Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Síðastliðinn
vetur gerði
þingmaður fyr-
irspurn til fjár-
málaráðuneytis-
ins um launa-
umhverfi
lögreglumanna.
Samkvæmt
svari til þing-
mannsins þá
hafa laun/
grunnlaun lögreglumanna
dregist verulega saman mið-
að við fyrri viðmiðunarhópa.
Landssamband lögreglu-
manna hefur ítrekað bent á
þetta misvægi, telur reyndar
að launin hafi dregist meira
saman en fram kom í nefndu
svari.
Stjórnvöld virðast una úr-
skurði kjararáðs um miklar
launahækkanir víða í op-
inbera geiranum, þ.e. á þeim
forsendum að viðkomandi
hópar hafi dregist aftur úr í
launum og álag á þá aukist.
Hvers vegna stjórnvöld
hafa ekki tekið undir ábend-
ingar/rök LL varðandi
nefnda launaskerðingu og
aukið álag á lögreglumenn
skal ósagt látið.
Breyting hefur verið gerð
á lífeyriskjörum lögreglu-
manna og fleiri ríkisstarfs-
manna án þess að trygging sé
fyrir því að grunnlaun verði
bætt til jafns við almenna
markaðinn.
Jafnframt hafa heyrst hug-
myndir um að endurskoða
eigi eftirmannsregluna í B-
sjóðnum, þátt sem gjarnan
var vitnað í við samningagerð
til að réttlæta lág grunnlaun
lögreglumanna og fleiri rík-
isstarfsmanna gegnum tíðina.
Til fróðleiks skal þess getið
að lögreglumenn í B-sjóði
sem sinnt hafa útkalls-
vöktum/rannsókna um nætur
og helgar, jafnvel í áratugi, fá
ekkert af þeirri vinnu/vöktum
til eftirlauna og ekki mun eft-
irtekjan lagast ef keyra á
fram nefnda eftirlaunabreyt-
ingu.
Vandi B-sjóðsins er ekki
vegna aðildarfélaga, þeir hafa
greitt sínar skyldur til sjóðs-
ins frá upphafi, en svo mun
ekki hafa verið hjá því op-
inbera.
Þegar síðustu kjarasamn-
ingar stóðu yfir 2015, þá voru
stjórnvöld hvött til að bæta
kjör lögreglumanna og ýmis
rök færð fram í því sambandi.
Kröfu um starfsaldurhækk-
anir og fleiri áhersluþáttum
var vísað út af
borðinu.
Meirihluti
lögreglumanna
er ósáttur með
þann samning
sem gerður var,
enda hékk
samningurinn
inni á nokkrum
auðum (mikil
kosningaþátt-
taka) at-
kvæðaseðlum.
Laun/afkoma
flestra lögreglumanna byggj-
ast sem fyrr á álagi og yf-
irvinnu um nætur og helgar.
Hætt er við að auknar upp-
sagnir geti komið til á næstu
mánuðum/árum vegna launa-
mála lögreglumanna, t.d. hjá
yngri lögreglumönnum, sem
er dýrt fyrir ríkið og slæmt
fyrir liðsheildina.
Það er með lögreglustarfið
eins og önnur störf, að þjálfa
þarf fólk upp í starfi þar til
fullri virkni til starfsins er
náð.
Lögreglustarfið er sérhæft
fagstarf víðtækrar þekkingar
og tæknikunnáttu til að geta
brugðist við hinum ýmsu að-
stæðum með skjótum og
öruggum hætti og þeim ekki
einföldum oft á tíðum.
Álag á lögreglumenn vex
og afbrotin verða harðari því
miður, sem kallar á kröfu-
meiri úrlausnir við afgreiðslu
mála.
Slys og meiðsli í starfi hafa
aukist hjá lögreglumönnum á
undanförnum árum, þátt sem
þarf að skoða nánar og leita
úrbóta á.
Miklar breytingar hafa
verið gerðar á löggæsluum-
hverfinu frá 1997 og hefur
stundum ekki verið staðið þar
nægjanlega vel að verki, t.d.
varðandi fjármögnun og
fleira.
