Morgunblaðið - 31.05.2017, Síða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2017
Það er engin léttúð í þeimmarkmiðum sem BergurEbbi Benediktsson segisthafa með nýrri bók sinni;
Stofuhiti. Bókin er í raun, eins og höf-
undur hefur sjálfur skýrt frá, ritgerð,
skipt upp í um 30 kafla, en Bergur
Ebbi er þaulkunnugur því formi eftir
að hafa skrifað
pistla fyrir dag-
blöð og útvarp.
Markmiðið með
þeirri frásögn og
hugleiðingum og
útleggingum sem
birtast í Stofuhita
segir hann fljót-
lega eftir að lestur
hefst vera að
sannfæra lesendur um að fagurfræði
skipti máli. Hann langi til að sýna
fram á að samtíminn hafi merkingu
sem sé víðtækari en persónuleg
reynsla, þótt hann muni kannski
hljóma eins og predikari eða sorgleg-
ur draumóramaður. Hann gefur það
líka út síðar hvert markmiðið er með
einstökum skrifum, að það sé að
breyta hugsun lesandans, fá hann til
að horfa á hlutina úr annarri átt.
Bergur Ebbi skrifar um samtíma
sinn og setur hann víða í samhengi
við fortíðina, oftast þá sem er skammt
undan, í heimi foreldra hans eða eigin
æsku. Þetta er ekki línuleg frásögn
enda sagði hann í viðtali að það hefði
bara þvælst fyrir og væri alls ekki
markmiðið. Hann skrifar um nú-
tímann, stofuhitann sem er svo
áreynslulaus að búa við í nútímanum,
samfélagsmiðla, eiturlyf, geðveiki,
plássfrekju, fordóma, einelti, skil-
greiningar okkar á okkur sjálfum og
öðrum. Sem sagt afar fjölbreytt efni
þar sem hann togar að vísu fjarlægari
fortíð oft á tíðum inn í frásögnina –
með þráðum sem liggja til Prúss-
lands, kjarnorkusprengju, Hitlers og
fleiri sagnfræðilegri viðkomustaða.
Bergur Ebbi er góður pistlahöf-
undur og kann með snörpum stíl að
halda athygli. Það skiptir máli í rit-
gerð sem fer um víðan völl. Hann ger-
ir hlé á frásögn, byggir upp spennu
með því að lofa einhverju í næsta
kafla. Góðu sprettir Bergs Ebba eru
mjög góðir. Það koma líka kaflar sem
eru tyrfnari og maður þarf að pússa
gleraugun. Maður getur orðið pirr-
aður á yfirlýsingum hans sem maður
er ekki sammála, slegið á lær sér þeg-
ar maður er mjög sammála, hlegið
upphátt yfir fyndni hans, fundist
tónninn yfirlætisfullur og svo til
skiptis afar einlægur en sama hvaða
tilfinningar Bergur Ebbi vekur með
lesandanum, sem verða eins ólíkar og
þeir verða margir, teymir bókin les-
andann áfram í forvitni um hvað hon-
um detti næst í hug.
Og þegar lestri lauk sat undirrituð
eftir með þá tilfinningu að tímanum
hefði verið vel varið, henni var
skemmt og eins og Bergur Ebbi ætl-
aði sér; horfandi á hlutina úr nýrri
átt.
Pælingar Bergs Ebba eru misgríp-
andi. Skrif hans um samskipti á sam-
félagsmiðlum, einelti og mannorðs-
missi eru sérstaklega góð og djúp og
kaflinn um heimsókn Tupacs til hans í
Kanada æðislegur, svo sannur og af-
hjúpandi. Raunar verður bókin ein-
hvern veginn betri og betri eftir því
sem á líður og Bergur Ebbi kemst oft
á slíkt flug að það er ekki laust við að
maður punkti niður hjá sér „dúndur“
eftir kafla eins og um Tupac. Fyndn-
ina má heldur ekki vanmeta, sem höf-
undur hefur nóg af. Rýnir mun aldrei
geta hugsað um Biblíuna hér eftir án
þess að hugsa til Subway-salats.
Flug „Bergur Ebbi kemst oft á slíkt flug að það er ekki laust við að maður
punkti niður hjá sér „dúndur“ eftir kafla eins og um Tupac,“ segir í rýni.
Horft úr annarri átt
Ritgerð
Stofuhiti bbbmn
Eftir Berg Ebba Benediktsson.
Mjúkspjalda. 218 bls.
