Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.05.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 ✝ Ingibergur Að-alsteinsson fæddist 22. október 1950 á Hrauni í Tálknafirði. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 24. apríl 2017. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Einar Einarsson, f. 5. desember 1907, d. 1. febrúar 1984, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 24. október 1912, d. 26. febrúar 2009. Systk- ini Ingibergs eru: 1) Birgir Aðal- steinsson, f. 11. ágúst 1939. Eiginkona hans var María Jóns- dóttir, f. 26. ágúst 1941, d. 17. febrúar 2012. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg Helga, hennar synir með Jónasi Róbertssyni eru Ró- bert Þór og Arnar Dofri. b) Ein- ar Þór, hans börn með Sigríði Evu Rafnsdóttur eru María Katrín og Einar Rafn. c) Birgir Karl, hans börn með Elínborgu ur Dagmar Lilju og Aron Elvar. b) Gunnar Örn, trúlofaður Ingi- björgu Ósk Erlendsdóttur. Þau eiga synina Ástráð Elí og Borg- þór Gauta. Áður átti Ingibjörg soninn Hafþór Nóa. 4) Stella Að- alsteinsdóttir, f. 22. október 1958. Hennar maður er Örn Þórisson, f. 3. janúar 1958. Þeirra börn eru Svava og Snorri. Ingibergur ólst upp á Tálknafirði og gekk í Barna- og unglingaskólann þar. Síðar fór hann í nám á Reykjanesi við Ísa- fjarðardjúp. Hann fór í Fram- reiðslu- og veitingaskóla Íslands og lærði til þjóns á Hótel Loft- leiðum og útskrifaðist þaðan 1973. Hann fluttist til Noregs 1975, starfaði við þjónsstörf þar um 9 ára skeið, m.a. á Grand hóteli í Osló, Tyin-fjallahóteli og á Strand Bar og Grill í útjaðri Osló. Heimfluttur vann hann m.a. á Glóðinni í Keflavík, tré- smiðju Þorvaldar Ólafssonar, Ásakaffi í Grundarfirði, Plast- prenti í Reykjavík og víðar. Síð- ustu 19 árin vann hann við Laugardalslaug í Reykjavík. Hann hætti þar störfum 2015 vegna veikinda. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 2. maí 2017, klukkan 13. Sigríði Freysdóttur eru Arnheiður, Auður og Brimir. Áður átti Elínborg soninn Ými. 2) Þor- steinn Aðal- steinsson, f. 26. des- ember 1943, í fjarbúð með Svan- dísi Jeremíasdótt- ur, f. 7. apríl 1942. Synir Þorsteins með Dagbjörtu Sig- ríði Höskuldsdóttur, f. 10. febr- úar 1948, eru Aðalsteinn Eyþór, kvæntur Helgu Finnbogadóttur. Þeirra börn eru Böðvar og Dag- björt. Höskuldur. 3) Guðrún Að- alsteinsdóttir, f. 30. júní 1949. Hennar maður er Ástráður Örn Gunnarsson, f. 30. mars 1948. Þeirra börn eru: a) Þórey, gift Ragnari Halldóri Ragnarssyni. Þeirra dætur eru Ásta Guðrún og Íris Arna. Brynja, í sambúð með Ögmundi Rúnari Steph- ensen. Þau eiga Margréti Yrsu og Ágúst Inga. Fyrir á Ögmund- Góður vinur Ingibergur Aðal- steinsson hefur nú kvatt þetta jarðlíf og þó að hann hafi tekist á við veikindi um hríð bar andlát hans nokkuð brátt að eins og stundum vill verða. Við Ingiberg- ur, eða Ingi eins og hann var kall- aður, kynntumst fyrir um 18 árum þegar hann hóf störf við Laugar- dalslaug. Koma hans leiddi til góðs samstarfs milli okkar og þró- aðist er fram liðu stundir í vináttu sem aldrei bar skugga á. Ég náði því að kynnast Inga ágætlega en hann var maður heilsteyptur, reglusamur og vildi öðrum vel. Í vinnunni í Laugardalslaug átti hann til að vera spaugsamur og gat með hnyttnum tilsvörum blás- ið talsverðu fjöri inn á vaktina. Við sem unnum samhliða honum í lauginni til margra ára sjáum því á eftir vinsælum og að vissu leyti nokkuð sérstæðum manni sem okkur þótti vænt um. Með árunum mynduðust nokkrar hefðir í sam- skiptum okkar Inga. Hann var snillingur í að baka rúgbrauð og naut ég góðs af þeirri færni hans. Ingi heitinn