Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 29

Morgunblaðið - 02.05.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur þitt á hreinu og þarft því ekki að hafa áhyggjur af því þótt vinnufélagarnir sæki að þér. Allt er í startholum fyrir samband að hefjast. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þið kannið eitthvað gaumgæfilega og spyrjið réttu spurninganna getið þig leyst ráð- gátu í dag. Samskiptin fara fram með fjar- skynjun og augnaráðið er svo hlaðið að orð reynast alger óþarfi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugmyndir þínar njóta meiri stuðn- ings en þú áleist í upphafi. Ef þú vilt eiga sam- skipti við einhvern aftur skaltu stíga fyrsta skrefið í kvöld. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hver er sinnar gæfu smiður segir mál- tækið og það á við þig sem aðra. Reyndu að finna sameiginleg mál sem allir geta orðið sammála um. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mennt er frelsun. Rómantík og daður geta lífgað upp á daginn en einnig er hugs- anlegt að þið hittið nýtt og skemmtilegt fólk. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tjáðu skoðanir þínar umbúðalaust og láttu engan velkjast í vafa um, hvað þér finnst um menn og málefni. Vertu einsömul í kvöld, það hjálpar þér við að svara spurningunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Valdabarátta við vini og vandamenn gerir þér lífið leitt. Leggðu einn ósið á hilluna eða taktu upp heilsubætandi sið. Kepptu svo að því sem þig langar að ná. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki ástæða til annars en að vera léttur í lund og láta lífið leika við sig. En mundu að sígandi lukka er best. Orð þín eru hnitmiðuð og markviss og hitta beint í mark. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Athyglin beinist að þér í dag, sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Skemmtileg neyð gæti komið upp í líki óvæntra og svangra gesta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hlustaðu vel á það sem þér eldri menn hafa fram að færa. Nýttu þér það til þess að átta þig á því hvað þú vilt til tilbreyt- ingar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Komdu fram við þig eins og góður yfirmaður myndi gera, þótt hinn raunverulegi yfirmaður þinn sé ekki upp á marga fiska. Hvorugt er hægt að sniðganga, hungur, eða þorsta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert að vinna að stóru og tímafreku verkefni. Ekki láta þetta þróast út í einhvers konar valdabaráttu. Mér hefur farið eins og Ak-ureyringum mörgum að þykja Vaðlaheiðin hlýleg og falleg. En ekkert er einhlítt. Hallgrímur Óskarsson orti á Boðnarmiði: Þarna situr þessi bunga, þetta kallast varla fjall. Eins og landsins lengsta tunga sem lafir eftir mikið svall. Ljóðabók Guðmundar á Sandi, „Utan af víðavangi“ kom út 1942. Þar er þessi staka: Vélin hjólum leggur lið lesa veginn hraðla. Óðum gengur upp á við yfir heiði Vaðla. Þetta gefur tilefni til að rifja upp vísur um fjöll. Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum, sá mikli kenn- ari og fróðleiksbrunnur, kryddaði mál sitt gjarna með smásögum og vísum. Þessi er um Smjörvatns- heiði: Enn sá heiðarandskoti, ekkert strá né kvikindi; hundrað milljón helvíti af hnullungum og stórgrýti. Þessa stöku kenndi mér Kristján Karlsson: Háa-Þóra heitir fjall hæst í Þorgeirsfirði. Oddur kleif það einsamall upp á þann háa klettastall. Hér er „Staka um Fljótshlíð“ eftir Bjarna Thorarensen: Á vori vænust meyja! vafin öll í skart, á sumri fríð húsfreyja! flest hjá þér er þarft, á hausti blíð sem móðir mæt, á vetri fegurst línklætt lík, lífs og dauð ágæt. Þetta erindi kallar fram í hugann gamla stöku: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum. Allir komu óvinir Njáls nema Ingjaldur á Kjöldum. Baldvin Jónsson skáldi orti: Dal í þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum. Það er öngum of gott líf uppi í Gönguskörðum. Þannig var mið ákveðið frá Snæfellsnesi: Langt er út af Lúðuklett, legið getur þar bátur. Bjarnarfoss undir Búðaklett, breiðan Gölt í Látur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Vaðlaheiði, Háu-Þóru og öðrum fjöllum Í klípu ALLIR FÓRU RAUÐEYGÐIR HEIM AF KVÖLDVAKTINNI. PIPARÚÐIGÆÐAVOTTUNTILRAUNASTÖÐ STARFSFÓLK eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF ÞETTA Á AÐ GERA MIG STÓRAN OG STERKAN, ÞÁ ÆTTIR ÞÚ KANNSKI FREKAR AÐ BORÐA ÞETTA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vinna saman! KONUR ELSKA ÁSTARLJÓÐ HVAÐ RÍMAR VIÐ „ÚLFYNJA“? „LÚSER“ AUÐVITAÐ ER ÉG AÐ HLUSTA! ÉG VEIT AÐ ÞAÐ AÐ HLUSTA ER HEILBRIGT FYRIR HJÓNABANDIÐ SVARAÐU ÞÁ! ÞAÐ VÆRI ÓHEILBRIGT! FINNST ÞÉR ÉG VERA FALLEG? HRÓLFUR! ÞÚ HLUSTAR EKKI Á MIG! Víkverji var staddur í Lundúnumfyrir skemmstu og rölti kvöld eitt inn á dæmigerða enska knæpu til að fylgjast með knattspyrnuleik í beinni útsendingu. Leikurinn var hvorki merkilegur né eftirminnilegur en samræður karlanna sem horfðu á leikinn með Víkverja voru á hinn bóginn athygl- isverðar. Af öllu að dæma voru þeir allir fastagestir á kránni og þekkt- ust augljóslega vel. x x x Þetta var um það leyti sem JohnTerry, fyrirliði meistaraefnanna í Chelsea, tilkynnti að hann myndi yfirgefa félagið í sumar og róa á önnur mið. Terry hefur sem kunn- ugt er verið gríðarlega sigursæll með Lundúnaliðinu, unnið fjóra meistaratitla, Meistaradeild Evrópu og sitthvað fleira, og er almennt álit- inn besti varnarmaður í sögu félags- ins og einn sá besti í sögu úrvals- deildarinnar líka. x x x En það var okkar mönnum ekkiefst í huga af þessu tlefni; held- ur málið fræga þegar hann var stað- inn að því að halda við eiginkonu liðsfélaga síns, Wayne Bridge, fyrir allmörgum árum. Þeir fóru í smæstu atriðum yfir það mál, skelltu upp úr og slógu sér á lær. x x x Dapurlegt, ekki satt? en svona erlífið. Í augum margra verður önnur goðsögn úr ensku knatt- spyrnunni, Ryan Giggs, alltaf mað- urinn sem hélt árum saman við mág- konu sína; eiginkonu bróður síns. x x x Félagarnir fóru vítt og breitt umsviðið og á góma bar meira að segja nafn sem Víkverji hafði ekki heyrt lengi; Tony Grealish. Írski miðvellingurinn sem sálaðist langt fyrir aldur fram árið 2013. Víkverji missti raunar af því hvers vegna þeir fóru skyndilega að tala um hann en líklega var það vegna þess að einhver vildi vita hvort Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, væri sonur hans. Svo er ekki. vikverji@mbl.is Víkverji Allir vegir Drottins eru elska og trú- festi fyrir þá sem halda sáttmála hans og boð. (Sálmarnir 25:10)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.