Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 SumargleðiáSikiley sp ör eh f. Sumar 11 Sólríka eyjan Sikiley er undurfögur. Fornar minjar bera vitni um 3.000 ára sögu hennar og hvísla um menningu þeirra þjóða sem hér ríktu í gegnum tíðina. Ásamt því að skoða Palermo verður farið til Monreale, Ragusa sem er barokkprýði eyjarinnar, forngrísku borgarinnar Sýrakúsa, Modica sem frægust er fyrir súkkulaðigerð sína og Catania sem stendur við rætur eldfjallsins Etnu, sem við skoðum auðvitað nánar. 7. - 21. ágúst Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 338.300 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! Guðni Einarsson gudni@mbl.is Keisaraskurðir eru hlutfallslega með fæsta móti á Íslandi miðað við mörg önnur lönd. Þeir hafa að jafnaði verið 16-18% allra fæðinga á Landspít- alanum sl. 20 ár. „Við viljum gjarnan halda töl- unum um keisara- skurði svipuðum og þær hafa verið. Við teljum ekki að það sé ástæða til að fjölga keis- araskurðum þar sem útkoma fæð- inga er nær hvergi betri fyrir börnin en hér á landi. Við teljum að þetta sé í góðu jafnvægi hjá okkur,“ sagði Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það er í sjálfu sér afar sjaldgæft að konur fari í keisaraskurð hér án nokkurrar ábendingar, það er lækn- isfræðilegrar ástæðu. T.d. að eitthvað hafi gerst í fyrri fæðingu sem olli henni eða barninu skaða,“ sagði Hulda. Í hverri viku koma verðandi mæður á Landspítalann sem glíma við einhvers konar fæðingarkvíða. Hann getur stafað af slæmri reynslu af fyrri fæðingu eða konurnar hafa heyrt slæmar sögur. Þær ræða þetta við fæðingarlækna og ljósmæður. „Yfirleitt reynum við með fræðslu og ráðgjöf að telja konunum hug- hvarf ef þær óska eftir keisaraskurði án læknisfræðilegrar ástæðu og reynum að hjálpa þeim á annan hátt með sinn kvíða,“ sagði Hulda. Í sum- um tilvikum hafa konurnar leitað til sálfræðings og sagði Hulda að hlut- verk hans væri þá að vinna með þenn- an kvíða. „Læknisfræðilega er hvorki betra fyrir konuna né barnið að fara í keis- araskurð, sé allt með eðlilegum hætti. Það fylgir meiri áhætta því að fæða með keisaraskurði en að fara í gegn- um fæðingu. Þess vegna höfum við þá reglu að konan hitti að minnsta kosti tvo lækna áður en ákveðið er að gera keisararaskurð, ef ekki er nein lækn- isfræðileg ábending fyrir því.“ Hulda segir að keisaraskurðir séu miklu algengari í sumum löndum en hér. Sums staðar í Grikklandi og á Kýpur er um helmingur fæðinga með keisaraskurði. Á einkasjúkrahúsum í Brasilíu eru allt að 90% fæðinga með keisaraskurði. Í Bretlandi og í Bandaríkjunum er tíðni keis- araskurða víða komin yfir 30% fæð- inga. Norðurlöndin hafa flest haldið hlutfalli keisararaskurða undir 20% fæðinga. Hlutfallið hefur þó hækkað í Danmörku og er komið yfir 20%. Hulda segir að Norðurlönd séu í far- arbroddi hvað varðar vel heppnaðar fæðingar og dánartíðni nýbura sé lægst þar á heimsvísu. Skera ekki að óþörfu  Sjaldgæft að konur fari í keisaraskurð hér án læknisfræði- legrar ástæðu  Sumar verðandi mæður kvíða fæðingunni Morgunblaðið/Golli Nýburi Keisaraskurði er beitt í 18% fæðinga á Landspítala. Mynd úr safni. Hulda Hjartardóttir BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðir sem kosta undir 20 