Vegna ástandsins í þjóð-
félaginu eftir hrun, þá biðu
lögreglumenn í reynd með
raunhæfar launakröfur þrátt
fyrir aukið álag í starfi og
ætluðust því til að ásætt-
anlegur samningur næðist við
ríkið 2015.
Það skiptir miklu máli fyrir
land og þjóð að hafa starfs-
reynda og öfluga lögreglu og
að sæmileg sátt ríki innan
stéttarinnar varðandi launa-
kjör og að starfsálag fari ekki
úr hófi fram vegna mann-
fæðar og fleiri þátta.
Það nægir ekki að færa
menntun lögreglumanna al-
farið upp á háskólastig og
láta þar við sitja.
Það þarf einnig að bæta
kjörin, einnig hjá þeim sem
hafa aflað sér víðtækrar
menntunar/þekkingar (einnig
á háskólastigi ) fram til
þessa.
Nauðsynlegt er að verk-
legri kennslu verði ekki ýtt til
hliðar við nefnda námsbreyt-
ingu, sú kennsla/þjálfun er
einnig afar mikilvæg í lög-
reglustarfinu.
Verkefni lögreglu aukast
ár frá ári á ýmsum sviðum
eins og fyrr er getið t.d.
vegna síaukins ferðamanna-
straums, harðari afbrota og
þar með kröfumeiri verkefna.
Hætt er við að margir
lögreglumenn verði orðnir
langþreyttir á sínum kjörum
2019/20 ef ekki verður bætt
þar úr og þá verður vænt-
anlega samið eftir Salek-
samkomulaginu með jafn-
launahækkunum, ekki hlust-
að mikið á sérkröfur né
leiðréttingu vegna fyrri
samninga.
Landsmenn og þeir sem
sækja okkur heim vilja hafa
gott öryggi í landinu og að
skjótt sé brugðist við með
faglegum hætti ef slys, afbrot
eða önnur vá kemur upp.
Stöndum saman að því sem
fyrr og gerum Ísland að einu
öruggasta landi í Evrópu með
fjölhæfri lögreglu og öðrum
mikilvægum öryggisstéttum/
faghópum.
Slíkt mun fljótt borga sig
fyrir þjóðfélagið með meira
öryggi, fækkun afbrota og
slysa.
Jafnframt þarf að stórauka
forvarnir með markvissum
aðgerðum á hinum ýmsu
sviðum og koma hér upp
samhæfðri björgunarmiðstöð
norðurslóða með öflugum
manna- og tækjabúnaði.
Lögreglumenn bera vænt-
ingar til stjórnvalda um að
bætt verði úr framangreind-
um þáttum og fleiru sem bet-
ur má fara í löggæsluum-
hverfinu.
Eftir Ómar G.
Jónsson » Landsmenn og
þeir sem sækja
okkur heim vilja
hafa gott öryggi í
landinu og að skjótt
sé brugðist við með
faglegum hætti ef
slys eða önnur vá
kemur upp.
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fulltrúi og tals-
maður fyrir bættum kjörum
lögreglumanna.
Bæta þarf launa- og starfs-
umhverfi lögreglumanna
Hvers vegna þetta þras út af
starfsemi Klíníkurinnar? Er
það ekki af hinu góða ef hægt
er að fækka á biðlistum? Ég
tala af reynslu. Síðast þegar
ég fór í mjaðmaaðgerð var ég
búin að vera á biðlista í tvö ár.
Er fólki ekki frjálst að borga
úr eigin vasa til þess að kom-
ast hjá því að bíða í mörg ár
eftir lækningu og losna fyrr
við þær þrautir sem því fylgja
að vera með slitna liði? Þarf
ríkið að vera með puttana í
öllu?
Guðrún Magnúsdóttir.
Illa prentuð rit
Mikið lifandis skelfing er ég
orðin þreytt á að meðhöndla
ritin sem gefin eru út af Há-
skóla Íslands. Það virðist sem
textinn renni allur inn að
miðju, þó nóg pláss sé til
hægri og vinstri. Maður er í
vandræðum með að halda rit-
inu opnu með veikum fingrum
svo maður geti haft ánægju af
lestrinum.
