Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. M A Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 102. tölublað 105. árgangur
ÁHEYRENDUR
FARI HAMINGJU-
SAMIR HEIM
ÞÝSKA
LEIÐIN Í
ÞISTILFIRÐI
BYGGT Á FANGA-
MARKI ALLRA Í
FJÖLSKYLDUNNI
ÞJÓÐVERJAR Í SVEITASÆLU 12 TÓNVERK EFTIR ELÍNU 30KRISTJÁN Á TÓNLEIKUM 33
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Troðið Áhorfendamet var slegið í DHL-
höllinni þegar KR tók á móti Grindavík.
Þungt loft og mikill hiti myndaðist
í DHL-höllinni þegar KR og Grinda-
vík áttust við um Íslandsmeistaratit-
ilinn í körfubolta. Hitastigið í höll-
inni var það hátt að einn áhorfandi
féll í yfirlið og þrír aðrir þurftu á að-
hlynningu að halda. „Þegar svona
mikill fjöldi kemur saman og allir
eru að hamast, klappa og stappa þá
auðvitað hitnar í húsinu,“ segir Guð-
rún Kristmundsdóttir, formaður
körfuknattleiksdeildar KR. Hún seg-
ir að erfiðlega hafi gengið að lofta út
í DHL-höllinni í gær vegna þess
hversu mikið logn var úti og því hafi
ekki náðst að frá trekk í gegnum
húsið þrátt fyrir að opnað væri í
báða enda. Hannes S. Jónsson, for-
maður KKÍ, segir að ekki útilokað
að setja nýjar reglur um slíka stór-
leiki. » 4
Áhorfandi féll í yfir-
lið og þrír þurftu að-
hlynningu í höllinni
Ungmennafélag Akureyrar stóð fyrir árlegu 1. maí
hlaupi í gær. Þar koma skólabörn í bænum saman.
Börn á leikskólastigi hlaupa til gamans en grunnskólar
bæjarins keppa sín í milli og sigrar sá skólinn sem stát-
ar af hlutfallslega mestri þátttöku. Í keppninni geta
börnin valið milli þess að hlaupa 2 eða 5 kílómetra en í
síðarnefndu vegalengdinni getur almenningur einnig
tekið þátt.
Vel á fjórða hundruð hlaupara sprettu úr spori í ár í
blíðviðrinu. Í skólakeppninni varð Naustaskóli hlut-
skarpastur í flokki stærri skóla og Þelamerkurskóli í
flokki minni skóla.
Sprett úr spori hönd í hönd
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ungmennafélagsandinn var við völd á Akureyri í gær
Bæjar- og sveitarstjórar mót-
mæla harðlega þeirri aðför að sjálf-
stjórn sveitarfélaga og forræði
þeirra í skipulagsmálum sem þeir
telja að felist í frumvarpi umhverf-
isráðherra um nýtt skipulag haf- og
strandsvæða. Allir bæjar- og sveit-
arstjórar á Austurlandi og sveitar-
stjórar stærstu sveitarfélaganna á
Vestfjörðum standa að mótmæl-
unum.
Bent er á að á vettvangi sveitar-
félaganna hafi verið mótuð sú
stefna að skipulag strandsvæða
verði á forræði sveitarfélaga allt að
einni sjómílu út frá grunnlínu land-
helginnar. »18
Vilja færa út land-
helgi sveitarfélaga
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikilvægt er fyrir sveitarfélög að
fylgjast með útbreiðslu heimagist-
ingar, bæði til að verða ekki af
tekjum og einnig til að standa með
íbúunum. Þetta segir Hermann
Valsson, ráðgjafi hjá Icelandalast-
minute ehf. Segir hann að um ein
milljón óskráðra gistinátta hafi verið
í Reykjavík í fyrra og að þær hafi
getað skilað 10-14 milljörðum króna
í tekjur. „Þetta vekur spurningar
um hvort þetta var gefið upp og
hvort húsnæðið hafi verið rétt
skráð,“ segir hann.
