Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 31

Morgunblaðið - 02.05.2017, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2017 Sýningum á söngleiknum Mamma mia!, sem frumsýndur var í mars 2016, lýkur um miðjan næsta mán- uð. Alls verða sýndar 188 sýningar á verkinu í heildina, en lokasýn- ingin er dagsett 15. júní. Fyrir helgi var samkvæmt upp- lýsingum frá Jóni Þorgeiri Krist- jánssyni, markaðsstjóra í Borgar- leikhúsinu, búið að selja um 94 þúsund miða og ljóst að ef allir mið- ar sem eftir eru seljast upp þá verð- ur gestafjöldi á sýninguna rúmlega 102 þúsund gestir. Þegar sýningum lýkur verða leikarar uppfærslunnar búnir að standa á sviðinu í hlutverkum sín- um í samtals 21,5 sólarhringa. Í janúar sl. sló Mamma mia! að- sóknarmet í íslenskri leiklistar- sögu, en fyrra met átti Hellisbúinn sem 81 þúsund leikhúsgestir sáu á sínum tíma. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Þrekraun Í júní hafa leikarar uppfærsl- unnar staðið á sviðinu í 21,5 sólarhringa. Sýningum á Mamma mia! lýkur í júní Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt 19. apríl síðastliðinn tónleika fyrir fullu húsi í hinu kunna tónleikahúsi Gauta- borgar og hefur flutningurinn fengið lofsamlega dóma í fjölmiðlum ytra. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Yan Pascal Tortelier, hélt um tón- sprotann og einleikari á tónleikunum var Víkingur Heiðar Ólafsson. Á efn- isskrá voru verk eftir Önnu Þor- valdsdóttur, Richard Strauss og Jean Sibelius. Gagnrýnendur Dagens Nyheter og breska tónlistarvefjarins Bach- track gáfu tónleikunum fjórar stjörn- ur. Rýnir Bachtrack skrifar að tón- leikaferð SÍ til Gautaborgar hafi verið „sannkölluð sigurför og sýnir að hljómur sveitarinnar verðskuldar að heyrast oftar erlendis“. Í Gautaborgarpóstinum skrifar Magnus Haglund að það sýni hug- rekki að koma með 2. sinfóníu Sibeli- usar til Gautaborgar, þar sem sinfón- íuhljómsveit borgarinnar hafi flutt verkið margoft víða um heim. Flutn- ingur SÍ þótti honum gæddur ljósari litum en hann átti að venjast, bað- aður nærri því impressjónísku ljósi. „Hér voru hafsvindar og breiður sjóndeildarhringur í stað hinna djúpu skóga norrænnar melankólíu.“ Haglund hrósar einnig verki Önnu Þorvaldsdóttur og segir flutning hljómsveitarinnar einkennast af næmi og fágun. Gagnrýnandi Dagens Nyheter, Martin Nyström, heillaðist einnig af verki Önnu, Aeriality, sem hann seg- ir að hefjist með þéttum og hráum hljóðmassa en sæki í sig veðrið og nái slíku flugi að það nálgist ljóshraða. „Glæsilegt!“ segir Nyström um verk- ið. Þar hafi bæst við að hin „nýja pí- anóstjarna“ Íslands, Víkingur Heið- ar Ólafsson, hafi í Burlesku eftir Richard Strauss boðið upp á flug- eldasýningu á píanóið sem hæfði tón- listarmanni frá eldfjallaeyjunni í norðri. Morgunblaðið/Einar Falur Hrósað Gagnrýnandi Dagens Nyhe- ter segir Víking Heiðar Ólafsson hafa boðið upp á flugeldasýningu. Lofsamleg skrif um tónleika SÍ í Gautaborg Neonbiblían er uppvaxtar-saga frá SuðurríkjumBandaríkjanna og ger-ist um miðbik tutt- ugustu aldar. Söguhetjan, David, er jafnframt sögumaður og lesand- inn fylgist með hvernig hann upp- götvar og upplifir heiminn með hans augum. Hann elst upp vinafár við kröpp kjör og hans helsta stoð er litrík frænka hans, sem kem- ur að dveljast hjá fjölskyldu hans þegar fremur rislítill ferill hennar í skemmtibrans- anum virðist kominn á enda- stöð. Íbúar þorps- ins, sem hann býr í, eru forpokaðir og þröngsýnir með ákaflega tak- markað umburðarlyndi gagnvart frávikum. Eitt dæmið um það er frænkan, sem vegna klæðaburðar síns og framkomu lendir á milli tannanna á bæjarbúum. Sagan gerist á fjórða og fimmta áratug liðinnar aldar. Heimsstyrj- öldin kallar yfir breytingar. Karl- arnir hverfa í stríðið og konurnar þurfa að fara að vinna, meðal ann- ars í hergagnaframleiðslu. Hin ráð- andi öfl í bænum þrjóskast hins vegar við með prestinn í broddi fylkingar. Hermenn, sem sneru aftur í dalinn með konur frá Evr- ópu, eru ekki virtir viðlits og hrökkva í burtu. Í safnaðarheimili kirkjunnar er stofnað „félag til verndar kynstofninum í dalnum, svo að ættirnar héldust hreinar og kristnar og óspilltar af heiðnu blóði sem gæti tortímt þeim og kallað bölvun yfir dalinn“. Svo bætir sögumaður við: „Það gengu býsna margir í þetta félag, þó ekki allir bæjarbúar.