Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 ✝ Óliver Ein-arsson fæddist á Akureyri 13. des- ember 2004. Hann lést af slysförum 22. maí 2017. Foreldrar hans eru Heiðdís Fjóla Pétursdóttir, f. 18. nóvember 1973, og Einar Geirsson, f. 8. apríl 1972, veit- ingamenn, búsett í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarð- arsveit. Alsystkini Ólivers eru Lovísa Kristín, f. 26. mars 2003, og Alex Þór, f. 6. mars 2007. Hálfbróðir samfeðra er Valgeir, f. 1. júní 1999, móðir hans er Guðlaug Valgeirsdóttir, f. 19. nóvember 1971. Foreldrar Heiðdísar Fjólu hálfbræður Einars, eru Bjarni, f. 7. júlí 1978, Steinar, f. 2. jan- úar 1982, og Jónas, f. 3. apríl 1984. Hálfbróðir Einars, sonur Snæbjarnar Geirs og Kristínar S. Magnúsdóttur, f. 10. nóv. 1952, er Orri, f. 4. júlí 1973. Eft- irlifandi langafi Ólivers er Ár- sæll Egilsson, f. 2. september 1931. Óliver gekk í Hrafnagilsskóla og var að ljúka 7. bekk þegar hann lést. Óliver æfði frjálsar íþróttir með Ungmennafélagi Akureyrar og vann til fjölda verðlauna. Hann átti mörg áhugamál, en þar voru fyrir- ferðarmest motorcross, snjó- bretti, ljósmyndun og hjóla- bretti, auk fjölda annarra. Hann var vinamargur, skapandi og hæfileikaríkur drengur. Útför Ólivers fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 31. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður að Grund. eru Þórdís Ólafs- dóttir, f. 20. febr- úar 1951, og Pétur Ólafur Helgason, f. 2. maí 1948, d. 7. ágúst 2002. Systur Heiðdísar Fjólu eru Hafdís Hrönn, f. 15. júní 1971, Ásta Arnbjörg, f. 6. október 1974, og Helga Ólöf, f. 17. ágúst 1981. Móðir Einars er Kristín Ársælsdóttir, f. 3. maí 1953, gift Njáli Torfa- syni, f. 28. febr. 1950. Dóttir þeirra, hálfsystir Einars, er Jó- hanna, f. 15. ágúst 1982. Faðir Einars er Snæbjörn Geir Viggósson, f. 21. janúar 1952, kvæntur Helgu Jónasdóttur, f. 17. febrúar 1955. Synir þeirra, Elsku bróðir minn, ég trúi því varla að þú sért farinn, þú hefur alltaf verið góður vinur þó að við sýndum það kannski ekki alltaf. Þú varst með rosalega gott hug- myndaflug og framkvæmdir allar hugmyndir sem þú fékkst og það er nokkuð sem hægt er að til- einka sér, að framkvæma. Það var alltaf mjög mikið fjör í kring- um þig og svo margar minningar með þér. Sérstaklega fannst mér gaman þegar við vorum fjölskyld- an í útlöndum. Eins og þegar við vorum á Spáni síðast og þá var einn daginn rosa mikill vindur og rosalega mikill öldugangur og enginn fór í sjóinn nema við, það var geggjað, öldurnar voru svo skemmtilegar. Í skemmtigörðum fórum við saman í fullt af skemmtilegum tækjum sem var mikið fjör. Ég man líka svo vel þegar við vorum lítil og ég fékk klikkaðar hugmyndir en framkvæmdi þær ekki. Þá gerðir þú það, þannig vorum við flott teymi. Þú varst svo fjölhæfur og gast gert allt sem þig langaði að gera. Einu sinni fórum við öll í sund nema þú og þegar við komum heim varst þú orðin sköllóttur, þig langaði að prófa að raka þig og þá gerðir þú það bara. Þú varst mjög góður bróðir og ég mun sakna þín alltaf. Þín systir, Lovísa Kristín. Óliver var á allan hátt einstakur drengur. Hann hugsaði í lausnum og engin verkefni voru þannig að hann hefði sig ekki í gegnum þau. Hann var mikið búinn að vera hjá okkur hér á Hranastöðum, stóð varla upp úr stígvéli, í orðsins fyllstu, þegar hann var byrjaður að kalla sig vinnumann og fór með okkur í sveitaverkin. Gekk rösk- lega til þeirra verka sem honum voru fengin og leysti þau á áður óþekktum mettímum. Hann vildi vera fullgildur vinnumaður og lagði sig allan fram við að læra að vinna verkin. Hann vildi hafa verkefni sín afmörkuð og skýr, þá var hægt að hefja þau, klára,og snúa sér svo að öðru því sem þurfti að leysa. Best líkaði honum að vinna verk sem kröfðust