Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.05.2017, Qupperneq 13
áhugamál, eru vanir vinnu og úti- veru og kunna að umgangast vélar og tæki. Christian er ekki ókunnug- ur á norðlægum slóðum því hann fór oft með foreldrunum í frí til Svíþjóð- ar. Karen varaði þá við íslenska skammdeginu, löngum vetri og lítilli tilbreytingu en ótti hennar var ástæðulaus því þessir bjartsýnu ungu Þjóðverjar kunna ljómandi vel við sig. „Við erum engir „big-city strák- ar,“ segja þeir, „við viljum njóta úti- veru, fara í jeppaferðir, fjallgöngur og síðast en ekki síst finnst okkur gaman að vinna.“ Þeir tóku að sér umsjón með búinu á Syðra-Álandi frá miðjum desember og fram yfir áramót þegar fjölskyldan fór í frí til útlanda. Þann tíma var nóg að starfa og enginn tími til að láta sér leiðast. Glöggt er gests augað Karen og Ólafur segja það hafa verið gefandi og skemmtilegt að kynnast þessum ungu mönnum: „Þeir eru jákvæðir og kátir og hafa kennt okkur að meta það sem við höfum í kringum okkur. Þeir hafa aðra sýn á svo margt, til dæmis það sem okkur finnst hversdagslegt út- sýni er í þeirra augum stórkostlegt.“ Þau nefna líka góða skipulagshæfni og lengri tíma áætlanir strákanna, sem telja megi dæmigert fyrir þjóð- erni þeirra. Þar er ekki um að ræða neitt íslenskt „það reddast,“ heldur skal framkvæmt „the German way“. Viðkvæðið varð hálfgerður brandari hjá Birni og fjölskyldunni á Syðra- Álandi. Þeir Christian ákváðu að gera það að slagorði sínu og setja á bílinn sem þeir keyptu fyrir Íslands- ferðina. Þeir sjá margt ólíkt með þjóð- unum tveimur, t.d. kom þeim skemmtilega á óvart hve mikil tengsl eru á milli fólks alls staðar á landinu, „Allir virðast þekkja alla og fólk er almennt svo sveigjanlegt, tilbúið að hliðra til þegar á liggur, hvort sem er hjá þjónustustofnunum eða bara einstaklingar,“ segja þeir. Allt getur gerst á Íslandi Björn og Christian segja að miðað við þeirra reynslu á Íslandi séu þeim allir vegir færir. Báðir hafa áhuga á að læra til smiðs og stefna á að öðlast réttindi í þeirri iðn. Slíkt kemur sér vel fyrir þá sem eru að gera upp gamalt hús. Þeir treysta sér ekki til að full- yrða neitt þegar þeir eru spurðir hvort þeir sjái framtíðina fyrir sér í litla samfélaginu á Þórshöfn. „Hér er gott að vera og við erum opnir fyrir öllu. Aðalástæðan fyrir því að við komum aftur eru Óli og Karen, sem hafa reynst okkur ómetanlega vel, fólkið hér er einnig almennt vin- gjarnlegt og opið og vinnuveitandinn fínn. Ef við viljum, þá getum við báð- ir snúið aftur heim í skólana okkar þar sem við eigum ágæta sögu en tíminn leiðir allt í ljós. Við erum ánægðir hér og einstaklega þakk- látir þeim Óla og Karen fyrir alla hjálpina sem þau hafa veitt okkur.“ Sólgarður F.v. Björn, Karen og Ólafur ásamt dóttur sinni, Ásu Rut, og Christian fyrir framan Sólgarð. Upplifun Björn seig eftir svartfuglseggjum í hrikaleg björgin á Langanesi. Þýska leiðin Sendibíllinn sem þeir félagar keyptu og létu merkja. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is P P Góð gæði Betra verð ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 Lagersala 50% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.