Morgunblaðið - 31.05.2017, Blaðsíða 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
✝ Lára fæddist íReykjavík 31.
maí 1932. Hún lést
á Vífilsstöðum 6.
maí 2017.
Hún var dóttir
Ólafs Kristjáns-
sonar skipstjóra, f.
á Akranesi 5. júlí
1910, d. 2. janúar
1991, og Ólafíu
Steinunnar Her-
mannsdóttur, hús-
móður, f. í Reykjavík 14. jan-
úar 1913, d. 23. júlí 2003.
Lára útskrifaðist úr Kvenna-
skólanum árið 1950 og starfaði
við verslunarstörf þar til hún
giftist árið 1952 Kristmundi
Sörlasyni, vélfræðingi og for-
stjóra. f. 21. ágúst 1929, d. 19.
mars 1999. Þau skildu árið
1976. Lára og Kristmundur
eignuðust fimm börn: 1) Guð-
rún, fædd 1953 en hún lifði að-
eins í tvo daga, 2) Ólafía Guð-
rún, f. 1956, maður hennar er
Sigurvin Rúnar Sigurðsson og
eiga þau tvö börn
og sex barnabörn.
3) María, fædd
1959 en hún lifði í
einn dag. 4) Krist-
mundur, f. 1966,
kvæntur Elínu El-
ísabetu Jóhanns-
dóttur og eiga þau
samtals fimm börn
og tvö barnabörn.
5) Ólafur Sörli, f.
1969, hann á þrjú
börn en sambýliskona hans er
Ivana Jeissing.
Lára hóf árið 1978 sambúð
við Kára Braga Jónsson prent-
ara, f. 21. júlí 1930, d. 14. sept-
ember 2013. Þau bjuggu sam-
an til ársins 1994 en héldu
vináttu og samvistum þar til
Kári lést.
Lára vann lengst af sem
gjaldkeri hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins.
Útför Láru fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 31. maí 2017,
klukkan 13.
Elsku mamma mín, nú ertu
farin.
Minningin mín um þig er um-
hyggja, gleði og vandvirkni. Fjöl-
skyldan og vinkonur í kringum
þig. Elskaðir að fá fólk í heimsókn
og vandaðir móttökurnar. Það var
alltaf hreint og fallegt hjá þér, þú
lagðir mikla hugsun í hvernig
hlutir heimilisins færu best. Þú
naust þess að skemmta þér í
góðra vina hópi, fara í göngutúra
og ferðir erlendis. Einnig kunnir
þú vel að meta það að búa sein-
ustu árin í grennd við Laugaveg-
inn og upplifa mannlífið þar.
Við lærðum það börnin þín af
þér að hugsa vel um þá sem eru
okkur kærir. Velferð og vellíðan
okkar var þér alltaf efst í huga.
Það var svo frábært að eiga stað
þar sem ég var alltaf velkomin,
sama hvað, það er ómetanlegt
veganesti.
Takk, elsku mamma mín.
Þín
Ólafía Guðrún.
Það er blessun að fá að kveðja
fólkið sitt eftir langa ævi, satt líf-
daga og sátt. Ég sat hjá Láru,
tengdamóður minni, á Vífilsstöð-
um á fallegu vorkvöldi og við
horfðum út um stóran herberg-
isgluggann þar sem sást yfir
hraunið og bæinn og út á sjó.
Kvöldhiminninn var logandi rauð-
ur og vorkvöldið var fallegt. Lára
var svo glöð og sátt. Hún dvaldi í
huganum við gömlu góðu dagana
þegar hún átti glaðar stundir með
vinum sínum þar sem var sungið
og dansað. Það sem hún elskaði
var söngur, dans, sól og hlýja. Og
nú, þótt hún væri orðin gömul og
lasburða, langaði hana að syngja.
Við horfðum út um gluggann og
sungum saman „Nú blika við sól-
arlag sædjúpin köld og svona ætti
að vera hvert einasta kvöld.“
Ég vissi það ekki þá að þetta
yrði síðasta stundin sem við ætt-
um saman. Þessi fallega minning
er mér einstaklega kær.
Hún hefði orðið 85 ára í dag,
sama dag og jarðarförin fer fram.