þess að nota græjur. Hann lagði á það áherslu að eiga náttúrlega vinnu- galla í fjósið, stígvél með stáltá (eins og hinir) og fyrir vinnuna núna í sumar var hann búinn að fjárfesta í alvöru vinnubuxum með vösum og hægt að koma fyrir hnjápúðum í þeim. Hann stefndi svo á að fá sér hnjápúða í sumar og vinnuskó með stáltá. Góðir vinnuvettlingar voru mikilvægur aukabúnaður og dúkahnífur til að nota í rúlluplastið var kominn á óskalistann. Óliver gisti oft hjá okkur, flott fannst honum að sofa inni hjá Elmari frænda en nú síðast þegar hann var hjá okkur þurfti að leysa málið, Elmar frændi kominn með kærustu svo ekki svaf hann inni hjá honum. En þetta var ekkert mál, rutt til í fataherberginu okk- ar og þar svaf hann á dýnu, nógu nálægt okkur en samt með sitt pláss sem honum fannst hæfa svona stórum strák, svona var hann, engin vandamál, allt leyst. Við matarborðið vildi hann sitja sem næst Arnari, það var flottast og þangað kom hann sér nær allt- af, fann út úr því eins og öðru. Síðasta gistihelgin sem hann átti með okkur var nú í byrjun maí og er okkur dýrmæt minning þar sem hann gisti í fataherberginu og sá að þarna gæti hann sofið þegar hann vildi í sumar. Við hlupum saman 1. maí hlaupið og skoðuð- um hlaupadagskrá sumarsins, hann var með mikil áform og vildi fá að fara með okkur í þau hlaup sem við myndum fara í. Markmið- ið var að setja persónulegt met í Akureyrarhlaupi sumarsins. Þessa helgi ákváðum við að horfa saman á mynd og barst þá Forrest Gump í tal, það þótti hon- um áhugaverð mynd en þar sem við fundum ekki myndina horfðum við bara á eitthvað annað en með því loforði að Forrest Gump yrði næst þegar hann gisti. Hann ætl- aði sérstaklega að horfa á Forrest þegar hann fór að hlaupa, það þótti honum áhugaverðast, en elsku Óliver, við verðum að horfa seinna saman á Forrest Gump. Minningarnar sem koma upp núna þegar við Hranastaðafjöl- skyldan sitjum saman og komum þessum fáu orðum á blað eru margar. Öll minnumst við hans sem duglegs kraftmikils stráks sem alltaf vildi leggja sig fram og klára það sem hann byrjaði á. Það verður aldrei nema brot af því sem við rifjuðum upp á þessu fallega maíkvöldi sett á blað, allt hitt mun lifa með okkur sem minningar um einstakan dreng sem yfirgaf okk- ur allt of snemma. Hvíldu í friði, elsku drengurinn. Fjölskyldan Hranastöðum, Ásta, Arnar, Kristjana Líf, Elmar Blær og Þórdís Birta. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þetta forna máltæki sannaðist einu sinni enn þegar systurdótt- ursonur minn, Óliver, fórst í um- ferðarslysi aðeins tólf ára gamall. Óliver var bráðefnilegur íþrótta- maður sem þrátt fyrir ungan ald- ur var búinn að vinna til ótal verð- launa í íþróttum og var að undirbúa sig fyrir þátttöku í frjálsíþróttamóti í Gautaborg í sumar. Snemma beygist krókurinn og efst í minningum mínum um Óli- ver lítinn er hve gaman honum þótti að vera „tekinn í kleinu“. Þótt stundum liði nokkuð langt milli funda hjá okkur kom hann til mín þegar við hittumst og vildi vera „tekinn í kleinu“. Loftköstin áttu nefnilega svo vel við hann Óli- ver. En kleinustrákurinn minn varð snemma stór og sterkur og frænk- an hætti að ráða við sinn hlut í leiknum og hann varð einfær um loftfimleikana. Þegar hann var sjö ára gamall aðstoðaði hann, ásamt Lovísu systur sinni, okkur ömmu- systkinin sín við trjáplöntun í Gerði. Þau ungu unnu af krafti og við eldri kynslóðin höfðum vart undan að sjá þeim fyrir verkefn- um. Við vorum stödd allnokkru of- ar í hlíðinni en komist varð á drátt- arvél með plönturnar og þurfti að bera bakkana upp bratta brekku. Mér þótti plöntuburðurinn æði erfiður starfi en þegar Óliver var orðinn verklaus og spurði mig hvað hann ætti að gera næst spurði ég hvort hann gæti kannski sótt einn