“ David skynjar að hinir kristnu eru ekki alltaf kristilegir og hefur samúð með hinum úthróp- uðu. Neonbiblían er eftir John Ken- nedy Toole. Toole skrifaði einnig Aulabandalagið, sem kom út eftir hans dag og hlaut Pulitzer- verðlaunin. Aulabandalagið hlaut hins vegar litla náð fyrir augum út- gefandi meðan hann lifði. Hann sendi þær til margra útgefanda og fékk höfnun. Einn þeirra kvaðst tilbúinn að gefa bókina út, en krafðist mikilla breytinga á henni. Toole fæddist í Louisiana 1937. Hann lærði ensku við Columbia- háskóla og var vinsæll háskóla- kennari. Miklum sögum fer af orð- heppni Tooles og beittri tungu hans. Hann gat reytt af sér brand- ara og dritað eiturörvum í allar átt- ir. Virtist örvamælirinn ótæmandi og er hermt að aldrei hafi hann endurtekið sig. Toole svipti sig lífi árið 1969, 31 árs að aldri. Móðir hans var sannfærð um ágæti sonar síns og var staðráðin í að sjá til þess að Aulabandalagið kæmi út. Það tókst loks með mikl- um eftirgangsmunum árið 1980 og ári síðar hlaut bókin Pulitzer- verðlaunin. Neonbiblían kom út tæpum áratug síðar, 1989, og kem- ur nú út á íslensku í afbragðsþýð- ingu Ugga Jónssonar, sem skrifar fróðlegan eftirmála um höfundinn. Toole skrifaði Neonbiblíuna þegar hann var sextán ára og mun hafa afgreitt hana sem bernskubrek. Aulabandalagið fjallar um Igna- tius C. Reilly, vel lesinn og húðlat- an furðufugl og erkisóða, sem er sannfærður um að aular heimsins hafi snúið bökum saman gegn sér. Bókin er uppfull af beiskju, galli og kaldhæðni, meinfyndin á köflum og skemmtileg þrátt fyrir sundurleysi. Neonbiblían er af allt öðrum toga. David er ekki kaldhæðinn rugludallur eins og Reilly, hann er saklaus og einlægur. Hann er að uppgötva heiminn og átta sig á mótsögnum hans. Fyrsta orðið, sem kemur í hugann, er ljúfsár, ef leyfilegt er að nota svo útjaskað lýsingarorð. Það er í raun með ólíkindum að 16 ára gamall unglingur hafi skrif- að þessa bók. Það er ekki úr lausu lofti gripið að kalla höfundinn undrabarn eins og gert er aftan á bókarkápu. Stíllinn er agaður og litríkur og lýsingar á umhverfi og persónum sterkar. Toole tekst að halda sjón- arhóli barnsins og unglingsins, sem segir frá því, sem fyrir augu ber án þess að skilja til fulls, en þannig að lesandinn getur getið sér til um það sem undir býr. Eina stílbrotið er endir bókarinnar, sem er full svakalegur og stingur í stúf við það sem á undan er gengið. Undrabarn John Kennedy Toole. Uppvaxtarsaga eftir undrabarn Skáldsaga Neonbiblían bbbbn Eftir John Kennedy Toole. Uggi Jónsson þýddi. Bókaútgáfan Sæmundur, 2017. 248 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Nýja sviðið) Mið 3/5 kl. 20:00 aukas. Sun 14/5 kl. 20:00 aukas. Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Fim 4/5 kl. 20:00 aukas. Mið 17/5 kl. 20:00 aukas. Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 aukas. Fim 18/5 kl. 20:00 30. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Lau 6/5 kl. 20:00 19. sýn Fös 19/5 kl. 20:00 31. sýn Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 20. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Mið 10/5 kl. 20:00 21. sýn Sun 21/5 kl. 20:00 33. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 22. sýn Fim 1/6 kl. 20:00 43. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn Fös 12/5 kl. 20:00 23. sýn Fös 2/6 kl. 20:00 44. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn Lau 13/5 kl. 13:00 aukas. Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara. Úti að aka (Stóra svið) Fim 4/5 kl. 20:00 27. sýn Sun 7/5 kl. 20:00 29. sýn Fim 18/5 kl. 20:00 31. sýn Fös 5/5 kl. 20:00 28. sýn Fim 11/5 kl. 20:00 30. sýn Lau 20/5 kl. 20:00 32. sýn. Sprenghlægilegur farsi! Síðustu sýningar leikársins komnar í sölu. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 6/5 kl. 20:00 166 s. Fim 25/5 kl. 20:00 174 s. Mið 7/6 kl. 20:00 182 s. Fös 12/5 kl. 20:00 167 s. Fös 26/5 kl. 20:00 175 s. Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Lau 13/5 kl. 13:00 168 s. Lau 27/5 kl. 20:00 176 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Sun 14/5 kl. 20:00 169 s. Sun 28/5 kl. 20:00 177 s. Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fös 19/5 kl. 20:00 170 s. Mið 31/5 kl. 20:00 178 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s. Lau 20/5 kl. 13:00 171 s. Fim 1/6 kl. 20:00 179 s. Mið 14/6 kl. 20:00 187 s. Sun 21/5 kl. 20:00 172 s. Fös 2/6 kl. 20:00 180 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s. Mið 24/5 kl. 20:00 173 s. Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Allra síðustu sýningar komnar í sölu! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 7/5 kl. 13:00 aukas. Sun 14/5 kl. 13:00 aukas. Sun 21/5 kl. 13:00 aukas. Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 6. sýn Sýningar í haust komnar í sölu. www.solning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.