SE.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Klíníkin
Morgunblaðið/Eggert
Klíníkin Enn er beðið eftir ákvörðun ráðherra.
✝ Ingveldur Sig-ríður Filipp-
usdóttir fæddist á
Eyrarbakka 1. júlí
1916. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk 19. apr-
íl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Pétursdóttir, hús-
móðir/ráðskona, f.
1.10. 1875, d. 24.9.
1954, og Filippus Jóhannsson,
bóndi/sjómaður/verkamaður,
f. 20.10. 1877, d. 29.11. 1961.
Ingveldur átti tvær systur,
þær Guðbjörgu Filippusdóttur,
f. 1.2. 1911, d. 18.12. 1930, og
Jóhönnu Filippusdóttur, f.
19.11. 1913, d. 30.1. 1938.
Ingveldur giftist Sigurði Bald-
vin Einarssyni, verslunar-
manni í Reykjavík, þann 25.6.
1947, f. 8.7. 1906, d. 25.8.
1963. Þau eignuðust þrjú
börn:
Eddu Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, f. 1.12. 1938, börn
hennar: Helgi Halldórsson, f.
25.6. 1958, Baldvin Hall-
ardóttir, f. 23.11. 2008, Elvar
Jökull Tryggvason, f. 6.12.
2010, Eva Guðrún Tryggva-
dóttir, f. 27.10. 2013.
Sigurður Ingi Sigurðsson, f.
11.7. 1956, börn hans: Hrólfur
Sigurðsson, f. 1.9. 1977, Iða
Brá Ingadóttir, f. 4.10. 1986,
Harpa Lind Ingadóttir, f. 9.12.
1988, Birta Hrund Ingadóttir,
f. 24.5. 1995. Nora Eva Sig-
urðsson, f. 27.11. 2002, Einar
Hjálmar Sigurðsson, f. 10.6.
2006.
Barnabörn: Bjartur Hrólfs-
son, f. 19.2. 2002, Teitur
Hrólfsson, f 21.7. 2004, Rakel
Eva Hrólfsdóttir, f. 13.11.
2013, Rebekka Ásta Hrólfs-
dóttir, f. 23.3. 2017.
Ingveldur bjó að Halakoti í
Flóa fyrstu 6 árin ásamt for-
eldrum sínum, þaðan fluttu
þau að Kumbaravogi, Stokks-
eyri, síðan á Álftanes og frá
unglingsárum í Reykjavík.
Ingveldur starfaði m.a. sem
verkstjóri á prjónastofu, sem
fiskmatsmaður í frystihúsinu
Ísbirninum, þerna á strand-
ferðaskipi, starfaði á sauma-
stofu, starfaði á Hótel Loft-
leiðum og síðast við
skrifstofustörf á Keflavíkur-
flugvelli.
Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 2. maí
2017, klukkan 13.
dórsson, f. 27.5.
1960, Inga Guð-
rún Halldórs-
dóttir, f. 27.8.
1962, Þórður
Jónsson, f. 29.1.
1971. Barnabörn:
Fríða Edda Bald-
vinsdóttir, f. 31.8.
1979, Aron Freyr
Baldvinsson, f.
31.3. 1987, Árný
Edda Guðjóns-
dóttir, f. 1.9. 1990. Hanna
Björg Guðjónsdóttir, f. 22.11.
1992, Salomón Örn Guð-
jónsson, f. 7.3. 1996. Eydís Ása
Þórðardóttir, f. 18.4. 1993,
Kristófer Guðjón Þórðarson, f.
22.10. 1997, Sara Dagný Þórð-
ardóttir, f. 2.6. 2003. Barna-
barnabörn: Casandra Niklas-
dóttir, f. 19.4. 2000, Colin
Freyr Aronsson, f. 28.3. 2016.
Rúnar F. Sigurðsson, f.
14.7. 1949, börn hans: Sig-
urður Rúnarsson, f. 3.8. 1980,
Una Rúnarsdóttir, f. 1.10.
1983. Barnabörn: Freydís
María Sigurðardóttir, f. 29.9.