bakka niður að dráttar- vél. Hann tók mig á orðinu, hvarf á braut og fyrr en varði var hann kominn til baka með „tvo“ plöntu- bakka. Hún móðursystir hans á Hranastöðum hefði sannarlega verið öfundsverð af að hafa þenn- an vinnumann í sumar hefðu ör- lögin ekki tekið sína óvæntu beygju. Órabelgurinn Óliver var ein- staklega ljúfur drengur og ég minnist þess hve kurteis hann var þegar hann kom fyrir hönd frænd- systkina sinna að fá lánaðan trefil til þess að nota í skollablindu. Því þótt krafturinn væri mikill fylgdi honum líka svo mikil mildi og ein- lægni. Þær hliðar hans má skynja í fallegu ljósmyndunum sem hann tók og birti á Instagram og Fa- cebook. Af því að heimsmynd mín er sennilega svipuð og þeirra hjóna í Gullna hliðinu mun ég á næstu vikum sjá fyrir mér hann Óliver okkar heyja velli himnaríkis með öflugum vélbúnaði og þegar rignir skreppa og spila undansteypu við langömmu sína. Álfhildur Ólafsdóttir. Á fallegum vordegi í upphafi nýrrar skólaviku var einum af sonum Hrafnagilsskóla kippt frá okkur. Í dag kveðjum við einstak- an dreng, Óliver Einarsson, með sorg og söknuð í hjarta. Óliver var kraftmikill, kapp- samur og duglegur strákur. Hann lífgaði oft og tíðum upp á skóla- starfið með ýmsum uppátækjum. Hann var samt umfram allt góður drengur í alla staði, vinur vina sinna og bræddi alla með fallega brosinu sínu. Hann var mikill íþróttamaður og vann hvern titil- inn á fætur öðrum í frjálsum íþróttum, sem hann stundaði af miklu kappi. Ef minnst var á keppni var Óliver til í slaginn. Í vetur tók sjöundi bekkur þátt í nokkrum verkefnum þar sem búin voru til myndbönd og þau send inn í keppni. Þar var Óliver fremstur í flokki og gekk í öll hlutverk með félögum sínum, skrifaði handrit, fann búninga, lék og klippti til myndböndin. Fráfall Ólivers hefur lamað skólann og nærsamfélagið. Í sorg- inni þykir okkur afar vænt um að hafa fengið að kynnast Óliver og fylgt honum þau ár sem hann fékk að vera með okkur. Tilhugsunin um þann missi sem fjölskylda Óli- vers gengur í gegnum er óbæri- leg. Elsku Einar, Heiðdís Fjóla, Valgeir, Lovísa og Alex, stórfjöl- skylda og aðstandendur, við send- um ykkur hlýjustu samúðarkveðj- ur okkar. Minning Ólivers mun lifa um ókomna tíð sem ljós í hjört- um okkar. Einnig senda bekkjarfélagar Ólivers í 7. bekk og foreldrar þeirra fjölskyldunni sínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Góður vin- ur og bekkjarfélagi mun lifa í hjörtum þeirra um ókomin ár. Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum.) Fyrir hönd nemenda og starfs- manna Hrafnagilsskóla og skóla- samfélags Eyjafjarðarsveitar, Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri. Elsku Óliver okkar var tekinn frá okkur allt of snemma. Hans er sárt saknað. Óliver var frábær æf- ingafélagi og góður vinur, hann var mikill skemmtikraftur, orku- bolti, fyndinn, fjörugur, til í allt og alls ekki feiminn. Óliver fékk alla alltaf til að hlæja, sama í hvernig skapi viðkomandi var. Það var alltaf stuð í kringum Óliver, hann var gleðigjafinn í hópnum. Hann var mikill íþróttamaður og með mikið keppnisskap sem hann nýtti vel á æfingum og í keppni. Við eig- um bara góðar minningar með honum sem munu alltaf eiga stað í hjarta okkar. Minning um góðan félaga lifir um ókomna tíð. Vottum foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Kveðja frá Bergi, Birnu, Glódísi, Söru og öllum hinum æf- ingafélögunum úr UFA. Óliver Einarsson HINSTA KVEÐJA Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Karl Frímannsson. Jónína Björns- dóttir vinkona mín og margra okkar hefur lokið þessu jarðlífi sínu. Það langgleðilegasta við þessi merki- legu kaflaskipti í lífi hennar er að nú er hún loksins búin að hitta hann Hauk sinn, son hennar og