Freyr - 01.08.2005, Qupperneq 26
SAUÐFJÁRRÆKT
Úr kjötmati sláturlamba
úr fjárræktarfélögunum
haustið 2004
Frá því kjötmati var breytt
í landinu haustið 1998 hef-
ur verið fjallað sérstaklega
um niðurstöður þess þegar
gerð er grein fyrir niður-
stöðum úr uppgjöri fjár-
ræktarfélaganna á hverju
ári.
Þessar niðurstöður eru allar sett-
ar fram sem meðaltöl fyrir hina
tvo þætti kjötmatsins og fyrir
slíka útreikninga er flokkunum
breytt í tölugildi á samfelldum
skala. Hér skal rifjað upp hvern-
ig það er gert. Fyrir fituflokkun
fær fituflokkur 1 tölugildið 2,
og fituflokkur 2 gildið 5. Mikið
hefur aukist að sláturhúsin séu
farin að nota fituflokk 3-, sem í
þessum útreikninum fær tölu-
gildið 7, fituflokkur 3 hefur
tölugildið 8 og fituflokkur 3+
gildið 9, fituflokkur 4 hefur gildi
11 og fituflokkur 5 tölugildi 14.
Matinu fyrir gerð er breytt
þannig að E fær gildið 14, U fær
gildi 11, tölugildið fyrir R flokk
er 8, fyrir 0 flokk er það 5 og
fyrir P flokkinn 2. Það sem nú er
helsta breyting er, eins og segir
hér að framan, að algengt er
orðið að fituflokkur 3- sé notað-
ur og sú breyting hefur í för
með sér tölulega örlítið hag-
stæðara fitumat en áður var.
KJÖTMAT í
EINSTÖKUM SÝSLUM
Tafla 1 gefur yfirlit um flokkun
eftir sýslum, auk þess sem gefið
er yfirlit um meðaltölin fyrir ein-
stök ár, allt frá því að hið nýja
kjötmat var tekið upp, þannig að
lesendur geti þar gert sér grein
fyrir þeim gríðarlega miklu breyt-
ingum sem orðið hafa i þessum
þáttum á örfáum árum. Þarna
blasir einnig við hin feikilega
mikla aukning sem er í skýrslu-
Tafla 1. Meðaltal úr kjötmati í fjárræktarfélögunum haustið 2004 (
einstökum sýslum
Sýsla Fjöldi Gerð Fita Hlutfall
Kjósarsýsla 1.610 7,28 7,13 102
Borgarfjarðarsýsla 15.449 7,46 6,98 107
Mýrasýsla 14.982 7,55 7,03 107
Snæfellsnes 15.347 7,89 7,30 108
Dalasýsla 29.466 7,61 7,02 108
Barðastrandarsýsla 13.939 7,26 6,16 118
Vestur-ísafjarðarsýsla 6.914 7,61 6,55 116
Norður-ísafjarðarsýsla 4.981 7,57 7,00 108
Strandasýsla 26.220 8,20 6,71 122
V-Húnavatnssýsla 30.836 8,18 6,93 118
A-Húnavatnssýsla 31.380 7,03 5,68 124
Skagafjörður 37.926 7,66 6,73 114
Eyjafjörður 17.307 7,83 6,73 116
S-Þingeyjarsýsla 30.698 8,00 6,17 130
N-Þingeyjarsýsla 29.368 8,30 6,60 126
N-Múlasýsla 42.032 7,34 6,39 115
S-Múlasýsla 21.656 7,67 6,88 111
A-Skaftafellssýsla 17.535 7,84 6,77 116
V-Skaftafellssýsla 25.856 7,91 7,17 110
Rangárvallasýsla 21.105 7,21 7,06 102
Árnessýsla 17.087 7,97 7,52 106
Landið allt 2004 451.694 7,72 6,71 115
2003 356.210 7,80 6,98 112
2002 308.457 7,43 6,78 110
2001 298.921 7,29 6,64 110
2000 273.893 7,35 6,90 107
1999 254.701 6,75 6,20 109
1998 225.845 6,52 6,16 106
haldinu á þessu tímabili sem þýð-
ir að ekki er verið að bera saman
sambærilega hópa að öllu leyti á
milli ára. Þeir sem fylgst hafa
með þróun síðustu ára á einstök-
um búum þekkja að breytingarn-
ar hafa í raun verið enn stórfelld-
ari en taflan sýnir. Rétt er að
benda á að þó að fjölgun falla
með kjötmatsupplýsingar sé
feikilega mikil frá árinu 2003 til
2004 er hún hlutfallslega heldur
minni en fjölgun á skýrslufærðu
fé á milli ára. Þetta skýrist af því
að afurðastig er nokkru minna á
þeim búum sem eru að hefja
skýrsluhald en þeim, sem þar
voru áður, og einnig hinu að
dæmi eru um að einhverjir þeirra
sem voru að byrja skýrsluhald
skili ekki upplýsingunum um
kjötmatið í uppgjörið.
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
Taflan sýnir að meðaltal úr
matinu fyrir gerð er eilítið lægra
2004 en 2003 eða 7,72 saman-
borið við 7,80. Fitumatið tekur
um leið nokkrum jákvæðum
breytingum eða úr 6,98 í 6,71
(lægra meðaltal er minni fita).
Þannig hefur hlutfallið á milli
matsþáttanna breyst úr 1,12 í
1,15, en eins og margir lesend-
ur þekkja er þetta hlutfall notað
sem ákveðinn mælikvarði á
heildargæði. Það er vel þekkt
að báðir þessir matsþættir eru
verulega háðir vænleika lamb-
anna, þ.e. með auknum fall-
þunga batnar mat að öðru
jöfnu fyrir gerð og fita eykst og
fituflokkur hækkar. Eins og
fram kemur í yfirlitsgreininni
um uppgjör fjárræktarfélag-
anna var fallþungi lamba ívfð
lægri víða um land 2004 en
2003, þannig að, að teknu tilliti
til fallþungabreytinga, má
greina jákvæða þróun og ef til
viðbótar er horft til hinnar
miklu aukningar í skýrsluhald-
inu og áhrifa hennar á tölurnar
er alveg Ijóst að kjötmatið 2004
var hagstæðara en nokkru sinni
hefur verið.
FITUMAT í EINSTÖKUM
SÝSLUM
Fitumatið er verulega hagstæð-
ara árið 2004 en árið áður. Eins
og áður er bent á koma þar
fram einhver smávægileg áhrif
þess að fituflokkur 3- er nú not-
aður miklu víðar en áður. Tafla 1
sýnir að í einstökum sýslum er
langhagstæðasta fitumatið í
Austur-Húnavatnssýslu þar sem
meðaltalið er 5,68. Þetta er um-
talsvert hagstæðara fitumat en
árið áður en þá var það einnig
hagstæðara þar en á öðrum
svæðum. Nú á ekki að vænta
mismunar í fitumati á milli slát-
urhúsa, þó að, eins og bent var
á í hliðstæðri grein á síðasta ári,
FREYR 08 2005