Fyrir fimm árum fórum við
börnin hennar og tengdabörn
saman til Tenerife til þess að
halda upp á 80 ára afmælið henn-
ar. Þetta var dýrmætur tími sem
við öll nutum til fullnustu. Sólin,
hitinn og félagsskapurinn var
dýrmætur og það var svo augljóst
hvað henni þótti það mikils virði
að hafa börnin sín hjá sér og njóta
lífsins.
Lára kom oft við hjá mér í
stutta heimsókn þar sem ég vinn
við Laugaveg. Í fyrstu var hún
ung og kvik og hafði þá jafnvel
verið á kaffihúsi eða að versla
með vinkonum sínum. En eftir því
sem árin liðu varð hún lasnari og
hrumari og loks var hún farin að
styðja sig við göngugrind. Hún lét
það þó ekki aftra sér við að fá sér
spássitúr á Laugaveginum, fara á
kaffihús og í búðir og líta svo við í
heimsókn til mín.
Einn þáttur er mjög sterkur í
hugum okkar allra í fjölskyldunni.
Það er brúnkakan sem hún bak-
aði alltaf á föstudögum, meðan
hún enn hafði heilsu til. Þótt
hrærivélin hennar væri með ein-
dæmum hávær og ekki verandi í
húsinu meðan á bakstri stóð, elsk-
uðu allir þennan bakstur. Brúns-
an hennar, eins og kakan var köll-
uð, var ómissandi helgargóðgæti
og hvarf alltaf eins og dögg fyrir
sólu.
Þegar ég var með krakkana
litla kom hún oft til mín til að
hjálpa mér með þvottinn. Það var
vel þegið þar sem börnin voru
mörg og þvottafjallið óyfirstígan-
legt. Ég furðaði mig oft á því hve
henni tókst að ganga fallega frá
þvottinum. Það var eins og hann
væri nýstraujaður. Það munaði
svo sannarlega um þessi handtök.
Og ekki spillti að hún kom oft með
brúnsuna með sér.
Ég þakka Láru samfylgdina í
gegnum árin og trúi því að nú sitji
hún í sól og hlýju á góðri stundu
með horfnum ástvinum.
Góður Guð geymi þig, elsku
Lára.
Elín Elísabet Jóhannsdóttir.
Lára Stefanía
Ólafsdóttir
✝ Jón SigurðssonÞórðarson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 17.
júní árið 1921.
Hann andaðist á
Dvalarheimili aldr-
aðra, Hraunbúðum
í Vestmannaeyjum,
7. maí 2017.
Foreldrar Jóns
voru Þórður Jóns-
son, sjómaður frá
Vestmannaeyjum, f. 1887, d.
1939, og Guðrún Þórðardóttir,
fiskvinnslukona frá Vest-
mannaeyjum, ættuð úr Fljóts-
hlíð, f. 1882, d. 1978.
Jón kvæntist Stefaníu Stef-
ánsdóttur, f. 1920, frá Steina-
borg í Berufirði, árið 1946
Jón og Stefanía eignuðust alls
Steinþórsson og á hún þrjú börn
og þrjú barnabörn. Í Noregi býr
síðan yngsta barn Jóns, Bjart-
mar sjúkraliði, f. 1963. Eigin-
kona hans er Liv Reidun Heggl-
an og eiga þau þrjú börn og
fjögur barnabörn. Samtals átti
Jón því sex börn eins og áður
hefur komið fram, 10 barnabörn
og 10 barnabarnabörn.
Jón lærði bátasmíði og starf-
aði við hana framan af ævinni en
síðar lærði hann húsasmíði og
starfaði eftir það við þá iðn.
Jón var virkur í félagi eldri
borgara í Vestmannaeyjum. Í
gegnum félagið, skömmu eftir
andlát Stefaníu, kynntist Jón
Lilju Sigríði Jensdóttur, f. í
Vestmannaeyjum 1930, og hófu
þau sambúð í kjölfarið. Lilja átti
fyrir sex börn af fyrra hjóna-
bandi.
Útför Jóns fór fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
27. maí 2017.
sex börn. Elstur
þeirra er Stefán
Hermann vélstjóri,
f. 1947, en hann er
búsettur í Garða-
bæ. Næstur í röð-
inni er Sverrir Þór,
bifvélavirki, f.
