Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 31.05.2017, Qupperneq 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017 ✝ HallgerðurPálsdóttir fæddist á Akureyri 5. október 1927. Hún lést á Vífils- stöðum 24. maí 2017. Foreldrar henn- ar voru Páll Anton Þóroddsson, f. 16.8. 1898, d. 20.5. 1978, og Elín Anna Björnsdóttir, f. 10.8. 1894, d. 30.8. 1983. Þau giftu sig 22.10. 1926. Hallgerður giftist 1.10. 1949 Halldóri Brynjólfi Stefánssyni, f. 3.3. 1927. Foreldrar hans voru Stefán Halldórsson, f. 9.6. 1903, d. 25.3. 1997, og Ástríður Þorgeirsdóttir, f. 20.9. 1908, d. 28.6. 1929. Börn Hallgerðar og Halldórs eru: 1) Páll, f. 4.8. 1950, maki Sólveig Ásgríms- dóttir, f. 30.1. 1947. Dóttir Anna Rut, f. 16.8. 1987. b) Ásta Ýrr, f. 16.8. 1987, sambýlis- maður Kári Logason, eiga þau þrjú börn. c) Herdís, f. 27.4. 1992, sambýlismaður Pétur Andri Dam, eiga þau einn son. d) Halldór, f. 27.4. 1992, unn- usta Ásdís Nína Magnúsdóttir. 4) Ólöf Eir, f. 4.9. 1969, maki Jenni Guðjón Clausen, f. 27.2. 1960. Börn þeirra eru: a) Ólafur Þór f. 24.7. 1994, sambýliskona Agnes Líf Höskuldsdóttir. b) Axel, f. 28.7. 1998. c) Stefán Páll, f. 24.12. 2005. Hallgerður var á þriðja ári þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Þar bjó hún lengstum og þar var starfsvett- vangur hennar. Hún lauk versl- unarprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1946. Að námi loknu vann hún nokkur ár við skrif- stofustörf. Eftir rúmlega tíu ára hlé frá launavinnu tók hún upp þráðinn aftur. Síðast og lengst vann hún í bókabúð Máls og menningar. Útför Hallgerðar verður frá Háteigskirkju í dag, 31. maí 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. þeirra er Hall- gerður, f. 29.8. 1974, sambýlis- maður Peter Rud- dock, hún á tvö börn. 2) Ásta, f. 6.3. 1955, maki Einar Erlendsson, f. 15.5. 1954. Börn þeirra eru: a) Margrét Rós, f. 19.2. 1975, sambýlismaður Aðalsteinn Bjarna- son, hún á þrjár dætur. b) Edda Ýrr, f. 7.3. 1983, sambýlismaður Róbert Freyr Jóhannsson, þau eiga þrjú börn. c) Brynja, f. 15.10. 1986, sambýlismaður Sig- urður Marcus Guðmundsson, eiga þau tvo syni. d) Íris, f. 23.1. 1993, sambýlismaður Steinar Haraldsson. 3) Elín Ýrr, f. 22.6. 1958, maki Kristján M. Bald- ursson, f. 6.12. 1955, d. 24.6.2016. Börn þeirra eru: a) Hallgerður tengdamóðir mín var einkadóttir foreldra sinna og augasteinn þeirra. Hún naut mikillar umhyggju og foreldrar hennar lögðu áherslu á að hún fengi gott veganesti út í lífið, þar skipti menntunin miklu máli. Hallgerður var mjög góðum gáf- um gædd og gekk vel í barna- skóla og síðan fór hún í Verzl- unarskólann og lauk verslunarprófi. Hún var alin upp á heimili sem mótaðist af baráttu verkafólks en foreldrar hennar voru virk í þeirri baráttu. Bernskuheimili hennar var einn- ig menningarheimili þar sem bókmenntir og listir voru í önd- vegi. Hvort tveggja fylgdi henni til æviloka. Vakandi áhugi á þjóð- félagsmálum, en hún fylgdist fram undir það síðasta með um- ræðum um þjóðfélagsmál, en einnig menningaráhugi. Hall- gerður las mikið og var alæta á bókmenntir. Hún sótti tónleika sinfóníunnar fram undir það síð- asta og hafði mjög mikla ánægju af þeim. Gerða hélt lengst af stórt heimili. Þau hjónin áttu fjögur börn og auk þess var föðurbróðir og fóstri Halldórs heimilismaður þar til hann féll frá. Hún vann jafnframt mikið utan heimilis, lengst af í bókabúð Máls og menningar. Gerða var mikil fjölskyldu- kona og leið aldrei betur en þeg- ar hún hafði sem flesta úr fjöl- skyldunni hjá sér. Fjölskyldan, sem var fámenn, þegar ég kynnt- ist Gerðu, hefur vaxið og nú þeg- ar hún kveður eru afkomendur orðnir 30. Hún sinnti öllu sínu fólki vel og var mikill vinur vina sinna. Hún hafði yndi af því að hitta fólk og var alltaf tilbúin til að koma í samkvæmi. Sömuleiðis naut hún þess að taka á móti gestum og þó að hún ætti erfitt með matargerð og bakstur á síð- ustu árum þá lagði hún áherslu á að eiga veitingar bæði fyrir börn og fullorðna. Gerða hafði mikinn áhuga á að ferðast og meðan Halldór lifði og hafði heilsu höfðu þau gaman af því að fara saman til útlanda ann- aðhvort ein eða með fjölskyld- unni eða vinum. Þetta gátu verið langar ferðir eins og ferð þar sem þau fóru með einn ungling og fjóra af eldri kynslóðinni til Bret- lands, Frakklands Þýskalands og Danmerkur og tók sú ferð nokkr- ar vikur. Eftir að Halldór féll frá hélt Gerða áfram að ferðast og nú einkum með dætrum sínum. Hún hafði líka ánægju af því að ferðast innanlands, svo sem að fara yfir helgi í sumarbústað. Það sem ég tók fyrst eftir í fari Gerðu var óbrigðul smekkvísi og snyrtimennska. Hún hafði næmt auga fyrir samræmi, hvort held- ur um var að ræða fyrirkomulag á heimilinu eða í klæðaburði. Þar voru þau hjón mjög samtaka. Annað sem einkenndi Gerðu var hvað hún var skipulögð í öllu enda nauðsynlegt til að sam- ræma rekstur á stóru heimili og jafnfram að vinna utan heimilis. Hún var praktísk og átti auð- velt með að greina kjarna hvers máls og þar sem hún var vel máli farin gat hún komið honum til skila í einni setningu. Þannig gat hún oft með fáum orðum kippt hátimbruðum skýjaborgum nið- ur á jörðina. Hallgerður tengdamóðir mín var glæsileg og merkileg kona. Hún sagði sjálf að hún hefði átt gott líf og var sátt við að kveðja þegar þar að kom. Sólveig Ásgrímsdóttir. Elsku amma Gerða, það er sárt að þurfa að kveðja en jafn- framt gott að vita af þér hjá afa Dóra í Sumarlandinu þar sem þið getið notið þess að vera saman á ný. Sunnudagskaffið hjá ömmu Gerðu var fastur punktur í lífi okkar allra og það er erfitt að hugsa til þess að þau kaffiboð verða aldrei aftur með þér, elsku amma. Amma Gerða var samein- ingartákn fjölskyldunnar, það var hvergi notalegra en að koma til ömmu og eiga gæðastundir með frænkum og frændum þar sem öll heimsins vandamál voru rædd í þaula. Kaffi og eitthvað gott með því var ávallt á boðstól- um og var ömmu annt um að allir fengju nóg. Ritzkex, brauðbollur, túnfisksalat, ostar, sulta, lifr- akæfa, súrar gúrkur og namm- iskúffan vinsæla var alltaf á sín- um stað. Amma Gerða var einstök kona, hún hafði sterkar skoðanir á hlutunum en það var alltaf hægt að leita til hennar sama hvað bjátaði á og var hún einstaklega góður hlustandi. Hún átti það til að hneykslast dálítið en það var aldrei langt í húm- orinn hjá ömmu og með henni voru ófá hlátursköstin tekin. Við systurnar áttum allar okkar sér- stöku stundir í eldhúsinu hjá ömmu, en þar var hægt að ræða allt milli himins og jarðar. Ömmu þótti ofboðslega gott að hafa fólk- ið sitt hjá sér og voru börn, barnabörn og barnabarnabörn ávallt velkomin í heimsókn. Elsku amma Gerða, við eigum eftir að sakna þín óendanlega en fallegar minningar eiga eftir að hlýja okkur um hjartarætur í ókominni framtíð. Margrét Rós, Edda Ýrr, Brynja og Íris. Elsku besta amma okkar. Söknuðurinn er mikill og við ósk- um þess að við gætum knúsað þig einu sinni enn, við vitum þó að núna ert þú komin á betri stað, til afa Dóra. Það er erfitt að kyngja því að þú sért farin en svona er víst lífsins gangur. Minningarnar eru ótalmargar og allar eru þær góðar, við sækjum í þær þegar okkur líður illa og tölum saman um hvað þú varst alltaf góð við okkur. Við eigum það allir sam- eiginlegt að hafa spilað spil við þig og þú leyfðir okkur alltaf að vinna svo þú værir nú ekki með fýlupúka í heimsókn. Þú leyfðir manni alltaf að telja klinkið í glerkrukkunni þegar maður kom til þín og afa þó að það hafi kannski fækkað tveim til þrem hundraðköllum, þér var alveg sama. Það var alltaf hægt að koma til þín og ræða málin og nammiskúffan í Lautasmáranum alltaf opin og nóg til. Við gleym- um líka aldrei gönguferðinni góðu í Skipholti þegar við löbb- uðum á sunnudögum með þér og afa upp fyrir gamla sjómanna- skólann og beinustu leið í bak- aríið og aftur heim, seinna um daginn var svo farið í bíltúr niður á höfn og skipin skoðuð, afi kom alltaf með fróðlegar upplýsingar um skipin en maður var kannski ekki nógu duglegur að hlusta því maður fékk alltaf ís og hann var aðeins meira spennandi þá. Sunnudagskaffið verður okkur alltaf minnisstætt en þá hittist hele familien, borðaði gott brauð- meti og ræddi hitt og þetta en þegar samræðurnar voru komn- ar út í eitthvað agalega óspenn- andi þá fórum við barnabörnin bara inn í herbergi að horfa á sjónkann. Þetta var eitt af því sem þú og afi gerðuð svo vel, þið hélduð allri fjölskyldunni svo vel saman og elskuðuð bara að fá okkur í heimsókn. Við lofum samt að halda áfram að vera dug- leg að hittast á sunnudögum og fá okkur sunnudagskaffi. Við söknum þín alveg rosalega mikið elsku amma okkar. Við elskum þig. Ólafur Þór, Axel og Stefán Páll. Hún amma Gerða er dáin. Heilsu hennar hafði hrakað smám saman og undir það síð- asta var hún orðin ansi lúin og þreytt. Það er okkur syst- kinunum huggun að hugsa til þess að amma átti að baki langt og gæfuríkt lífshlaup og var södd lífdaga. Við systkinin eigum eftir að sakna hennar mikið. Á þessari stundu koma upp í hugann ógrynnin öll af minningum um góðar samverustundir. Þegar við vorum lítil var það toppurinn að fá að gista hjá afa og ömmu. Við fengum að ráða matseðlinum og var alltaf það sama valið, grillaður kjúklingur, því okkur fannst grillofninn því- líkt undratæki og gaman að horfa á. Einna sterkastar eru minning- arnar um kaffiboðin hjá ömmu og afa sem haldin voru af mikilli festu nánast óslitið á hverjum sunnudegi frá því við munum eft- ir okkur. Fyrst í Skipholtinu og síðar í Lautasmáranum. Segja má að þessi kaffiboð hafi verið ákveðin kjölfesta í fjölskyldunni og gerðu það að verkum að sam- gangur og tengsl innan fjölskyld- unnar hafa alla tíð verið sterk og erum við afar þakklát fyrir það. Um það leyti þegar Anna og Ásta komust á unglingsaldur voru þær sendar í vist í Skipholt- ið einu sinni í viku undir því yf- irskini að aðstoða ömmu við þrif og kannski læra einhver handtök í leiðinni. Þrátt fyrir að verkefnin væru misskemmtileg að mati systranna og að þau hafi vissu- lega legið misvel fyrir þeim lifir þetta tímabil ljóslifandi í minn- ingunni enda einkenndist það miklu frekar af hlýlegum og inni- haldsríkum samverustundum með ömmu og afa en skúringum og skrúbbi. Dísa og amma Gerða áttu al- veg sérstakt samband og mætti Dísa til ömmu með mat að minnsta kosti einu sinni í viku og yfir matnum var mikið spjallað og hlegið. Þessar samverustund- ir voru þeim báðum jafndýrmæt- ar. Það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til ömmu Gerðu. Eftir að við systkinin komumst til vits og ára má segja að heimsóknirnar til ömmu hafi einkum einkennst af löngum og innihaldsríkum samtölum við eldhúsborðið um allt milli himins og jarðar. Það var nánast sama hvort umræðuefnið væri af per- sónulegum toga eða lyti að mál- efnum líðandi stundar, aldrei komum við að tómum kofunum. En amma fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í samfélag- inu og sat aldrei á skoðunum sín- um og hún elskaði að horfa á stjórnmálaumræðuþætti í sjón- varpinu, sérstaklega þegar tekist var á. Amma Gerða