Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.2005, Síða 24

Freyr - 01.08.2005, Síða 24
SAUÐFJÁRRÆKT Mynd 2. Dilkakjöt eftir hverja á 2004, kg x X I < Mynd 3. Dilkakjöt eftir veturgamla á haustið 2004, kg beint eins og oft áður að góð- um árangri bændanna í Sf. Kirkjubólshrepps en þar fæðast 1,92 lömb að jafnaði eftir ána en til nytja koma 1,78 lömb. Þannig eru vanhöldin í Sf. Kirkjubólshrepps um 7% á sama tíma og þau eru um 13% hjá ánum í Sf. Frey. Munar um minna. Frjósemin ræður meiru en nokkur annar þáttur um fram- leiðni fjárbúanna en vænleiki dilkanna hefur einnig umtals- verð áhrif á framleiðslumagnið. Árgæsku til vaxtar hjá íslensku sauðfé var verulega misskipt eftir landsvæðum árið 2004. Víða um land var vænleiki lamba mjög áþekkur bæði haustið 2003 og 2004 og meira um að ræða bæja- eða sveitamun á milli áranna. I Þingeyjarsýslum var hins vegar sumarið 2004 ákaflega þurr- viðrasamt, svo mjög að það kom fram í vænleika dilkanna sem var verulega undir meðal- tali þar í sýslum. Lækkun I fall- þunga á milli ára er hvergi á landinu meiri en í Norður-Þing- eyjarsýslu. AFURÐIR Fyrir landið sem heild var reiknuð dilkakjötsframleiðsla eftir tví- lembuna 31,0 (31,8) kg, hjá ein- lembunum 17,3 (17,7) kg, eftir hverja á sem skilaði lambi til nytja 27,9 (28,6) kg og eftir hverja á á skýrslum sem lifandi var á sauðburði fengust að jafn- aði 25,7 (26,7) kg af dilkakjöti. Þegar bornar eru saman afurðir á milli ára er veruleg ástæða til að horfa til hinnar feikilega miklu aukningar I skýrsluhaldinu vegna þess að afurðastig margra bú- anna, sem eru að byrja skýrslu- hald, er skör neðar en þeirra sem þar voru áður. Mynd 2 gefur yfirlit um meðal- afurðir ánna í einstökum héruð- um haustið 2004. Þar sést eins og oft áður mikill munur á milli héraða. Líkt og undanfarin ár eru Strandamenn á toppnum en Vestur-Flúnvetningar fylgja þeim fast eftir og Eyjafjarðasvæðið er þar lítt á eftir, þá fylgir Austur- land, ásamt Skaftafellssýslunum og Árnessýslu. Eins og vænta má þá liggja neðst í þessum saman- burði þau héruð þar sem meðal- frjósemi ánna er slökust. Meðalafurðir eru eins og sést mestar í Strandasýslu en þar skilar tvílemban að meðalali 32,9 kg að jafnaði. Eftir á sem skilar lambi að hausti fást að meðaltali 29,8 kg og eftir hverja á fást að meðaltali 28,3 kg af dilkakjöti. Þetta er líkt og oft áð- ur stórglæsilegur árangur hjá Strandamönnum. Eins og oft áður veita nágrannar þeirra í Vestur-Húnavatnssýslu þeim mesta keppni en þar fást að jafnaði 27,6 kg af dilkakjöti eft- ir hverja á. Mikill afurðamunur á milli sýslnanna í Húnaþingi vek- ur athygli þegar mynd 2 er skoðuð. Ef ærnar í Austursýsl- unni næðu afurðastigi ánna í Vestursýslunni mundi það svara til um 100 tonna af dilkakjöti hjá skýrslufærðum ám í Austur- Húnavatnssýslu. Þegar horft er til einstakra fjárræktarfélaga skiluðu ærnar í Sf. Vallahrepps mestum meðal- afurðum en þar var reiknuð dilkakjötsframleiðsla 31,9 kg eftir hverja á, en í því félagi voru 1,76 lömb til nytja að jafnaði eftir ána. Þetta félag hefur um árabil verið ( hópi afurðahæstu félaganna í landinu en nú hefur búum, sem þar skila skýrslum, fjölgað nokkuð frá því sem var fyrir nokkrum árum. Næst kem- ur hið nýsameinaða félag á Vatnsnesinu þar sem þær tæp- lega fimm þúsund ær, sem þar eru á skýrslum, skila að jafnaði 30,5 kg af dilkakjöti en afurða- semi búanna þarna, einkum úr gamla Kirkjuhvammshreppnum, er með ólíkindum mikil haustið 2004. Tvö önnur öllu minni fé- lög, Sf. Eskifjarðar og Sf. Gaul- verjabæjarhrepps, bæði félögin löngu þekkt fyrir góðar afurðir, ná 30 kg mörkunum haustið 2004. AFURÐAMESTU BÚIN Áður hefur komið fram að yfir- lit um afurðamestu einstök bú í skýrsluhaldinu eru nú öllum að- gengileg á Netinu og því eru ekki birtar lengur hér töflur þar um heldur vísað til þessara upplýsinga þar (www.bondi.is). Þessi hópur var samt stærri en nokkru sinni en það má nefna að 112 bú með 100 ær eða fleiri skýrslufærðar náðu 30 kg mörkunum haustið 2004. Þeg- ar þessir listar eru skoðaðir sést vel að afurðastig búanna, sem eru að hefja skýrsluhald núna, er annað en hinna sem þar voru áður vegna þess að þrátt fyrir að fjórðungur búanna sé í þeim fiokki er mjög fá þeirra að finna á þessum yfirlitum. ( hópi þessara öndvegisbúa er líkt og mörg undangengin ár bú Indriða og Lóu á Skjaldfönn í efsta sætinu og má segja að 24 FREYR 08 2005

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.