var seinni árin alltaf tilbúinn með heimabakað brauð fyrir mig tímanlega fyrir Þorláks- messuskötuna og ég gat á móti fært honum lagköku sem kom honum vel fyrir jólin. Yfirleitt heimsótti ég því Inga fyrir hver jól og sá þá hversu mikill heimilis- maður hann var og að snyrti- mennska var honum í blóð borin. Alltaf fór Ingi til sinna nánustu á stórhátíðum og einnig fór hann hvert sumar vestur á Tálknafjörð sem var honum mikil upplyfting ekki síst meðan móðir hans bjó þar. Samskipti Inga við skyldfólk- ið voru honum mikils virði veit ég. Eftir að ég hætti að vinna sá ég minna til Inga en fljótlega eftir það varð hann að hverfa frá störf- um sökum veikinda sinna. Við Ingi heitinn héldum áfram okkar sam- skiptum þótt við værum hætt störfum í Laugardalslaug. Kring- um jólin eins og áður kom fram og eins með heimsóknum. Við töluð- umst reglulega á í síma og eftir að Ingi fór að takast verulega á við sjúkdóm sinn urðu símtölin tíðari. Hann var alltaf bjartsýnn og við- ræðugóður en vissulega var þetta erfið glíma. Ég bauð Inga heim í haust er leið og við áttum saman skemmti- lega dagsstund. Slógum á létta strengi og rifjuðum upp spaugileg atvik frá vinnustað okkar gegnum árin. Þrátt fyrir erfið veikindi var Ingi tilbúinn með heimabakaða brauðið sitt handa mér fyrir sl. jól. Ég fór heim til hans af því tilefni og renndi mig þá í grun að bar- áttan við sjúkdóminn væri senni- lega töpuð. Við töluðum oft saman í síma undanfarna mánuði og mér fannst aðdáunarvert að fylgjast með því æðruleysi sem Ingi heit- inn sýndi í veikindum sínum. Ég kveð Inga með þakklæti í huga en því fylgir líka eftirsjá þegar góðir drengir kveðja þetta jarðlíf. Bið hans nánustu guðsblessunar. Dagný Elíasdóttir. Ég kom á Hraun sumarið 1965 í fyrsta sinn. Það var gaman að koma inn í hópinn á Hrauni, Gunna ári yngri en ég og Bergur tveim árum yngri. Svo litla Stella. Vel var tekið á móti mér af verð- andi tengdaforeldrum og systkin- unum. Okkur Bergi varð strax vel til vina. Fyrsta morguninn á Hrauni var fallegt veður. Tálkna- fjörðurinn spegilsléttur. Ég stóð og horfði yfir fjörðinn. Þá kom Bergur út í rósóttum slopp og glottir sínu einstaka glotti og sagði bíddu þangað til eftir hádeg- ið þá verður orðið hvasst. Þetta fannst mér ótrúlegt, ekki þekkj- andi innlögnina blessaða. Ég fann strax að Bergur var frábrugðinn öðrum strákum sem ég þekkti. Seinna skildi ég ástæð- una. Hann var á þessum árum í skólanum í Reykjanesi. Ekki vissi ég þá að honum leið oft illa í skól- anum, en lét sig hafa það. Hann lærði til þjóns á Hótel Loftleiðum með ágætum árangri. Svo flutti hann til Noregs. Réð sig á Grand hótel á Karl Jóhann. Ég átti leið á þessum tíma til Óslóar og heim- sótti hann á Grand og fékk kaffi og kökur hjá honum. Seinna vann hann á tveimur veitingastöðum stutt frá Fornebu-flugvellinum og síðar á fjallahóteli sem hann lét vel af. Fer svo aftur til Óslóar og að vinna hjá hreingerningarfyrir- tæki. Vann fyrir þetta fyrirtæki með einhverjum hléum sem hann eyddi í að ferðast um Evrópu. Ég átti aftur leið um Ósló á þessu síð- asta ári Bergs í Noregi. Hann hafði verið lasinn og var á sjúkra- húsi. Ég fann að hann var orðinn leiður á Noregi og hvatti hann til að koma heim. Hann hringdi svo í bróður sinn stuttu seinna og við aðstoðuðum hann við flutning heim. Þegar Bergur ákvað eitt- hvað stóð hann við það. Hann ákvað að hætta áfengisneyslu, fór í meðferð og snerti ekki áfengi eft- ir það. Ingibergur var sérstakur per- sónuleiki og gaman að slúðra við hann. Hann var snillingur í hönd- unum, á tímabili saumaði hann talsvert út og það eru til falleg stykki eftir hann. Margir vina hans fengu box með smákökum frá honum fyrir jólin, enda snilld- arbakari. Honum leið oft illa vissi ég en reyndi að gera það besta úr lífinu. Hann hafði alltaf dreymt um að fljúga. Hann hringdi í mig í einu sinni og var afar glaður. Hon- um hafði verið boðið í flugferð og ekki nóg með það, heldur með flugkennara svo hann fékk að fljúga sjálfur. Ég held að sonur Stellu, Snorri, hafi haft frum- kvæðið að þessu ævintýri og ég veit ekki hvort Snorri veit alveg hversu glaður Bergur var yfir þessu. Mörg síðustu árin vann hann við sundlaugina í Laugardal og það hentaði honum mjög vel. Ég hef fylgst með baráttu hans við krabbamein nú síðustu mánuði og dáðst að því hvernig hann höndl- aði þann slag. Steini stóð allan þann tíma við hlið hans eins og klettur og fór með honum í lækn- isrannsóknir og annað sem þurfti. Þau systkin hans reyndust honum afar vel í veikindum hans. Ég hringdi í Berg viku áður en hann kvaddi og var hann þá bara hress í tali. Systur hans fóru í utanlands- ferðir og voru að koma heim dag- inn sem hann dó. Hann notaði Hraunsþrjóskuna sína og beið eft- ir þeim til að kveðja. Ég tel mig ríkari að hafa fengið að kynnast Bergi og bið systkinum hans allr- ar blessunar. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Hvar skal eiginlega byrja þeg- ar manns eins og Bergs frænda er minnst? Bergur, sem hefur alla tíð verið í lífi okkar og verið okkur innan handar? Við erum þakklát fyrir tímann sem við höfum varið saman. Bergur var sannarlega ekki allra, en hann elskaði sitt fólk innilega. Hann var ósérhlífinn, ferlega fyndinn og mikill prakkari. Við systkinin vorum svo heppin að fá að verja flestöllum jólum, pásk- um, áramótum og ótal laugar- dagskvöldum með Bergi frænda í faðmi fjölskyldunnar. Á tímamót- um sem þessum hellast minning- arnar yfir okkur og við gleðjumst yfir öllum gullkornunum. Hvort heldur sem það var þegar hann grínaðist við ótal tilefni og reytti af sér brandara, eða þegar hann fékk sér netfang og reyndi að senda tölvupóst á heimilisfangið okkar! Við minnumst þess að Bergur kunni allar kúnstarinnar reglur um framreiðslu matar, borðbúnaðar og matarsiði. Við minnumst þess hversu þrjóskur elsku Bergur okkar var. Hann vildi alls ekki borða lakkrís, kunni ekki að meta neitt gult og var mörg ár að sættast við að borða kjúkling. Bergur þurfti eitt sinn að mæla sér mót við iðnaðarmann sem lofaði að hringja. Ekkert ból- aði á iðnaðarmanninum og biðin lengdist sífellt. Bergur harðneit- aði að hafa samband að fyrra bragði, enda hafði maðurinn ætlað að hringja! Þar við sat og ekki leystist úr málinu fyrr en annar aðili gekk í verkið rúmum 3 árum síðar! Síðustu árin fórum við fjöl- skyldan að ræða meira um mark- mið og drauma sem hvert og eitt okkar langaði að uppfylla. Í ljós kom að Berg dreymdi um að fara til Viðeyjar, hann langaði að skoða Vestmannaeyjar og Grænland. Einn draumur stóð þó rækilega upp úr, en Berg langaði að fljúga flugvél. Við systkinin drifum í að útvega honum æfingatíma á oggu- lítilli rellu frá Reykjavíkurflug- velli. Bergur svaf ekkert aðfara- nótt flugsins, hann var svo ægilega spenntur og las sér mikið til. Við systkinin fengum að sitja í aftur- sætinu á meðan Bergur fékk fulla stjórn á vélinni. Við héldum að við yrðum ekki eldri! Bergur flaug þó eins og foringi og ljómaði allur. Þetta er ein af fjölmörgum ynd- islegum minningum sem við eigum um ástkæran frænda okkar. Nú er víst kominn tími til að kveðja í bili. Eftir situr fullvissan um að Bergur elskaði, og var elskaður. Hvíl í friði, að eilífu þín, Svava og Snorri Arnar- og Stellubörn. Örn Þórisson Ingibergur Aðalsteinsson HINSTA KVEÐJA Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Kveðja frá systkinum, Birgir, Þorsteinn, Guðrún og Stella. ✝ Rafn Haralds-son var fæddur í Reykjavík 1. júní 1948. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfara- nótt 25. apríl 2017. Foreldrar Rafns voru Haraldur Ólafsson, sjómaður frá Breiðabólstað í Ölfusi, f. 21.3. 1904, d. 18.9. 1991, og Hrefna Hjörleifsdóttir, starf- aði hjá LSH frá Neðra-Hálsi í Kjós, f. 26.4. 1912, d. 29.12. 1984. Bræður Rafns eru: 1) Ólafur Rafn framkvæmdastjóri, f. 1937, maki Ásgerður Hösk- uldsdóttir, 2) Hörður þjónn, f. 1944, 3) Haraldur loft- skeytamaður, f. 1948, maki Ragnheiður Snorradóttir. Rafn un og frumkvöðlafræði, f. 23.7. 1984, sambýlismaður Manello Marakabei múrari, börn þeirra eru Fríða Dineo og Margrét Mamello. Rafn ólst upp á Sjafn- argötu 10 í Reykjavík. Hann tók gagnfræðapróf frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1965, kenn- arapróf frá Kennaraskóla Ís- lands 1970 og lauk stúdentsprófi frá sama skóla 1971. Rafn kenndi við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1971- 1974, Hólabrekkuskóla 1974- 1975, Hlíðaskóla 1975-1979 og Gagnfræðaskóla Selfoss 1979- 1994. Hann hóf búskap á Bræðrabóli í Ölfusi 1979 og stundaði ásamt kennslu refa- búskap fyrstu árin í Ölfusinu en söðlaði um og hóf kjúklinga- ræktun 1985 en lét af störfum 2014. Rafn sat um tíma í stjórn Ísfugls Útför Rafns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 2. maí 2017, klukkan 15. kvæntist 5. júlí 1975 Sigurbjörgu Jónsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 3. september 1952. Heimili þeirra var lengst af á Bræðra- bóli í Ölfusi. Börn þeirra eru: 1) Daði knattspyrnuþjálf- ari, f. 17.2. 1976, maki Thelma Hrönn Sigurdórs- dóttir söngkona, 2) Hlín fram- haldsskólakennari, f. 13.9. 1977, sambýlismaður Derek Murphy sem starfar hjá Alvotech, 3) Rafn Haraldur íþróttafræð- ingur, f. 18.6. 1982, sambýlis- kona Ásgerður Kristrún Sig- urðardóttir jarðfræðingur, börn þeirra eru Sólveig Lóa og óskírð, 4) Sigríður MSc í stjórn- Það var árið 1974 sem ég kynntist Rafni þegar Sibba syst- ir mín kom með hann í Skeið- arvoginn til þess að kynna fyrir fjölskyldunni. Við sátum í stof- unni og ég, unglingurinn, jórtraði ákaft tyggigúmmí. Rafn horfði á mig stífum augum, dró upp úr vasa sínum Wrigleys- pakka og sagði: „Ég skal gefa þér þennan pakka ef þú treður honum öllum upp í þig í einu.“ Og það gerði ég. Svona voru samskiptin, hrein og bein. Ég man þegar ég var búin að vandræðast lengi í leit að minni fyrstu íbúð. Þegar Rafn frétti það dreif hann mig á fasteigna- sölu og spurðist fyrir um bestu íbúðina á ákveðnu verðlagi, íbúðin skoðuð og keypt. Þetta tók innan við klukkutíma og hefði ég ekki getað gert betri kaup. Sibba og Rafn gengu í hjóna- band 1975 og hófu búskap á Gunnarsbrautinni. Þar eignuð- ust þau Daða og Hlín. Rafn hafði þá löngun að flytja í sveit en Sibba var ekki eins áköf en samþykkti að fara í eitt ár til reynslu. Keyptu þau Bræðraból í Ölfusi 1979 og hafa ekki farið þaðan síðan. Þar eignuðust þau Rafn Harald og Siggu. Síðan hófst ótrúleg uppbygging á Bræðrabóli, bæði á húsakynnum og umhverfi. Rafn gróðursetti þúsundir trjáa á landi sínu sem myndað hefur góðan skjólgarð. Allt var þetta gert af miklum smekklegheitum. Rafn hafði auga fyrir gömlum munum og amboðum. Sankaði hann þeim að sér héðan og þaðan m.a. úti í mýri og má segja að hann hafi bjargað gömlum verðmætum frá eyðileggingu. Skreyta þeir nú húsið bæði að utan og innan. Frá upphafi hafa ég og dætur mínar verið tíðir gestir á Bræðrabóli þar sem alltaf hefur verið tekið vel á móti okkur með miklum rausnarskap. Stórfjöl- skyldan safnaðist þar oft saman um verslunarmannahelgar og var þar oft mikil gleði, bæði fyr- ir börn og fullorðna. Við Fríða systir fórum oft austur fyrir fjall í heimsókn þar sem farið var í göngutúra og Rafn dekraði við okkur systurnar þrjár, grillaði og færði okkur drykki í heita pottinn. Það má segja að Rafn hafi stundum setið uppi með ekki aðeins eina systur heldur þrjár sbr. New York-ferðina góðu. Börnin í fjölskyldunni, sem nú eru orðin fullorðin, hugsa með miklum hlýhug til þess tíma þegar þau fengu að koma á Bræðró og gista til lengri eða skemmri tíma. Rafn hafði mikla gleði af barnabörn- um sínum sem eru orðin fjögur og fimmta á leiðinni. Rafn var stór, hjarthlýr og örlátur maður en hafði einnig gaman af að ögra. Hann var mikill jafnaðarmaður. Í huga mér er þakklæti fyrir að hafa kynnst Rafni. Elsku Sibba, Daði, Hlín, Rafn Haraldur, Sigga, tengdabörn og barna- börn, minning um góðan mann lifir í huga okkar. Jónína Margrét Jónsdóttir. Það var mikið tilstand í Skeiðarvogi 1 í byrjun júlí 1975. Elsta dóttir Sigrúnar og Jóns var að fara að gifta sig og veisl- an haldin heima. Húsið fylltist af gestum og öllu var tjaldað til á þessum fallega sumardegi. Gleði og hamingja sveif yfir vötnum í brúðkaupi Sigurbjargar og Rafns Haraldssonar, þessa hæg- láta manns sem við þekktum lít- ið en átti eftir að verða lífstíð- arvinur. Þar spillti ekki fyrir að hann var orðheppinn og oft meinfyndinn. Rafn var hár og vörpulegur maður og hafði verið liðtækur í körfubolta á unglingsárum. Okk- ur er minnisstætt þegar Austin Mini renndi í hlað í Skeiðarvog- inum og út steig Rafn, nýbúinn að festa kaup á bílnum sem var eins og skókassi við hliðina á bíl- stjóranum. Seinna söðlaði hann yfir í stóra ameríska dreka sem óneitanlega hæfðu honum betur. Eftir fáein ár á Gunnars- brautinni fluttu þau Sibba á Bræðraból í Ölfusi og reistu þar bú. Fyrstu árin vann Rafn við kennslu meðfram refarækt en sneri sér seinna alfarið að kjúk- lingarækt og farnaðist vel. Hann var ekki dæmigerður bóndi, stundaði ekki hefðbundinn bú- skap og gerði oft stólpagrín að landbúnaðarkerfinu. Heimili hans og Sibbu á Bræðrabóli var frá upphafi sambland af Skeið- arvogi 1 og góðu íslensku sveita- heimili; frjálslegt, iðandi af lífi og alltaf opið gestum og gang- andi. Á árum áður sóttust börn- in í stórfjölskyldunni eftir að dvelja þar frjáls og óheft af for- eldrayfirráðum í mildri umsjá Sibbu og Rafns og góðum fé- lagsskap barna þeirra, Daða, Hlínar, Rafns Haraldar og Sig- ríðar. Nú er ný kynslóð að bæt- ast í hópinn en stórt skarð er fyrir skildi þegar afa nýtur ekki lengur við. Bóndinn á Bræðrabóli hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og fór oft eigin leiðir en þó var ekki hávaðanum fyrir að fara. Röddin var djúp en allt- af stutt í kímni og kraumandi hlátur. Rafn var tilfinningaríkur maður en var lítið fyrir að bera persónuleg mál sín á torg. Um- hyggja hans fyrir fjölskyldu sinni duldist engum. Við kveðj- um kæran mág og svila og þökkum honum samfylgdina. Guðmundur og Sæunn. Rafn Haraldsson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MATTHÍAS EGGERTSSON, fyrrv. ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys, Hagamel 37, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 3. maí klukkan 15. Margrét Guðmundsdóttir Sigríður Matthíasdóttir Jón Pálsson Jóhann Eggert Matthíasson Þórhildur Halla Jónsdóttir Pétur Ólafur Matthíasson Anna Eleonora Hansson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.