Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 veldari lar uhraða Gerir sláttinn auð sem slá á þínum göng Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða. ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það ætti að vera leikandi létt að nota leikfang eins og „fidget spin- ner“ til kennslu í grunnskólum. Nægur sveigjanleiki er í náminu til þess og tækifærin sem hann býður upp á í kennslu snerta mörg atriði sem rúmast innan aðal- námskrár og þeirra vinnubragða sem þar er vísað í, að sögn Magn- úsar Þórs Jónssonar, skólastjóra Seljaskóla í Reykjavík. „Fidget spinners“, eða svokallaðar þyrilsnældur á ís- lensku, hafa verið mjög vinsælar hjá börnum og unglingum síðustu vikur og eru nýjasta „æðið“ á eftir öðrum álíka eins og fótboltaspjöld- um, Pokémon og Loom-böndum. Sitt sýnist hverjum um ágæti þyr- ilsnældanna og hafa þær verið einkar óvinsælar hjá kennurum og hafa margir skólar tekið upp á að banna notkun þeirra, bæði í kennslustund og í frímínútum. Athygli vakti því Face- book-færsla Ingva Hrannars Óm- arssonar í fyrradag þar sem hann kom með tíu hugmyndir um hvernig kennarar gætu nýtt snælduna við kennslu. Ingvi Hrannar starfar við skólaþróun og upplýsingatækni hjá sveitarfé- laginu Skagafirði og sagði hann í samtali við mbl.is að kennarar þurfi að hafa svigrúm frá námskrá til að geta gripið umræðuefni og áhugamál krakka og sett það í samhengi við kennsluefnið, ekki sé hægt að vera alveg fastur í bók- inni öllum stundum. Leikur í námi Þyrilsnældurnar eru ekki bann- aðar í Seljaskóla en ef þær taka of mikla athygli krakkanna eru gerð- ar við það athugasemdir í kennslu- stundum, að sögn Magnúsar Þórs. „Það hefur verið umræða í skóla- málum lengi hvort leikföng eigi að vera í skólanum og hvort það eigi að nota þau í kennslu, hvort börn- in geti mögulega lært meira í gegnum leik. Ég held að þetta til- tekna leikfang sé óheppið að koma inn í lok vorannar. Skólinn er að verða búinn og síðustu vikurnar eru tileinkaðar ákveðnum þáttum og því erfiðara að brjóta upp skólastarfið. Við höfum tekið þá línu í mínum skóla að láta vorið líða og sjá hvort þyrilsnældurnar verði áfram vinsælar í haust,“ seg- ir Magnús Þór. Í Seljaskóla er ætlunin að endurskilgreina hvernig megi nota leik meira í námi og verður farið í ákveðið þróunarverkefni varðandi það næsta haust. „Við ætlum að byrja á yngsta stiginu hjá okkur í haust, að brjóta upp námið og læra meira í gegnum leik og upplifanir og samskipti í námi. Við horfum m.a til Finnlands í þeim efnum en þar hefur verið lögð meiri áhersla á svokallað upplifunarnám síðustu ár með góðum árangri. Mín per- sónulega skoðun er sú að því fleiri form sem þú notar til að kenna því líklegra er að þú náir til fleiri barna,“ segir Magnús Þór. Hann segir umræðuna um leik- föng í kennslu hafa verið í gangi í um 20 ár og vera miklu stærri en „fidget spinnerana“. „Mér finnst umræðan sem er í gangi núna mun mildari en oft áður og er sann- færður um að fleiri skólar taki það skref á næstunni að fara að kenna í gegnum upplifanir.“ Útrás fyrir innri óróleika „Fidget spinnerinn“ var hannað- ur með það í huga að draga úr streitu og auka einbeitingu og þyk- ir oft koma sér vel fyrir börn með athyglisbrest eða ofvirkni. Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD- samtakanna, segir að sú hugmynd að nýta þyrilsnældurnar til kennslu falli vel í kramið hjá þeim. „Þegar eitthvað kemur upp eins og þetta æði hjá krökkum þá verðum við að samþætta það inn í kennsl- una. Það er alltaf verið að tala um fjölbreyttar kennsluaðferðir í skóla og því finnst mér við þurfa að grípa boltann á lofti. Börn með ADHD þurfa eitthvað sem grípur athygli þeirra og þetta er akkúrat svoleiðis tæki, en ég er þeirrar skoðunar að þetta sé eitthvað sem getur nýst í kennslu fyrir alla,“ segir Elín. Hún hefur heyrt að þyrilsnæld- urnar séu að nýtast einstaklingum með ADHD vel en auðvitað séu skiptar skoðanir um það. „Fólk með ADHD hefur mikla fiktiþörf og með því að hafa þyrilsnælduna í höndunum fær það útrás fyrir þennan innri óróleika, það hefur eitthvað annað til að einbeita sér að.“ Morgunblaðið/Golli Þyrilsnælda Leikfangið er mjög vinsælt hjá börnum og unglingum um þessar mundir og hefur verið rætt um að nýta það til kennslu. Þyrlað upp í kennslunni  Þyrilsnældan óheppin að verða vinsæl í lok vorannar, segir skólastjóri  Býður upp á marga möguleika í kennslu  Veitir útrás fyrir innri óróleika, segir formaður ADHD-samtakanna Birta Margrét Gestsdóttir Arnar Daði Þórisson Kristey Una Kristinsdóttir Það eru allir með þyr- ilsnældur að sögn fimm manna hóps 9 og 10 ára krakka sem blaðamaður ræddi við. Þau eiga öll fleiri en eina þyrilsnældu, flest þrjár til fjórar en mest á einn átta. Flest þeirra sáu þetta leik- fang fyrst á Youtube. „Tanner Fox var fyrstur til að vera með „fidget spinner“ af youtuber- unum, ég sá þetta fyrst hjá honum fyrir mörgum mán- uðum, svo voru allir youtuberarnir farnir að vera með svona,“ segir Arnar Daði Þórisson. „Ég sá þetta fyrst í skólanum, allt í einu voru bara allir með svona í skól- anum,“ segir Birta Margrét Gestsdóttir. Spurð hvað þeim þyki skemmtilegast að gera með spinnernum svara þau öll: „að snúa þeim“, hvort sem er á puttanum, nefinu eða á enninu, þá sé skemmtilegt að reyna að snúa þeim mörgum saman í einu. „Kennararnir eru svolítið pirraðir á þessu, það er bú- ið að banna þá í skólanum,“ segir Birta Margrét. Þau hafa samt farið með þyrilsnældurnar í skólann en segj- ast gera það til að nota þær eftir skóla. Katla Sigrún Elvarsdóttir segist taka snælduna upp eftir skóla og dundi sér við að snúa henni á meðan hún gengur heim. Spurð hvort þau myndu vilja að kennararnir notuðu þyrilsnælduna við kennslu játa þau í kór og fara að sýna blaðamanni hvernig megi telja snúningshringina og aðrar kúnstir. Þau búast ekki við að verða komin með leiða á leik- fanginu eftir skamman tíma. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þetta hefur tilgang, þetta snýst,“ segir Ásgeir Skarphéðinn Andrason. Flottast er að eiga þyrilsnældu með ljósi að sögn krakkahópsins. Katla Sigrún Elvarsdóttir Skemmtilegt leikfang sem þau fá ekki strax leiða á Ásgeir Skarphéðinn Andrason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.