Bendir hann á að þegar gistinæt-
ur í heimagistingu eru fleiri en 90
eða velta fer yfir tvær milljónir á ári
þá sé um að ræða atvinnurekstur.
„Við hjá Icelandlastminute ehf.
sóttum á tölvutæku formi alla
Airbnb-gististaði á Íslandi í
tengslum við gerð smáforrits (apps)
með þessum gististöðum. Við höfum
þegar gert smáforrit með öllum hót-
elum og gistihúsum. Hugmynd
kviknaði út frá þessari vinnu og
áhuga sveitarstjórnarmanna á að
skoða þetta með okkur. Sveitar-
félögin eru að missa af hundruðum
milljóna og eins ríkið vegna van-
framtalinna tekna og gistinátta-
gjalda,“ segir Hermann.
Sveitar-
félög verða
af miklu fé
Óskráð heimagist-
ing mjög útbreidd
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ferðaþjónusta Óskráð gistiþjón-
usta veltir milljörðum króna á ári.
MSveitarfélög verða af... »14
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
TRU Flight Training Iceland, sem sérhæfir
sig í rekstri flugherma, hefur ákveðið að festa
kaup á nýjum flughermi til þjálfunar fyrir
breiðþotur af gerðinni Boeing 767-300. Verð-
ur það þriðji flughermirinn sem fyrirtækið
tekur í notkun en það selur flugfélögum að-
gang að búnaðinum til þjálfunar fyrir áhafnir
sem fljúga tilteknum gerðum Boeing-þotna.
Tru Flight Training Iceland er að meirihluta í
eigu Icelandair. Fyrir rekur fyrirtækið flug-
hermi til þjálfunar fyrir Boeing 757-200 vélar
og þá er unnið hörðum höndum að því að
reisa byggingu sem hýsa mun hermi til þjálf-
unar fyrir Boeing 737 MAX-vélar og verður
hann tekinn í notkun um mitt næsta ár,
skömmu eftir að Icelandair tekur fyrstu vél-
arnar af þeirri tegund í notkun. Ákvörðun um
kaup á honum lá fyrir í febrúar síðastliðnum.
Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Tru
Flight, segir að mikil fjárfesting liggi í kaup-
um á flughermi af þessu tagi.
„Flughermirinn kostar um 10,5 milljónir
dollara, jafnvirði um 1,1 milljarðs króna og
vonum og að áhafnir nýti hann til þjálfunar í
yfir 20 tíma á hverjum sólarhring.
„Við teljum tækifæri felast í því að bjóða
upp á þjálfun fyrir 767-breiðþoturnar en Ice-
landair hefur fjórar slíkar vélar í flota sínum í
dag. Mörg öflug flugfélög nota þessar vélar
og við finnum fyrir miklum áhuga á því að
nýta hermi af þessu tagi.“
Gera má ráð fyrir því að það taki að
minnsta kosti 18 mánuði að koma flugherm-
inum í gagnið en nú fer í gang undirbúningur
að nýrri viðbyggingu við hlið þeirrar sem ver-
ið er að reisa fyrir 737 MAX-herminn.
Festa kaup á þriðja flugherminum
Fjárfesta fyrir hátt í þrjá milljarða króna Munu bjóða upp á þjálfun fyrir þrjár tegundir Boeing-véla
þá þarf einnig að reisa húsnæði yfir bún-
aðinn.“
Stykkið kostar 1,3 milljarða
Bendir hann á að verðið á flugherminum
sem nú hefur verið ákveðið að kaupa sé svip-
að og á 737 MAX-herminum sem unnið er að
því að koma í gagnið nú. Því má gera ráð fyr-
ir að sú fjárfesting sem fyrirtækið hefur
ákveðið að ráðast í á þessu ári stappi nærri
þremur milljörðum króna.
Guðmundur Örn segir að rekstur fyrsta
flughermisins hafi farið fram úr björtustu