milljónum eru vandfundnar í Reykjavík og eru dæmi um að herbergi kosti orðið á annan tug milljóna króna. Hér til hliðar má sjá samantekt á verði og stærð 20 ódýrustu íbúðanna í Reykjavík sem voru til sölu á fast- eignavef Morgunblaðsins í gær. Átta af þessum 20 íbúðum voru ósamþykktar. Meðalverðið var 22,4 milljónir og meðalfermetraverðið var rúmlega 562 þúsund krónur. Hæst var fermetraverðið fyrir ósam- þykkta stúdíóíbúð á Öldugötu, eða tæplega 837 þúsund krónur. Lægst var fermetraverðið fyrir íbúð á jarð- hæð í Skipasundi, eða 383 þúsund. Það hús var sagt þurfa mikið við- hald. Meðalverð íbúðanna 20 var sem fyrr segir 22,4 milljónir. Þær upplýs- ingar fengust frá Landsbankanum að hagstæðasta lánið fyrir 85% þeirrar upphæðar væri verðtryggt 15,7 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára og 3,3 milljóna verðtryggt lán til 15 ára. Þessar upphæðir samsvara 70% og 15% kaupverðsins. Tæplega 76 þúsund á mánuði Mánaðarleg greiðslubyrði þessara lána væri nú alls um 75.500 kr. Við greiðslumat væri stuðst við tölur vel- ferðarráðuneytis um neysluviðmið. Samkvæmt þeim tölum þyrfti ein- staklingur á höfuðborgarsvæðinu að hafa 298.500 kr. í ráðstöfunartekjur til að standast greiðslumat og fá um- rætt lán. Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þarf launamaður að hafa 445.000 í heildarlaun til að ná þessum ráðstöfunartekjum. Er þá reiknað með 4% viðbótarlífeyri. Hér til hliðar er líka tafla með dæmum um verðhækkanir á ein- stökum íbúðum. Til skýringar var leitað að íbúðum þar sem til voru kaupsamningar frá nokkrum tíma- bilum. Í tveimur tilvikum voru ekki til kaupsamningar frá þessu ári. Því var reynt að endurspegla sem best stöðuna í dag með því að velja til samanburðar sambærilegar íbúðir sem eru til sölu í næstu stigagöngum í sömu götu í mjög svipuðu fjölbýli. Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir lána- stofnanir jafnan hafa sett það sem skilyrði fyrir fasteignalánum að íbúðir séu samþykktar. Þá þurfi íbúðir að vera samþykktar til að leigutaki geti fengið húsaleigubæt- ur. Um réttindi og skyldur eiganda innbyrðis í fjöleignarhúsum gildir hins vegar einu hvort íbúð er sam- þykkt eða ósamþykkt. Lakara húsnæði sett í sölu Sigurður Helgi bendir á að gengið hafi dómar fyrir allmörgum árum þar sem ósamþykktar íbúðir voru metnar 15% minna virði en sam- bærilegar samþykktar íbúðir. Hann telur að það bil hafi síðan breikkað. „Eftir því sem húsnæðiskostnaður hækkar og framboðið er minna þeim mun meira er dregið fram af lélegu húsnæði og ósamþykktum íbúðum. Má segja að þar sé margur sótraftur á sjó dreginn,“ segir Sigurður Helgi. Hann telur að fram séu komin merki um bólu á fasteignamarkaði. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar stéttarfélags, segir kannanir benda til að hlutfall félagsmanna í eigin húsnæði hafi lækkað úr 65-66% í 47-48% á síðustu tíu árum. „Þeim fækkar stöðugt sem geta keypt sér húsnæði. Þetta hlutfall er meira afgerandi fyrir Eflingu en hjá öðrum félögum í Flóabandalaginu. Húsnæði er enda miklu dýrara á höfuðborgarsvæðinu. Mín upplifun er sú að þeim fari fækkandi sem geta keypt íbúðir. Það verður stöðugt þrengra um þennan hóp miðað við það sem áður var. Það er miklu erf- iðara að kaupa fyrstu íbúð í dag en fyrir tíu árum. Þetta er mjög alvar- legt ástand,“ segir Sigurður. Hann segir aðspurður að meðallaun fé- lagsmanna í Eflingu séu 470-480 þús. Fólk með þær tekjur geti ekki lagt mikið til hliðar, hvað þá fyrir 2-3 milljóna króna útborgun fyrir íbúð. Fermetraverð allt að 837 þúsund  Dæmi eru um ósamþykktar íbúðir í Reykjavík sem kosta 25 milljónir króna  Herbergi án baðs kostar 11 milljónir Dæmi um verð á litlum íbúðum í Reykjavík Póst- númer Íbúðargata Verð Fer- metrar Verð á fermetra Stutt lýsing 1 108 Álftamýri 11.000.000 15 733.333 Ósamþykkt herbergi í kjallara með eldhúskróki.Aðgangur að sameiginlegri snyrtingu. 2 101 Öldugata 15.900.000 19 836.842 Ósamþykkt stúdíóíbúð á jarðhæð. 3 105 Rauðarárstígur 16.800.000 25 672.000 Ósamþykkt íbúð í kjallara. 4 110 Hraunbær 16.900.000 23 734.783 Lítil stúdíóíbúð á jarðhæð. 5 105 Mánagata 19.900.000 36 552.778 Einstaklingsíbúð í kjallara. 6 101 Njálsgata 19.900.000 40 497.500 Ósamþykkt íbúð. Tekið fram að lofthæð sé ekki mikil. 7 101 Bergþórugata 21.900.000 37 591.892 Ósamþykkt íbúð í kjallara. 8 101 Bergþórugata 21.900.000 41 534.146 Ósamþykkt íbúð í kjallara. 9 111 Suðurhólar 22.900.000 43 532.558 Stúdíóíbúð á jarðhæð. 10 110 Hraunbær 23.900.000 42 569.048 Stúdíóíbúð á 3. hæð. 11 101 Öldugata 24.800.000 49 506.122 Kjallaraíbúð með sérinngangi. 12 109 Engjasel 24.900.000 61 408.197 Ósamþykkt kjallaraíbúð. 13 101 Njálsgata 24.900.000 52 478.846 Ósamþykkt kjallaraíbúð. 14 105 Skipasund 24.900.000 65 383.077 Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð. Tekið er fram aðeignin þarfnist verulegs viðhalds að innan sem utan. 15 111 Spóahólar 24.900.000 55 452.727 Tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð. 16 101 Grettisgata 26.000.000 37 702.703 Stúdíóíbúð með sérinngangi. Hefur verið í Airbnb-leigu. 17 107 Reynimelur 26.500.000 47 563.830 Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð. 18 111 Austurberg 26.900.000 55 489.091 Tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð. 19 104 Skipasund 26.900.000 50 538.000 Tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi.Húsið hefur verið mikið endurnýjað. 20 111 Torfufell 26.900.000 57 471.930 Tveggja herbergja íbúð á jarðhæðmeð sólpalli. Meðaltal 22.430.000 42 562.470 Heimild: Fasteignavefur Morgunblaðsins Dæmi um verðhækkanir á íbúðum Heimildir: Kaupsamningar í Fasteignaskrá Íslands/Fasteignavefur Morgunblaðsins Söluár Uppgefið verð í kaupsamningi Núvirði* Verðhækkun á núvirði Íbúð A í Hlíðunum 1997 6.650.000 16.216.023 2014 30.000.000 31.503.563 15.287.540 2017 43.000.000 43.000.000 11.496.437 Íbúð B á Seltjarnarnesi 1993 5.400.000 14.355.622 1996 5.950.000 14.736.667 381.044 2015 23.900.000 25.032.433 10.295.766 2017** 32.500.000 32.500.000 7.467.567 Íbúð C í Árbæ 2001 6.450.000 13.617.693 2012 13.900.000 15.286.542 1.668.849 2015 20.000.000 20.519.842 5.233.300 2017** 28.900.000 28.900.000 8.380.158 * Miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs. ** Miðað við auglýst verð á svipaðri íbúð sem er til sölu í næstu blokk í sömu götu. Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Verð á íbúðum í borginni hefur hækkað mikið hin síðari ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.