Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 22

Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 22
SAUÐFJÁRRÆKT ær. Mörg af þessum félögum hafa starfssvæði, sem nær yfir fleiri sveitir og á það t.d. við um stóru félögin í Austur-Húna- vatnssýslu sem bæði eru kennd við tiltekin sveitarfélög en starfssvæði þeirra beggja er miklu víðfemara en svo. Þrátt fyrir mikla fjölgun á skýrslufærðum ám fækkar með hverju ári þeim ám í skýrslu- haldinu sem hafa fulla skrán- ingu upplýsinga um þunga ánna að vetrinum. Eins og áður hefur verið bent á er þetta viss öfugþróun þó að vafalítið Kti sumir bændur á þetta sem þátt í hagræðingu. Þó að þessar upplýsingar hafi ekki beina þýð- ingu vegna ræktunarstarfsins er ekkert vafamál að þær geta verið mjög gagnlegur bústjórn- arþáttur í tengslum við skipu- lagningu fóðrunar ánna að vetrinum. Hins vegar koma þessar upplýsingar enn frá mörgum búum, sem standa á gömlum merg í ræktunarstarf- inu, þannig að þær verða þann- ig ef til vill samanburðarhæfar um þróun þessa eiginleika. Samkvæmt tölunum hafa ærn- ar haustið 2003 verið vænni en nokkru sinni. Þær ær, sem hafa fullar skráningu á þessum upp- lýsingum í skýrsluhaldinu, voru að jafnaði 66,6 (65,7) kg haust- ið 2003. Eins og vænta má þyngjast þær örlítið minna en árið áður yfir veturinn eða um 9,6 (10,2) kg að jafnaði. FRJÓSEMI ÁNNA Niðurstöður sýna að hver full- orðin ær átti að jafnaði 1,80 (1,81) lömb vorið 2004 og til nytja að hausti koma að meðal- tali 1,65 (1,67) lömb eftir hverja á. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun ánna í skýrsluhaldinu og með hliðsjón af því að þau bú, sem nú eru að byrja sitt skýrsluhald, eru með talsvert minni frjósemi og meðalafurðir að jafnaði en búin þar sem starfið stendur á gömlum merg, þá munar litlu á meðal- tölum samanborið við árið áð- ur. Því virðist mega álykta að frjósemi hjá íslensku sauðfé hafi verið í hámarki vorið 2004. Þegar niðurstöður um fædd lömb eru skoðaðar nánar kem- ur í Ijós að algeldar ær voru 9.763 eða 3,26%, einlembdar voru samtals 55.597 ær eða 18,54% ánna, tvílembur voru 218.317 eða 72,84%, þrdemb- ur voru samtals 15.565 eða 5,19% ánna og fjögur lömb eða fleiri áttu 498 ær eða 0,17% þeirra. Á mynd 1 er gefið yfirlit um frjósemi ánna í einstökum sýsl- um vorið 2004, ásamt yfirliti um meðallambafjölda til nytja eftir ána haustið 2004. Þar sést að verulegur munur er eftir landsvæðum. Eins og oftast er frjósemin mest á Norðurlandi eystra en Strandasýsla, Vestur- Húnavatnssýsla, Norður-Múla- sýsla og Austur-Skaftafellssýsla fylgja þar fast á eftir. Árangur- inn er hins vegar einna slakast- ur í Borgarfirði, ísafjarðarsýsl- um, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Rangárvallasýslu. ( einstökum sýslum er meðal- frjósemin eins og oft áður mest í Suður-Þingeyjarsýslu þar sem fæðast að meðaltali 1,89 lömb eftir hverja á og til nytja að hausti fást 1,74. ( þremur sýsl- um, Strandasýslu, Eyjafirði og í Austur-Skaftafellssýslu, fást að jafnaði 1,71 lamb til nytja eftir ána að hausti árið 2004. (öllum öðrum héruðum eru ærnar að skila færri lömbum að meðal- tali til nytja. ( einstökum félögum er, líkt og oft áður, hvað mest frjósemi að jafnaði í félögunum í Mý- vatnssveit. ( Sf. Austra fæðast að jafnaði 1,96 lömb eftir ána og 1,82 fást til nytja að hausti. ( Sf Mývetninga er meðaltal fæddra lamba 1,95 en vanhöld lamba eru talsverð þannig að ekki koma að jafnaði nema 1,77 lömb til nytja, sem að vísu er mjög góður árangur en mætti enn bæta með betri lambahöldum. Þessi mikla frjó- semi fæst ekki nema með tals- verðum fjölda af marglembum, þannig eiga 12% ánna í Austra þrjú lömb eða fleiri og í Sf. Mý- vetninga er þetta hlutfall 10,9%. Rétt er einnig að nefna mikla frjósemi ánna i Sf. Frey í Eyjafjarðarsveit sem eiga að meðaltali 1,98 lömb, en van- höld eru veruleg þannig að ekki koma nema 1,73 lömb að jafn- aði til nytja eftir ána um haust- ið. Að síðustu skal athyglinni FREYR 08 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.