Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 42
HB Grandi rænir Akraneskaupstað sjálfsögðum mannréttindum Hvað þarf lengi að beita þjóðina órétt- læti til að hún rífi sig upp af rassgatinu og fari að átta sig á að stjórnvöld svífast einskis til að hygla útvöldum fyrir- tækjum. Bankar, líf- eyrissjóðir og önnur peningaröfl berja á ríkisstjórninni að út- valin fyrirtæki geti viðhaldið sér- hagsmunum sínum á kostnað landsmanna. Útvaldir fá óhindrað að braska með sameiginlegar aflaheimildir og sölsa undir sig fiskveiðiheimildir vítt og breitt um landið til að geta hámarkað feitar arðgreiðslur. Lífeyrissjóðir landsmanna eru ekki undanskildir rányrkjunni og láta sig engu skipta hver fórnarkostnaðurinn er hjá skjólstæðingum sínum frekar en margir aðrir. HB Grandi á samfélagslegum skyldum að gegna meðan hann ráðskast með sameiginlegar sjáv- arafurðir landsmanna í boði stjórnvalda. Stóru útgerðarfélögin kringum landið eiga ekki að kom- ast upp með að soga til sín afla- heimildir á kostnað veiða og vinnslu sjávarafurða. Enn einn þjóðarglæpurinn er í uppsiglingu í boð stjórnvalda, að HB Grandi geti viðhaldið mannréttindabrotum á stjórnarskrárvörð- um rétti landsmanna að fiskvinnslufólk geti nýtt sér sameig- inlega auðlind. Bæj- aryfirvöld í einu stærsta byggðarlagi landsins hrína eins og stunginn grís yfir ljótri meðferð og halda síðan áfram að reyna að semja við kvalara sinn. HB Grandi svífst einskis og er ákveðinn í að sýna óbilgirni og fara með aflaheimildir eins og um einkaeign sé að ræða og virðir engar samfélagslegar skyldur. Engrar aðstoðar er að vænta frá Alþingi þar sem hver silkihúfan upp af annarri er upptekin af eig- in ráðaleysi og innantómshjali, engum til gagns. HB Grandi má sín ekki mikils, rísi byggðarlagið upp af fyllstu hörku ásamt landsmönnum og láti ekki lengur hvað sem er yfir sig ganga. Akraneskaupstaður verður að virkja sitt fólk og gera það sem hefði átt að vera búið að gera fyrir mörgum árum, að stöðva þjóðarglæp sem er keyrður áfram af sérhagsmunaseggjum sem eru ekki í tengslum við neitt nema eigin græðgi. Verkefnið er mun auðveldara en ætla mætti þar sem meiri partur þjóðarinnar vill uppræta núverandi fiskveiðistjórn. Blóð hefur runnið af minna tilefni en að lífsafkomu sé kippt undan heimilum og fyrirtækjum til að útvaldir geti skammtað sér hag- sæld á kostnað almennings. Fórn- arkostnaður núverandi sjáv- arútvegsstefnu er að heilu byggðarlögin, vítt og breitt um landið, eru í molum og fólk bund- ið átthagafjötrum vegna verð- lausra eigna þar sem enga at- vinnu er að hafa. Þjóðin vill ekki núverandi fiskveiðistefnu og hana ber að stöðva. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin eru búin að skapa sér umgjörð til að fara með ránshendi vítt og breitt um samfélagið ásamt að ná að skekkja alla eðlilega sam- keppni. Græðgi útgerðarmanna er allsráðandi, þeir fá aldrei nóg og þurfa að ryksuga til sín fyrirtæki í óskyldum greinum með stuðn- ingi banka og lífeyrissjóða. Ráða- leysið og yfirklór stjórnvalda er algert sem fyrr, enn ein nefndin er skipuð af sjávarútvegsráðherra í anda svokallaðrar Rögnunefndar sem öllu átti að bjarga gagnvart Reykjavíkurflugvelli. Stjórnvöld- um er fyrirmunað að geta lært af fyrri mistökum og verkleysi, ásamt að láta af óhæfu verklagi. Framsóknarflokkurinn ásamt höfuðpaurnum sáluga Halldóri Ásgrímssyni, er arkitektinn að stærstu rányrkju Íslandssög- unnar (1983) þar sem sjáv- arbyggðir í kringum landið misstu lífsafkomu sína. Glæpurinn var síðan fullkomnaður 10 árum síðar þegar útgerðafélögum var gert kleift að framselja og veð- setja óveiddar aflaheimildir. Sjáv- arútvegsgreinin var ekki burðugri en svo að 2010 var greinin nánast tæknilega gjaldþrota vegna óstjórnar og græðgi. Sjávarútvegur er hvergi meira niðurgreiddur í heiminum, sé tek- ið mið af hversu lágt veiðigjaldið hefur verið innheimt í gegnum tíðina. Milljarðaafskriftir útgerð- arfélaga áttu sér stað vítt og breitt um landið fyrir tæpum ára- tug, t.d. til dótturfélagsins Skinn- eyjar-Þinganess, fjölskyldufyr- irtækis Halldórs Ásgrímssonar sem fékk 2,6 milljarða afskrifaða 2010 og borgaði sér síðan feitar arðgreiðslur. Framsóknarflokk- urinn mun seint geta þvegið sig af skömm formannsins, þó svo að afneitunin sé sterk. Vinstristjórn Jóhönnu og Stein- gríms fékk kjörið tækifæri til að vinda ofan af óréttlætinu með kosningarloforðum sínum um 5% fyrningu sjávarútvegs ár hvert! En þeim tókst að svíkja það ásamt að mynda skjaldborg um bankasýsluna til að bera skuldug heimili út á guð og gaddinn í anda nasista. Þjóðin hefur verið iðin í gegn- um árin að heilaþvo sig, svo vitn- að sé í frasa að íslenskt heilbrigð- iskerfi sé það besta í heiminum! Flestir vita betur. Sama bullið hefur átt sér stað hjá Lands- sambandi sjávarútvegsfyrirtækja sem hefur stundað slíkan heila- þvott. Hvert einasta fyrirtæki í landinu getur gert betur, þyrftu þau ekki að standa í eðlilegri samkeppni. Alþingi ber skylda til að stöðva núverandi fiskveiðistefnu sem hefur viðgengist áratugum saman og á ekkert skylt við eðlilega hag- ræðingu. Þjóðin þarf á traustari úrlausn að halda en að treysta á siðferðiskennd sjávarútvegs- ráðherra og Þorsteins Pálssonar, til að ná viðunandi lausn gagnvart sjávarbyggðum landsins. Eftir Vilhelm Jónsson » Blóð hefur runnið af minna tilefni en að lífsafkomu sé kippt und- an heimilum til að út- valdir geti skammtað sér hagsæld á kostnað almennings. Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir. 42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð* Trésagarblöð, álsagarblöð, járn- sagarblöð, demantssagarblöð. Allar stærðir, allar gerðir. Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár HJÓLSAGARBLÖÐ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Hrós mitt fær Auð- unn Svavar Sigurðsson læknir, sem ritaði grein í Morgunblaðið 2. janúar sl. og varaði við því hvaða afleiðingar lokun neyðar- brautarinnar gæti haft fyrir sjúkraflugið ef al- varleg neyðartilfelli kæmu upp á lands- byggðinni um ókomin ár. Þessi framkoma vinstriflokkanna í Reykjavík gagn- vart innanlandsfluginu sem hefur viðgengist allt of lengi er nú að því komin að hrekja alla sjúkraflugmenn og starfandi lækna um allt land til uppreisnar gegn þessari skemmd- arverkastarfsemi sem íslensk stjórn- völd áttu að uppræta fyrir löngu. Tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins í Norðausturkjördæmi sem fluttu þingsályktunartillögu um að Alþingi skyldi strax grípa inn í til að afstýra lokun neyðarbrautarinnar höfðu engan áhuga á því að stöðva atlögu borgarstjórnarmeirihlutans gegn sjúkrafluginu og eiga nú mörgum spurningum ósvarað. Skömmin fylgi andstæðingum Reykjavíkurflug- vallar sem hafa það á stefnuskrá sinni að reka hornin í neyðarþjón- ustuna og flugsamgöngurnar, næstu áratugina. Miðvikudaginn 28. desember 2016 og fimmtudaginn 5. janúar sl. gátu flugmenn Mýflugs á Akureyri ekki lent á Reykjavíkurflugvelli vegna of mikils hliðarvinds, sem stóð þvert á N-S- og A-V flugbrautirnar í Vatns- mýri þegar þeir urðu að taka stefn- una aftur norður fyrir heiðar, á sjúkraflugvélinni með fárveikan mann innanborðs. Tilhæfulausar fullyrðingar Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands, um að neyðarbrautin hefði engu breytt eru skaðlegar og ein- kennast af fáfræði og siðblindu landsbyggð- arhatri, sem er ekki svaravert. Af minnsta tilefni réðist borgar- stjórnarmeirihlutinn með ósönnum fullyrð- ingum á flugmenn Mý- flugs þegar þeir kom- ust ekki hjá því að lenda á neyðarbraut- inni vegna hliðarvinds, sem þá stóð þvert á A-V og N-S brautirnar um áramótin 2015-16. Eins og við var búist fóru lendingarnar á neyðarbrautinni illa í borgarstjórann þegar þessir ágætu sjúkraflugmenn frá Akureyri gerðu rétt, og neituðu að lenda með fárveikan mann innanborðs í 50 km fjarlægð frá sjúkrahúsum höf- uðborgarinnar sem hefur skyldum að gegna gagnvart öllum lands- mönnum, þótt Dagur B. tali á allt öðrum nótum. Hugmyndin um að setja upp aðra SV-NA neyðarbraut í Keflavík segir ekkert að öryggi sjúkraflugsins sé betur tryggt, í þessari fjarlægð frá Reykjavík. Ég spyr. Telja óreiðu- menn sem eyðileggja samgöngur sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu það heilbrigða skynsemi að keyra fárveikum manni alla þessa vegalengd á 220 km hraða frá Leifs- stöð til Reykjavíkur, í hávaðaroki ef veðurhæð á Reykjanesbraut fer yfir 80 metra á sekúndu? Lokun neyðar- brautarinnar veldur því að nú geta sjúkraflugmenn Mýflugs ekki lent með fárveikan mann í Reykjavík vegna hliðarvinds á N-S og A-V flug- brautunum, eftir að Dagur B. rak hornin í sjúkraflugið að undirlagi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Hér- aðsdóms Reykjavíkur og Hæsta- réttar sem tókst með falsrökum að réttlæta alvarleg lögbrot gegn skipulagsreglum flugvallarins. Tilefnislausar árásir á lífæð allra landsmanna í Vatnsmýri og sjúkra- fluginu sem vinstriflokkarnir í höf- uðborginni standa fyrir ganga svo langt að nú er ástandið í samgöngu- málum Reykvíkinga orðið stjórn- laust, stórhættulegt og engum bjóð- andi þegar of mikill umferðarþungi veldur bílstjórum sjúkrabifreiða vandræðum. Þessi umferðarþungi sem skiptir borgarstjóra og formann umhverfis- og skipulagsráðs engu máli tefur fyrir því að veikur maður með botnlangabólgu komist tím- anlega undir læknishendur í borg- inni þegar mínútur geta skilið milli lífs og dauða. Engin furða að áhyggjufullir læknar við sjúkrahúsin í þessu fjölmennasta og víðfeðmasta sveitarfélagi landsins skuli nú missa þolinmæðina gagnvart framkomu borgarstjórans, sem fer fram með offorsi til að réttlæta lokun neyð- arbrautarinnar. Nú er nóg komið af tilefnislausum árásum á heilbrigðisþjónustuna og flugmenn Mýflugs sem borgarstjóri heldur uppi til að skaða neyðarþjón- ustuna án þess að hann þurfi að vinna fyrir kaupinu sínu. Frá Akur- eyri hefur henni verið sinnt með góð- um árangri síðan Tryggvi Helgason stofnaði Flugfélagið Norðurflug árið 1959. Ef það kostar uppnefni hjá andstæðingum Reykjavíkur- flugvallar, þá breytir það engu. Eftir Guðmund Karl Jónsson »Nú er nóg komið af tilefnislausum árás- um á heilbrigðisþjón- ustuna og flugmenn Mý- flugs sem borgarstjóri heldur uppi til að skaða neyðarþjónustuna án þess að hann þurfi að vinna fyrir kaupinu sínu.Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Dagur B. rak hornin í sjúkraflugið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.