Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 10

Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Vísbending um áhrif bráðnunar FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ör bráðnun ísaldarjökulsins yfir Ís- landi fyrir um 20.000 árum kann að gefa vísbendingar um hvers má vænta varðandi breytingar á lofts- lagi og yfirborði sjávar á okkar dög- um. Þetta kemur fram í nýlegri frétt frá Alpha Galileo-fréttaveitunni. Sambærilegt við bráðnun nú Vísindamenn við háskólana í Stirling í Skotlandi, Aberystwyth í Wales og Tromsø í Noregi hafa rannsakað hvernig ísaldarjökullinn yfir Íslandi breiddi sig langt út á landgrunnið og bráðnaði svo á til- tölulega skömmum tíma. Niður- stöður sýna að örustu breytingarnar urðu þegar hitastig á norðurhveli jarðar hækkaði um 3°C á aðeins 500 árum. Bráðnunin á íslenska ísaldar- jöklinum er talin hafa verið ámóta ör og nú sést á jöklum á Suðurskauts- landinu vestanverðu og í Grænlandi. Það er talið vera til marks um hvern- ig loftslagsbreytingar geta haft áhrif á jökla heimsins og valdið hækkun sjávarborðs. Jökulgarðar á hafsbotni Vísindamennirnir reyndu að gera sér grein fyrir því sem gerðist þegar íshellan yfir Íslandi bráðnaði. Dr. Tom Bradwell, við náttúruvís- indadeild Stirling-háskóla, sagði að loftslagsbreyting hafi orðið fyrir um 22.000 árum, það er á síðustu ísöld. Þá hófst hlýnunarskeið með síhækk- andi lofthita sem olli bráðnun risa- stórra jökla sem huldu hluta Norð- ur-Ameríku og Evrasíu. Stuðst var m.a. við gögn um jökulgarða á sjáv- arbotni til að gera sér grein fyrir umfangi ísaldarjökulsins yfir Ís- landi. Þessar upplýsingar voru sett- ar inn í jöklalíkan. Einnig var líkanið matað á gögnum úr borkjörnum úr Grænlandsjökli til að líkja eftir hegðun jökulsins síðustu 35.000 árin. Af þeim má m.a. sjá hvenær bráðn- unin var örust. „Við komumst að því að íslenski jökullinn hopaði mjög hratt á vissum tímabilum - meira en tvöfalt hraðar en bráðnun miklu stærri jökulbreiðu er á Vestur-Suðurskautslandinu - og það olli umtalsverðri hækkun sjáv- arborðs,“ sagði Bradwell. Nánar er greint frá tilrauninni með líkanið nákvæma í Earth- Science Reviews. Það sýnir hvernig íshellan yfir Íslandi minnkaði mikið fyrir 21.000 til 18.000 árum, aðallega við það að það brotnaði af jöklinum í sjó. Segja má að jökullinn hafi svo hrunið fyrir um 14.000 árum vegna örrar hlýnunar loftslagsins. 5,5 sinnum stærri en Ísland Ísaldarjökullinn yfir Íslandi varð stærstur um 562.000 ferkíló- metrar eða nærri 5,5 sinnum stærri en flatarmál landsins er (103.000 fer- kílómetrar). Jökulskjöldurinn var stærstur ámóta stór og Frakkland. Eftir að bráðnunin hófst virðist hún hafa verið á öllu yfirborði jökul- skjaldarins og minnkaði stærð jök- ulsins um nærri tvo þriðju á aðeins 750 árum. Þessi mikla bráðnun olli 46 sentimetra hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu. Hraði bráðn- unarinnar var sambærilegur við það sem nú er í Grænlandi. Talið er að ísaldarjökullinn yfir Íslandi hafi myndast á um 10.000 árum og er hraði bráðnunar hans mjög athygl- isverður í ljósi myndunartímans. Vitnað er í dr. Henry Patton við Háskólann í Tromsø sem segir að gögn úr gervihnöttum sýni að ísinn á pólum