Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 56
Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is „Freknur eru einnig mjög vin- sælar, en stelpur eru jafnvel farnar að teikna þær á sig. Kinnalitur er einnig að verða meira áberandi, og þá ferskjulitaðir tónar og út í brúna. Í rauninni er frísk og heilbrigð húð að koma sterk inn,“ segir Ásta, en er ein- hver snyrtivara sem er al- gerlega ómissandi í sumar að hennar mati? „Ég er rosalega hrifin af vöru sem heitir Soleil de tan frá Cha- nel, sem er nokkurs konar krem- að sólarpúður. Það er hægt að nota það eitt og sér ef maður vill ekki setja mikið framan í sig en vill fá örlítinn lit og fallega áferð. Síðan má líka nota það til að skyggja andlitið. Þannig að þetta er mjög fjöl- hæf vara. Persónulega gríp ég næstum í þetta á hverjum degi yfir sumartímann og nota þetta reyndar mikið á veturna líka. Þetta er alger snilld,“ játar Ásta, en skyldi hún vera með eitt- hvað skemmtilegt í bígerð fyrir sumarið? „Ég er að vinna sem flugfreyja, þannig að ég fæ reglulega að fara út í stopp og njóta þar. Síð- an eru bestu vinir mínir að fara að gifta sig, en ég mun farða brúðina, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Ásta að endingu. Stelpur farn- ar að teikna á sig freknur Ásta Haraldsdóttir, förðunarfræðingur og flugfreyja, segir að fersk náttúruleg húð sé iðulega áberandi á sumrin. Þá segir hún að yfir sumartímann sé einn- ig meiri áhersla á sólarkyssta húð og mikinn ljóma. Útlit Ásta segir að náttúruleg og ljómandi húð verði áberandi í sumar. Getty Images Förðun Ásta seg- ir að kremaða sólarpúðrið frá Chanel sé hið mesta þarfaþing. Heitt Freknur eru nýj- asta æðið, en stelpur eru jafnvel farnar að teikna þær á sig. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500 1 Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017 Færeyjar2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Verð á mann frá 74.500 570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss. Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför Bæklingur 2017 Nýja bæklinginn okkar er nú hægt að sækja á heimasíðuna, www.smyrilline.is Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808 info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með í ferðalgið til Færeyja og Danmerkur 2017 Ellen Ragnarsdóttir ellen@mbl.is „Ég starfa einnig sem handritshöf- undur í tveimur handritateymum. Síðan sé ég um leikaraval fyrir bæði kvikmynd og sjónvarpsmyndir sem fara í tökur síðar á árinu. Sem sjálf- stætt starfandi kvikmyndagerð- arkona gefst mér tækifæri til að taka að mér ólík verkefni, og það gerir mig að sterkari listamanni. Al- gjör forréttindi,“ segir Nanna Krist- ín. Það getur verið strembið að starfa við kvikmyndagerð á Íslandi, og eru dagarnir gjarnan langir og strangir. Blaðamanni leikur því for- vitni á að vita hvernig Nanna Krist- ín hugsar um líkama og sál meðan á tökum stendur? „Einföldustu hlutir eins og reglu- legur svefn eru mikilvægir, en alls ekki sjálfsagðir. Það er ekki mikill frítími akkúrat meðan á tökum stendur. Því skiptir máli að reyna að halda sinni rútínu á milli tarna. Bæði í hreyfingu og mataræði, það vill oft raskast. Auðvitað reyni ég að halda kaffidrykkju í hófi og liggja kannski ekki í kexpökkunum á töku- stað, næli mér í orku úr ávaxtakass- anum frekar. Það sem heldur manni gangandi andlega meðan á tökum stendur er auðvitað verkefnið sjálft, sem maður verður að hafa ástríðu fyrir, en aðallega er það samstarfs- fólkið. Það er svo sjúklega skemmti- legt og gefandi fólk sem vinnur við kvikmyndagerð,“ segir Nanna Kristín, sem gjarnan þarf að vera úti í öllum veðrum heilu og hálfu dagana. En skyldi hún luma á góð- um ráðum til að halda húðinni í fínu standi þrátt fyrir strembið starf? „Já, ég geri það. Á veturna nota ég gott og feitt krem sérstaklega ætlað til að vernda húðina gegn kulda. Á sólríkum dögum nota ég sólarvörn. Einnig drekk ég mikið vatn og reyki ekki. Þetta eru svo sem hlutir sem allir vita að eiga að hjálpa til við að halda húðinni í góðu standi. Ég er ekki með neinar töfra- lausnir. En auk þessa fer ég nánast daglega í gufu, mér finnst það svo frískandi fyrir húðina og ekki skemmir fyrir að það er líka nær- andi fyrir andann.“ Þá bendir Nanna Kristín á að einnig sé mikilvægt að hlífa húðinni með því að klæða sig eftir veðri. „Það er guðsgjöf að eiga hlýja yf- irhöfn í íslensku veðurfari, og í kvik- myndagerð er það bráðnauðsynlegt. Maður er bæði mikið að fara á milli staða og í kyrrsetu. Sjálf á ég dún- úlpu sem heldur á mér hita, en er líka þægilegt að hreyfa sig í. Það er mikill kostur að ég þarf ekki að dúða mig undir hana. Ekki er verra að hafa alls kyns hirslur og vasa hér og þar á flíkinni. Handrit, sími, vara- salvi, pennar og hanskar þurfa sitt pláss,“ segir Nanna Kristín og kím- ir. En hvert skyldi vera eftirlætis bjútíráð Nönnu Kristínar? „Ekki drekka áfengi. Margþætt bjútíráð,“ svarar Nanna Kristín kímin. Nanna Kristín er með fimm börn á heimilinu, á aldrinum sjö mánaða og upp í 12 ára. Dagskráin er því jafnan þéttskipuð og lítill tími gefst fyrir dekur. Svolítil afslöppun er þó nauðsynleg af og til. „Það að fara ein í göngutúr eða á stefnumót með manninum mínum, yfirleitt í sundlaugum borgarinnar, er mitt dekur. Það hljómar kannski ekki spennandi en fyrir mig er það algjör lúxus. Svo eru börnin mín dugleg að knúsa mig, það gefur mér mikið,“ segir Nanna Kristín, sem á skemmtilegt sumarfrí í vændum. „Ég ætla að fylgja myndinni minni Ungar (Cubs) eftir á kvik- myndahátíðir um alla Evrópu. Það er frábært tækifæri til að vinna og upplifa nýja hluti í leiðinni. Ég fer til dæmis til Rómar og Aþenu, en þangað hef ég aldrei komið. Síðan mun ég ferðast um landið með fjöl- skyldunni minni. Stefnan er sett á Austfirði annars vegar og Vestfirði hins vegar. Fjölbreytt sumar í vændum,“ segir Nanna Kristín að lokum. Eftirlætis bjútíráðið er að sleppa áfenginu Kvikmyndagerðarkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir er með ýmis verkefni í bígerð þessa dagana, svo sem nýja stuttmynd og þáttaröð fyrir RÚV. Þar með er þó ekki allt talið, enda sjaldan lognmolla í kringum Nönnu Kristínu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vellíðan Nanna Kristín segir að besta bjútíráðið sé að sleppa áfenginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.