2006, Berglind Emilía Sigurð-
Ég hitti tengdamóður mína
Ingveldi, eða Ingu eins og hún
var alltaf kölluð, í fyrsta sinn
fyrir rúmum 40 árum. Hún tók
á móti mér með yfirlætislausri
hlýju og gestrisni sem aldrei
hefur borið skugga á æ síðan. Í
veisluskapi og nýjum kjól hélt
hún upp á 100 ára afmæli sitt
með vinum og vandamönnum 1.
júlí síðastliðið ár. Ingveldur var
þakklát fyrir langlífi sitt og
naut þess að lifa. Ingveldi var
ætíð umhugað um samferðafólk
sitt og fjölskyldu sína. Fólki
leið vel í hennar návist. Hún
hafði gaman af ferðalögum
bæði innanlands sem til út-
landa. Ferðaðist mikið með eig-
inmanni sínum, Sigurði, innan-
lands á fyrri hluta síðustu
aldar. Sigurður lést árið 1963.
Þau hjónin voru bæði laghent
og smíðaði Sigurður ýmsa muni
og hafði áhuga á ljósmyndun og
eru margar góðar fjölskyldu-
myndir til frá fyrri tíð. Ingveld-
ur prjónaði og saumaði mikið af
fötum á fjölskylduna. Saumaði
meðal annars nýjar flíkur upp
úr gömlum fötum sem algengt
var hér áður fyrr. Hún prjónaði
peysur á börnin mín í fallegum
litasamsetningum og hef ég
aldrei séð eins gott handbragð
á heimaprjónuðum flíkum.
Ingveldur minntist foreldra
sinna af mikilli hlýju – sagði
móður sína Guðrúnu hafa verið
mikla búkonu og útsjónarsama.
Einnig hafi hún verið fengin til
að semja erfiljóð. Föður sinn,
Filippus „sterka“, sagði hún
hafa verið einstaklega barngóð-
an. Ingveldur missti báðar eldri
systur sínar úr berklum þegar
hún var sjálf ung að árum.
Ingveldur var verkstjóri á
prjónastofu á sínum yngri ár-
um. Urðu glaðlyndar sam-
starfsstúlkur hennar vinkonur
alla tíð og héldu saman í
saumaklúbbi. Við þann hóp
bættust síðar vinkonur og
frænkur.
Ingveldur átti sínar listrænu
hliðar sem nýttust ekki beint í
daglegu brauðstriti. Hafði
áhuga á ljóðum og ljóðlist,
kveðskap og söng. Lærði á org-
el þótt tveir fingur hennar
væru krepptir eftir fall af kofa-
þaki á barnsaldri.
Ingveldur var lífsglöð og ung
í anda. Hún var dálítil borg-
ardama og jafnvel heimskona.
Hafði áhuga á tísku og fallegum
fötum. Hafði mikla ánægju af
að dansa og spila. Vann oft til
verðlauna í félagsvist.
Guðrún móðir hennar orti
um hana vísu þegar hún var
barn að aldri:
Sigríður mín er sómakvendi
sú er pía engri lík
henni mun verk ekki falla úr hendi
fyrr en hún kemst í Reykjavík
dansa, spila dag og nótt
þá mun hjartað verða rótt.
Ingveldur eignaðist marga
góða vini í gegnum tíðina, allt
frá unga aldri til hins síðasta.
Sem dæmi má nefna að er son-
ur hennar kom til að athuga
með hana stuttu fyrir andlát
hennar, komu í heimsókn til
hennar fjórar ungar konur sem
unnið höfðu á Mörkinni og voru
hættar eða í barnaeignarfríi.
Sagði sonurinn þannig frá að
þær sungu vísur og lög sem
hún hafði kennt þeim og trall-
aði Ingveldur með. Fréttum við
að sú fimmta hafi heilsað upp á
hana stuttu seinna.
Það er aðdáunarvert af hve
miklu æðruleysi þessi kraft-
mikla og athafnasama kona tók
ellinni og þeim takmörkunum
sem henni fylgdi. Það var og er
mannbætandi og auðgandi að
minnast og hugsa til hennar.
Með samúðarkveðjum,
Jónína Sigurðardóttir.