1948, lést í vélhjóla-
slysi tvítugur að
aldri árið 1969.
Þriðji í röðinni, bú-
settur í Vestmann-
eyjum, er Birgir, vélvirki, f.
1952. Hann á einn son og eitt
barnabarn. Næst er Elísabet
Sigríður verkakona, f. 1957, bú-
sett í Danmörku. Hún á þrjú
börn og tvö barnabörn. Næst-
yngst er Guðrún Sigríður, f.
1960, búsett í Hafnarfirði. Sam-
býlismaður hennar er Hjalti
Elsku Jón minn.
Þú ert rósin, rósin mín
rós í mínu hjarta.
Ávallt betur, skýrar skín
skæra ástin bjarta.
Rósirnar eru farnar að fölna
og fella blöðin sín.
Allt sem lifir, um síðir mun sölna
seinast þú, ástin mín.
(Geir Thorsteinsson.)
Takk fyrir samfylgdina síð-
ustu árin. Þín verður sárt sakn-
að.
Lilja Sigríður Jensdóttir.
Þá er hann afi minn, Jón S.
Þórðar, allur. Nærri því 96 ára
gamall og var því farinn að láta
á sjá. Mikið sem hann reyndi
þó að láta ekki í það skína að
heilsan væri farin að bresta, lék
á als oddi þegar barnabarna-
börnin voru nálæg og aldrei var
kvartað yfir einu né neinu. Að
miklu leyti ólst ég upp hjá afa
mínum og ömmu að Boðaslóð
22 í Vestmannaeyjum. Það var
mikið lán. Að smíða með afa
niðri í kjallara eða að brasa
uppi hjá ömmu, ætíð í full-
komnu öryggi og áhyggjuleysi.
Þegar þau fóru í sumarfrí upp á
land eða til útlanda fékk ég allt-
af að fara með og það var frá-
bært.
Afi var af þeim skóla að ekki
var honum tíðrætt um sigra
sína eða sorgir. Engum duldust
þó skoðanir hans á stjórnmál-
um. Hann var algjör vinstri-
maður og svo var hann talinn
mikill þverhaus af sumum. Ekki
smitaðist pólitísk sannfæring
hans yfir í heimalninginn mig.
Hitt er annað mál að það er
ekkert að því að vera trúr sinni
sannfæringu, það vitum við
þrjóskupúkarnir manna best.
Þegar hringt var í mig og til-
kynnt að afi væri nú dáinn
fannst mér sem hluti af mér
hefði horfið eða kæmi til með
að vanta hér með. E.t.v. er það
eðlileg tilfinning, sem fólk fær
þegar einhver nákominn því
fer. Það er samt þannig að sorg
er mér ekki efst í huga þegar
ég kveð afa minn, heldur virð-
ing og þakklæti. Minningin um
hann mun lifa með mér um alla
tíð og það er gott.
Jón Þór Klemensson.
Í dag kveðjum við sambýlis-
mann móður minnar, Jón Sig-
urðsson Þórðarson, til 25 ára.
Nafnið sem honum var gefið
var í höfuð á frumkvöðlinum,
Jóni Sigurðssyni, oftast nefnd-
um forseta, enda voru þeir báð-
ir fæddir 17. júní. Samband
þeirra mömmu hófst er þau
dönsuðu saman á balli hjá fé-
lagi eldri borgara í Vestmanna-
eyjum. Sá dans entist öll þessi
ár sem þau voru saman. Jón
var mikill dansherra og naut
þess að taka snúning við Lilju
sína eins og hann sagði sjálfur
frá. Fyrst var heimili þeirra á
Boðaslóðinni heimili Jóns og
síðan í íbúð að Sólhlíð 19 í Vest-
mannaeyjum. Síðasta árið
þeirra var á dvalarheimilinu
Hraunbúðum.
Jón var einstaklega góður
maður, geðgóður og ljúfur í alla
staði og stjanaði hann við móð-
ur mína meðan þrek gafst.
