Freyr

Volume

Freyr - 01.08.2005, Page 11

Freyr - 01.08.2005, Page 11
MOLAR Dönsk skóla- börn velja létt- mjólk og und- anrennu Dönsk skólabörn drekka meiri léttmjólk og undanrennu á kostnað kakómjólkur, segir í fréttabréfi mjólkuriðnaðarins, Mejeriforeningen. Samantekt á pöntunum á skólamjólk fyrir næsta skólaár sýnir að 56% skólabarna drekka léttmjólk eða undan- rennu. Miðað við síðasta skóla- ár hafa pantanir á léttmjólk aukist um 40% frá síðasta skólaári og pantanir á undan- rennu hafa einnig aukist. Pant- anir á kakómjólk hafa hins veg- ar dregist saman um 39% á sama tíma. Vinsældir lífrænnar mjólkur aukast jafnframt, 37% af skólamjólk er nú lífræn, en var 32,7% á síðasta skólaári. Yfirlit þetta miðast við 81 þúsund pantanir en alls er búist við að 130 þúsund nemendur njóti þessa framtaks mjólkurbú- anna um skólamjólk á nk. skólaári. Hvernig skyldi vera háttað aðgangi íslenskra skólabarna að mjólk í skólanum? Fæstu salmon- ellusýkingar í Danmörku í nær 20 ár Salmonellusýkingum frá mat- vælum fækkaði um nær helm- ing í Danmörku milli áranna 2003 og 2004, samkvæmt upplýsingum frá Danmarks Fö- devareforsikring. Hið bætta ástand stafar eink- um af færri sýkingum í eggjum, þar sem átak var gert til að bæta stöðuna. Fjöldi sýkinga frá svínakjöti dróst einnig sam- an eftir fjölgun árið 2003, en sýkingar frá kjúklinga- og nautakjöti hafa verið fáar síð- ustu ár. Alls voru skráð 1.538 tilfelli af salmonellusýkingum í Dan- mörku árið 2004 sem er fækk- un um 11 % frá árinu á undan. Sérfræðingar telja að rekja megi 19% af sýkingum [ fólki í Danmörku til danskra matvæla en 21% til innfluttra matvæla, 30% tilfella má svo skrifa á ferðalög utanlands og ( 30% tilfella er smitleiðin óþekkt. Danskt svína- kjöt vinsælt í Póllandi Útflutningur Dana á matvælum til Póllands u.þ.b. tvöfaldaðist á síðasta ári, 2004, að sögn dag- blaðsins Börsen. Það er einkum danskt svína- kjöt sem er orðið vinsælt í Pól- landi eftir að landið gekk í ESB hinn 1. maí 2004. Útflutningur svínakjöts jókst úr 200 milljón dkr. 2003 í 480 milljón dkr. 2004 og nemur um helmingi af útflutningi danskra búvara þangað. Útflutningur á osti frá Danmörku til Póllands þrefald- aðist á sama tíma. I ár er áætlað að útflutningur búvara til Póllands nemi tölu- vert meira en einum milljarði dkr. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Landsmarkaskrá 2004 Landsmarkaskrá 2004 er rúmar 500 bls. og bundin í vandað band. í skránni eru öll búfjármörk í landinu, þar með öll skráð frostmörk hrossa I fyrsta skipti. Þar eru, auk bæjar -og staðarskrár, bæði nafna-og bæjarnúmeraskrár þar sem tilgreint er hvaða litir eiga að vera á plötumerkjum. Landsmarkaskráin fæst á skrifstofu Bændasamtaka íslands í Bændahöllinni við Hagatorg, sími 563-0300, tölvupóstur: sth@bondi.is. Verð kr. 6.900- SÉRPANTANA- ÞJÓNUSTAÁ VARAHLUTUM [ VINNUVÉLAR OG AMERÍSKAR BIFREIÐAR Gæðamálning á góðu verði! íslandsmálning ehf. Sætúni 4, 105 Reykjavík Sími: 517-1500, Fax: 517-1501 Vefsíða: www.islandsmalning.is Bændablaðið Smáauglýsingar Bændablaðsins skila árangri. Sími auglýsingadeildar er 563-0300. Netfang: augl@bondi.is FREYR 08 2005 11

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.