Nú hefur hún elskulega
amma mín kvatt þetta líf. Ég
var þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að eyða með henni stórum
hluta ævi hennar.
Amma missti báðar systur
sínar ung, síðar foreldra sína og
svo ástkæran eiginmann sinn
aðeins 47 ára gömul. Þá voru
einu ættingjar hennar börnin
hennar og við bræður mínir,
barnabörnin hennar, sem
bjuggum hjá henni sum af okk-
ar fyrstu árum. Þessu fólki
helgaði hún líf sitt.
Hún elskaði fjölskyldu sína,
var félagslynd og naut þess að
vera til enda nutu þess allir að
vera í kringum hana, síðast þeir
sem bjuggu og störfuðu í Mörk-
inni þar sem hún dvaldi fimm
síðustu árin.
Amma var barngóð og frá-
bær kokkur, en var hún mikið
fyrir heimilið sitt sem var ein-
staklega smekklegt og notalegt.
Það var allt svo vandað og
smekklegt sem amma gerði.
Hún var þægileg og skemmti-
leg heim að sækja, hafði létta
lund þar sem hún raulaði vísur,
spilaði bridge og Rússa og var
mikið fyrir að bjóða í góðan
mat. Hún hélt uppi stemmning-
unni og passaði upp á að fólk
fengi nóg að borða. Hún var
selskapsmanneskja og hélt góð-
um tengslum við vinkonur sínar
alla tíð, var smekkleg í tauinu,
elegant og kunni að njóta lífsins
þar sem hún lét drauma sína
rætast m.a. með að ferðast víða.
Þrátt fyrir allan ástvinamiss-
inn var ekki hægt að finna að
það skerti lífslöngun hennar,
varð það aðeins til þess að efla
hana enn meir í að njóta hverr-
ar stundar.
Ég var dugleg að heimsækja
ömmu alveg fram á síðasta dag.
Við vorum góðar vinkonur enda
amma svo skemmtileg með svo
góða nærveru. Hún var frið-
söm, einstaklega fórnfús og
kvartaði aldrei, hún var öllum
góð enda elskuðu hana ungir
sem gamlir. Hún hafði einstakt
jafnaðargeð, drifkraft og seiglu
sem ég hef sjaldan kynnst. Mér
leiddist aldrei en leið alltaf vel
hjá ömmu, hvort sem það var
þegar ég gisti hjá henni sem
barn og fékk að leika með
skartgripina hennar og sofa í
fallega prinsessusloppnum eða
gisti hjá henni sem unglingur
þar sem ég vaknaði við ilmandi
lambahrygginn, eða þá þegar
ég heimsótti hana í Mörkina og
hélt í höndina á henni meðan
hún söng og raulaði skemmti-
legar vísur.
Hún var kletturinn í mínu
framan af stormasama lífi, en
síðar varð það svo að það kom
m.a. í hlut minnar fjölskyldu að
vera henni félagsskapur og vin-
ir. Við heimsóttum hana iðulega
og áttum margar góðar stundir
saman þar sem vinátta okkar
ömmu efldist með árunum.
Þannig vorum við amma til
staðar fyrir hvor aðra í lífinu.
Ég var svo gæfusöm að fá að
halda í hönd hennar og strjúka
ennið á henni sem henni fannst
alltaf svo gott þar sem við vor-
um saman komin hennar nán-
ustu þar til yfir lauk. Mun ég
sakna hennar mikið.
Vil ég þakka starfsfólki og
heimilisfólki í Mörkinni fyrir að
hafa gert síðustu ár ömmu svo
ánægjuleg og skemmtileg sem
og þeirra sem voru svo duglegir
að heimsækja hana.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín, það er búið að vera svo
dýrmætt að fá að hafa þig
svona lengi. Ég veit að þú ert í
góðum höndum þar til við
sjáumst að nýju í dýrðinni hjá
Guði þar sem við getum haldið
áfram að hafa það gaman sam-
an.
Inga Guðrún Halldórsdóttir.
Ingveldur Sigríður
Filippusdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ingveldi Sigríði Filipp-
usdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.