Aldrei sá ég Jón skipta skapi
eða vera reiðan. Vil ég þakka
honum þessi ár í samvistum við
móður mína. Þessi síðustu ár
hans komu þau alltaf í hátíð-
armat á stórhátíðum til okkar í
Áshamrinum. Þar lék hann á
als oddi og fór með vísur og
sagði sögur af samferðarmönn-
um sínum sem höfðu fylgt hon-
um í leik og starfi á þessari
löngu ævi, en hann hefði orðið
96 ára á þessu ári. Afmæli sem
hann hlakkaði svo til þar sem
það átti að vera alvöru veisla í
faðmi fjölskyldu og vina. Sonur
okkar Óli þekkti hann ekki
öðruvísi en sem afa sinn og
lagði hann rækt við að aðstoða
afa sinn og ömmu við að gera
lífið eins bærilegt og hægt er.
Óli fór í búðir fyrir þau og var
tíður gestur á heimili þeirra.
Jón mat það mikils hve Óli
sinnti þeim vel og var einstak-
lega gott samband þeirra á
milli.
Jón, var mikill vinstrimaður
og reyndar kommi af gamla
skólanum, allt var það besta
sem kom frá austri, hvort sem
það voru eðaldrykkir, ökutæki
eða annað sem þar var fram-
leitt. Eitt sinn vorum við sam-
ferða með Herjólfi til Þorláks-
hafnar. Hann á sinni Lödu og
við á okkar Benz-jeppa. Þegar
upp úr skipinu var komið voru
hann og mamma á undan okk-
ur. Skilyrði til aksturs voru
ekki með besta móti og fannst
okkur hann keyra fullhratt í
þessari hálku upp heiðina.
Ákveðið var að fara fram úr
þeim þegar tækifæri gafst og
halda þeim fyrir aftan okkur og
stjórna þannig hraðanum á leið-
inni. Þegar við komum svo til
Reykjavíkur á áfangastað kem-
ur Jón út úr sinni Lödu og seg-
ir við eiginmann minn: „Hvað,
er Benz-jeppinn eitthvað bilað-
ur?“ Þarna ætlaði hann að sýna
stolt austursins með því að vera
á undan okkur til Reykjavíkur.
Þetta er lýsing á húmor hjá
Jóni en þó með ákveðinni al-
vöru.
Ég er viss um að það var
gæfuspor þeirra beggja að eyða
þessum 25 árum saman. Þau
áttu saman ferðir erlendis og
sérstaklega leið þeim vel þegar
þau voru á Kanarí. Jón var
heilsuhraustur og keyrði bíl
fram á tíræðisaldur og voru
ekki ófáar ferðirnar sem hann
og mamma fóru saman um eyj-
una. Við sáum þó að heldur var
þrekið farið að minnka en ekki
áttum við von á að hann skyldi
skilja við með þessum hætti.
Nýkominn úr morgunmat og
sofna svefninum langa í stóln-
um við hlið Lilju sinnar. Eftir
stendur minning um góðan
mann sem reyndist móður
minni einstaklega vel þessi ár.
Blessuð sé minning hans.
Svanhildur Guðlaugs-
dóttir og fjölskylda.
Jón S. Þórðarson
Við kynntumst í
fyrsta bekk Gagn-
fræðaskóla Akur-
eyrar og vorum vinir
upp frá því.
Þú úr Þorpinu, ég af Brekk-
unni, og þrátt fyrir fjarlægðina
hittumst við daglega.
Þegar við uxum úr grasi hitt-
umst við alltaf áður en við fórum í
Sjallann og bárum saman bækur
Svanhildur
Guðmundsdóttir
✝ SvanhildurGuðmunds-
dóttir fæddist 18.
maí 1951. Hún lést
1. maí 2017.
Útför Svanhildar
fór fram 19. maí
2017.
okkar um útlit og
hollningu kvöldsins.
Mér fannst þú
alltaf svo falleg að
uppsett hár og förð-
un bætti þar engu
við.
Þegar ég flutti frá
Akureyri og svo
seinna til Svíþjóðar
hélst samband okkar
óbreytt og í minni
árlegu heimsókn til
Íslands var aldrei spurning hvar
ég gisti í Reykjavík.
Hjá þér var alltaf á borðum
matur sem ég þoldi. Þú varst svo
vel að þér um mataróþol mitt, og
hringdir líka hiklaust í mig, ef ein-
hver minnsti vafi lék á samsetn-
ingunni. Við nutum þess að sjá sól-
argeislann þinn, hana Hörpu,
verða fallega fullvaxta konu og þú
varst svo stolt af henni.