jarðar geti brugðist mjög hratt við breytingum á loftslagi og í hafinu. Upplýsingar úr jarðsögunni um bráðnun jökla fyrir þúsundum ára auðveldi mönnum að segja fyrir um hvernig jöklar nútímans muni líklega bregðast við í framtíðinni og áhrifum þess á sjávarstöðu. Alun Hubbard, prófessor við Háskólann í Tromsø og Aberyst- wyth-háskóla sagði að bráðnun Grænlandsjökuls valdi nú um 1,2 mm hækkun sjávarborðs á heims- vísu líkt og bráðnun Íslandsjökuls- ins gerði fyrir um 20.000 árum. Þótt þetta hljómi ekki sem mikið þá sé ástæða til að hafa áhyggjur af þess- ari þróun, sérstaklega fyrir íbúa á strandsvæðum jarðar sem liggja lágt yfir sjó. Stór hluti mannkyns búi einmitt við þær aðstæður. Ísjaðar Jökulgarður Hubbard (2006) Ísaldarjökullinn Efst til vinstri er litakvarði sem sýnir hraða framskriðs ísaldarjökulsins í metrum á ári. Mæliein- ingin „ka BP“ merkir þúsund ár „Before Present“. Miðað er við upphaf ársins 1950 sem valið var sem staðalár. 22.9 ka BP merkir því 22.900 árum fyrir árið 1950. Bláa línan sýnir mörk jökulsins sem Hubbard og félagar drógu 2006.  Ísaldarjökullinn sem huldi Ísland hvarf á undraskömmum tíma Morgunblaðið/RAX Jökulsárlón Þegar hlýnaði á ísöld fór að brotna úr jökuljaðrinum sem lá í sjó fram líkt og við verðum vitni að í minni mæli í Breiðamerkurjökli. STRÍÐ gegnmosa Mosaeyðing í grasflöt 1. Notum mosaeyði eða tætum, rökum eða klórum mosann í grasflötinni. 2. Berum grasáburð á grasflötina. 3. Berum kalkáburð á grasflötina. 4. Sáum grasfræi í sárin. 5. Gott að blanda grasfræi saman við úrvals gróðurmold áður en sáð er. 6. Munum að vökva vel. Græn og falleg grasflöt eftir 2 - 3 vikur. 4.990kr Mosaeyðir 5 kg Birta lífeyrissjóður hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið vegna brots sjóðsins gegn 40. grein laga um fjármálafyrirtæki. Með samkomu- laginu viðurkennir sjóðurinn að hafa ekki tilkynnt FME um virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki inn- an þeirra tímamarka sem fram koma í fyrrnefndu ákvæði. Málsatvik voru þau að við sam- runa Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa 1. desember 2016 eignaðist Birta 14,58% eignarhlut í Virðingu hf. sem hefur starfsleyfi sem verð- bréfafyrirtæki. Fjármálaeftirlitinu var hins vegar ekki tilkynnt um eignarhlutinn fyrr en 30. desember síðastliðinn. Virkur eignarhluti er skilgreindur sem bein eða óbein hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða at- kvæðisrétti eða gerir viðkomandi kleift að hafa veruleg áhrif á stjórn- un viðkomandi félags. Birta greiðir sekt að upphæð 1 milljón króna vegna brotsins. Birta gerir sátt við Fjármálaeftirlitið Fjölskylduhátíð VR, upphitun fyrir kröfugöngu verkalýðsfélag- anna, sem vera átti á Klambra- túni í gær, á bar- áttudegi verka- lýðsins, var frestað vegna veðurs. Ákveðið hefur verið að halda hátíðina nk. laug- ardag kl. 11. Félagsmönnum og gestum er boðið upp á eins og hálfs kílómetra, létta og skemmtilega göngu eða hlaup í kringum Klambratún. Sóli Hólm verður kynnir en meðal þeirra sem koma fram er Emmsjé Gauti. Að loknu hlaupinu verða grillaðar pylsur. Fjölskylduhátíð VR verður á laugardag Klambratún Börn- in skemmta sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.