Útgefandi: MM 2017.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Bandaríska leikkonan Jessica
Chastain, sem sat í dómnefnd
Cannes-verðlaunanna, gagnrýnir þá
mynd sem dregin er upp af konum í
kvikmyndum. „Þetta er í fyrsta sinn
sem ég horfi á 20 kvikmyndir á tíu
dögum og ég er afskaplega hrifin af
kvikmyndum. Eftir áhorfið er ég
mjög hugsi yfir því hvernig heimur-
inn sér konur í kvikmyndum. Þetta
veldur mér miklum áhyggjum, ef ég
á að vera alveg hreinskilin – með ör-
fáum undantekningum þó,“ sagði
Chastain á síðasta blaðamannafundi
dómnefndarinnar, en The Guardian
greinir frá málinu.
„Ég bind vonir við að eftir því sem
kvenkyns sögumönnum fjölgar
verði konurnar meira eins og þær
sem ég þekki úr hinum raunveru-
lega heimi. Þær eru fyrirhyggju-
samar, hafa sjálfstæðar skoðanir og
eru ekki einvörðungu að bregðast
við gjörðum karlmannanna sem þær
umgangast,“ sagði Chastain á fund-
inum.
Kvikmyndahátíðin í Cannes hefur
löngum legið undir ámæli fyrir
hvernig komið er fram við konur í
kvikmyndageiranum. Jane Cham-
pion er eina konan sem unnið hefur
Gullpálmann í 70 ára sögu hátíðar-
innar og Sofia Coppola, sem um
liðna helgi var verðlaunuð fyrir leik-
stjórn sína á The Beguiled, er aðeins
önnur konan í sögu hátíðarinnar
sem verðlaunuð er fyrir leikstjórn.
Hin var Julia Solntseva árið 1961.
Stutt er síðan Chastain gerði
skort á konum í stétt kvikmynda-
rýna að umtalsefni. Sagði hún rýna
hafa mikil völd þegar kæmi að því að
setja myndir á dagskrá og bagalegt
væri að 90% rýna væru karlkyns og
ættu erfitt með að horfa á myndir
með kynjahlutlausum gleraugum.
„Okkur vantar fleiri kvenkyns rýna
sem bent geta áhorfendum á að sög-
ur um konur eru alveg jafn áhuga-
verðar og sögur af körlum.“
AFP
Vinir Jessica Chastain ásamt Pedro
Almodóvar, formanni dómnefndar.
Framsetningin á kon-
um veldur áhyggjum
Boðið verður upp listamannaspjall
um tvær nýopnaðar sýningar í
Hafnarborg annað kvöld, fimmtu-
dag.
Einar Falur Ingólfsson tekur á
móti sýningargestum kl. 20 og leið-
ir þá um sýningu sína sem nefnist
Landsýn – Í fótspor Johannesar
Larsen þar sem stillt er saman ljós-
myndum Einars Fals og teikn-
ingum Larsen. Á árunum 2014 til
2016 fetaði Einar Falur í fótspor
danska myndlistarmannsins er
hann ferðaðist um Ísland og tók
ljósmyndir á þeim stöðum sem Lar-
sen hafði um 90 árum áður dregið
upp rúmlega 300 teikningar á sögu-
stöðum Íslendingasagna fyrir út-
gáfu danska forlagsins Gyldendal á
Íslendingasögunum. Meginstef sýn-
ingarinnar er tíminn sjálfur, tími
landsins og mannanna.
Una Lorenzen og Sara Gunn-
arsdóttir taka á móti sýning-
argestum kl. 21 annað kvöld og
leiða þá um sýninguna Dáið er allt
án drauma. Teikningin er útgangs-
punktur sýningar þeirra Söru og
Unu. Listakonurnar skapa heima í
kringum valin augnablik eða hug-
mynd og leika sér að abstrakt og
stundum súrrealískum umbreyt-
ingum eða afmyndunum. Sara fær-
ir teikninguna frá penna á blaði yf-
ir í þræði á textíl meðan Una vinnur
með gagnsæi teikningarinnar í
hreyfimyndaseríu.
Listamannaspjall um tvær sýningar
Morgunblaðið/Ásdís
Spjall Einar Falur við undirbúning ljós-
myndasýningar sinnar í Hafnarborg.
SÝND KL. 8
SÝND KL. 8, 10.20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 5.20, 8, 10.40
SÝND KL. 5.30
ÍSL. TAL
ÍSL. TAL
SÝND KL. 10.30