Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Donald Trump var nýveriðspurður að því, hvort hann sæi stundum eftir „tísti“ sínu og um- deildum yfirlýsingum. Hann neitaði því.    Þráttfyrir svarið er ekki óhugsandi að hann geri það í einrúmi.    Í kosningabaráttunni var Trumpspurður um álit á neikvæðum ummælum John McCain, öld- ungadeildarþingmanns og fyrrver- andi forsetaframbjóðanda, vegna viðhorfa Trumps. Spyrillinn benti á að þar talaði bandarísk þjóðhetja.    Trump gerði lítið með gagnrýniþingmannsins, en bætti svo óvænt við að McCain væri ekki hetja í sínum augum. Hann hefði látið taka sig til fanga af óvinunum og slíkir væru ekki hetjur í sínum augum.    Flugvél McCain varð fyrir flug-skeyti í Víetnam. McCain náði að skjóta sér út en slasaðist veru- lega. Hann lenti í vatni og var naumlega bjargað, sat í fangelsi í rúm 5 ár, var pyntaður reglubundið og neitaði að þiggja lausn á undan öðrum föngum (hann var sonur bandarísks aðmíráls).    McCain hlaut æðstu viðurkenn-ingu sem bandarískir her- menn hljóta. McCain situr sjaldan á sér þegar hann er spurður um orð og gerðir Donalds Trumps. Hann er 81 árs og nýkjörinn til nýs 6 ára tímabils í öldungadeildinni.    Forsetinn hlýtur að sjá eftiróþörfu viðbótarsvari sínu, sem hefur þegar kostað sitt. John McCain og Donald Trump. Skens greitt með afborgunum STAKSTEINAR Með hækkandi sól eykst umferð bif- hjóla, sérstaklega þungra bifhjóla, á götum og vegum landsins. Á kynn- ingu sem Samgöngustofa hélt fyrir bifhjólafólk á dögunum kom fram að 156% aukning hafi orðið á fjölda lát- inna og alvarlega slasaðra bifhjóla- manna milli áranna 2015 og 2016. Sú tala byggir á slysaskýrslu árs- ins 2016, sem byggir á lögreglu- skýrslum úr gagnagrunni Ríkislög- reglustjóra og gögnum frá Aðstoð og öryggi. Í skýrslunni kemur fram að árið 2015 hafi níu bifhjólamenn látist eða slasast alvarlega, en árið 2016 hafi sú tala hins vegar hækkað upp í 23. Til þess að snúa þessari þróun við sé mikilvægt að bílstjórar hafi það í huga að bifhjólamenn eru virkir þátttakendur í umferðinni. Bifhjól sjáist ekki jafnvel og bílar og erf- iðara geti reynst að greina hraða þeirra og fjarlægð. Þá beinir Sam- göngustofa þeim tilmælum til öku- manna bifhjóla að þeir séu ávallt við- búnir mistökum eða misskilningi annarra vegfarenda og að best sé að halda jöfnum hraða þegar ferðast er um á bifhjóli. Mikil aukn- ing bif- hjólaslysa  Mikilvægt að öku- menn gæti að sér „Við erum farin að huga að nýrri lyftu og erum byrjuð að ræða við aðila,“ segir Jónanna Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hallgrímskirkju, spurð hvort til standi að kaupa nýja lyftu í turninn. Ár hvert fara tugþús- undir manna upp með lyftunni og til hefur staðið að skipta um lyftu í hús- inu en Jónanna segir að viðgerðir ut- anhúss á kirkjunni hafi sett strik í reikninginn. „Við höfum lent í því að utanhúss- viðgerðir sem áttu að klárast síðast- liðið haust hafa tafist og staðið yfir í allan vetur. Það var kostnaðaráætlun upp á 60 milljónir sem hækkuð var í 100 milljónir og enn er ekki útilokað að hún hækki enn frekar,“ segir Jón- anna. Hún vonast til að ný lyfta sem sé hraðskreiðari og stærri komi á næstu tveimur árum enda kominn tími til að skipta gömlu lyftunni út. „Núverandi lyfta er barns síns tíma en hún hefur virkað vel fyrir okkur, aukinn ferðamannastraumur til landsins þýðir aukinn straum til okkar,“ segir Jónanna. Ekki er haldið nákvæmlega utan um gestafjölda en áætlað er að um helmingur allra ferðamanna sem koma til landsins heimsæki kirkjuna og fjórðungur þess hóps noti lyftuna. „Þumalputta- reglan hjá okkur er að fjórðungur þeirra sem heimsækja kirkjuna fari upp með lyftunni,“ sagði Jónanna. ar- onthordur@mbl.is Ný lyfta væntanleg í Hallgrímskirkju  Tafist vegna framkvæmda utanhúss sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímskirkja Kirkjan mynduð. Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Akureyri 7 rigning Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 9 rigning Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 20 þoka Stokkhólmur 11 rigning Helsinki 11 rigning Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 19 skýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 15 skýjað London 18 léttskýjað París 21 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 skúrir Berlín 25 heiðskírt Vín 30 heiðskírt Moskva 16 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 24 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 11 skýjað Montreal 16 alskýjað New York 14 alskýjað Chicago 19 léttskýjað Orlando 31 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:24 23:28 ÍSAFJÖRÐUR 2:44 24:18 SIGLUFJÖRÐUR 2:25 24:03 DJÚPIVOGUR 2:44 23:07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.