Þegar þú sagðir mér, að veik-
indin hefðu tekið sig upp, og ég
sagði að það væri sorglegt, þá
varst það þú sem huggaðir mig og
kvaðst þess fullviss að þú yrðir
frísk aftur.
Þú kvartaðir ekki yfir örlögum
þínum því kvartanir var ekki að
finna á þinni tungu.
Þú varst alltaf áhugasöm um
íþróttir, æfðir handbolta og bad-
minton og spilaðir golf fram á síð-
ustu stundu.
En að lokum bar sjúkdómurinn
þig ofurliði.
Ó hve ég mun sakna þín elsku
besta vinkona mín.
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við Stefán ykkur, kæri
Hallur og Harpa, og ykkar nán-
ustu.
Sigríður (Sigga Jóns) og
Stefan Blücher.
Það eru margir
erfiðleikar sem
maður þarf að tak-
ast á við, með hækkandi aldri.
Eitt það sárasta er, að þá fækk-
ar ættingjum og vinum, sem
hverfa úr þessu lífi en fá von-
andi góðar viðtökur í Sumar-
landinu.
Þann 20. apríl síðastliðinn
var komið að þér, elsku Krist-
ján minn. Enginn hafði búist við
að svo stutt yrði á milli ykkar
feðganna, liðlega eitt ár.
Það er mér í fersku minni
þegar ég hóf búskap með föður
þínum hvað þið tvíburarnir vor-
uð handgengnir okkur og
tengdumst við fljótt. Það var
einhvern veginn sjálfgefið að
synirnir fetuðu í fótspor föð-
urins og lærðu trésmíði. Voruð
Kristján Páll
Gestsson
✝ Kristján PállGestsson fædd-
ist 13. maí 1957.
Hann lést 20. apríl
2017.
Útför hans fór
fram frá Grafar-
vogskirkju 5. maí
2017.
þið feðgar eins og
einn maður á
margan hátt, enda
fæddir í sama
stjörnumerki. Það
var hans gæfa að
leiðir ykkar lágu
saman í smíðinni í
tugi ára. Tryggð
ykkar við hann var
honum allt.
Á unglingsárum
var Kristján í sveit
í Brennigerði í Skagafirði hjá
frændfólki föður hans. Var hann
elskaður þar á bæ, jafnvígur á
alla vinnu og ekki verra hvað
hann var laginn við búsmalann,
þá einkum hestana. Eitt haustið
fórum við norður og mættum í
Reynistaðarrétt. Þá var Krist-
ján að koma úr göngum með
skagfirskum bændum. Hann
reið bleikum gæðingi sem Stef-
án í Brennigerði hafði látið hon-
um í té. Þegar hann nálgaðist
réttina sá ég að hann reiddi
væna lambgimbur fyrir framan
sig; hafði hún ekki rekist vel
með fénu og handsamaði Krist-
ján hana og tók á hnakknefið.
Ég dáðist mest að því hvað
hann sat hestinn fallega þrátt
fyrir að hann þurfti að gæta
lambsins. „Það var eins og
blessuð skepnan skildi …“ svo
vitnað sé í orð Gríms Thom-
sens; lambið bar fullt traust til
mannsins og hreyfði sig ekki.
Kristján var ekki mjög opinn
fyrir að ræða sín mál við aðra
og bar því sína bagga án hjálp-
ar annarra. En hann var minn-
ugur á það góða og það kom
fyrir að hann fór lítilsháttar yfir
liðna tíma í góðu spjalli okkar, á
afslappaðri stund. Finnst mér
afar ljúft að eiga það í minning-
unni.
Elsku Kristín Eva, Þorsteinn
Ingi og afabörnin, ég sendi ykk-
ur hugheilar samúðarkveðjur,
sem og öllum sem hafa misst
náinn ættingja og vin.
Í Minningu Kristjáns Páls:
Þú kvaddir okkur, Kristján minn,
komin var þín stund.
Fyrir ári faðir þinn
fór á Guðs síns fund.
Ég vona að sú líkn sé ljós
sem lifir himnum á,
í faðmi þér nú fögur rós
og friðarstjarna blá.
Megi drottinn gefa grið
og glæða öll sín ráð.
Kærleika er færir frið;
– föður og syni náð.
María Kristín Einarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar