Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Elín Krist-bergsdóttir
fæddist í Reykjavík
1.11. 1929, lést 10.4.
2017. Foreldrar
hennar voru Krist-
jana Sigurrós Jóns-
dóttir, fædd 23.12.
1891, dáin 3.12.
1951 og Kristberg
Dagsson, fæddur
13.6. 1892, dáinn
10.11. 1946. Bræður
Elínar voru Skarphéðinn Krist-
bergsson, fæddur 22.4. 1912, dá-
inn 29.9. 1992 og Gunnar Berg
Kristbergsson, f. 6.1. 1931, d. 5.1.
1997. Elín giftist 29.3. 1956 Frið-
riki Guðmundssyni, fæddur 22.3.
1917, dáinn 12.3. 2005. Börn
þeirra eru Friðrik Friðriksson, f.
21.12. 1956, kona hans Guðrún
Helga Sigurðardóttir, f. 16.9.
1963. Börn þeirra eru Aldís Eva,
f. 26.1. 1990, dóttir hennar
Þorgerður Erlendsdóttir, f.
16.11. 1954, d. 10.1. 2014. Synir
þeirra eru Erlendur Kári, f. 19.9.
1982, sambýliskona hans er Að-
alheiður Ýr Ólafsdóttir, f. 14.4.
1984 og Friðrik Gunnar, f. 15.9.
1989. Fyrir átti Kristján dótt-
urina Elínu Idu, f. 2.6. 1976, móð-
ir Kristín Magnúsdóttir, f. 10.10.
1951. Sambýlismaður Þorvaldur
Friðrik Hallsson, f. 4.8. 1976.
Dætur Elínar Idu og Auðuns
Ólafssonar, f. 28.3. 1976, Kristín
María, f. 6.11. 1998, Bryndís
Marta, f. 1.3. 2003.
Elín fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Vesturbænum í Reykja-
vík og flutti til Hafnarfjarðar
1956 og bjó þar til æviloka. Var
heimavinnandi meðan börnin
voru lítil eins og flestar mæður í
hverfinu á þeim tíma. Var at-
hafnakona og rak sjoppu og síð-
ar snyrtivöruverslun á Strand-
götunni um árabil. Elín starfaði í
kvenfélagi Framsóknarfélags
Hafnarfjarðar, starfaði einnig í
kvenfélaginu Hringnum eða þar
til það var lagt niður.
Útförin fer fram frá Fríkirkju
Hafnarfjarðar 2. maí og hefst at-
höfnin kl. 13.
Emelía Rut, f. 10.
maí 2011, faðir Við-
ar Geir Hall-
grímsson, f. 14.6.
1986, og Dagur
Páll, f. 6.12. 1991.
Herborg Friðriks-
dóttir, f. 23.2. 1960,
maður hennar Guð-
jón Ágúst Sigurð-
arson, f. 12.2. 1959.
Börn þeirra Elín
Gróa, f. 18.1. 1979,
sambýlismaður Ásgeir Guðna-
son, f. 11.4. 1973. Börn þeirra
Katrín, f. 10.10. 2004, Bjarki, f.
1.9. 2009, Freyja, f. 3.7. 2014, og
Sigurður f. 21.1. 1990, sambýlis-
kona Auður Ósk Hlynsdóttir, f.
5.6. 1991, sonur þeirra Björn Ari,
f. 23.4. 2014. Fyrir átti Elín son-
inn Kristján Skúla Sigur-
geirsson, f. 29.3. 1951, faðir Sig-
urgeir Jónsson, f. 30.8. 1918, d.
25.1. 1996, kona hans Kristjáns
Eins og sólin
gafst þú okkur líf,
nærðir okkur,
hélst á okkur hita.
Á miðjum degi
lagðir þú þig
á dýnu hafsins
sem breiddi yfir þig.
Það snöggkólnar
þar sem við stöndum
í flæðarmálinu,
svo nærri
svo vanmáttug.
Vonum
að eldurinn sem þú
skildir eftir í hjörtum okkar
lifi áfram.
(Höf. Ása Marin)
Mamma mín, ég kveð þig að
leiðarlokum og þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman, allt sem þú kenndir mér.
Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir,
Herborg.
Elín tengdamóðir mín er farin,
okkur öllum að óvörum þrátt fyrir
háan aldur. Elín var 87 ára þegar
hún dó og hafði elst hratt nokkur
síðustu árin. Hún átti samt góð
efri ár, hélt sér frábærlega vel
bæði líkamlega og andlega og al-
veg fram á allra síðustu ár leit hún
út fyrir að vera áratugum yngri en
hún í rauninni var.
Ég kynntist Elínu fyrst á ní-
unda áratugnum þegar ég tók
saman við Friðrik, son hennar.
Hún vann þá í snyrtivöruverslun-
inni Andorru í Hafnarfirði eftir að
hafa áður átt og rekið hana árum
saman. Ég uppgötvaði þá að Elín í
Andorru var smart kona, skvísa í
húð og hár. Henni fannst gaman
að líta vel út og vissi margt um út-
lit og snyrtivörur. Snyrtivörur og
snyrting voru hennar grein og
snyrtivörur höfðu verið stór hluti
af lífi fjölskyldunnar á Sunnuveg-
inum í gegnum rekstur verslunar-
innar og starf húsmóðurinnar.
Fyrir mér var þetta nýr og fram-
andi heimur. Mér fannst afskap-
lega merkilegt hvað Elín vissi mik-
ið um snyrtivörur og notkun
þeirra.
Fljótlega kom í ljós að Elín var
mikil smekkmanneskja. Hún var
afkastamikil handavinnukona,
hafði stundað postulínsmálun með
góðum árangri og átti meðal ann-
ars mikið og flott jólastell sem hún
hafði málað sjálf og við fjölskyldan
fengum að njóta í jólaboðum hjá
þeim Friðriki eldri. Hún hafði líka
óskaplega gaman af að prjóna og
gerði mikið af því fyrir nú utan að
mála myndir af öllu tagi. Þó að
hún hætti postulínsmáluninni á
seinni árum hélt hún áfram að
mála myndir og hafði óskaplega
gaman af því að gefa þær. Þar
kom lagnin sér vel og hvað hún
hafði næmt auga fyrir útliti, formi
og litum.
Friðrik eldri veiktist fljótlega
eftir að hann fór á eftirlaun á ní-
unda áratugnum og dvaldi eftir
það á Sólvangi, í næsta nágrenni
við heimili þeirra Elínar á Sunnu-
vegi. Veikindi Friðriks voru
ábyggilega ekki auðveld fyrir El-
ínu en hún heimsótti hann samt
daglega og stundum tvisvar á dag
í sextán ár eða þar til hann lést.
Það var tvímælalaust bindandi og
örugglega ekki auðvelt að vera í
hjónabandi þar sem annar aðilinn
ekki gat búið heima en Elín sýndi
gríðarlegt trygglyndi og ræktar-
semi, farandi daglega upp á Sól-
vang til að heimsækja Friðrik,
færa honum nauðsynjar og sitja
hjá honum góða stund.
Elín var félagsvera sem þekkti
„alla“ í Hafnarfirði eftir að hafa
búið þar í áratugi. Það fundum við
fjölskyldan þegar hún átti erindi í
bæinn eða þurfti að fara í verslun.
Hún þekkti alltaf annan hvern
mann á Strandgötunni, í verslun-
armiðstöðinni Firði, Nettó eða
Fjarðarkaupum og það í orðsins
fyllstu merkingu. Verslunarferðir
með henni kröfðust tíma og þol-
inmæði því að auðvitað þurfti að
heilsa upp á alla vini og kunningja.
Elín ræktaði alltaf vinkonur sínar
og svo var hún líka félagslega virk,
ekki síst í Kvenfélaginu Hringnum
í Hafnarfirði. Hún bar hag Hrings-
ins fyrir brjósti og vann þar mikið
og gott starf. Hún prjónaði og
vann á bösurum hjá Hringnum og
svo var hún líka í stjórn Hringsins,
meðal annars sem ritari.
Ég vil að lokum segja að ég
kveð tengdamóður mína hana El-
ínu með virðingu. Hennar verður
sárt saknað.
Guðrún Helga Sigurðardóttir.
Elín
Kristbergsdóttir
✝ Guðrún Finn-bogadóttir
fæddist í Reykjavík
24. maí 1924. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 23. apríl 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Finnbogi
Sigurðsson frá
Seilu í Skagafirði,
f. 21.8. 1873, d. 4.3.
1936, og Þuríður
Guðjónsdóttir frá Seljateigi í
Reyðarfirði, f. 28.6. 1888, d.
15.3. 1989.
Systkini Guðrúnar voru fjög-
ur talsins. Þau voru María, f.
24.4. 1914, d. 14.12. 2013, Sig-
urður Kristján, f. 1920, d. 1946,
Guðjón, f. 2.12. 1927, d. 26.2.
2017, og Pálmi, f. 4.5. 1931.
þrjú börn, Katrínu Björk, Vigni
Gísla og Eirík Hilmar. 2) Sigþór
bankastarfsmaður. Sambýlis-
kona hans er Þórheiður Að-
alsteinsdóttir.
Guðrún fluttist tveggja ára
gömul með foreldrum sínum að
Skálatanga í innri Akranes-
hreppi. Eftir að faðir hennar
lést fluttist hún ellefu ára gömul
með móður sinni og systkinum á
Akranes þar sem hún bjó alla
sína tíð eftir það.
Eins og margar konur af
hennar kynslóð var hún lengst
af heimavinnandi húsmóðir. En
hún starfaði um nokkurra ára
skeið hjá Akraprjóni á Akra-
nesi.
Hún tók virkan þátt í félags-
málum á Akranesi. Var alla tíð
félagi í Lionsklúbbnum Eðnu,
starfaði fyrir kvennadeild slysv-
arnafélagsins á Akranesi og
starfaði lengi með sjúkravinum
Rauða krossins.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 2. maí
2017, kl. 13.
Guðrún kvæntist
30.10. 1943 Eiríki
Þorvaldssyni, síma-
manni á Akranesi,
f. 22.2. 1918, d.
19.8. 2004. For-
eldrar hans voru
Þorvaldur Ólafsson
frá Bræðraparti á
Akranesi, f. 18.9.
1887, d. 16.5. 1944,
og Sigríður Eiríks-
dóttir, f. á Skild-
inganesi við Skerjaförð 22.11.
1883, d. 28.5. 1934.
Börn Guðrúnar og Eiríks eru
tvö. 1) Sigríður, f. 18.2. 1944.
Gift Vigni Gísla Jónssyni, d. 3.6.
2013. Sonur þeirra er Eiríkur,
matvælafræðingur og fram-
kvæmdastjóri, kvæntur Ólöfu
Lindu Ólafsdóttur og eiga þau
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Með þessum ljóðlínum langar
okkur að minnast ástkærrar
móður okkar, Guðrúnar Finn-
bogadóttur, sem lést á Dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi 23.
apríl sl.
Velferð sinna nánustu var
henni alltaf efst í huga. Hún gaf
sig alla tíð af heilhug í það að
halda utan um heimili og fjöl-
skyldu og sjá sér og sínum far-
borða og fylgjast með og styðja
afkomendur sína alla tíð.
Þessari lífsbaráttu kynntist
hún snemma, þegar hún aðeins
11 ára gömul missti föður sinn og
fluttist með móður sinni og fjór-
um systkinum sínum úr innri
Akraneshreppi á Akranes. Móðir
hennar varð að bregða búi þegar
hún missti eiginmann sinn og
háði harða baráttu um að halda
fjölskyldunni saman sem hún
gerði með mikilli eljusemi og
vinnu.
Þetta hefur örugglega mótað
hana og allt var gert til þess að
skapa hlýju og umhyggju á heim-
ilinu. Hún var lengst af heima-
vinnandi og fyrir okkur krakkana
var þetta hrein paradís. Heimilið
okkar að Vesturgötu 90 var alltaf
opið vinum okkar, nágrannakon-
ur og vinir hittust reglulega yfir
kaffibolla í eldhúskróknum og
frændfólk úr Reykjavík kom oft
til lengri dvalar. Það var alltaf
nóg pláss á heimilinu þótt ekki
væri hátt til lofts eða vítt til
veggja. Þar bjó hún ásamt manni
sínum, Eiríki Þorvaldssyni síma-
manni, allan sinn búskap, í rúm
60 ár, í því húsi sem þau byggðu
sér, en Eiríkur lést árið 2004.
Sem ung kona háði hún harða
baráttu við berkla og dvaldi á Víf-
ilsstöðum sér til lækninga í um
það bil eitt ár. Á þeim tíma lagði
þessi vágestur bróður hennar,
Sigurð, að velli aðeins rúmlega
tvítugan að aldri, en hann dvaldi
einnig á Vífilsstöðum á sama tíma
og hún. Náði hún ótrúlegum bata
eftir þessi veikindi og varð síðar
ötull liðsmaður SÍBS á Akranesi.
Hún vildi einnig láta gott af sér
leiða á fleiri sviðum. Var virk í fé-
lagsmálum með Lionsklúbbnum
Eðnu, kvennadeild Slysavarna-
félags Íslands á Akranesi og með
sjúkravinum Rauða krossins.
Hún var mikil handverkskona
og prjónaði alla tíð mikið á af-
komendur sína og fyrir Hand-
prjónasambandið Þá starfaði hún
um árabil hjá Akraprjóni á Akra-
nesi.
Við systkinin og aðrir aðstand-
endur Guðrúnar viljum að lokum
þakka starfsfólki dvalarheimilis-
ins Höfða á Akranesi fyrir frá-
bæra umönnun og einstaka hlýju
í hennar garð á meðan hún dvaldi
þar síðustu átta ár ævi sinnar.
Sigríður (Sigga) og Sigþór.
Vorið er uppáhaldstími þeirra
sem hafa græna fingur. Amma
var ein af þeim, hún gat enda-
laust nostrað jafnt við blóm og
runna í garðinum sem og blóma-
potta í sólstofunni sem hún og afi
létu reisa á Vesturgötunni.
Þar fann maður þau alla jafnan
þegar kíkt var í heimsókn, amma
að prjóna lopapeysur eða að
vökva plönturnar og afi við henn-
ar hlið – nema ef íþróttir voru í
sjónvarpinu.
Amma og afi bjuggu alla tíð að
Vesturgötu 90 á Akranesi. Þó að
húsið væri ekki stórt er það í
minningunni stórt. Að koma í
heimsókn til ömmu og afa var
alltaf gott. Þar var raðað í mann
kræsingum – kálbögglum, kjöt-
bollum og karamellubúðingum.
Útilegurnar og veiðiferðirnar
voru ófáar og í minningunni æv-
intýraferðir. Heimasmurt nestið
og súkkulaði var órjúfanlegur
partur af upplifuninni.
Elsku amma mín – nú verða
fagnaðarfundir hinum megin við
móðuna miklu.
Eiríkur.
Guðrún
Finnbogadóttir
Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Finnbogadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar
um Elínu Kristbergs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Hilmar Bern-burg fæddist í
Reykjavík 22. apríl
1943. Hann lést á
Landspítalanum
Fossvogi 22. apríl
2017.
Foreldrar Hilm-
ars voru Hanna
Guðfinnsdóttir
húsmóðir frá Eyr-
arbakka, f. 15.
nóvember 1912, d.
25. október 1998, og Júlíus
Bernburg bifreiðaeftirlits-
maður, f. 14. maí 1908, d. 12.
júní 2005. Bróðir Hilmars er
Ragnar Bernburg, f. 1937. Eig-
inkona hans er Berta Krist-
insdóttir, f. 1935.
Hilmar var kvæntur Jar-
þrúði Williams, f. 1943, þau
skildu. Börn þeirra eru Rúnar
Bernburg, f. 1962, og Guðrún
Hanna Hilmarsdóttir, f. 1967.
Eiginkona Rúnars er Þóra
Svanbergsdóttir, f. 1966. Dætur
þeirra eru: Ragnheiður Jara
Rúnarsdóttir, f. 1990, unnusti
Guðmundur Þorsteinn Bergs-
son, f. 1988, og dóttir þeirra er
Jónína Jara Guð-
mundsdóttir, f.
2015. Sylvía Rut
Rúnarsdóttir, f.
1996, unnusti
Freysteinn Val-
björnsson, f. 1993.
Eiginmaður
Hönnu er Örn
Héðinsson, f. 1964.
Synir þeirra eru:
Hilmar Sindri Arn-
arson, f. 1992, unn-
usta Elsa Lárusdóttir, f. 1992,
og Héðinn Snær Arnarson, f.
1994, unnusta Rakel Pálm-
arsdóttir, f. 1994.
Náin vinkona Hilmars síð-
ustu árin var Svava Snorra-
dóttir.
Hilmar var prentari að
mennt og starfaði sem slíkur
mestallt sitt líf, m.a. hjá Al-
þýðublaðinu, Blaðaprenti, Ísa-
foldarprentsmiðju og Odda.
Síðustu starfsárin vann hann
sem húsvörður hjá RÚV.
Útför Hilmars fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
2. maí 2017, og hefst athöfnin
kl. 15.
Elsku pabbi.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Góða ferð, elsku pabbi, og
blessuð sé minning þín.
Hanna og Rúnar.
Tengdafaðir minn er nú fall-
inn frá.
Það var í ágúst 1984 sem við
kynntumst en þá var ég að
hefja tilhugalífið með Hönnu.
Fjölskyldan var þá einmitt að
flytja sig um set og búa sér
nýtt heimili í Melgerðinu. Þar
bjuggu þau sér, Hilmar og
Jara, notalegt heimili þar sem
við fjölskyldan áttum athvarf.
Meiri aðdáanda að Saab-bif-
reiðum hef ég ekki hitt og átt-
um við oft rökræður um bíla
þar sem ég hafði alist upp við
hjá mínum föður að Volvo væri
eini bíllinn sem vert væri að
eiga.
Það var ekki alltaf auðvelt að
þekkja Hilmar. Hann hafði sín-
ar skoðanir og fór sínar leiðir.
Hann var fylginn sér, vildi hafa
röð og reglu á hlutum og með
eindæmum þrifinn. Það var
skondið að horfa stundum á
frumburð okkar, Hilmar
Sindra, skottast um húsið, með
afa sinn á hælunum á eftir sér
með tusku og úða til að þrífa
eftir litlu puttana sem skildu
eftir sig sönnunargögnin.
Hilmar hafði skemmtilegan
húmor. Hann var kannski ekki
sá er í fremstu víglínu var en
fyndin tilsvör á lífið og til-
veruna gerðu daginn bjartari
og gáfu bros á vör. Það var ein-
mitt í hans anda að biðja um af-
mælisveislu uppi á spítala, þar
sem við nánustu kæmum saman
og átti ég að mæta með snafs-
inn. Því miður náðist það ekki
en Hilmar lést einmitt að
kvöldi afmælisdags síns.
Hin síðustu ár reyndust hon-
um erfið, heilsan fór að bila
sem hamlaði honum mikið.
Hann talaði lítið um veikindi
sín þó að ég hugsi að hann hafi
vitað í hvað kynni að stefna. Nú
þegar hann er horfinn á aðra
stigu minnist ég hans með hlý-
leika og óska honum kærleiks
og friðar. Það er ég alveg viss
um að hans nánustu sem þar
taka á móti honum fá að njóta
glettni hans.
Megi Guð geyma þig, blessuð
sé minning þín.
Þinn tengdasonur,
Örn.
Hilmar Bernburg
✝ JóhannaPétursdóttir
fæddist á Breið-
dalsvík 2. maí
1948. Hún lést á
kvennadeild
Landspítalans
5. september
2016.
Útför Jóhönnu fór fram í kyrr-
þey að ósk hennar.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Jóhanna
Péturs-
dóttir