var líka einstak- lega skilningsrík og manni fannst maður alltaf geta talað við hana um hlutina umbúðalaust. Þó að heilsu ömmu hafi hrakað mikið hafði hún líka einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðarnar á flestu, jafnvel undir það allra síðasta og gerði hún óspart grín að sjálfri sér. Við söknum hennar sárt og minning hennar mun lifa með okkur. Anna Rut, Ásta Ýrr, Herdís og Halldór. Hallgerður Pálsdóttir Nú fylgjum við samstarfsmanni okkar, Guðmundi Guðmundssyni, síðasta spölinn í þessari jarðvist, eftir farsælt samstarf síðustu misseri. Guð- mundur kom til starfa við Há- skólann á Hólum fyrir rétt tæpu ári og sinnti umsjón með fasteignum og ásýnd Hólastað- ar. Í starfi Gumma Línu fólst mikið samneyti við fólk og þar komu mannkostir hans berlega í ljós. Horfðum við til þess að fá að njóta þeirrar nærveru næstu árin án þess að nokkurn skugga bæri á, en raunin varð önnur og við erum harkalega minnt á að enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er. Það er ekki svo að skilja að Gummi Línu hafi verið fyrir- ferðarmikill og plássfrekur á vinnustaðnum, síður en svo, nærvera hans einkenndist af hógværð og einstakri ljúf- mennsku sem var krydduð með glettni svo af honum geislaði. Áreynslulaust fékk hann sam- ferðafólk sitt til að sjá broslegu hliðar málanna, án þess að rýra gildi umræðunnar. Hann var og þeim mannkostum gæddur að hallmæla aldrei öðrum, sem er orðið fáheyrt á tímum þegar neikvætt umtal virðist vera list í íslensku samfélagi. Já, Gummi Línu var hvers manns hugljúfi og tók öllum eins og þeir voru klæddir og við munum varð- veita minninguna um góðan dreng í hugum okkar. Meðan minningin lifir, þá lifir hann með okkur í hugskoti og anda og auðgar okkar líf. Björtustu brosin komu á andlit Gumma Línu þegar talið barst að veiði, en í lax- og sil- ungsveiði var hann ríkur af reynslu. Í frásögnum af veiði- ferðum var, líkt og í öðru, fjallað um viðfangsefnið af Guðmundur Guðmundsson ✝ GuðmundurGuðmundsson fæddist 2. ágúst 1960. Hann lést 15. maí 2017. Útför Guð- mundar fór fram 30. maí 2017. næmni og virðingu og við sem á hlýdd- um fengum á til- finninguna að hann væri eitt með land- inu. Til veiða fór hann til að njóta enda heyrðist hann aldrei greina frá aflasögum, í þess stað dásamaði hann náttúruna og Vatnsdalsá þekkti hann eins og handarbakið á sér. Um leið og við þökkum ein- staklega dagfarsprúðum manni samfylgdina og öll hans góðu verk vottum við dóttur hans, Söndru Hlín Guðmundsdóttur, og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Minningin um einstakt ljúfmenni lifir. Fyrir hönd starfsmanna Há- skólans á Hólum, Erla Björk Örnólfs- dóttir, rektor. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, kæri vinur. Frímann. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÓSKARSSON skipstjóri, Heiðarhrauni 33B, Grindavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi fimmtudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. júní klukkan 13. Hrönn Águstsdóttir Ólafía Kristín Þorsteinsd. Jóhann B. Elíasson Salbjörg Júlía Þorsteinsd. Magnús Már Jakobsson Brynjar Davíð Þorsteinsson Natalie Anne Pearce barnabörn og langafabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, SÆVAR MÁR GARÐARSSON, Vatnsnesvegi 27, Reykjanesbæ, lést miðvikudaginn 24. maí á Land- spítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. júní klukkan 13. Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landspítalann við Hringbraut. Jóhann Sævarsson Sigríður Tinna Árnadóttir Helena Sævarsdóttir Ágúst Svavar Hrólfsson Sævar Freyr, Hrafnar Snær, Hrólfur Jóhann Elsa Lilja Eyjólfsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.