Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.2005, Side 7

Freyr - 01.08.2005, Side 7
VIÐTAL Jón Helgason og Guðrún Þorkelsdóttir í Seglbúðum árið 1972. Grenlækur við Seglbúðir. Þarna er auðugt lífríki og mikið fuglalíf. Grenlækur er vinsælt veiðisvæði en sjóbirtingsstofninn er löngu landsþekktur meðal veiðimanna. Efst á myndinni má sjá yfirfallið af stíflunni sem er við rafstöðina sem byggð var á sjötta áratugnum. Kennarinn þar var Kristjana Jónsdóttir, ættuð frá Eystri-Sól- heimum í Mýrdal en hún bjó með fjölskyldu sinni á Sólheim- um i Landbroti, sem var nýbýli úr hluta af eyðijörðinni Uppsöl- um. Þarna var ég í skóla i fjóra vet- ur. En áður en ég lauk barna- skólanum hafði Margrét, elsta systir min, sem þá var komin til Reykjavíkur og vann hjá Raf- magnsveitunni, hvatt til þess að ég reyndi að komast í Mennta- skólann í Reykjavík, sem þá var með sex bekki, þrjá i gagn- fræðadeild og þrjá í lærdóms- deild. Veturinn áður en ég lauk fullnaðarprófi fór ég því í nám hjá séra Gísla Brynjólfssyni á Kirkjubæjarklaustri í nokkrar vikur, aðallega í íslensku og dönsku. Haustið eftir er ég svo aftur í nokkrar vikur hjá séra Gísla, en eftir áramótin fer ég til Reykjavíkur í undirbúningsdeild hjá Einari Magnússyni, mennta- skólakennara. Vorið 1945 tók ég inntökupróf í MR og varð í hópi þeirra 32 sem settust þar í 1. bekk um haustið. Ég átti því láni að fagna að fyrri námsárin hélt ég til hjá Gissuri Pálssyni rafvirkjameist- ara, móðurbróður mínum, og Sigþrúði Pétursdóttur, konu hans, en í lokin hjá Margréti, systur minni, sem þá var gift Er- lendi Einarssyni, forstjóra Sam- vinnutrygginga og síðar S(S. Fórst þú í mála- eða stærðfræði- deild? I stærðfræðideildina þegar að deildaskiptingu kom, en í 3ja bekk fór ég að búa mig undir að stytta námstímann og taka próf upp úr 5. bekk að loknu náminu í 4. bekk. Sótti ég því þann vet- ur námskeið hjá Alliance Francaise, ásamt Gunnlaugi Pálssyni félaga mínum. í 4. bekk fékk ég undanþágu frá vorpróf- um vegna hárrar árseinkunnar, nema ( greinum þar sem tekið var stúdentspróf, þ.e. í ensku, dönsku og latínu, en tók í stað- inn nokkur 5. bekkjarpróf, m.a. stúdentspróf í sögu. Þetta var harða vorið 1949 og um það leyti deyr faðir minn snögglega. Ég fer síðan heim að jarðarför- inni og er við húsbyggingu og heyskap fram í ágústlok, en fer þá aftur til Reykjavíkur. Við Gunnlaugur settumst þá við og lásum námsefni 5. bekkjar í stærðfræði og eðlisfræði fram eftir september og fengum fá- eina tíma hjá stærðfræðikenn- aranum Birni Bjarnasyni. Prófin gengu bærilega og 1. október settumst við í 6. bekk. (Skrásetj- ari hefur flett upp í skólaskýrsl- um MR og þar kemur fram að Jón varð næstefstur á stúdents- prófi í stærðfræðideild MR vorið 1950 með 8,73 í aðaleinkunn og 4. hæstur í árgangnum). Hvernig var skólalífið? Þarna var komið í allt aðra veröld en í sveitinni en ég aðlag- aðist henni fljótt. Mér fannst ég falla mjög vel inn í hópinn. ( skólanum voru tvö málfundar- félög, Fjölnir fyrir gagnfræða- deildina, þ.e. þrjá fyrstu bekk- ina, en Framtíðin fyrir efri bekk- ina. Ég fór strax í Fjölni og var þar virkur og í stjórn þess, auk þess sem við nokkrir bekkjar- bræður mynduðum lítið félag og hittumst alloft á heimili ein- hvers þeirra fyrstu árin. Pálmi Hannesson var rektor og það báru allir virðingu fyrir honum. Hann kenndi mér líka einn vetur náttúrufræði. Einar Magnússon þekkti ég frá því fyrr. Jón S. Guðmundsson, sem enn er á lífi, kenndi mér íslensku og marga fleiri minnisstæða kennara má nefna, svo sem Guðmund Arnlaugsson, Sigur- karl Stefánsson, Ólaf Hansson, Sigurð Þórarinsson, Þórodd Oddsson, Ingvar Brynjólfsson, Jón Magnússon, Gunnar Nor- land, Magnús Jónsson, Finn Jónsson, Gylfa Þ. Gíslason og sr. Jakob Jónsson. Hafði faðir þinn hug á að þú færir áfram i háskóla? Ég fann aldrei fyrir neinum þrýstingi frá honum um það, fyrst og fremst vildi hann að ég fengi góða menntun. Ég hafði reyndar látið í Ijós við foreldra mína áður en faðir minn dó að ég gæti vel hugsað mér að koma aftur heim og setjast í bú- skapinn. Það var ekki fyrir sér- stakan áhuga minn á búskap, heldur var það heimilið, samfé- lagið og umhverfið sem togaði í mig. Og svo hitt að ég hafði ekki áhuga á neinu sérstöku námi. Heimahagarnir drógu og ég hef aldrei séð eftir þessu vali mínu. Móðir mín stóð áfram fyrir búi eftir að faðir minn dó, en hefði varla gert það lengi, nema ég kæmi heim. Auk hennar var í heimilinu margt af fullorðnu fólki. Ólöf amma var enn lifandi. Jóhann Jónsson hafði verið vinnumaður í 20 ár. Elías, móð- urbróðir minn, flutti til okkar FREYR 08 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.