsdóttir
Kjartan Páll Sveinsson
Ómar Þór Lárusson
Óskar Gunnarsson
Pétur Kárason
Sunna M. Sigurðardóttir
Tryggvi Viðarsson
Virginia E. Guðmundsdóttir
30 ára
Andri Þór Eyjólfsson
Ari Þór Kristinsson
Birna Björk Sigurgeirsdóttir
Hilmar Freyr Björnsson
Kolfinna S. Haraldsdóttir
Magnús Ingi Svavarsson
Natalija Krumina
Óli Stefánsson
Rúna Sigurðardóttir
Salmann Héðinn Árnason
Sigurður Helgi Magnússon
Valur Ingi Johansen
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurður ólst upp
í Reykjavík, býr þar, lauk
prófi í kvikmyndafræði við
HÍ og starfar hjá Matsa.
Bróðir: dr. Ágúst Ingvar
Magnússon, f. 1982,
heimspekikennari, Wis-
consin í Bandaríkjunum.
Foreldrar: Magnús Sig-
urðsson, f. 1958, skrif-
stofumaður hjá ÍSAM, og
Jenný Magnúsdóttir, f.
1958, fyrrv. starfsmaður
Breiðholtsskóla. Þau búa í
Reykjavík.
Sigurður Helgi
Magnússon
30 ára Rúna ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
MSc-prófi í vörustjórnun
við Frjálsa háskólann í
Amsterdam og starfar hjá
Geysi.
Maki: Bergur Sigurjóns-
son, f. 1986, sérfræðingur
hjá innanríkisráðuneytinu.
Sonur: Stígur Bergsson,
f. 2016.
Foreldrar: Sigurður
Ármannsson, f. 1956,og
Linda Wright, f. 1955.
Rúna
Sigurðardóttir
30 ára Magnús ólst upp í
Reykjavík og Dalvíkur-
byggð, býr á Reyðarfirði
og starfar við Alcoa á
Reyðarfirði.
Maki: Oddný Alda Bjarna-
dóttir, f. 1987, starfs-
maður við trésmíðaverk-
stæði.
Foreldrar: Sigríður Kol-
brún Guðmundsdóttir, f.
1966, verslunarmaður á
Dalvík, og Svavar Magn-
ússon, f. 1960, starfs-
maður Sæplasts á Dalvík.
Magnús Ingi
Svavarsson
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
gerðu tónlist á makkann þinn
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Jam
alvöru gítarsánd