augastein sem lést af slysförum um borð í Gunnjóni GK, 20. júní 1983, í blóma lífsins aðeins 25 ára. Margs er að minnast við tíma- mót sem þessi. En þar sem pláss í minningum er takmarkað verðum við að halda okkur við tvö atriði sem minnast verður á. Jónína er án efa einhver lang- skyggnasti einstaklingur sem ég hefi hitt á þessum 45 árum mínum í söfnun dulrænna frásagna og rannsókna á þeim hér á landi og víðar. Jónína sá framliðna í tíma og ótíma, ásamt því að vera sá nú- lifandi Íslendingur sem mest átti langar og djúpar vináttur við álfa og huldufólk víða á landinu. Ekki má heldur gleyma því hve Jónína sá oft fram í tímann atburði sem Jónína Guðbjörg Björnsdóttir ✝ Jónína Guð-björg Björns- dóttir fæddist 21. maí 1929. Hún lést 14. maí 2017. Útför hennar fór fram 26. maí 2017. alltaf komu fram síð- ar meir. Eru frá- sagnir Jónínu svo margar að til tals hefur komið að gefa þær út í sérstakri bók tileinkaðri henni. Í það minnsta verður það gefið út með safni dulrænna frásagna annarra síðar meir. Ekki er hægt að láta hjá líða að geta í mjög styttu máli einnar mögnuðustu huldu- fólksvináttu hennar, sem til er frá seinni tímum hér á landi. Jónína fór til Seyðisfjarðar sumarið 1962 að vinna í síld hjá Baldri blanka, sem þá var unnin þar á sumrin. Eitt sinn um mitt sumar hafði ekki veiðst síld í fjóra daga, sem óvanalegt var. Létu Baldur og kona hans starfsfólkið þar, sem þá var um og yfir 70 manns í allt, taka til og þrífa í verksmiðjunni og í vistarverum vinnufólksins á meðan. Var allt þvegið og málað sem hægt var. Lenti Jónína í hóp sem var að mála girðinguna í kringum gamalt hús sem Baldur leigði fyrir sig og fjölskyldu sína. Það var í landi Há- nefsstaða, sem er bær aðeins utar í firðinum, eða rétt um 5 mínútna akstur frá þorpinu sjálfu. Hitti hún þá huldukonu þar við steininn stóra sem stendur við lækinn, rétt austan við gamla húsið. Til að gera langa sögu mjög stutta þá bauð huldukonan henni í heimsókn til sín eftir tvo daga, á laugardegi, því þá yrði aftur síldarlaust. Var Jón- ína auðvitað mjög hissa á allri þessari vitneskju konunnar, sem ávallt reyndist rétt. Og á tilsettum tíma hitti hún vinkonu sína og átti langt og innilegt spjall við hana um m.a. flest í lífi Jónínu. Huldu- kona þessi hét Guðrún og bjó þarna uppi í hlíðinni í þessum litla bæ þeirra hjóna og barna. Var Jónínu boðið kaffi þarna og pönnukökur með. Huldukona þessi þekkti allvel huldufólkið í Oddgeirshólum, þar sem Jónína ólst upp og átti yndislega æsku að hennar sögn. Því vissi hún flest um lífi Jónínu. Í lok heimsóknar- innar sagði Guðrún henni að Jón- ína yrði fyrir miklu áfalli um 18 ár- um síðar eða svo, en virtist ekki geta sagt henni hvað það yrði. Hún virtist ekki alveg vita það. Og að þá myndi hún vera hjá henni og taka mesta sársaukann af henni við þetta. Og þrátt fyrir þráspurn- ingar Jónínu fékk hún aldrei að vita hvað þetta áfall yrði. En 21 ári síðar missti hún Hauk son sinn í fyrrgreindu slysi, sem auðvitað var þyngra en tárum tók fyrir hana, eins og gefur að skilja. Jónína var kennari í Sálarrann- sóknarskólanum okkar í mörg ár, og óafvitandi lagði hún grunninn að Álfaskólanum sem nú hefur starfað í yfir 25 ár. Koma á hverj- um föstudegi alltaf hópar útlend- inga til okkar og fræðast þar um álfana og huldufókið á Íslandi og heyra raunverulegar frásagnir af vináttu þeirra við mannfólkið í landinu, og hafa ákaflega gaman af. Drekka þeir kaffi og borða huldufólkspönnukökur á meðan, eftir uppskriftinni hennar Guð- rúnar huldukonu á Hánefsstöðum. Fyrir þetta allt skal nú þakkað hér að leiðarlokum. En eitt er víst að líklega hefði Álfaskólinn aldrei orðið til ef ekki hefði við notið þeirra Jónínu Björnsdóttur, Björns Kristjánssonar, Fanneyjar G. Jónsdóttur og Jóns frá Skolla- gróf og margra annarra núlifandi og látinna Íslendinga sem sagt gátu okkur svo mikið frá þessum verum og fólki sem býr í landi okk- ar samsíða okkur. Vonandi slitnar sá þráður ekki alveg, þótt ekki horfi vel í því um stundir. Við eigum að gleðjast á svona tímamótum. Þegar svona löngu og gifturíku lífi er lokið. Góða ferð Jónína mín. Við sjáumst sannar- lega síðar. Og Guð styrki Þórð og afkomendur hans, sem og Sigrúnu og Óla Hauksson, og aðra afkom- endur, frændur og vini, sem eiga sannarlega erfitt á þessum tíma- mótum. Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri Álfaskólans. Jónína vinkona okkar var ein- stök kona. Hjá henni var væntum- þykjan fyrir mönnum og málleys- ingjum í fyrirrúmi, hún talaði við hestana sína eins og börnin sín. Henni var bjartsýni og baráttu- þrek í blóð borið. Með okkur og Jónínu og Rabba tókst góður vinskapur í gegnum nábýlið í hesthúsahverfinu í And- vara. Í fyrstu áttum við erfitt með að skilja allar sögurnar hennar. Oft afgreiddum við þetta sem raus í gamalli konu. Við fórum hins vegar fljótlega að reka okkur á að það sem hún var að segja okkur um framtíðina gekk eftir. Guð- björg, eins og hún kallaði sig þeg- ar sá hamur rann á hana, sá margt sem aðrir sáu ekki. Það var þessi einstaki hæfileiki hennar í hlut- verki Guðbjargar sem fjöldi fólks naut góðs af. Í áratugi ráku Jónína og Rabbi reiðskólann Topphesta. Í þeim skóla hefur margur afrekshesta- maðurinn fengið sína fyrstu til- sögn. Þessi reiðskóli var öðruvísi en aðrir. Hann var allt í senn menntastofnun, gæsluvöllur og af- reksmiðstöð. Í þessum skóla var boðið upp á pasta og pítsur í há- deginu eins og Rabbi orðaði það og snúða með glassúr í síðdegis- hressingunni. Þar var þess gætt að allir nytu sannmælis og sýndu væntumþykju og virðingu. Það var þess vegna sem börnin elsk- uðu Jónínu og Rabba. Mér er minnisstætt þegar ég kom við í skólanum einn daginn, en þá stóð yfir próf. Rabbi í kokkagallanum með kokkahúfuna í hæstu stöðu á höfðinu og hnéháum stígvélum tilbúinn með síðdegishressinguna. Jónína skólastjóri í hvíldarstöðu á beddanum í skólastofunni þar sem hún las spurningarnar í prófinu og svörin við þeim til að tryggja að allir fengju 10 og færu heim með bros á vör. Jónína var dugnaðarforkur og fylgin sér. Þá skipti ekki máli við hverja hún var að eiga, hvort það var bæjarstjórinn í Garðabæ sem reyndist henni einstaklega vel við rekstur reiðskólans eða eitthvert af börnunum. Eitt sumarið vildi Jónína ljúka reiðskólanum með hestaferð á Löngufjörur. Jónína bað mig að koma með sér. Þetta leist mér ekkert á. Það þýddi hins vegar ekkert að segja nei við Jón- ínu, hún tók því ekki sem svari. Ferðin var því farin. Mestur var spenningurinn í Jónínu að komast á Kóngsbakka í grillveislu sem hún hafði undirbúið fyrir börnin með Tona kokki. Hún reið á Lip- urtá sinni þvert yfir nesið með rúllur í hárinu til að vera nógu vel til höfð þegar hún kæmi í veisluna. Oft kom Jónína með hryssur til okkar í Vesturkot til að halda und- ir stóðhesta. Ekkert lát var á ræktunaráformum hennar, hún var búin að panta þetta vorið. Stundum höfðu hryssurnar vetr- ardvöl hjá okkur. Síðastliðið vor kom Jónína austur þótt verulega væri af henni dregið til að heilsa upp á Lipurtá, sem þá var nýlega köstuð jarpri hryssu. Hún staul- aðist með stuðningi Kristínar út í girðinguna og kallaði „Libba mín, mamma dín er komin“, þá leit Libba upp og kom hlaupandi á móti henni með folaldið sem hún skírði Kristínu. Þegar Jódís okkar kastaði tvíburafolaldi degi áður en Jónína lést skírðum við það Jón- ínu í höfuðið á henni. Við Kristín sendum Rabba og öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristín og Finnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.