Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni@hitataekni.is
hitataekni.is
ótorlokar
ir allar stærðir kerfa.
tum einnig boðið mótorloka
llar algengustu gerðir loka
frá öðrum framleiðendum.
Gæðamótorlokar
frá Sviss
M
fyr
Ge
á a
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
„Ég lít svo á að þetta sé sterkt til
orða tekið hjá skólastjóra. Hún
lýsir þessu sem sinni skoðun en
þetta er kannski ekki ýtarlega
rökstutt af hennar hálfu,“ segir
Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar. Í Morgun-
blaðinu í gær var greint frá gagn-
rýni Brynhildar Sigurðardóttur,
skólastjóra Garðaskóla, á fram-
kvæmd samræmdra könnunar-
prófa í 9. og 10. bekk og lýsti hún
vantrausti á Menntamálastofnun
vegna málsins.
Meðal þess sem hún gagnrýndi
var að ekki væri hægt að sjá svar
nemenda á prófunum. „Við birtum
ekki sjálfar prófspurningarnar
heldur sambærilegar spurningar.
Ástæðan er sú að við erum að þróa
prófin þannig að þau verði betri og
áreiðanlegri. Þannig getum við
notað prófspurningarnar til lengri
tíma og það gerir okkur kleift að
skoða breytingar yfir tíma,“ segir
Arnór.
Geta dregið lærdóm
Brynhildur fullyrti að kennarar
vissu ekki lengur til hvers væri
ætlast af þeim og ættu erfitt með
að skilja prófin. Arnór segir að
Menntamálastofnun taki gagnrýni
á prófin alvarlega en sjái ekki
stóra annmarka á framkvæmdinni.
Vegna umfangs breytinganna hefði
hinsvegar ekki gefist nægur tími
til að kynna þær rækilega.
„Lærdómurinn af þessu öllu
hlýtur að vera sá að við þurfum að
veita betri upplýsingar um þessi
mál og tala beinna til nemenda,
foreldra, kennara og skólastjórn-
enda. Okkar næsta stóra verkefni
er að gefa út upplýsingaefni og
heyra fleiri sjónarmið varðandi
þessi próf,“ segir Arnór. Í næstu
viku mun Menntamálastofnun
birta upplýsingar um heildarnið-
urstöður samræmdra könnunar-
prófa.
Segir enga stóra annmarka
á framkvæmd prófanna
Menntamálastofnun vísar gagnrýni skólastjóra á bug
Flugstjórar
fá allar
upplýsingar
Flugbrautin á
Keflavíkurflugvelli
er rudd fyrir allar
lendingar, þegar
snjókoma er, og
hemlunarskilyrði
mæld. Upplýs-
ingum um mæl-
ingarnar er jafn-
framt komið til
flugstjóranna. Það
var gert áður en flugvél Primera Air
með 143 innanborðs rann út af braut-
arenda í lendingu á Keflavíkurflugvelli
sl. föstudag, að sögn Guðna Sigurðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Isavia.
Guðni segir að Isavia geti ekkert
sagt um ástæður óhappsins á þessari
stundu. Málið sé til rannsóknar hjá
Rannsóknarnefnd flugslysa. Nefndin
hafi fengið allar upplýsingar hjá
Isavia.
Snjókoma var þegar vélin lenti.
Spurður hvort aðrar vélar hefðu lent í
erfiðleikum í lendingu þennan dag
sagði Guðni að svo hefði ekki verið.
Fram hefur komið að Rannsóknar-
nefndin ætlar að taka sér daga eða vik-
ur til að rannsaka atvikið. Einnig að
Primera Air framkvæmi eigin rann-
sókn.
Guðni segir að þegar niðurstaða
nefndarinnar liggi fyrir muni Isavia og
aðrir aðilar læra af henni, eftir því
hver niðurstaðan verður. helgi@mbl.is
Guðni
Sigurðsson
Flugvél Primera
ein í erfiðleikum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkislögreglustjóri leggur það mat á stöðu lög-
gæslumála að þótt staðan hafi lagast nokkuð
standi óbreytt það mat embættisins sem fram kom
á fundi með allsherjarnefnd Alþingis haustið 2015
að staða löggæslumála sé almennt óviðunandi.
Viðbúnaðargeta lögreglunnar sé óviðunandi og
henni ekki fært að standa undir þjónustu- og ör-
yggisstigi í samræmi við lögbundið hlutverk. Lög-
reglumenn séu allt of fáir.
