Freyr - 01.08.2005, Síða 16
NAUTGRIPIR
Nautgripasæðingar
2004
Á árinu 2004 voru sæddar
23.195 kýr 1. sæðingu eða rétt
um 75% af heildarfjölda kúa
og kvígna samkvæmt talningu
haustið 2003. Er þetta mun
hærra hlutfall en á árinu 2003
og munar nærri 5%. Óllkt því
sem gerst hefur undanfarin ár
þá fækkaði fyrstu sæðingum
ekki I samræmi við fækkun kúa
sem hefur verið nokkur. Þessa
breytingu má að hluta skýra
með meiri sæðingum á kvígum
en þegar jafn mikill munur
kemur fram og nú gerist hlýtur
að verða að taka vara við að
uhnið hafi verið með réttar töl-
ur I fyrri samnburðum. Ef hins
vegar rétt reynist að þátttaka í
sæðingum hafi vaxið eins og
þessar tölur bera með sér er
það mjög ánægjulegur vitnis-
burður um sæðingastarfsemina
almennt
Mynd 1 sýnir árangur sæð-
inga frá 1994 til 2004. Árang-
urinn er nokkuð stöðugur þetta
tímabil og sveiflan rétt við 3%.
Auðvitað er hver hundraðshluti
ákaflega mikilvægur I rekstri
hvers bús og því er það mark-
mið okkar að vera yfir 70%
sem tókst á síðasta ári. Saman-
burður milli ára er ávallt erfiður
því að einstök naut geta haft
mikil áhrif. Þrátt fyrir að tvö
ungnaut hafi gefið afleitan ár-
angur á slðasta ári þá er þetta
aðeins upp á við. Eins og sést í
töflu 1 er árangur milli svæða
ákaflega misjafn og einnig inn-
an svæða milli mánaða. Niður-
staða slðasta árs er 70,6% og
er því rúmum einum hundraðs-
hluta hærri en árið 2003.
Tafla 1. Samanburður sæðinga milli áranna 2003 og 2004
I
Eftir Sveinbjörn
Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóra
Nautastöðvar
Bændasamtaka
íslands, Hvanneyri.
2003 2004
Búnaðarsamband l.sæðing Tvísæð. Árangur l.sæðing Tvísæð. Árangur
Kjalnesinga 189 24 80,0% 204 10 79,4%
Borgarfjarðar 1.942 234 68,9% 1.980 239 68,9%
Snæfellinga 675 168 71,6% 670 177 72,8%
Dalamanna 347 126 73,8% 386 111 71,6%
Vestfjarða 407 74 74,8% 459 52 70,8%
Strandamanna 47 3 68,2% 51 13 76,3%
V-Hún. 502 33 69,5% 511 30 70,9%
A-Hún. 813 75 74,7% 773 61 76,3%
Skagafjarðar 1.915 167 72,9% 1.912 146 77,3%
Eyjafjarðar 4.036 358 73,5% 4.002 358 73,5%
S-Þing. 1.549 139 68,6% 1.521 114 66,2%
Austurlands 796 70 69,8% 873 74 69,2%
A-Skaft. 285 33 67,1% 338 72 65,4%
Suðurlands 9.823 1.490 66,0% 9.515 1.257 68,4%
Landið 23.326 2.994 69,4% 23.195 2.714 70,6%
16
FREYR 08 2005