Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 60

Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 60
FERÐALÖG Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Á Karlsstöðum í Berufirði hafa tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló, skotið rót- um og starfrækja gistiheimili, mat- stofu, lífræna grænmetisrækt, snakkgerð og ýmsa menningar- starfsemi undir merki Havarí. Á síðasta ári umbreyttu þau gömlu hlöðunni í kaffihús og tónleikastað og nú eru þau að ljúka við að breyta fjárhúsinu í gistihús, sem tekið verður í notkun í júní. „Við höfum fram til þessa leigt gamla bæinn á Karlsstöðum út til ferða- manna en nýtt gistihús leysir hann af hólmi. Það mun rúma um 30 gesti og hægt verður að velja um uppbúin rúm, kojur eða fjölskyldu- herbergi,“ segir Berglind. Lífræn ræktun „Veitinga- og viðburðarýmið Havarí var opnað aftur í mars eftir vetrarfrí og þar bjóðum við upp á grænmetisrétti úr heimaræktuðu hráefni, nýbakað brauð og sæt- meti. Í júní opnar myndlistarkonan Sara Riel þar sýningu sína og fram undan er þétt tónleikadagskrá, en meðal þeirra sem koma fram hér í sumar eru President Bongo, Lay Low, Sóley, Mugison, FM Belfast, Valdimar, Moses Hightower og Lára Rúnars. Við Svavar göngum hér í öll verk, hvort sem þau snúa að matreiðslu, grænmetisrækt, vöruþróun, bulsugerð, húsasmíðum eða þrifum og Prins Póló mun örugglega líka spila í sumar við einhver vel valin tækifæri.“ En hvernig kom það til að þau hjónin ákváðu fyrir þremur árum að flytja frá Reykjavík, setjast að á Karlsstöðum ásamt þremur börn- um og snúa sér að grænmetisrækt, matvælaframleiðslu, veitinga- og gistihúsarekstri? „Okkur langaði að hvíla okkur á borginni og kom- ast út í sveit,“ útskýrir Berglind. „Svavar á ættir að rekja hingað austur, móðurafi hans og amma voru bændur á Berunesi, næsta bæ við Karlsstaði, og hann var þar í sveit sem barn. Það stóð samt ekki til í byrjun að flytjast akkúrat hingað. Jörðin Karlsstaðir hafði reyndar verið í sölu um nokkur skeið, okkur fannst þetta samt svo- lítið langt frá fjölskyldu og vinum í borginni og skoðuðum ýmislegt annað en sáum svo að hér fengjum við mest jarðnæði fyrir peninginn. Svo er Austurland líka frábær staður til að búa á.“ Á Karls- stöðum er stund- uð metnaðarfull grænmetisrækt sem hlaut líf- ræna vottun hjá Túni á síðasta ári. Berglind og Svavar rækta kartöflur, gulróf- ur, grænkál og rabarbara og eru að fikra sig áfram með aðrar tegundir. Þau hafa lagt mikla vinnu í þróun og framleiðslu sæl- keravöru, með góðum árangri. Fyrst settu þau á markað hinar vinsælu Bulsur, grænmetispylsur úr lífrænu byggi og baunum, og Sveitasnakk úr líf- rænu grænmeti sem kom í versl- anir á síðasta ári hefur fengið slík- ar viðtökur að þau anna ekki eftirspurn. Bulsur og snakk „Bulsur eru ólíkar öðrum inn- fluttum grænmetispylsum að flestu leyti, ekki síst vegna þess að þær innihalda ekki soja heldur ýmiss konar heilsusamleg mjöl og fræ, svo sem chia-fræ, hörfræ og möndlumjöl,“ segir Berglind. „Sveitasnakk hefur mælst mjög vel fyrir hjá matgæðingum, en það fæst í völdum verslunum í Reykja- vík og á landsbyggðinni. Við byrj- uðum með framleiðslu á Gulrófus- nakki, færðum okkur svo yfir í Grænkálsflögur og nýjastar eru Kartöfluflögur, sem féllu strax í kramið hjá neytendum. Kartöfluflögurnar frá Karls- stöðum eru þær fyrstu sinnar gerð- ar sem framleiddar eru á Íslandi og reyndar var búið að segja okkur að þetta væri vonlaust verkefni. Við erum því ákaflega ánægð með þessa nýjustu afurð okkar, brak- andi stökkt gullauga, saltað með ís- lensku sjávarsalti. Eftirspurnin er slík að við þyrftum að framleiða miklu meira af Sveitasnakki og er- um nú að skoða leiðir til að stækka framleiðslueldhúsið.“ Diskó í hlöðunni Að Karlsstöðum verður opið allt árið og síðasta vetur var tals- vert um ferðalanga, að sögn Berg- lindar. „Þeir sem hingað koma og gista eru fyrst og fremst er- lendir ferða- menn. Íslend- ingar á ferð um landið sækja frekar í aðra þjónustu hjá okkur og eru duglegir að renna hingað á tónleika. Fólk kemur frá Djúpavogi, nær- liggjandi fjörð- um, Borgarfirði eystra, Héraði og Höfn og yfir hásumarið telur fólk það nú ekki eftir sér að keyra eða fljúga frá Reykjavík til að taka sporið í diskóhlöðunni. Sjálf er ég orðin ósköp heima- kær. Þegar við fluttumst hingað 2014 var ég í byrjun eirðarlaus og gerði mér ferðir á nærliggjandi bæi og kaffihús á Djúpavogi eins oft og ég mögulega gat. Núna hef- ur þetta alveg snúist við. Ég panta allar helstu nauðsynjar og fæ send- ar og fer helst ekki af bæ. Yngstu börnin tvö eru í leikskóla og grunn- skóla á Djúpavogi og ferðast á milli í skólabílnum. Auðvitað fer ég af og til suður til Reykjavíkur, Prins Póló þó mun oftar, og fjölskylda og vinir eru dugleg að heimsækja okk- ur. Við Svavar kunnum vel við okk- ur í nýju hlutverki og það var góð ákvörðun að flytja frá borginni og gerast bændur á Karlsstöðum.“ www.havari.is Havarí í sveitinni Fyrir þremur árum kvöddu tónlistarhjónin Berglind Häsler og Prins Póló, Svavar Pétur Ey- steinsson, höfuðborgina og settust að á bænum Karlsstöðum í Berufirði. Þar starfrækja þau gistihús í gömlu fjárhúsunum, reka kaffihús og tónleikastað í hlöðunni og framleiða brakandi stökkt Sveitasnakk úr lífrænt ræktuðu grænmeti. Hlaðan Kaffihús og vinsæll tónleikastaður er á Karlsstöðum. Prins Póló Svavar Pétur Eysteinsson tónlistarmaður rekur Havarí með eig- inkonu sinni Berglindi Häsler. Hans hátign unir sér vel í sveitinni. Verkefnin Berglind Häsler, bóndi og veitingakona á Karlsstöðum: „Við Svavar göngum hér í öll verk, hvort sem þau snúa að matreiðslu, grænmet- isrækt, vöruþróun, Bulsugerð, húsasmíðum eða þrifum.“ Bulsur Ljúffengar grænmetis- pylsur, frá Karlsstöðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.