Kemur þetta mat fram í umsögn ríkislögreglu-
stjóra um þingsályktunartillögu fjármálaráðherra
um fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022. Þar
kemur fram að ekki verði séð að fjárveitingar til
lögreglu aukist á tímabilinu umfram það sem hún
hefur fengið í fjárlögum 2017. Í umsögn Lögreglu-
stjórafélags Íslands kemur fram að svigrúm til
bættrar almennrar löggæslu virðist ekki til staðar
í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Fækka þarf lögreglumönnum
Í umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu er vakin athygli á aðhaldsmarkmiðum fjár-
málaáætlunar. Það hafi í för með sér að fækka
þurfi um 6-8 stöðugildi lögreglumanna strax á
næsta ári og meira síðar.
Í umsögn ríkislögreglustjóra segir að lögreglu-
mönnum hafi fækkað frá árinu 2007 og séu þeir nú
50 færri en þá var auk þess sem samdráttur hafi
orðið í öðrum rekstri. Lögreglan hafi enn ekki náð
þeim styrk sem var fyrir árið 2008. Álag hafi hins
vegar aukist mikið síðustu þrjú ár, vegna gríð-
arlegrar fjölgunar ferðamanna sem og fjölgunar
hælisleitenda og erlends vinnuafls. Lögreglumenn
séu of fáir til þess að lögreglan geti sinnt þjónustu-
og öryggishlutverki sínu með fullnægjandi hætti.
Bent er á að áætlaður kostnaður við að ná sama
fjölda lögreglumanna og var árið 2007 sé einn
milljarður og 3 milljarðar til að ná tölunni 860, en
lögreglumenn megi helst ekki vera færri en það.
Innanríkisráðuneytið bendir á að ekki sé fjár-
hagslegt svigrúm til að ráðast í ýmis verkefni á
sviði almanna- og réttaröryggis sem tilgreind eru í
fjármálaáætlun. Í kynningu hjá allsherjar- og
menntamálanefnd kom fram hjá ráðuneytinu að
700 milljónir séu til ráðstöfunar aukalega á tíma-
bilinu en áætluð útgjöld vegna verkefna á þessu
sviði tæpir 6 milljarðar. Því þurfi að forgangsraða
í löggæslu, landhelgi og fleiri málum.
Viðbúnaðargeta óviðunandi
Lögreglan telur fjármálaáætlun ekki veita svigrúm til bættrar þjónustu
Ríkislögreglustjóri segir ekki unnt að standa undir þjónustu- og öryggisstigi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mótmæli Álag á lögreglu hefur
aukist mjög síðustu árin.
Lögreglan á Suðurlandi hefur stað-
fest að maðurinn sem lést við kajak-
róður við mynni Þjórsár hafi verið
íslenskur. Eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst var hinn mað-
urinn franskur. Ekki er vitað um til-
drög slyssins að svo stöddu.
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
helgisgæslunni var maðurinn sem
lést meðvitundarlaus þegar hann var
hífður um borð í þyrlu Gæslunnar,
TF-GNA, og báru endurlífgunar-
tilraunir á leiðinni til Reykjavíkur
ekki árangur.
Hefja rannsókn af krafti í dag
Rannsókn lögreglunnar á til-
drögum slyssins mun hefjast í dag
að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar,
aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lög-
reglunni á Suðurlandi.
„Við munum ná til allra aðila sem
við þurfum að ná til. Við vitum ekki
hvort þeir hafa verið að fara niður
Þjórsá eða farið úr fjörunni. Það
skýrist vonandi á morgun,“ sagði
Þorgrímur í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Mikið brim og ölduhæð
var þegar Landhelgisgæslan kom á
svæðið og þurfti að nota nætursjón-
auka til að finna mennina. Símhring-
ingin sem barst Neyðarlínunni var
frá ættingja annars mannanna, sem
sá til þeirra frá landi. mhj@mbl.is
Hinn látni
var Íslend-
ingur
Rannsaka tildrög
slyssins í Þjórsá
Hann var ekki sérlega upplitsdjarfur hundurinn sem
fylgdi eiganda sínum í kröfugönguna í miðborg
Reykjavíkur í gær. Því hefur ráðið væta og hráslagi.
Þó má vænta þess að hann, líkt og aðrir ferfætlingar,
taki gleði sína fljótt en strax á miðvikudag er spáð allt
að 20 stiga hita á landinu.
Stutt í að betur viðri til útivistar
Ferfætlingarnir létu sig ekki vanta á Ingólfstorgi í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg