Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 30

Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Chevrolet Silverado High Country Summit White/brúnn að innan. Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalara- kerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 10.430.000 2016 Suburban LTZ Keyrður 3000 km. 7 manna bíll, fjórir kapteinsstólar, Blu Ray spilari með tvo skjái, sóllúga og fl. 5,3L V8, 355 Hö. VERÐ 14.890.000 2017 Ram Limited 3500 6,7L Cummins. Vel útbúnir bílar með loftpúðafjöðrun, Aisin sjálf- skipting, Ram-box, upphitanleg og loftkæld sæti, sóllúga, hita í stýri og fl. Einnig til hvítu, silfur og dökk blár. VERÐ 10.590.000 2017 GMC Denali Glæsilegur bíll. Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ. Með sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í stýri og fl. VERÐ 10.490.000 Einnig til í Bright White, og Bright Silver Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Hjá Bókaútgáfunni Sæmundi er flautuverkið albúm eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld komið út á geisladiski í flutningi Pamelu De Sensi flautuleikara. Elín hef- ur sent frá sér fjölda tónverka á undan- förnum árum og verk eftir hana komið út á hljómdiskum og í bók- um. „Verkið nefnist albúm vegna þess að þetta er dálítið eins og fjölskyldualbúm. Í stað þess að skoða myndir af fólki eru upphafs- stafir allra notaðir sem tónefni í verkinu,“ segir Elín. „Það fjallar ekki bara um fjölskylduna mína, þetta gæti verið fjölskyldualbúm hvers sem er.“ Sækir tónefni í bókstafi Verkið er fyrir altflautu og er tón- efni verksins unnið út frá fanga- mörkum allra í fjölskyldu Elínar. „Verkið skrifa ég þannig að tónefnið er byggt á upphafsstöfum allra í fjölskyldunni. Það er grunn- hugmyndin og síðan þróar maður hugmyndina áfram, þetta er út- gangspunktur, eitthvað sem hálpar mér að byrja að semja. Ég bý til stef út frá þessum upphafsstöfum og síðan nýti ég mér líka morse- kóða, þessa gömlu samskiptatækni, þannig að allir bókstafirnir fá sinn morse-hryn,“ segir Elín og bætir við að undanfarin ár hafi hún í miklum mæli notast við bókstafi til að skapa tónlist. „Það hafa mörg önnur tónskáld notað þessa að- ferð í tónsmíðum sínum en hugmyndin að verkinu kom eiginlega af sjálfu sér. Síðustu fjögur eða fimm ár hef ég verið að vinna með bókstafi sem ég umtúlka yfir í nótur og þróa síð- an í ýmsar áttir. Einn daginn fór ég svo að hugsa um fjölskylduna, að það væru allir í fjölskyldunni með fangamark sem vísaði í eitthvert nótnaheiti.“ Taktur ofan á takt Í verkinu notar Elín lykkjur með þeim hætti að flautuleikarinn hleður taktbútum ofan á taktbúta og út- koman verður að lokum eins og fjór- ar flautur séu að spila saman. Elín segir að verkið, sem er tíu mínútur að lengd, sé þrískipt. „Verkið er í þremur hlutum. Það er hægur inn- gangur, þá er verkið meira íhugult og fljótandi, síðan kemur taktfastur kafli og verkið endar á svipuðum nótum og það byrjaði.“ Gott samstarf gefur af sér Disknum fylgir ritlingur sem er af sömu stærð og tíðkast á um- slögum 45 snúninga hljómplatna og má í honum finna myndlýsingu þeirra Önnu Giudice og Alex Raso af verkinu. Um upptökur og eftir- vinnslu sá Þorkell Máni Þorkelsson en verkið var samið að beiðni flautu- leikarans Pamelu De Sensi og frum- flutt vorið 2015 á tónleikum Tón- leikasyrpunnar 15:15. Pamela og Elín hafa átt í löngu og frjósömu samstarfi. „Við höfum unnið saman reglu- lega í um tíu ár. Það skiptir máli, ég held að verkið hefði orðið öðruvísi ef ég hefði ekki getað unnið svona vel með flytjandanum,“ segir Elín sem er byrjuð að vinna að næsta tón- verki. „Ég er að byrja að skrifa verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands fyr- ir næsta vor. Þetta er barnaverk fyrir Tónsprotann og fjallar um litla stúlku og dreka.“ Hægt er að nálgast albúm í bóka- og plötuverslunum eða einfaldlega hjá Elínu sjálfri. Morgunblaðið/Eggert Útgangspunktur „Verkið skrifa ég þannig að tónefnið er byggt á upphafsstöfum allra í fjölskyldunni. Það er grunnhugmyndin og síðan þróar maður hugmyndina áfram, þetta er útgangspunktur,“ segir Elín. „Gæti verið fjölskyldu- albúm hvers sem er“  Verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld á nýjum diski Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves tekur þátt í nýju og metnaðarfullu Evrópusamstarfi þar sem stuðlað er að þátttöku kvenna í tónlist og tónlistariðnaði, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá stjórnendum hátíðarinnar. Þar segir að verkefn- inu, sem nefnist Keychange, sé stjórnað af PRS Foundation of Music í Bretlandi, stofnun sem hafi undanfarin ár rekið sjóðinn Women Make Music með frábærum ár- angri. Sá sjóður hafi skapað mörg- um listamönnum tækifæri á alþjóð- legum vettvangi. PRS Foundation hafi nú fengið til liðs við sig nokkr- ar af stærstu tónlistarhátíðum Evr- ópu og Kanada og markmið verk- efnisins sé að stuðla að frekari þátttöku kvenna í tónlist og tónlist- ariðnaði. Þetta verði gert með því að efla tengslanet og auka sam- vinnu á milli landa með ýmiss konar samstarfsverkefnum. Í tilkynning- unni segir einnig að hlutdeild kvenna á Iceland Airwaves hafi vakið athygli langt út fyrir land- steinana og til að mynda hafi konur verið 24 af 36 aðalnúmerum hátíð- arinnar árið 2016. Airwaves tekur þátt í Keychange

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.